Tíminn - 17.05.1978, Blaðsíða 12
12
Miðvikudagur 17. mal 1978
Þvl verður eigi neitað að
kvenfrelsisbarátta er viötækust
allra róttækra hreyfinga i hin-
um vestræna heimi og skapar
það stöðu þessarar hreyfingar,
hve hún er frábrugöin öörum.
Skoöanir á þvi hvernig stefna
skuli aö jafnrétti eru eins ólikar
og þær eru margar, og margir
eru þeir sem efast um aö jafn-
rétti sé mögulegt eða ef þaö er
mögulegt hvort afíeiöingarnar
sem þaö heföi i för meö sér væru
slikar að verr væri af staö fariö
en heima setið. En hvaö um
það, þetta er barátta sem hófst
reyndar fyrir um tvö hundruð
árum og ekki verður svo glatt
aftur snuið. Nú sfðast minntust
islenzkar konur baráttunnar á
fjölmennum fundi i Félags-
stofnun stúdenta i Reykjavik
þann 8. marz, en það er alþjóö-
legur baráttudagur kvenna.
Verkalýösmálahópur Rauð-
sokkahreyfingarinnar sá um
undirbúning fundarins og fjall-
aöi um kvenfrelsisbaráttuna
fyrr og nú i fjölbreyttri efnis-
skrá. Dagný Kristjánsdóttir og
Ingibjörg Rán Guömundsdóttir
starfa með verkalýösmálahóp
Rauðsokkahreyfingarinnar og
blaöamaöur snéri sér til þeirra
á dögunum til að ræða um stööu
kvenf relsisbaráttunnar. um
starfsemi Rauðsokkahreyf-
ingarinnar o.m.fl.
GV: Hvenær barst Rauð-
sokkahreyfinginhingað til lands
og hver eru helztu stefnumál
hreyfingarinnar?
langtimamarkmiöi hreyfingar-
innar, en i stefnugrundvelli
hennar segir m.a.: Jafnréttis-
baráttan er óaðskiljanlegur
þáttur stéttabaráttunnar fyrir
nýju samfélagi þar sem arðrán
oghvers konar kúgun verður af-
numin og jöfnuður rikir. Full-
komnu jafnrétti verður ekki
komið iþessu samfélagi. Kúgun
kvenna er efnahagslegs og kyn-
ferðislegs eðlis. Hún er liður I
þvi misrétti sem þjóöfélags-
skipan okkar byggistá.
Dagný: Langtimamarkmið
okkar er stéttlaust þjóðfélag og
við trúum ekki að hægt sé að ná
jafnrétti i framkvæmd innan
þessa þjóðfélags. Þjóðfélagið
allt byggist á kúgun. Þetta eru
ekki slagorð, heldur niðurstaða
okkar starfs. Þeir sem eru á
lægsta þrepi þjóðfélagsins eru
konur og þjóöfélagið vinnur
gegn breytingu á þessari lag-
skiptingu. 011 þjóöfélög leitast
viðað vernda sigog þ.a.l. veröa
konur ekki frjálsar innan þessa
þjóöfélags.
Byrjaði sem óánægju-
hreyfing
GV: Grundvöllur Rauðsokka-
hreyfingarinnar, sem þið vitn-
uðuð i', kemur til sögunnar
nokkru eftir að Rauðsokka-
hreyfingin er stofnuð?
Dagný: Já, þessi grundvöllur,
sem vitnað var i, var settur
fram a' öðru þingi rauðsokka
1976. Hann byggir aftur á þvi
Það var fyrir átta árum. Það vakti mikla athygli er rauðsokkar gengu með þetta Hkneski niður
Laugaveginn i kröfugöngu 1. mai 1970.
Rætt við tvo félaga í Rauðsokkahreyfingunni:
„En karlmaður sem skúrar heima
hjá sér hefur ekki leyst vandamál
j af nréttisbaráttunnar ’ ’
Ingibjörg: Rauðsokkahreyf-
ingin á Islandi var stofnuð árið
1970. Þetta voru 20 manneskjur
sem byrjuðu og það voru fáir
sem samsinntu þeim þá. Þær
komu fram á sjónarsviðið með
nýjar hugmyndir og nýjar bar-
áttuleiðir. Þær hugmyndir sem
fyrstu rauðsokkarnir komu meö
fengu ekki ýkja sterkan hljóm-
grunn þá, en i dag er obbinn af
þeim viðurkenndur af almenn-
ingi.
GV: Hverjar voru þessar hug-
myndir?
Manneskja ekki
markaðsvara
Dagný: Þessar hugmyndir
birtast i slagorðum eins og t.d.
manneskja ekki markaðsvara,
konan.er maöur. Þá komurauð-
sokkar fram með kröfur um
mannréttindi og vildu fá viður-
kenningu á þvi að konan fari út
á vinnumarkaðinn, en það þótti
ekki sjálfsagt þá.
Ingibjörg: Það hefur ekki orð-
iö nein grundvallarbreyting á
stöðu konunnar, en það hefur
orðið viðhorfsbreyting á þessum
stutta tima. Það hefur sýnt sig
aö timinn vinnur meö okkur. Nú
erbúiðaðfæra það góð rök fyrir
jafnrétti, að það er ekki hægt að
verja annað lengur. — Samt vill
ennþá brenna við að ómálefna-
legasé tekið á spurningunni um
jafnrétti, þegar hana ber á
góma. Sérstaklega er þessi
veikleiki áberandi hjá karl-
mönnum,þó þaðséekki einhlitt.
Þaö er t.d. ekki óalgengt að
heyra viðkvæðiö: ,,Æ, hættið nú
þessu endemis þrasi um jafn-
réttismál, maður er oröinn
hundleiður á þessu rausi.” Eða
þá aö talið fer út i „flipp” svo
sem eins og þaö sé aðalatriðið —
málið útrætt. Jöfn verkaskipt-
ing á heimili er auövitað sjálf-
sögð, en karlmaður sem skúrar
heima hjá sér hefur ekki leyst
vandamál jafnréttisbaráttunn-
ar.
Langtimamarkmið
hreyfingarinnar
GV: Hvaö er þá aðalatriðið?
Ingibjörg: Aöalatriöið felst I
fræga þingi sem haldið var á
Skógum 1974. Þá varð i raun og
veruklofning innan Rauðsokka-
hreyfingarinnar. Upphaflega
var þetta hrevfing sem byrjaöi
sem óánægjuhreyf ing. 1
hreyfinguna þy rptust konur úr
öllum stéttum, og eftir þvi sem
meira var unnið aö ýmsum mál-
efnum ráku konurnar sig á aö
kerfið vill ekki kvenfrelsi. A
ráöstefnunni á Skógum var sú
reynsla, sem þá hafði fengizt,
rædd og mönnum kom ekki
saman um hvernig bæri að túlka
hana. Borgaralegu konurnar
eða þær ihaldssamari gengu út
úr hreyfingunni. Siöan hefur
hreyfingin starfað samkvæmt
þeirri stefnu sem þá varö ofan
á.
Gömul saga og ný
Dagný: Það er gömul og ný
saga innan kvennahreyfingar-
innar að borgaralegar konur og
verkalýðssinna hefur greint á
um leiðir. Þegar yfirstéttarkon-
urnar, sem beittu sér fyrir
kosningarétti á sinum tima,
höfðu fengiö sinu fram iýrir
hluta kvenna, þá hættu þær.
Verkakonurnar máttu sitja eftir
i súpunni. T.d. sagði Christabel
Pankhurst, aö ef konur, sem
væru rauðhæröar, 160 cm á hæð
og með fæðingarblett á vinstri
kinn, fengju kosningarétt þá
væri sigur unninn. — Konur af
borgarastétt og verkakonur
eiga enga samleið, hagsmunir
þeirra eru andstæðir.
Samstarf við verka-
konur
GV: Hvernig er samstarfi
ykkar við verkakonur háttað?
Ingibjörg: Við höfum skipu-
lagt þrjár láglaunaráðstefnur
og þátttakendur i þeim hafa
verið verkakonur aö miklum
meirihluta. Verkalýðs-
málahópur Rauðsokka skipu-
lagði fund i samráði við verka-
konur 1. mai 1977 og viö
byrjuðum á að halda opið hús
með verkafólki i verkföllum
sama ár. Drygstur hluti starfs
okkar hefur fariö i vinnu að
málefnum verkalýðs, þó að
meira hafi boriö á öðru sem við
höfum látáð til okkár taka. Það
má rekja þaö til rauösokka að
krafa um dagvistunarheimili
var sett inn I kjarasamningana
1976.
Hópstarfsemi
GV: Hvernig er rauðsokka-
hreyfingin skipulögð?
Ingibjörg: Uppbygging
hreyfingarinnar er svolitið
óvenjuleg. Hér er ekki um að
ræða þetta venjulega félags-
form þar sem almennir félagar
eru háðir vilja og krafti alls
konar formanna og stjórna. Viö
störfum i hópum að ýmsum
verkefnum, s.s. i dagvistunar-
hóp, verkalýðsmálahóp, blaða-
hóp, en átta manna miöstöð sér
um hagnýt verkefni og aö halda
uppi tengslum milli hópanna.
Margir vilja halda þvi fram að
innan hreyfingarinnar r'iki
algjört stjórnleysi, —þaðer tóm
þvæla, skipulagið erspor i átt til
virkara lýðræðis en almennt
tiökast i kringum okkur og það
er i sjálfu sér ekkert undarlegt
þótt sumir eigi i talsverðum
vanda við aö átta sig á þvi.
Félagatalan er breytileg allt
eftir þvi hvaða málefni eru á
dagsláá og ræðst af þvi hverjir
eru virkir á hverjum tima. Sum
baráttumál eru fallin til fjölda-
baráttu, s.s. þegar fóstur-
eyðingarfrumvarpið var á
döfinni, — önnur eru ekki eins
kræf á mannafla. Eigi að siður
er mikilvægt að fá fleiri til
markvissra starfa þvi það
breytir engu að karpa úti i
hornum sýknt og heilagt.
Bara menntakonur?
GV. Hreyfingin hefur verið
mikiö gagnrýnd fyrir að innan
hennar starfi aðeins mennta-
konur.
Ingibjörg: Jú, hreyfingunni
hefur verið sagt það til lasts að
innan hennar starfi aðeins
menntakonur. Við tökum þá
gagnrýni ekki mjög alvarlega. I
fyrsta lagi er þetta ekkiréttog i
öðru lagi lítum við ekki á
menntun sem neitt til að
skammast sin fyrir, — eitt af
aðalbaráttumálum okkar er t.d.
jafnrétti til náms. En ef
menntun skilar sér á þann hátt