Tíminn - 17.05.1978, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 17. mai 1978
23
fyrirsögnunum og liðveizlu viö
hvitflibbamennina. Er mér þar
Þjóðviljinn minnisstæðastur.
Kom það mjög á óvart, þar sem
þingmenn Alþýðubandalagsins
hafa öðrum þingmönnum fremur
lagt okkur liðsyrði i þessu máli.
En blaðamenn Þjóðviljans töldu i
samræmi viö sina stefnu að
styðja af hörku kaupkröfur þeirra,
sem sólbrenna árlega i fjörum
Spánar — en anda köldu á þá sem
veörastaf sól og vindum við lang-
lægst launuðu störfin á Islandi 365
daga á hverju ári, langan vinnu-
dag — ekki bara nokkra tima á
dag. nokkra daga vikunnar,
nokkra mánuði ársins.
Viðbrögð fleiri manna voru at-
hyglisverð. T.d. finnst mér að
sveitaþingmenn stæði nær að
berjastfyrir afnámi söluskatts en
afnámi prestkosninga. Þess skal
þó getið sem gert er. þegar þing-
menn eiga i hlut. Fyrir löngu
siðan samþykkti búnaöarþing
ályktun um nauðsyn stofnunar til
að bæta úr kvenmannsleysi
nokkurra sveitamanna sem þing-
inu fannst eitt af stærri vanda-
málum. Ekkert var svo gert i
málinu þar til nú fyrir jólin. Þá
kom það loks fyrir alþingi. Þar
var lagt til að stofnaður yrði reið-
skóli sem allra fyrst. Þar með
hefur einu af áhugamálum
búnaðarþings til eflingar sveit-
anna verið ýtt rösklega af stað og
byrjað á undirstöðuatriðum — en
oft vilja þau gleymast og bygging
byrjuð án hornsteinalagningar.
Þó ekki verði þar allt vakurt sjá-
um við i anda sveitina fyllast.
Hvort akrar hylja móa og brauð
veita sonum móðurmoldin frjóa
— er allt óljósara.
Vandi okkar sem af ýmsum
ástæðum munum ekki njóta
kennslu þessa ágæta verknáms,-
skóla er enn óleystur. Mjög stór
hluti af kostnaði við vélar og
rekstur þeirra er skattur til rikis-
sjóðs. Þannig er kynt undir verð-
bólgu með þessari kostnaðar-
aukastefnu sem rikið stendur að i
sambandi við landbúnað. Þann
hluta launanna sem við fáum —
fáum við ekki fyrr en verðbólgu-
eldurinn hefur skert hann stór-
lega. Landbúnaðarráðherra sagði
á Stéttarsambandsfundi 29. ágúst
1977 að afurðalánin nægðu til að
borga okkur út 90% af áætluöu
verði sláturfjárafuröa við mót-
töku. En bændur fá ekki þessi 90%
i sinar hendur. Þessi 90% hljóta
að vera greidd inn i reikning
verzlunar. Þar brennur þetta
hratt og örugglega. Vafalaust
gæti Framleiðsluráö,ef vilji væri
fyrir hendi athugað hvar það er
sem bændur fá ekki þessi 90% til
fullra umráða á réttum tima. En
það er með þessi rekstrar- og
afurðalán eins og fleiri, þau eiga
lögum samkvæmt að fara i gegn-
um kerfið. Það kerfi hagnast á að
tefja för þeirra. Verðbólgan er
nefnilega fyrst og fremst eignatil-
færsla i þjóðfélaginu. Sá sem
ræður yfir ódýru fjármagni
græðir á verðbólgu— og hann
græðir ekki nema aðrir tapi. Sá
sem heíur okkar sjóð i vörzlu
sinni,græðir á þvi að hann brenni
sem mest. Verðbólgueldurinn er
ekkert annaö en grima þeirra
aðila,sem mestum eignum hafa
rakað saman á liðnum árum.
Auðvitað verður að greiða þessi
rekstrar- og afurðalán beint til
bænda — ef þeir eiga að fá þau.
Það er búið að tiðkast of lengi að
bændur verði að fara bónarveg til
þess að fá út þá peninga sem
verzlunin geymir fyrir þá i
reikningi. Það er komið mál til að
þar mætist jafningjar. Þvi miður
eru margir bændur orðnir þess*
svo vanir, að þeir gera sér ekki
ljóst að þeir eru i fjármálafjötr-
um eíns og ástandið er i dag.
Jafnvel hafa þeir komizt svo
langt niður að koma saman á fund
til að biðja sameiginlega.” Eigi
leið þú oss i freistni heldur frelsa
oss frá þvi að fá i hendur þá f jár-
munLsem kallaðir eru rekstrar-
og afurðalán bænda.” Lengra
verður vist ekki komizt. Þar
breytir engu þó stjórnarmaður
Stéttarsambands bænda segist
ekki hitta bónda sem vilji fá þessi
lán i sinar hendur. Það er með
þetta eins og annað,þeir geta
talað svona sem hafa tekjur sinar
riflegar af öðru en landbúnaði.
Ég hef i þessum samtiningi
haldið mig við málefni sauðfjár-
eigenda. Þau mál þekki ég af eig-
in raun — enda vegamál hér
þannig,aö mjólkurframleiðsla
verður yfirleitt ekki stunduö hér
án þess að mjólka i flórinn öðru
hverju. Ég vil þó aðeins minnast
þess að á liðnu hausti voru
hryðjuverkamenn og bændur
eiginlega lagðir að jöfnu i fjöl-
miðlum á tslandi. Aðrir skáru
menn á háls en hinir hvöttu til ný-
mjólkurdrykkju — sem að dómi
visindamanna er um málið fjalla,
kemur i einn stað niður. Orsök
alls þessa uppistands var að
bændur nenntu ekki að gefa
undanrennu hér eftir sem hingað
til. Nú er það svo að við þessir
fullorðnu mjólkurdrykkjumenn,
drekkum mjólk einfaldlega vegna
þess aö okkur finnst nýmjólk góð.
Þess vegna munum við seint fara
að þamba undanrennu ,,3 glös af
undanrennu i stað eins af mjólk”,
sagði einn visindamannanna.
Verst er að fólktekurþetta svo al-
varlega að það drepur sig úr hor
og bætiefnaskorti af ótta við að
drepast einhvern timann á annan
hátt. Svo veröur hægt að neyöa
einhver börn til að drekka undan-
rennu i stað mjólkur.
Það er allt hægt að bjóða
varnarlausum börnum. Hvort
undanrenna er þeim eins vænleg
til þroska og nýmjólkin er svo
annað mál — kannski mál lækn-
anna sem um málið hafa fjallaö.
Sjálfsagt tekst þeim að breyta
einhverju af nýmjólkurneyzlu
barna yfir i kókdrykkju^ en um
þann vökva hafa þeir hinir sömu
verið hljóðir, þó þeir geti ekki
haldið sér þurrum af skelfingu
yfir nýmjólkurdrykkju og dilka-
kjötsátL Halldór Þórðarson,
á Laugalandi.
Þrír aflahæstu 0
meðaltal 8,959 kg. 1 fyrra var
bolfiskur alls 13,699 tonn, 1844
róðrar, meðaltal 6,996 kg.
Eins og fyrr sagði var
Höfrungur III aflahæstur með
1033 tonn.Skipstjórier Þorleifur
Þorleifeson. Eig. Glettingur h.f.
Annar var Jón á Hofi með 964
tonn, skipstjóri Jón Björgvins-
son. Eig. Glettingur hf. Þriðji
Friðrik Sigurösson með 944
tonn, skipstjóri Sigurður
Bjarnason. Eig. Hafnarnes hf.
Fjórði Klængur með 633 tonn,
skipstjóri Kristján óskarsson.
Eig. Meitillinn hf. Fimmti Arn-
ar með 620 tonn, skipstjóri Ein-
ar Sigurðsson. Eig. Auðbjörg hf.
Sjötti var Gizzur með 613 tonn,
skipstjóri Guðmundur Baldurs-
son. Eig. Ljósavik sf. Þess má
geta i lokinaö þrir efstu bátarn-
ir eru aflahæstu bátarnir yfir
landið og framsýni þeirra
manna var mikil, er reistu Þor-
lákshöfn að nýju.
Flugmenn ©
afstöðu sinni i þessu máli og
leggjast eindregið gegn þessari
sameiningu, en flugmenn hjá
Flugfélaginu eru henni aftur á
móti hlynntir.
örn O. Johnson forstjóri hjá
Flugleiðum sagði i samtali við
blaðið i gær, að samningamálin
væru óráðin eins og er, og vildi
ekki tjá sig frekar um þau. Hvort
verkfallsheimild F.L. yrði til að
ýta á gang viðræðna sagði örn
ekki geta sagt enn, en eitt væri að
afla sér heimildar og annað að
boða verkfall. Hins vegar sagði
hann þá langþreytta á verkföllum
sem og aðra hérá landi. Þá sagði
hann að formaður samninga-
nefndar þeirra væri erlendis, en
hann gengi út frá þvi að næsti
fundur með samninganefndum
flugmanna og Flugleiöa yrði eigi
siðar en i næstu viku.
Þórsmörk ©
vél frá Vestmannaeyjum til þess
að flytja ökumann bifreiðarinnar
og stúlkurnar tvær til Eyja, en
ökumaðurinn hafði slasazt nokk-
uð áfæti ogstúlkurnar voruorðn-
ar allþrekaðar eftir volkið.
Annars var það álit lögreglunn-
ar á Hvolsvelli að umgengni
manna um Þórsmörk um helgina
hafi veriðfyrir neðan allarhellur,
og þó nokkur náttúruspjöll voru
unnin, bæði meö óþrifnaði og illri
umgengni svo og bilaumferð um
Mörkina.
Þá töldu lögreglumenn þaö
furðulega ráðstöfun að leyfa
tjaldstæöi i Þórsmörk á þessum
tima árs, þvi aö frost er hvergi
nærri farið úr jörðu.
Bændur
Sumarstarf óskast í
sveit fyrir 11 ára
dreng.
Upplýsingar í síma
73546.
12 ára telpa
óskar ef tir að komast í
sveit. — Upplýsingar í
sima (91) 5-19-39.
Bændur
Þrettán ára drengur óskar eftir að komast
i sveit í sumar. Uppl. i sima 38543 eftir kl. 6
á kvöldin.
+
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug viö andlát og jarö-
arför móður okkar, tengdamóður og ömmu
Jóhönnu Halldórsdóttur
frá Húsey
Hólmfriður Sigfinnsdóttir, Halldóra Sigfinnsdóttir,
Fanney Sigfinnsdóttir, Jónbjörg Sigfinnsdóttir,
Unnur Sigfinnsdóttir, Snorri Sigfinnsson,
tengdabörn og barnabörn.
Sendum þakkir öllum fjær og nær, sem auðsýndu vináttu
og heiðruðu minningu
Estrid Falberg Brekkan
Sérstakar þakkir eru sendar hjúkrunarliði Grensásdeild-
ar Borgarspitalans.
Asmundur Brekkan, ólöf Helga S. Brekkan,
Eggert Brekkan, Björk E. Brekkan,
barnabörn og barnabarnabörn.
Kosningastarfió
i Ruykjavík
H>. kjórhverfi — Árbæjarskéli
Almennur fundur fyrir ibúa Arbæjarhverfis um borgarmálefni
verður haldinn að Hraunbæ 102 b, þriöjudaginn 16. mai kl. 20.30.fs
Framsögumaöur er Eirikur Tómasson, lögfræðingur sem skipar
3. sæti á lista Framsóknarflokksins við borgarstjórnarkosning- '
arnar. rd
Fundarstjori: Jónas Jónsson, skrifstofumaöur.
1. kjörhverfi — Melaskóli
Almennur fundur ibúa Nes- og Melahverfis um borgarmálefni
verður haldinn að Hallveigarstöðum við Túngötu þriðjudaginn
16. mai kl. 20.30
Framsögumenn eru Kristján Benediktsson borgarfulltrúi og
Gerður Steinþórsdóttir, kennari, sem skipa 1. og 2. sætiö á fram-
boöslista Framsóknarflokksins við borgarstjórnarkosningarnar.
ar.
Fundarstjóri: Jóhann Þórir Jónsson.
Kosninganefndin i Reykjavik
Kosningaskrifstofa Framsóknarmanna fyrir
kjörhverfi Álftamýrarskóla
Kosningaskrifstofan er að Rauðarárstig 18. Skrifstofan er opin
frá 10—12, 14—18 og 20—22 alla daga vikunnar nema laugardaga
og sunnudaga, en þá er hún opin frá kl. 13—19.
Simar á skrifstofunni eru 27366 og 24480.
Stuðningsmenn, hafiö samband við skrifstofuna sem allra fyrst.
Kosninganefndin i Reykjavik
Kosningaskrifstofa Framsóknarmanna fyrir
kjörhverfi Breiðgerðisskóla
Kosningaskrifstofan er að Rauðarárstig 18. Skrifstofan er opin
13.00—21.30alla daga nema laugardaga og sunnudaga, þá er hún
opin 13.00—18.00.
Simar á skrifstofunni eru 27357 og 24480.
Stuðningsmenn, hafiö samband viö skrifstofuna sem allra fyrst.
Kosninganefndin i Reykjavik.
Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins fyrir
kjörhverfi ölduselsskóla
Kosningaskrifstofan er að Stuölaseli 15. Skrifstofan er opin frá
kl. 17.00-21.30 alla daga vikunnar nema laugardaga og sunnu-
daga, þá er hún opin frá kl. 13.00-18.00. Siminn á skrifstofunni er
73699. Stuðningsmenn hafið samband sem allra fyrst.
Kosninganefndin i Reykjavik.
Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins fyrir
kjörhverfi Breiðholts- eg FeUaskóla:
Kosningaskrifstofan er aö Drafnarfelli 10 (verzlunarmiöstöðin
viö Völvufell). Skrifstofan er opin frá kl. 16.00-21.30 alla daga
vikunnar nema laugardaga og sunnudaga, þá er hún opin frá kl.
13.00-19.00. Simar á skrifstofunni eru 71596 og 71599. Stuðnings-
menn hafið samband sem allra fyrst.
Kosninganefndin i Reykjavfk.
Kosningaskrifstola Framsóknarflokksins fyrir
kjörhverfi Laugarnesskóla
Kosningaskrifstofan er að Rauöarárstig 18. Skrifstofan verður
opin frá kl. 13.00-18.00 i dag, en næstu daga milli 17.00-20.00. Sím-
ar á skrifstofunni eru 27192 og 27052. Stuöningsmenn hafið sam-
band sem allra fyrst.
Kosninganefndin i Keykjavik.
Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins fyrir
kjörhverfi Langheltsskóla
Kosningaskrifstofan er að Kleppsveg 150 (verzlunarmiðstöðin
norðvesturendi). Skrifstofan er opin frá kl. 17.00-21.30 alla daga
vikunnar nema laugardaga og sunnudaga þá er hún opin frá kl.
13.00-18.00 Simar á skrifstofunni eru 85416 og 85525. Stuðnings-
menn hafið samband viö skrifstofuna sem allra fyrst.
Kosninganefndin i Reykjavik.
Siglufjarðarkaupstaður:
Siglufjarðarkirkja
Auglýst er laust starf kirkjuorganista og
tónlistarkennara við tónlist° rskóla Siglu-
fjarðar
Upplýsingar gefa Elias Þorvaldsson i
sima 7-13-19 og Vigfús Þór Árnason i sima
7-12-63.