Tíminn - 17.05.1978, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.05.1978, Blaðsíða 11
Miövikudagur 17. mai 1978 11 y>Valmúinn springur út á nóttunni” „Fyrst og fremst einlægt verk” — segir höfundurinn, Jónas Árnason FI — Nú þegar Skjaldhömrum Júnasar Arnasonar sleppir hjá Leikfélagi Reykjavikur, en þaö verk hefur verið sýnt við metað- sókn i þrjú ár I Iðnó, frumsýnir L.R. nýtt leikrit eftir sama höf- und, sem heitir þvi ljóðræna nafni „Valmúinn springur út á nótt- unni”. Þorsteinn Gunnarsson leik- stýrir, en Jón Sigurbjörnsson fer með eitt aðalhlutverkiö og hafa þessir tveir því vixlað hlutv^rk- um sinum frá þvi i Skjaldhömr- um, en þar var Þorsteinn í aðal- hlutverki og Jón leikstýrði. Leik- myndin er eftir Steinþór Sigurðs- son. Steinþór hefur teiknað allar leikinyndir við fyrri verk Jónasar Árnasonar, sem sýnd hafa verið hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en þau eru nú orðin fjögur og hálft talsins, — „Delerium Búbónis”, skrifuðu þeir Jón Múli og Jónas saman. „Valmúinn springur út á nótt- unni” er fyrst og fremst einlægt leikrit,” sagði Jónas Arnason á blaðamannafundi, „leikrit, sem hafnar ýmiss konar tilgerð i þjóð- lifi okkar. Aðalpersónurnar eru fólk af minni kynslóð, geðfelldar manneskjur, ærlegar. Mér hefur sýnzt, að i bókmenntum nýrrar kynslóðar gæti tilhneigingar til þessað stimpla mina kynslóð sem eitthvað ógeðfellt fyrirbæri. Ég hafði fengið mig fullsaddan af slilcum fullyrðingum og má lita á leikrit mitt sem eins konar varnarræðu.” Jónas kvað alveg ómögulegt aö segja til um á hve löngum tima verkið er skrifað. „Hugmyndir fæðast á hinum óliklegustu stund- um. Ég tók törn við þetta verk i fyrrasumar og svo aftur i vetur. Fékk mig lausan frá þingstörfum og skrifaði viðstöðulaust yfir jól- in, alla helgidagana frá þvf snemma á morgnana og fram á kvöld. Ég má vist til að taka fram, að þingfararkaupinu sleppti ég á meðan.” Þann 15. marz hófust svo æf- ingar á leikritinu, en áður höfðu leikstjóri, aðalleikarinn, Jón Sigurbjörnsson, og höfundur lesið leikritið yfir og borið saman bækur sinar. „Þetta leikrit gerist i allliflegum kirkjugarði á eyði- staðnum Þvernesi”, sagði Jónas, ”og reynir verkið griðarlega á sviðsmanninn og leikstjórann, atriðaskipti eru tið og sviðið si- breytilegt. Þarna skiptastá sjón- varpsatriði og sviðsatriði, sem tengjast á vissan máta, án þess að nokkur vituð tengsl séu milli þeirra, sem koma fram i' sjón- varpinu og hinna á sviðinu.” Af tónlist i leikritinu má nefna lagið „Þórður sjóari” eftir Svavar Benediktsson við texta KriStjáns frá Djúpalæk, og bylt- ingarsönginn Avanti populi, sem sunginn er á itölsku. Heiti leik- ritsins er að sögn höfundar fengið úr kinversku kvæöi efdr Ting Tsjú Ló... Hlutverk eru ellefu og taka sumir leikaranna á sig fleiri en eitt hlutverk: Fréttamaður er Harald G. Haraldsson. Keops: Jón Sigurbjörnsson. Högni Hrólfsson, Forseti ESSUBB og Ráðherrann :Sigurður Karlsson, Doktorinn: Margrét Olafsdóttir. Efemia Betúelsen: Margrét Helga Jóhannsdóttir. Fidela og Anna: Lilja Guðrún Þorvalds- dóttir, Freudistinn og Gassi: Hjalti Rögnvaldsson. Daniel Williamsson sá um lýsingu og Þorlákur Karlsson um leikmuni. Þess má geta, að „Delerium Búbónis” eftir Jón Múla og Jónas Arnason var sýnt hjá L.R. 1959 Siðan koma leikrit Jónasar hvert af öðru: Koppalogn 1967 / 1968 og 1969. „Þið munið hann Jörund” 1969. Sýnt i tvö ár. „Skjald- hamrar” 1975 — 1978. Sló innan- hússmet i Iðnó. Var sýnt 187 sinnum fyrir utan leikför til Færeyja. Fyrra innanhússmetið átti Kristnihald undir Jökli” eftir Halldór Laxness. Það varsýnt 177 sinnum. Harald G. Haraldsson sem sjónvarpsmaður og Jón Sigurbjörnsson sem Keops athuga uppgrafna lærleggi ikirkjugarðinum iÞvernesii „Vaimúinn springur út á nóttunni” eftir Jónas Arnason. Frumsýning veröur föstudaginn 19. mai. Sex islenzkir piltar i alþjóðlega vélhjóla- og hjólreiðakeppni i Lissabon Dagana 17.-19. mai n.k. taka sex piltar þátt i hinni árlegu alþjóð- legu vélhjóla- og hjólreiðakeppni, sem að þessu sinni er haldin I Lissabon i Portúgal. Keppnin er að venju þriþætt. Fyrst fer fram spurningakeppni um umferðar- reglur, siðan keppni i góöakstri ’og loks keppni i hjólaþrautum. Keppendur frá 20 þjóðum verða meðal þátttakenda. íslenzku piltarnir hafa verið i þjálfun undanfarið, undir stjórn Guðmundar Þorsteinssonar, námsstjo'ra I umferðarfræðslu og Baldvins Ottóssonar lögreglu- varðstjóra, en þeir munu stjórna drengjunum i keppninni i Lissa- bon. Ennfremur hefur Björn Mikaelson, lögregluþjónn á Akur- eyri, annast þjálfun Akureyrings- ins Gústafs Jóhannssonar. ^ull ouin Þjónusta fyrir landsbyggðina Sendiö okkur (í ábyrgð) þá skartgripi sem þér þurfiö aö láta gera viö, ásamt smálýsingu á því sem gera þarf, heimilisfangi og síma- númeri. Að af lokinni viðgerð, sem verður inn- an 5 daga frá sendingu, sendum við ykkur við- gerðina í póstkröfu. Allar viðgerðir eru verð- lagðar eftir viðgerðaskrá Félags ísl. gull- smiða. Stækkum og minnkum hringi (sendum mál- spjöld), gerum við armbönd, nælur, hálsmen, þræðum perlufestar. Gyllum. Hreinsum. Sendum einnig í póstkröfu allar gerðir skart- gripa. Fljót, góð og örugg þjónusta. Hringið og leitið upplýsinga. GULL HÖLLIN Verzlunarhöllin — Laugaveg 26 101 Reykjavík Símar (91) 1-50-07 & 1-77-42 Húseigendur og forráða- menn húseigna í Hveragerði — á Selfossi — i Þorlákshöfn — á Stokkseyri — á Eyrarbakka og nágrenni. Þéttum sprungur i steyptum veggjum og þök- um með Þan-þéttiefni, áralöng reynsla i með- ferð og þéttingum með Þan-þéttiefni. Látið þétta húseign yðar áður en þér málið og verjið hana fyrir frekari skemmdum. Leitið upplýsinga i sima 3863 Þorlákshöfn. Baldvin Ottósson, Þór Eiriksson úr Viöistaðaskóla Hafnarfirði, Þórar inn S. Halldórsson Fossvogsskóla Reykjavik, Þorkell Sigtryggsson úr Kársnesskóla Kópavogi, Gústaf Jóhannsson úr Barnaskóla Akur- eyrar, Kristján Helgason Gagnfræðaskóla Akraness og Arni Guðmundsson úr Hólabrekkuskóla Reykjavik. Lengst til hægri er Guömundur Þorsteinsson. ÍSLAND cep?pa 80 EíJ tii; ííii titi u:x r.it fc« iltí :::i síir si : m '88-8S m n m un n« si Ný frímerki með íslenzkum merkisbyggingum Komin eru út tvö ný islenzk fri- merki að verðgildi 80 krónur og 120 krónur. Citgáfudagur merkj- anna var 2. mai sl. og eru 50 fri- merki i örk. Merkin eru prentuö i Sviss hjá Courvoisier S.A. La- Chaux-de-Fonds. Þau tilheyra frimerkjaflokknúm merkisbygg- ingar, og sýna 80 króna frimerkin Viöeyjarstofu, en 120 króna fri- merkið Húsavikurkirkju. Teikn- ari merkjanna er Þröstur Magnússon. »...og oaf þeim upp málið á okkur báðum »Þeir skera svampinn alveg eins og maður vill og sauma utan um hann líka, ef maður bara vill.«^^ »Já, Lystadún svampdýnur...« »Hættu nú að tala, elskan mín« efni til að spá í LYSTADÚNVERKSMI-ÐJAN DUGGUVOGI 8 SlMI 846 55

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.