Tíminn - 17.05.1978, Blaðsíða 21
í — sagði Jóhannes Atlason, þjálfari nýliða KA,
sem tryggðu sér jafntefli (2:2) gegn Blikunum
• SIGURLAS ÞORLEIFS-
SON...hinn marksækni miöherji
Eyjamanna varð fyrstur til að
misnota vitaspyrnu — skaut fram
hjá Vikingsmarkinu i Eyjum.
• VIGNIR BALDURSSON... leik-
maður Breiðabliks, varð fyrstur
til að skalla i stöng, en aftur á
móti varð Eyjamaðurinn
— og setti glæsilegt Íslandsmet í
kringlukasti í Hafnarfirði - 42.18 m
• ÓLAFUR JÓHANNES-
SON ... leikmaður Hauka mis-
notaði vitaspyrnu gegn Þrótti frá
Neskaupstað.
• GUÐJÓN SVEINSSON...einnig
leikmaður Hauka, varð fyrstur til
að verða rekinn af leikvelli —
fyrir að hindra markvörð Þróttar
Nes.
GUÐRON INGÓLFSDÓTTIR
Guðrún Ingólfsdóttir kraft-
mikla stúlkan frá Höfn i Horna-
firði, lætur heldur betur að sér
kveða á frjálsiþróttasviðinu um
þessar inundir. Guðrún gerði sér
litið fyrir á Burknamóti FH á
Kaplakrikavellinum, að kasta
kringlunni yfir fjörtiu m — hún
kastaði 42.18 m og er það að sjálf-
sögðu nýtt islandsmet.
Guðrún, sem er nú komin á
Norðurlandamælikvarða , átti
fjögur köst yfir gamla metinu
sem hún setti fyrir stuttu. Það er
greinilegt að Guðrún, — sem er
nú búsett i Reykjavik — er nú
komin i mjög góða æfingu — hún
á örugglega eftir að kasta enn
lengra i sumar.
kom inn á sem varamaöur, og er
greinilegt að hann er ekki kominn
i nægilega æfingu — er nokkuð
þungur. Jóhann Jakobsson átti
mjög góöan leik með liðinu og
gerði hann marga laglega hluti.
Magnús V. Pétursson dæmdi
leikinn og gerði það vel.
Maður leiksins: Jóhann
Jakobsson
Áðeins
38%
mæting
— á landsliðs-
æfingu í
knattspyrnu
SOS-Reykjavik. — Aðeins tiu
leikmenn mættu á landsliðsæf-
ingu i knattspyrnu, sem fór
fram i Laugardal sl. fimmtu-
dagskvöld. Eru það vissulega
slæmar heimtur, þegar haft er I
huga, aö 26 leikmenn eiga að
mæta á þessar æfingar.
Leikmennirnir sem mættu á
æfinguna voru Valsmennirnir
Ingi Björn Albertsson, Atli Eð-
valdsson, Guðmundur Þor-
björnsson, Dýri Guðmundsson,
Hörður Hilmarsson, Albert
Guðmundsson og Guðmundur
Kjartansson, FH-ingarnir
Janus Guðlaugsson og Viðar
Halldórsson og Einar Þórhalls-
son, Breiðabliki.
Einhverjir leikmenn munu
hafa haft lögleg forföll — eins og
leikmenn Eyjamanna, sem voru
veðurtepptir. Annars mistókst
boðunin á æfinguna, sem var
send út bréflega, algjörlega —
Skagamenn og Keflvikingar
'sögðust ekki hafa verið boðaðir.
Það er óneitanlega leiðinlegt
að aðeins skuli vera 38%
æfingasókn á landsliðsæfingar
— það sýnir að áhuginn fyrir
landsliösæfingum er tak-
ymarkaður._________^
SOS-Reykjavík. — Við gerum okkur fyllilega grein fyrir
því að það er mikil barátta framundan hjá okkur — því
erum við harðánægðir með stigið, sem við fengum, sagði
Jóhannes Atlason, þjálfari nýliða KA frá Akureyri, sem
tryggðu sér jafntefli (2:2) gegn Blikunum á grasvellin-
um í Kópavogi. Jóhannes sagði að óneitanlega hefðu
leikmenn sínir haft minnimáttarkennd og „1. deildar-
skrekk" þegar þeir mættu til leiks. — Strákarnir forðuðu
sér frá því að fá mark á sig í byrjun leiksins, og eftir að
þeir voru búnir að standast f yrstu áhlaup Blikanna, náðu
þeir að halda sama hraða allan leikinn, sagði Jóhannes.
Jóhannes sagði aftur á móti, að
þaö hefði komið sér á óvart, hvað
úthald Blikanna virtist vera litið.
— Jú, ég er ánægður með, að við
höfum skorað 2 mörk i fyrsta leik
okkar — þau eiga eftir að verða
miklu fleiri, þvi að sókn okkar á
eftir aö verða miklu beittari,
heldur en hún var gegn Blikun-
um, sagði Jóhannes.
Blikarnir byrjuðu leikinn af
miklum krafti og sóttu stift að
marki KA-liðsins, þar sem Þor-
bergur Atlason, fyrrum landsliðs-
markvörður úr Fram, varði oft
vel. Vignir Baldursson var nálægt
þvi að skora á 16. minútu leiksins
— en skallabolti frá honum hafn-
aöi þá i stöng.
Akureyringar urðu fyrri til að
skora, er Jóhann Jakobsson skor-
aði örugglega á 34. min. af stuttu
færi, eftir hornspyrnu frá Sigur-
birni Gunnarssyni. Blikarnir
náðu að jafna (1:1) á 39. minútu
og var „rangstööulykt” af þvi
marki. GIsli Sigurðsson fékk þá
knöttinn sendan út á kant, þar
sem margir töldu hann rangstæð-
an —■ hann lék meö knöttinn upp
að endamörkum og sendi hann
siðan fyrir mark KA-liðsins, þar
sem Valdimar Valdimarsson var
á auðum sjó og þurfti hann ekki
annað en reka endahnútinn á
sóknina, með þvi að spyrna i
mannlaust mark Akureyringa.
Blikarnir fengu óskabyrjun i
seinni hálfleik, þegar Þór
Hreiðarsson brauzt laglega i
gegnum vörn KA-liösins og skor-
aði örugglega með föstu skoti af
20 m færi, sem hafnaði i þakneti
Akureyrarliðsins — óverjandi
fyrir Þorberg Atlason. Adam var
ekki lengi i Paradis — KA-liðið
náði að jafna þremur min. siðar
(50 min.), er dæmd var vita-
spyrna á Bjarna Bjarnason, fyrir
að handleika knöttinn á marklinu.
Sigurbjörn Gunnarsson, hinn
gamalkunna vitaskytta Akureyr-
inga, tók spyrnuna og skoraði að
'sjálfsögðu örugglega úr henni,
eins og hann er vanur, og jafntefli
varð staðreynd.
KA... þarf að lagfæra margt i
leik sinum. Það vantar nokkuö
upp á, að varnarleikur liðsins sé
góður. Góð barátta leikmanna KA
tryggði þeim jafntefli. Elmar
Geirsson lék með KA-liðinu —
Breiðablik... leikur svipaða
knattspyrnu og undanfarin ár.
Leikmenn liðsins eru leiknir með
knöttinn, en allan neista og bar-
áttu vantar i leik liðsins. Sumir
leikmenn taka góða spretti, en
siðan sjást þeir ekki langtimun-
um saman. Það er ekki hægt að
hrósa neinum leikmanni Breiða-
bliks.
Miðvikudagur 17. mal 1978_0'róllÍ'tttl_21
„Við eignm eftir
skora miklu
fleiri mörk”
ÞÓR HREIÐARSSON...sést hér (t.v.) skora annað mark Blikanna
— án þess að Þorbergur Atlason komi vörnum viö.
(Timamynd Tryggvi)
Knattspyrnupunktar.
JÓHANN
SKORAÐI
FYRSTA
MARKIÐ
N------------.
★ Sigurlás misnotaði vítaspyrnu
★ Vikingar hafa ekki tapað
gegn Eyjum síðan 1974
SOS-Reykjavík. — Akur-
eyringurinn Jóhann
Jakobsson, „Donni", varð
fyrstur til að skora mark í
1. deildarkeppninni i knatt-
spyrnu — þegar KA-liðið
tryggði sér jafntefli, 2:2,
gegn Blikunum. Jóhann
skoraði markið eftir 34
mín. á Kópavogsvellinum
— hann skoraði með
þrumuskoti af stuttu færi
og þandi knötturinn út þak-
net Breiðabliks-liðsins.
Þetta mark Jóhanns var jafn-
framt fyrsta mark KA-liðsins i 1.
deildarkeppni, þar sem Akureyr-
arliðið hefur ekki leikið i 1. deild
áður. Jóhann skoraði þó ekki sitt
fyrsta mark i 1. deildarkeppninni
— það gerði hann gegn Vest-
mannaeyingum i Eyjum 1974, en
þá lék hann með l.B.A.-liðinu. Jó-
hann hefur siðan skorað 5 mörk i
1. deild.
• SIGBJÖRN GUNNARS-
SON...félagi Jóhanns i KA-liðinu,
varð fyrstur til að skora mark úr
vitaspyrnu.
• SIGURLAS ÞORLEIFSSON
fyrstur til að skjóta i stöng.
• KARL SVEINSSON...hinn
leikni útherji Eyjamanna, varð
fyrstur til að fá að sjá gula
spjaldið hjá dómara — Sævari
Sigurðssyni, sem siðan sýndi
RAGNARI GlSLASYNI.bakverði
Vikings, einnig gula spjaldið.
• VlKINGAR.hafa ekki tapað
leik gegn Eyjamönnum siðan 1974
i 1. deildarkeppninni. Vikingar og
Vestmannaeyingar léku fyrst i 1.
deild 1972 og unnu Eyjamenn þá
báðar viðureignir liðanna — 2:0 I
Eyjum og 2:1 á Laugardalsvellin-
um. Siðan mættust liðin aftur 1974
og hafa Vikingar ekki tapaö 7
leikjum siðan gegn Eyjamönn-
um. Arangur Vikinga hefur verið
þessi — fyrst leikir i Eyjum, en
siðan á Laugardalsvellinum:
1974: 1:1 —1:1
1975: 0:0 —6:1
1977: 2:2 —0:0
1978: 2:0
Eins og sést á þessu hafa Vik-
ingar tvisvar borið sigur úr být-
um, en fimm sinnum hefur orðið
jafntefli — markatalan er 12:5
fyrir Vikinga úr þessum sjö
viðureignum.
GUÐRÚN
RAUF40M
MÚRINN