Tíminn - 17.05.1978, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.05.1978, Blaðsíða 15
Mi&vikudagur 17. mai 1978 15 ína í borgarmálum 2. HLUTI Öskjuhlíðin Framsóknrflokkurinn áréttar enn fyrri tillögur sinar um aö komiö veröi upp útivistarsvæöi i sunnanveröri öskjuhliö, þar sem áhersla veröi lögö á aö nýta þá mögu- leika, sem heita vatnið og nærvera hitaveitutankanna bjóöa upp á. Viö skipulagningu svæðisins veröi m.a. lögð áherzla á eftirfarandi: 1. Gerðar veröi laugar i hliðinni og komiö fyrir heitum kerjum, aöstöðu til sólbaöa, búnings- og hreinlætisað- stöðu. Þessi mannvirki veröi felld inn i hliöina þannig, að umhverfið veröi áfram sem upprunalegast. 2. Komiö verði upp veitingaaöstööu á svæöinu og sú hug- mynd endurvakin hvort ekki megi reisa veitingahús uppi á hitaveitutönkunum meö útsýni yfir borgina. 3. Frárennsli hitaveitutankanna veröi notað til upphitun- ar Nauthólsvikur og sjóbaðstaðurinn afmarkaöur með flótgirðingu. ' 4. Viðræöur verði hafnar viö Kópavogskaupstaö um fram- tiðarnýtingu Fossvogsins, þar sem miöað veröi viö, aö þar veröi fyrst og fremst sjóbaöstaöur meö aöstööu fyr- ir skemmtibáta, sjóskiöi og annað þess háttar. Elliðaárdalurinn Elliðaárnar og umhverfi þeirra er meðal þess fegursta, sem völ er á f nágrenninu auk þess að vera merkilegt frá jarðfræðilegu sjónarmiöi. Þannig er gróöurríki hvergi fjölbreytilegra i nágrenni borgarinnar en einmitt meö- fram Elliðaánum. Þessa svæðis þarf þvl aö gæta vel og vanda til framtiðarskipulags þess. An þess að fella dóm um þaö skipulag, sem fyrir liggur af Elliðaársvæðinu, telur Framsóknarflokkurinn svo mikilvægt aö vel takist til um alla skipulagningu svæöisins aöréttsé aöleita hugmynda sem flestra aöila. Þvi er lagt til, aö efnt veröi til hugmyndasamkeppni um framtiðarskipulag Elliðaársvæöisins ásamt umhverfi Elliöavatns. Skal samkeppnin miöast viö aö fá fram sem flestar hugmyndir til mótunar heildarmyndar af þessu svæði. Nesjave/lir Hitaveita Reykjavik á jörðina Nesjavelli i Grafningi. Var hún á sinum tima keypt vegna þess jarðhita sem þar er. Mikil gróðureybing hefur á undanförnum árum átt sér stað i landi Nesjavalla og er skjótra aögeröa þörf, ef bjarga á þeim gróðri, sem enn er eftir. Framsóknarflokkurinn leggur til eftirfarandi: 1. Land Nesjavalla verði girt fjárheldri girðingu. Veröi leitað samstarfs viö eigendur nágrannajaröa um þá framkvæmd. 2. Sauðfé á jöröinni verði fækkaðað miklum mun. 3. Uppblástur verði stöðvaöur og hafin uppgræðsla þess lands, sem þegar er orðið örfoka. Upplönd borgarinnar Framsóknarflokkurinn telur, að á næstu árum beri aö gera verulegt átak til gróðuraukningar i landi borgarinn- ar ofan núverandi byggöar i framhaldi af þvi, sem gert hefur verið á Hólmsheiðinni siðustu sumur. Fengnir veröi sérfræðingar til að gera áætlun um framkvæmd verksins og leitað samstarfs við þau sveitarfélög sem lönd eiga aö afrétti Reykvikinga. Fyrsti liður þessarar framkvæmdar veröi aö láta á sumri komanda rannsaka gróbur á svæöinu og gera gróð- urfarslýsingu og siðan nýtt gróðurkort. 1 framhaldi af þvi verði siðan gerð áætlun um stöövun gróðureyðingar og uppgræöslu landsins á næstu árum. Veiði- og fiskirækt Skipulag og nýting vatnasvæöis Reykjavikurborgar verður ekki aöskilin frá stefnunni I umhverfismálum og náttúruvernd. Þetta verkefni þarf að taka föstum tökum með varanlega varðveislu og nýtingu i huga. Vatnasvæöið tekur yfir stórt landsvæöi, þar sem viöa er mikil náttúru- fegurð, jafnvel I örskotslengd frá Ibúðarhverfum borgar- innar. i þessu eru fólgin ómæld hlunnindi og verömæti fyr- ir borgarbúa. Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á eftirfarandi. 1. Komið verði á beinni tengingu úr Elliöaám um Bugöu og upp i Hólmsá. 2. Endanlega verði gengið frá skipulagi árhólmanna i Ell- iöavogi. 3. Aflað verði meira vatns fyrir klakstöðina við Elliðaárn- ar og starfsemi hennar efld. 4. Aukin verði vantsmiðlun á vatnasvæði Elliðaánna til að draga úr flóðum i ánum. 5. Silungsrækt i Elliðavatni verði aukin. 6. Þess verði vandlega gætt, að mengun Elliðaánna komist ekki á það stig að lifriki þeirra verði hætta búin. 7. Allt vatnasvæði borgarinnar verði kortlagt og gerð á þvi lýsing á grundvelli visind.alegrar þekkingar og reynslu, sem íengizt hefur. 8. Elliðaánna verði gælt og látið sitja i fyrirrúmi að vernda þær gegn mengun og tryggja laxgengd i svipuö- um mæli og að undanförnu. Vamir gegn mengun Framsóknarflokkurinn telur, að vel þurfi að fylgjast með mengun bæði i lofti, grunnvatni á vatnsverndarsvæði borgarinnar og sjónum meðfram ströndinni og gera tafar- lausar ráðstafanir til úrbóta, fari mengun það vaxandi að hættulegt geti talist. Hér er um mál að ræða sem varðar alla Ibúa á höfuð- borgarsvæðinu. Þvi er nauðsynlegt að öll sveitarfélög á þessu svæöi vinni saman að eftirliti og úrbótum. Sérstaklega telur flokkurinn nauðsynlegt að gæta vatns- bólanna vel og hraða þeim framkvæmdum, sem nú standa yfir til að hægt sé að loka þeim. Þá ber að vernda Elliðaárnar gegn frekari mengun og koma rotþróm og frá-rennsli i betra horf og fylgjast með þvi, að tryggilega sé gengið frá oliugeymum i borginni og nágrenni hennar. Einnig þarf I samvinnu við Kópavogskaupstað að gera Framsóknarflokkurinn telur að halda beri áfram á þeirri braut að koma upp heilsugæzlustöðvum fyrir hin ýmsu hverfi i borginni, þar sem læknar geti starfað saman ásamt aðstoðarfólki að heilsugæzlu. Þá telur flokkurinn að nýta eigi húsnæði i Heilsu- verndarstöðinni við Barónsstig fyrir almenna heilsugæzlu og að skrifstofum borgarlæknis og heilbrigöiseftirlits megi koma fyrir i venjulegu skrifstofuhúsnæöi annars staðar. Málefni a/draðra Framsóknarflokkurinn telur, að mikið verkefni sé framundan hjá Reykjavikurborg i málefnum og vistunar- málum þeirra sem ekki geta búið I heimahúsum. Flokkur- inn telur, að markmiö starfsemi i þágu aldraðra eigi að vera að gera þeim kleift að stunda vinnu við sitt hæfi sem lengst og dvelja á eigin heimilum eins lengi og viðunandi er. Brýnustu úrbætur i málefnum aldraðra telur flokkurinn vera þessar: 1. Komið verði á þeirri skipan á vinnumarkaðinum að eldra fólk eigi þess kost að minnka við sig vinnu smátt og smátt en þurfi ekki að hætta snögglega með öllu i fullu starfi. 2. Ráðningastofa Reykjavikurborgar taki upp skipulega starfsemi að þvi er varðar atvinnumál aldraðs fólks og verði leiðandi afl til úrbóta I atvinnumálum þessa fólks ekki siður en annarra aldurshópa. 3. Byggja þarf sérhannaðar söluibúöir með nauðsynlegri þjónustuaðstöðu. Þessar ibúðir verði seldar öldruðu fólki á kostnaðarverði og með forkaupsréttarákvæði. 4. Koma þarf upp dagvistarheimilum fyrir aldrað fólk, sem dvelur i heimahúsum. Slik dagvistaraðstaða myndi létta á mörgum heimilum og veita öldruðum tækifæri til félagsskapar og samvista. 5. Stórauka verður langlegurými, sem ætlað er öldruðu fólki, svo að það þurfi ekki að liggja við misgóðar að- stæður i heimahúsum. Raunhæfasta leiðin til úrbóta I þessum efnum er að hraða byggingu B-álmu Borgar- spitalans og taka meginhluta þeirra 210 rúma, sem þar verða, fyrir aldrað fólk. 6. Skipuleggja þarf betur en nú er gert vistunar- og hjúkrunarmál aldraðs fólks og gera könnun á þvi, hve margt af þvi þyrfti aö komast á hjúkrunarheimili eða sjúkrastofnun. áætlun um hreinsun Fossvogsins og frárennsli liggi ekki út I hann. Ho/ræsamál Gera þarf timasetta áætlun um að koma frárennsli i borginni i viðunandi horf á næstu 4—6 árum meö þvi að sameina útrásir og koma skolpinu lengra frá ströndinni, þangað sem straumur og vatnsendurnýjun er nægilega mikil, jafnframt þvi sem meta þarf möguleika til hreins- unar skolpsins. Úrbætur á þessu sviði eru mjög brýnar. Skolpið hefur vfðast verið leitt stystu leið til sjávar og eru þvi útrásir býsna margar meðfram ströndinni. Jafnframt þvi, sem það er kappsmál allra Reykvikinga að halda sjónum sem hreinustum kringum borgina, er þess að gæta að samfara þessari mengun er nokkur hætta, þar sem meðfram ströndinni er viða matvælavinnsla. Framsóknarflokkurinn telur, aö þeir sem heilbrigðir eru, eigi að leggja meira af mörkum til að bæta aðstöðu þeirra, sem blindir eru og fatlaðir. 1 þvi sambandi má nefna: 1. tJtivistarsvæði borgarinnar verði gerð sem aðgengi- legust fyrir þá sem blindir eru og fatlaðir, þannig að þessir borgarar geti notið þeirra. 2. Merkja þarf gangstiga og setja upp vegvisa, sem sér- staklega komi að notum fyrir blinda og sjóndapra. Einnig þarf að koma fyrir merkjaútbúnaði i götuvitum til að auðvelda sjóndörpu fólki að átta sig á umferðinni. 3. Fólki i hjólastólum verði auðveldað að komast um borg- ina, m.a. með þvi að tekinn verði flái i gangstéttar- kanta. 4. Við hönnun mannvirkja á vegum borgarinnar verði þess jafnan gætt, að aðkoma að byggingum sé auöveld fötluðu fólki og I hjólastólum, svo og aö þaö eigi auðvelt með, án aðstoðar að komast um innan dyra. Aðstoð við áfengissjúk/inga Framsóknarflokkurinn telur, að samræma þurfi betur en nú er gert opinbera aðstoð við drykkjusjúklinga og styðja þær aðgerðir, sem ýmsir áhugamenn og áhuga- mannafélög hafa beitt sér fyrir að undanförnu i málefnum drykkjusjúkra. Meðal þeirra aðgerða, sem vinna þarf áð, eru: 1. Bæta þarf skilyrði til að veita áfengissjúklingum skammtima sjúkrameðferð 2. Koma þarf upp fleiri vistheimilum fyrir áfengissjúkl- inga i endurhæfingu. 3. Stórauka þarf fræðslu i skólum og fjölmiðlum, um þær hættur, sem áfengisneysla hefur i för meö sér. 4. Auka þarf félagslega aðstoð við áfengissjúklinga, þar sem fyrirgreiðsla verði veitt i sambandi við útvegun húsnæðis, atvinnu og vistanir á sjúkrahús, hæli og aðrar slikar stofnanir, sem sinna áfengissjúklingum. 5. Nauðsynlegt er, að Gæsluvistarsjóður fái meira fjár- magn frá A.T.V.R., svo að hann geti sinnt þeim verk- efnum sem honum eru ætluð i lögum. Uppeldisskilyrði barna hafa versnað mjög vegna breyt- inga á atvinnu- og lifnaðarháttum fólks. Borgarfjölskyld- an er ekki einfær um aö annast uppeldi og félagsmótun barna. Dagvistarheimili eru þvi nauðsynleg i nútimasam- félagi. Markmið dagvistarheimila er tviþætt: 1 fyrsta lagi að mæta þörfum barna og skapa þeim þroskandi umhverfi og viðfangsefni. 1 öðru lagi að koma til móts við breytta lifn- aðarhætti þar sem báðir foreldrar vinna utan heimilis. Sú staðreynd blasir við i dagvistarmálum að mikill hörgull er á þessum heimilum og biðtimi langur. Dag- heimili eru eingöngu opin svokölluðum forgangshópum en leikskólar öllum börnum. Framsóknarflokkurinn leggur áherzlu á eftirgreinda þætti: 1. Hraðað verði uppbyggingu dagvistarstofnana. 2. Dagheimili verði opnuö i áföngum öllum börnum. 3. Opnunartími leikskóla verði sveigjanlegri en nú er. 4. Dagvistarheimili verði aðallega byggð i Ibúöarhverfum fremur en við vinnustaði. 5. Fjölfötluö börn verði meöal heilbrigðra barna á dag- vistarheimilum, en ekki á sérstofnunum. 6. Fleira sérmenntað fólk verði fengið til starfa viö dag- vistarheimili. 7. Starfsfólk dagvistarheimila hafi aðgang að sálfræði- þjónustu. 8. Komið veröi á fót skóladagheimilum i öllum hverfum borgarinnar. 9. Fóstur á einkaheimilum verði skipulagt á þann hátt að samvinna verði milli þeirra sem gæta barna i sama hverfi. Til að fá fullt leyfi borgaryfirvalda verði skylt að sækja námskeið i umönnun barna. lO.Stuðlað verði að þvi að fá fleiri karlmenn til starfa á dagvistarheimilum. FELAGSMAL Heilsugæzla Málefni fatlaðra Dagvistamál

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.