Tíminn - 13.05.1978, Síða 29

Tíminn - 13.05.1978, Síða 29
Laugardagur 13. mal 1978. Um þessar mundir er ísraelsríki 30 ára. Það var stofnað í maí 1948 undir handar- jaðri Sameinuðu þjóðanna og naut mikillar samúðar flestra þjóða heimsins vegna þeirrar hroðalegu meðferðar, sem Gyðing- ar höfðu orðið fyrir af hálfu nasista. Um daginn minntist Sjónvarpið stofnunar ísraelsríkis á viðeigandi hátt. Þó kom þar fram misskilningur, sem ekki er við Sjón- varpið að sakast, þar sem hann er orðinn mjög útbreiddur. Sagt var að við stofnun (sraelsríkis hafi Palestínumenn verið rekn- ir burtu úr hinu nýja ríki. Þetta er ekki rétt, engir voru reknir burtu. Þeir sem fóru burt gerðu það alveg án tilverknaðar hins nýja ríkis, einfaldlega vegna þess að þeir vildu ekki una því að búa i ísraelsríki og töldu sig eiga visan samastað annars staðar. Hundruð þúsunda Palestínumanna urðu eftir í Israel og urðu þar fullgildir þegnar. Þeir hafa að vísu verið litnir nokkrum tor- tryggnisaugum á ófriðartímum, eins og eðlilegt er, en engin ástæða er til að ætla að svo hefði orðið, ef þróun mála hefði orðið f riðsamlegri. Þeir Palestínumenn, sem yfirgáfu l'srael, töldu sig eiga vísan samastað í hinum hluta ríkisins, Jórdaníu, sínu eigin föðurlandi. En svo var ekki. Þeim var neitað um að fá að samlegast sinni eigin þjóð og hin Arabarík- in tóku sömu afstöðu, þau neituðu einnig að taka við þeim. Þess í stað var komið upp flóttamannabúðum við landamæri l'sraels og þess var vandlega gætt að hinir land- flótta Palestínumenn gætu ekki samlagazt sinni eigin þjóð. Þess var gætt að þeir fengju ekki vinnu og það var vandlega skipulagt að þeir eygðu enga von aðra en að brjóta ísraelsríki undirsig. Það var vitandi vits verið að búa til vandamál. Það var vit- andi vits verið að búa til nýja landlausa þjóð, sem ætlað var það hlutverk að leggja Israel undir sig að nýju og gera Gyðinga aftur að landlausri þjóð, eða að öðrum kosti að ráfa sjálf um heiminn án föðurlands. Vestmannaeyjar og Darwin Þegar Vestmannaeyjagosið varð og allir ibúar eyjanna urðu að yfirgefa heimkynni sin, tók það aðeins nokkrar vikur að koma öllum Vestmannaeyingum til eðlilegra starfa á ný. Börnunum var komið í eðlilegt skólaumhverf i án verulegrar tafar og reynt var á allan hátt að gera fólki kleift að taka upp venjulega lífshætti og aðlagast nýju umhverfi á eins sársaukalausan hátt og frekast var kostur. Ef svo hörmulega hefði viljað til að Vestmannaeyjar hefðu ekki orðið byggilegar aftur, hefðu Vestmanna- eyingar samlagast þjóðfélaginu á eðlilegan hétt sem virkir þegnar, og Vestmannaeyjar hefðu orðið þeim I júf endurminning blandin trega. Þegar borgin Darwin í Ástralíu jaf naðist við jörðu ífellibyl nokkru síðar var öðruvisi staðið að málum. Það var reist flóttamannabyggð fyrir hina þrjátíu þús- und íbúa, í grennd við Darwin. Þarna var enga vinnu að hafa, ekki einu sinni við Dufgus: Ísraelsríki og S.Þ. enduruppbyggingu borgarinnar, því að hún var látin liggja milli hluta. Skólastarf fór allt í handaskolum og börnin höfðu ekki annað fyrir stafni en að reika um flótta- mannabúðirnar og stunda óknytti þegar fram liðu stundir. I viðtali sem tímaritið Newsweek átti við fólk f rá Darwin ári eftir fellibylinn kom það fram að fólkið eygði enga framtíðarmöguleika, drykkjuskapur var orðinn óskaplegur, og algert sinnuleysi ríkti hjá flestum. Af þessu má sjá, að það skiptir mestu máli hvernig brugðizt er við þegar þau ósköp dynja yfir að fólk verður að flýja frá heimilum sinum og venjulegri lífsaðstöðu. Að sjálfsögðu átti framtaks- semi og dugnaður Vestmanneyinga sjálfra mestan þátt í því hvernig þeim farnaðist. Þjóðfélagsins var aðeins að gera þeim fært að bjarga sér og veita nægilega aðstoð. En við getum hugsað okkur hvernig ástatt væri í þessu þjóðfélagi ef við hefðum sett Vest- manneyinga í flóttamannabúðir og gert þeim illfært að bjarga sér. Og aftur til Palestínu Sú fyrirætlun Arabaríkjanna að stefna Palestínumönnum gegn Israelsríki, í stað þess að taka við þeim með bróðurhug og leyfa þeim að sameinast sinni eigin þjóð á eðlilegan hátt, he.fur náð tilgangi sinum. I leiðinni hefur svo ýmislegt annað gerzt, sem sjálfsagt hefur ekki verið séð fyrir. Palestinumenn gripu til hryðjuverkastarf- semi, sem nú er orðin að alþjóðlegu sporti, sem ekki sér fyrir endann á hvaða afleið- ingar kann að hafa. En ekki verður svo við þetta mál skilið að ekki sé getið um þátt Sameinuðu þjóðanna. Það er sorgarsaga.að Sameinuðu þjóðirnar hafa á vissan hátt stuðlað að því að mál Palestínumanna hafa þróazt í þá átt sem raun varð á. I stað þess að Sameinuðu þjóðirnar beitti sér af alefli við að leysa málið með því að knýja á um að Palestínu- mönnum væri gert mögulegt að taka upp heilbrigt líf meðal þjóðar sinnar, stuðluðu þær að því að viðhalda f lóttamannabúðun- um með því að styrkja þær f járhagslega. Að sjálfsögðu var það í góðu skyni gert. En án þessarar aðstoðar hefði ekki tekizt að halda Palestínumönnunum í flóttamanna- búðum,það hefði orðið að leysa málið á sómasamlegan hátt. Aðstoð Sameinuðu þjóðanna hefur gert mögulegt að fresta endanlegri lausn vandamálsins frá ári til árs og á meðan hefur illgresið fengið að grafa um sig og endanleg lausn verður sí- fellt fjarlægari og erfiðari viðfangs. Án f járhagslegrar aðstoðar Sameinuðu þjóð- anna við flóttamannabúðir Palestínu- manna kynni að vera.og eru raunar meiri líkur á,að engin hryðjuverkastarfsemi væri til í heiminum nú. Og nú til Afríku Það er að sjálfsögðu hægt að harma þá þróun sem orðið hefur í Palestínu,en það breytir engu. Það er orðið sem orðið er. En æskilegt væri að Sameinuðu þjóðirnar drægu af þessu nokkurn lærdóm. En svo virðist ekki vera. Sameinuðu þjóðirnar virðast vera staðráðnar í því að leysa vandamálin í sunnanverðri Afríku þannig að þar verði til nýjar landlausar þjóðir. Landlausar þjóðir sem mundu ráfa um heiminn rótlausar,sjálf um sér og öðrum til ama og ættu sér það eitt takmark að eignast land meðgóðu eða illu og þá fyrst og fremst með illu því að aðrar leiðir eru vart færar til þess að eignast land. Við ætlumst til þess að svartir menn \ Ródesíu og Suður-Af ríku fái að ráða málum sinum sjálfir. Hvítir menn i Ródesíu vita orðið mæta vel að hjá því verður ekki komizt. Viðleitni þeirra beinist nú að því að þetta gerist á þann hátt að þeir verði ekki hraktir i sjóinn. Þeir eru að reyna að láta þróun mála verða á þann hátt að þeir geti orðið þátttakendur í riki svartra manna í Ródesíu. Það getur ekki gerzt á annan veg en þann.að valdaskiptin taki langan tíma, sárindi svarta kynstofnsins vegna kúgunar hvíta kynstofnsins hafi hjaðnað áður en svarti kynstofninn tekur endanlega við völdunum. Þetta er vandrötuð leið en þetta er eina leiðin til þess að hvíti maðurinn verði ekki rekinn burt. Sameinuðu þjóðirn- ar eru andstæðar þessari lausn. Ekki verður betur séð en að þær geti sætt sig við þá lausn eina, sem verst gegnir með þeim afleiðingum, sem það kann að hafa. Hviti maðurinn í Ródesíu kann þó að eiga sér annað föðurland, þar sem landnám hans í Ródesíu á sér ekki mjög langan aldur. Oðru vísi háttar til i Suður-Afríku. Afrik- anar eiga sér ekkert föðurland annað en Suður-Afriku.heimkynni þeirra hefur verið þar í 300árog meira og allar rætur í Evrópu er löngu slitnar. Enginn vafi er á því að ef þeir verða hraktir frá Suður-Afríku eiga þeir sér ekkert athvarf, þeir yrðu flökku- þjóð. Og þó að það sé einlæg ósk allra góðra manna að svartir menn í Suður-Afríku fái fullt sjálfstæðu megum við heldur ekki gleyma því að Afríkanar eru líka menn og það verður að vinna þannig að málum að tilveru þeirra sem þjóðar verði ekki stefnt í voða. Það er ekki einungis nauðsynlegt þeirra vegna heldur vegna alls heimsins, friðarins í heiminum. Það kapp sem Sam- einuðu þjóðirnar ásamt þeim Owen og Vanœ.leggja á að leysa þessi mál eingöngu á kostnað hvíta mannsins.leiðir ekki af sér gott. Það leiðir af sér ný vandamál,vanda- mál sem kann að verða ennþá erfiðara að leysa. Léttar •• meðfærilegar - viðhaldslitlar VATIW DÆLUR Ávallt fyrirliggjandi. Góð varahlutaþjónusta. Þk Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Armúla 16 • Reykjavík • sími 38640 %. ^ þjoppur slipivelar (&> o 1 ú vibratorar sagarbloö steypusagir þjoppur bmdivirsmllur Hjólhýsi Til sölu 2 ára Cavalier GL svefnpláss fyrir 5-6 miðstöð, fortjald, árs- gamalt verð 1,5 nýtt 2,2 millj. Upplýsingar í síma 83744 á daginn eftir helgi. GMC 74 Housing með drifi, bremsukerfi, felgum, hjólbörðum. Framöx- ull með bremsukerfi felgum hjólbörðum. Upplýsingar í síma 38294 á kvöldin eftir [ helgi. Hrossa- markaður Efnt verður til hrossamarkaðar i sam- bandi við landsmót hestamanna að Skóg- arhólum 13.-16. júli n.k. Skrá þarf öll söluhross fyrir 1. júli n.k. hjá Pétri Hjálmssyni Búnaðarfélagi íslands, eða Bergi Magnússyni, Félagsheimili Fáks, simi 30178. Skrásetja þarf ætt, ald- ur, lit og gæði hrossa. Aðeins verða tekin til sölu, gallalaus hross. 011 hross verða seld á ábyrgð eig- enda sinna. Framkvæmdanefndin.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.