Tíminn - 17.05.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.05.1978, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 17. mai 1978 -BORGARMÁL __________________ Eiríkur Tómasson: Efla ber starfsemi hinna frjálsu félagasamtaka — en draga i staðinn úr launuðu starfi á vegum æskulýðsráðs Aætlað er að heildarútgjöld borgarsjóðs nemi tæpum 15 milljörðum króna á yfirstand- andiári. Af þessari háu upphæð renna á að gizka 100 milljónir króna til allra þeirra fjölmörgu áhugafélaga sem starfa hér i Reykjavik — þó að undanskild- um iþróttafélögunum, sem fá i sinn hlut 82,4 milljónir króna, en sú fjárhæð nægir þó hvergi nærri til að standa undir rekstri félaganna. A sama tima er 104,4 milljónum króna varið til starf- semi æskulýðsráðs, en stærstur hluti þeirra útgjalda er laun fastráðinna og lausráðinna starfsmanna. Hið opinbera á að styðja — en ekki stjórna Framsóknarflokkurinn hefur félagshyggju að leiðarljósi. Flokkurinn vill styðja og styrkja félagasamtök áhuga- fóUcs og telur bæöi fé og fyrir- höfn vel variði þágu slikra sam- taka. Starfsemi hinna frjálsu félagasamtaka á ekki að lúta stjórn hins opinbera, heldur eiga sveitarfélög — og reyndar rikið einnig — að láta samtök- unum i té alla þá aðstoð sem hægt er að veita, hvort sem hún kemur fram i formi beinna f jár- styrkja eða með öðrum hætti. Við þekkjum öll dæmi þess að félagsstarf liður fyrir eilifan fjárskort. Verkefni forystu- manna sem á fyrst og fremst að vera félagsleg forysta verður oft og tiðumlitið annað en eilift strit við fjáröflun. Ekkihefégá móti þvi að menn leggi eitthvað á sig tU að afla fjár til heilbrigðrar félagsstarfsemi. En þaðmáekki gera þeim sem i félögunum starfa svo erfitt fyrir að fátt annað komist að en sifeUd leit að nýjum fjáröflun- arleiðum. Stjórn á öllu tómstundastarfi verði samræmd í samræmi við það sem ég hef nú sagt er að minum dómi tima- bært að gera allverulegar breytingar á skipulagi æsku- lýðs-og tómstundastarfs á veg- um Reykjavikurborgar: Ég tel æskilegt, að stjórn á öUu tómstundastarfi i borginni, jafnt fyrir unga sem aldna, verði framvegis i höndum eins aðila, t ó m s t u nd a r á ð s . Æskulýðsráð verði lagt niður, en svonefnt tómstundaráð, skip- að fulltrúum.borgarstjórnar og hinna frjálsu félagasamtaka i borginni, leysi það af hólmi. Hið ný ja tómstundaráð ætti að minu áliti ekki að vera fjölmennt — hæfilegur fjöldi ráðsliða væri 11-13, þar af 5 kjörnir af borgar- stjórn. Hinir 6-8 yrðu sem fyrr segir fuUtrúar hinna frjálsu félagasamtaka þannig að hver hópurfélaga, t.d. iþróttafélögin, ættu jafnan sinn málsvara i ráð- inu. Félagsmálastofnun Reykja- vikurborgar á að minni hyggju að sjá um allt tómstundastarf á vegum borgarinnar. Slikt er einfaldast i sniðum, enda hefur stofnunin i dag umsjón með félagsstarfi fyrir aldraða og svonefnd útideild unglinga starfar að hluta á hennar veg- um. Veita þarf meira fé til áhugafélaga Veigamesta nýjungin sem taka á upperþótvimælalaust sú að hinum frjálsu félagasamtök- um — iþróttafélögum, skóla- félögum eða skátafélögum, svo að örfá dæmi se'u nefnd,verði falið að halda uppi opnu tómstundastarfi i öllum borgar- hverfum undir umsjá tómstundaráðs. Jafnframt þyrfti ráðið að stuðla að þvi, t.d. með aðstöðu og fjárveitingum, að þeir sem einhverra hluta vegna kjósa að standa utan við núverandi félög geti myndað með sér ný félög eða klúbba til að vinna að áhugamálum sin- um eða veita sér annars konar dægrastyttingu. Þessi breyting hefði það i för með sér að hægt væri að fækka til muna launuðum starísmönn- um æskulýðsráðs. Þeim tugum milljóna króna sem þannig spöruðust mætti úthluta til hinna frjálsu félagasamtaka. Sú fjárveiting veit ég að yrði mörg- um kærkomin þótt hún næmi ekki nema nokkur hundruðum þúsunda króna á hvert meðal- stórt félag og útheimti að auki að félagsmenn legðu á sig nokkra sjálfboðavinnu. Ég er sannfærður um að breyting af þessu tagi yrði æskulýðs- og tómstundastarfihér i Reykjavik til framdráttar, öllum til góðs. Sú hefur a.m.k. orðið raunin i þeim sveitarfélögum þar sem hliðstætt fyrirkomulag á skipu- lagi tómstundastarfs hefur verið tekið upp. Það hefur stundum heyrzt aö Reykjavik væri dauf og leiðin- leg borg. Ég tel að gera megi borgina okkar liflegriog um leið skemmtilegri með þvi að fjölga tækifærum okkar til að njóta tómstundanna á hollan og heil- brigðan hátt. Bezta leiðin til þess er að efla hið frjálsa félagastarf i stað þess að drepa það i dróma eins og borgar- stjórnarmeirihlutinn hefur óneitanlega reynt með fjársvelti og ofstjórn. Útboð Framkvæmdanefnd leiguibúða á Hvammstanga óskar hér með eftir tilboð- um i byggingu 5 ibúða raðhúss á Hvammstanga. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hvammstanga- hrepps og hjá Staðalhúsum s.f. Suðurlandsbraut 20, Reykjavik gegn 20 þúsund kr. skilatryggingu. Tilboö verða opnuð á skrifstofu Hvammstangahrepps kl. 11 f.h. föstudaginn 9. júni 1978. Borgarnes - Girðing Tilboö óskast i að reisa sauðfjárgirðingu ofan byggðar i Borgarnesi. Vegalengd um 5,5 km. Upplýsingar gefur hreppstæknifræðingur á skrifstofu Borgarneshrepps. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Borgar- neshrepps kl. 14 þriðjudaginn 23. mai. Hreppstæknifræðingur. Vesturlandskjördæmi Aðsetur yfirkjörstjórnarVesturlandskjör- dæmis, vegna alþingiskosninganna 25. júni 1978, verður i hótelinu i Borgarnesi. Framboðum veröur veitt móttaka á aösetri kjörstjórnar- innar miðvikudaginn 24. mai 1978 frá klukkan 14.00. Framboðslistar veröa teknir til úrskuröar á fundi yfir- kjörstjornar sem hefst á ofangreindum stað fimmtudag- inn 25. mai 1978 kl. 14.00. Yfirkjörstjórn Vesturlandskjördæmis. Þangskurðarmenn keppast við þegar veður er gott — en hvila sig og búast undir átökin á ný þegar veður eru verri Það er ljóst að Austur-Barða- strandasýsla stendur og fellur með Þörungaverksmiðjunni, og þvi þarf að leggja alla áherzlu á að hún geti starfað áfram, sagði Jón Arni Sigurðsson á Skerð- ingsstöðum i samtali við Tim- ann. Jón Arni kvað þangöflunina veraorðna örugga eftir að farið var að handskera þangið jafn- framt þvi, sem prammarnir eru notaðir við skurðinn. Og daginn sem rætt var við Jón Arna voru menn frá Orkustofnun að vinna að borunum eftir heitu vatni fyrir verksmiðjuna og ef nægj- anlegt heitt vatn finnst ættí aö verða rnun bjartara yfir starf- semi verksmiðjunnar i framtið- inni. — Það þurfa helzt að vera fjórir menn f hverju gengi, þ.e. á hverjum pramma, sagöi Jón Arni. Við skerum eins mikið með prammanum og hægt er og er alltaf einn maður um borð i honum og stjórnar pramm- anum. Hinir fara upp á skerin i Jón Arni Sigurðsson. útfallinu og leggja þar til þess gerða nót. Síðan slá þeir meö orfi og ljá allt þar til nær alveg er fallið að á ný. Þá er netið dregið saman utan um þangið og síðan er komið með pramm- ann og tekur hann þá þangið upp. Hver maður slær þetta þrjár til sex lestir af þangi á út- og að- fallinu og höfum við af þessu mjög þokkalegar tekjur. Við vinnum jafnan mikið þegar gott er veður, en okkur finnst borga sig að láta allan skurð eiga sig þegar verra veður er einn og einn dag. Þetta er það erfið vinna að okkur veitir ekkert af hvildöðru hvoru.Afköstin verða líka meiriþá daga, sem unnið er ef við tökum okkur fri öðru hvoru. 1 fyrra voru fjögur gengi sem unnu að þangöfluninni. Alls eru til 10 prammar þannig að auð- velt er að afla mun meira þangs, en gert var i fyrra. Von manna er þvi að nægjanlegt heitt vatn finnist, þvi þá telja menn framtið verksmiðjunnar tryggða. MÓ. Barnagæzla Stúlka á 13. ári/ vön barnagæzlu.óskar eftir starfi úti á landi. Er vön aö vera í sveit. Upplýsingar í síma (91) 1-53-86. Útboð Tilboö óskast I dælur og dælubúnað fyrir dælustöðvarnar. V-5. V-l. Viö Jaöar fyrir vatnsveitu Reykjavikurborgar Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavik. Tilboðin veröa opnuð á sama staö þriöjudag- inn 27. júni 1978 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUÍ4. REYKJAVÍKURBORGAR Frfkirlcjuvegi 3 — Sími 25800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.