Tíminn - 17.05.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.05.1978, Blaðsíða 7
Miövikudagur 17. mai 1978 7 Utgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm),og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurösson, Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason, Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöimúla 15. Sfmi 86300. Kvöldsfmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 100.00. Áskriftargjald kr. 2.000 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Rjómabollur Allir þeir sem fylgjast náið með islenzkum efnahagsmálum og horfunum i þeim efnum gera sér ljóst að ekki er unnt að gera svo öllumliki og að á næstunni verður að taka i taumana af öllu afli. •* * Þeir sem velta efnahagsmálunum fyrir sér af skynsemi og vilja að þjóðarhagur ráði, en ekki sérhagsmunir og stundargróði, sjá að óhjá- kvæmilegar aðgerðir gegn verðbólguvoðanum hljóta að snerta ýmsa sem betur mega sin, hvort sem er i hópi vinnuveitenda eða launþega, að minnsta kosti um nokkurn tima unz árangur fæst. 4 í þessu ljósi samþykkti flokksþing Framsókn- armanna á siðast liðnum vetri skýra og róttæka efnahagsmálastefnu sem markar leið félags- hyggjumanna til farsældar landi og lýð. Nú hefur miðstjórn Alþýðubandalagsins látið frá sér ganga þann skerf sem úr þeim herbúðum verður lagður fram í þessum efnum. Þvi miður bera tillögur Alþýðubandalagsins þvi vitni að for- ystumenn þess hafa ekki haft burði til að mæta viðfangsefninu á ábyrgan hátt. Tillögugerð Alþýðubandalagsins i efnahags- málum er þvi skref aftur á bak i umræðunum um islenzk efnahagsmál, en ekki framlag til mál- efnalegra umræðna og ábyrgra ákvarðana. Lik- lega er skýringin á þessu sú að þeir ætla plaggi sinu fyrst og fremst að þjóna hagsmunum flokks- ins sem háfur i atkvæðaveiðum nú f vor, og minna tillögurnar meira en litið á málflutning Alþýðu- bandalagsmanna á bændafundum sinum að þessu leyti. Sem dæmi um þessar tillögur má nefna að sagt er að strangari aðgerðir i söluskattsheimtu ,,gætu gefið 1.6 milljarð króna”. Sagt er að breytingar á skattalögum ,,gætu aukið tekjur rikisins um 4 milljarða króna”. Sagt er að nýtt veltugjald á atvinnureksturinn yrði tekjuauki sem „næmi um 5 milljörðum króna"'. Og enn er sagt, og enn er orðrétt upp tekið ur þessu óska- plaggi,að minni opinber útgjöld vegna rekstrar „gætu/ ásamt um 3 milljarða króna hagnaði rikissjóðs af almennri niðurfærslu, numið 14-15 milljörðum króna.” Loftkenndar yfirlýsingar af þvi tagi sem er að lita i óskaplaggi Alþýðubandalagsins um efna- hagsmál vekja ekki vonir um raunhlitan árang- ur. Þessa útreikninga i viðtengingarhætti er ein- faldlega ekki unnt að taka alvarlega, og verður þvi svo að skilja að raunverulegur ásetningur Al- þýðubandalagsins i efnahagsmálum sé enn þá flokksleyndarmál sem ekki verður látið uppi fyrr en eftir kosningar. Tillögur Alþýðubandalagsins i efnahags- og at- vinnumálum, en svo nefnist plaggið, hljóta að valda vonbrigðum. Hér er greinilega ekki um að ræða alvörustefnu, heldur pólitiskar rjómabollur. Fólkið i landinu er orðið leitt á sliku, og rjóminn er súr. Nýtt áhyggjuefni stjórnmálamanna i Evrópu: Barnsfæðingar eru orðnar allt of fáar Sviar ræða, hvaða leiðir séu liklegar til að auka viðkomuna Hvers vegna fæöast ekki fleiri börn? Þjóöir eru f hættu, ef mikiil fjöldi hjóna eignast aöeins eitt barn eöa tvö, þvi aö til viöhalds stofninum þarf þrjú börn aö meöaltali á hverju fjölskyldu. Margar þjóðir eru nú orönar svo barnfáar, aö hugsandi fólki hrýs hugur viö. Og svo öfugsnúið er þetta, aö það eru auðugustu þjóöir, þær sem lifa i allsnægtum og baka sér jafnvel heilsutjón meö hóglifi sinu, er barn- fæstar eru. Það er þveröfugt við það, sem vera skyldi: Meöal örbirgðarþjóða er börnum hlaöiö niöur til þess að deyja fljótlega eöa skrimta viö hin örmustu kjör, meðalrikra þjóöa ger- ist þaö áhyggjuefni aö þær eru hættar eða í þann veginn að hætta aö halda sjálfum sér við. Ein hinna barnfáu þjóða eru Sviar. Þar i landi er svo kom- ið, að fæst hjón eiga nema eitt eða tvö börn Og vænn hópur er barnlaus. Hitt verðuraftur á móti æ fágætara að börnin séu þrjú eða fjögur eða þaðan af fleiri. Þessi viðkoma nægir ekki. Með þessu lagi hlytur Svium að fækka þvi að til þess eins, að fólksfjöldi haldist jafn, verða hver hjón að eiga þrjú börn aö meðaltali. Að öðrum kosti mun halla undan fæti fyrr en varir. Þaö er þegar farið aö valda stjórnmálamönnum í Sviþjóð (og raunar fleiri löndum) verulegum áhyggjum, hversu viðkoman er dræm. Félags- málanefnd sænska þingsins kvaddi fyrir nokkru hóp manna, sem sérþekkingu hafa á þessum málum, á sinn fund til þess að ráðgast um það, hvernig stuðla má að fleiri barnsfæðingum I landinu. Fjallað var um það, hvers vegna barnsfæðingar eru svona fáar, og stjórnmála- mennirnir báru fram þá spurningu,hvaða ráö væru til- tækileg til þess að örva við- komuna. Erland Hofsten dósent, sem gegnir embætti i höfuðstöðv- um hagstofunnar sænsku, taldi meginorsökina aö finna i efnahagskerfinu. Kröfur til lifsgæða eru orðnar svo mikl- ar, aö ekki veitir af vinnutekj- um hjónanna beggja til þess að fullnægja þeim, þegar þar bætast við þær álögur sem riki og sveitarfélög taka til sfn til þess aö halda samfélaginu og fjárfrekum stofnunum þess uppi. Hann taldi, að þorri hjóna vildi eignast fleiri börn en eitt eða tvö. En gegn þvi spyrnti, aö fjárráöin yrðu þá minni. — Það máheita frágangssök fyrir hjón, sem eiga þrjú ung börn, að vinna bæði utan heimilis, sagði hann. Hugsan- legt væri að visu aö hafa börn- in á dagheimilum. En þá er ekki nóg til af þeim. Enda þótt barnsfæðingar séu jafnfáar og raun er, þá eru ekki til dag- heimili til þess að veita þeim viðtöku.Þar er komið að lok- uöum dyrum. Ein leiðin til þess að stuðla aðfleiri barnsfæðingum,sagði Erland Hofsten enn fremur, væri að sjálfsögðu sú að hækka barnatillögin, greiöa til dæmis hálfa milljón króna vegna þriðja barns og milljón vegna fjórða barns. Margir þeirra, sem félags- málanefnd sænska þingsins kvaddi á sinn fund, vöktu máls á þvi, að nútimaþjóöfélagið væri andstætt börnum i mörg- um megindráttum. Þaö kæmi strax i ljós i þeim skorti, er væri á dagheimilum, og þaö kæmi greinilegar fram á vinnustöðvum, þar sem marg- ir atvinnurekendur hefðu ými- gust á manneskjum, sem bæru ábyrgð á börnum og þyrftu að veita þeim umhyggju aö lokn- um vinnutima. — Atvinnulifið hefur ekki fellt sig nema til hálfs aö þörf- ■ um samfélagsins, segir Rita Liijeström félagsfræðingur frá háskólanum i Gautaborg. Konum á vinnumarkaönum fjölgar stöðugt. En vinnutim- inn hefur ekki breytzt, og enn fer þvi fjarri, aö karlmenn taki jafnmikinn þátt i heim- ilisstörfum og konur. Við skul- um horfasti augu við, aö mikl- ir árekstrar eiga sér staö á milli vinnumarkaðarins ann- ars vegar ogheimilislifsins og einkaþarfa fjölskyldunnar hins vegar. Og þessir árekstr- ar hafa aukizt með þeirri stefnu, aö jafnrétti skuli milli karla og kvenna. Með þvi hefur einum þætti þjóðlifsins verið breytt, en annaö situr i sama fari og áður, þó að breytingar þar hefðu þurft að fylgja með. Félagsmálanefndin mun kanna margvisleg gögn er hún hefur dregið saman og vega það og meta, er viðmælendur hennar höfðu til málanna að leggja. Hennar verkefni er að leggja drög að þvi, hvaða ráö eru nærtækust og heppilegust til þess að viðkoman i landinu glæðist á ný. Þeir, sem hún fékk til viðtals við sig, töldu það aftur á móti ekki í sinum verkahring að leggja dóm á hver væri óskatala barnsfæð- inga. — Það byggist aö verulegu leyti á þvi,hvaö fólk vill sjálft, hversu mörg börn það á, sagði KajsaEkholm, dósent i Lundi. En hafi meirháttar þjóöfé- lagsgallar teljandi áhrif á slíkt, verður að ráöast gegn þeim og nema þá burtu. Börn á ekki að geta samkvæmt fyrirmælum heldur aö ósk og vilja fólks, og þess vegna er rétt að spyrja um, hvað getur hamlað þeim vilja. 1 grein i Svenska dagblaðinu segir rithöfundurinn Anna Wahlgren, að þjóðfélag, sem ekki leyfir foreldrum eöa fólki yfirleitt aö helga sig öðrum Ífísgildum en þeim sem auka svokallaðan hagvöxt um stund og færa þvi skjótfenginn gróða, geti ekki vænzt margra barna. Hagvöxturinn étur börnin sin, segir hún og yfir- skólaö þjóðfélag uppsker úr- kynjaöfólk. Það erkennimark ýktrar og tortfmandi þjóð- menningar að mannlegar,lifs- nauðsynlegar þarfir verða að víkja um set fyrir lögmálum vinnumarkaðarins. Læknir - inn gefur sig ekki aö sjúkl- ingnum nema á göngu sinni um sjúkrastofurnar. Kennar- inn hirðir ekki um nemend- urna, þegar kehnslustundirn- ar eru úti. Fóstrurnar fara heim, þegar klukkan segir til. Samfélagið er orðið vélgengt, hver selur ævistundir sinar eftir sem bezt býðst enda virðing i samfélaginu undir þvi komin i hve hátt verð er unnt að koma þeim. Slikir samfélagshættir laða ekki fram börn. A meðan svo stendur er sjálfsagt helzta leiðin að verðlauna barneign- ir, svo að um muni, hafa nægð dagvistunarheimila og koma mörgu sem verið hefur i - verkahring fjölskyldunnar, að meira eða minna leyti á ábyrgð samfélagsins. En hvort það er óumdeilanlegur gæfuvegur er annað mál. Umræður og umfjöllun af þessutagi á sér viðarstað en i Sviþjóð. Forystumönnum allra þjóða er að sjálfsögðu annt um, að fólkið endurnýi sig.þvi að það veikir þær. ef fólki fækkar og hefur siðar meir iför með sér margvisleg vandamál, til dæmis þegar fá- mennar kynslóðir, sem nú eru að fæðast, eiga að fara að ala . önn fyrir miklum fjölda aldur- hnigins fólks , sem ekki er lengur vinnufært. Ofboöslegur munur á viðkomu fólks i Evrópulöndum og i vanþróuö- um löndum getur einnig boðið heim mikilli hættuþvi aö erfitt ,kann að reynast, þegar um þrengist enn meira en orðið er i mestu þéttbýlislöndunum að varna flóðbylgju aövifandi fo'lks að setjast þar að sem mannfjöldi hefur dregizt sam- an. JS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.