Fréttablaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 52
17. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR32
Viðtal við D. Tullos í
Morgunblaðinu
Viðtalið við Tullos sem vert er að benda
fólki á að lesa í heild er mikill áfellisdóm-
ur yfir íslenskum stjórnvöldum en þó
segir hún ekkert sem ekki hefur heyrst
áður. Þar sem hún er virtur fræðimað-
ur á sínu sviði er erfitt að stimpla hana
sem „atvinnumótmælanda“ eða bregða
henni um þekkingarleysi á þessu sviði.
Tullos undrast vinnubrögð íslenskra verk-
fræðinga en veit sennilega ekkert um
það hvernig Landsvirkjun hefur kúgað
fræðimenn og verkfræðinga á Íslandi til
hlýðni - að minnsta kosti samþykkis með
þögninni til að taka þátt í glæpnum við
Kárahnjúka.
Páll Ásgeir Ásgeirsson af malbein.net/
pallasgeir
Framsóknarflokkurinn
Það yrði fingurbrjótur á öld kynjajafn-
réttis í stjórnmálum ef Framsóknarflokk-
urinn gerði andstæðingum sínum þann
greiða að fella tvær frambærilegar og
flottar konur í kjöri til æðstu embætta
flokksins og bjóða landsmönnum upp á
tvo kalla, sem báðir detta senn inn á sjö-
tugsaldurinn. Fyrir mína hönd og minna
vandamanna vildi ég óska þess. En for-
lögin verða okkur varla svo hagfelld.
Össur Skarphéðinsson af ossur.hexia.net
Hugvitsmenn
Hugmyndir hugvitsmannanna eru ekki
aðeins frjóar og frumlegar að því leyti
að þeir vilja að skattgreiðendur borgi
brúsann. Útfærslan er líka spánný eins
og Elínóra sýnir fram á í Blaðinu: „Okkar
tillögur eru þær að taka upp svokölluð
frumkvöðlalaun, ekki ósvipað lista-
mannalaunum, þannig að uppfinninga-
menn fengju greitt fyrir vinnu sína við
uppfinningar.“ Nú er sem sagt ekki nóg
með að ríkið eigi að standa að framleiðslu
listaverka í landinu, jafn einkennilegt og
það annars er, heldur vilja hugvitsmenn
komast hærra upp á á spenann og fara
að vinna við að hugsa á kostnað almenn-
ings. Hvað ætli Georg gírlausi hefði sagt
við svona löguðu?
Vefþjóðviljinn af andriki.is
Ríkisendurskoðun
Meðal þess sem ríkisendurskoðandi
benti á var veruleg framúrkeyrsla Land-
helgisgæslunnar og er það ótrúlegt að
dómsmálaráðherra sem halda á uppi
lögum og reglum í landinu skuli láta við-
gangast svo slæma stjórnsýslu að ein af
lykilstofnunum undir ráðuneytinu brjóti
svo freklega gegn lögum landsins og
stórnsýslu.
Helgi Hjörvar af helgi.is
Varaþingmenn
Það fer alltaf í taugarnar á mér þegar titill-
inn „varaþingmaður“ er notaður um fólk
sem aldrei hefur sest á þing. Í mínum
huga er það hugsunarvilla að kalla þá
sem sitja í næstu sætum framboðslista
á eftir kjörnum þingmönnum sjálfkrafa
„varaþingmenn“. Það er ekki staða í
sjálfu sér. Fólk verður fyrst varaþingmenn
þegar það er kallað inn.
Stefán Pálsson af kaninka.net/stefan
AF NETINU
Þau kennileiti sem einkum móta
ásýnd Blönduóss eru Héraðshælið
sem stendur virðulegt og traust við
þjóðveginn og svo Kvennaskólinn.
Enda þótt Kvennaskólinn standi
nokkuð frá þjóðveginum er húsið
og saga þess samofin ímynd Blöndu-
óss og Austur- Húnvetninga. Ástand
og útlit Kvennaskólans er þó ekki
einkamál Húnvetninga, heldur
varðar það alla þjóðina.
Á síðastliðnu þingi fluttu þing-
menn allra flokka í kjördæminu
tillögu um að „menntamálaráð-
herra skipi starfshóp er leggi
fram tillögur um framtíðarhlut-
verk húsnæðis Kvennaskólans á
Blönduósi.
Jafnframt geri starfshópurinn
framkvæmda- og kostnaðaráætlun
þar sem fram komi tillögur um við-
hald húsnæðisins og endurbætur“.
Tillagan kom seint fram og var
ekki rædd á þinginu. En engu að
síður sýnir þetta framtak þing-
mannanna að stjórnvöld vilja axla
ábyrgð sína á húsinu. Það gefur
fyrirheit um að meira verði unnið
í málinu. En mun betur má ef duga
skal.
Að láta hendur standa fram úr
ermum
Kvennaskólahúsið sem nú stendur
var að meginhluta byggt á árunum
1911-1912 eftir teikningum Einars
Erlendssonar, byggingarmeistara
í Reykjavík.
Húsið er að 75% í eigu ríkisins
og 25% í eigu héraðsnefndar Aust-
ur-Húnvetninga.
Alþingi samþykkti að veita
einni milljón króna á þessu ári til
þess að gera úttekt á Kvennaskól-
anum og forgangsraða verkþátt-
um í viðhaldi og endurbótum
hans. Sú úttekt er mikilvæg for-
senda þess að aukið fjármagn
fáist til frekari framvindu verks-
ins.
Nú er komið að fjárlagagerð
fyrir næsta ár og því nauðsynlegt
að niðurstöður þeirrar úttektar
sem gera átti í ár liggi fyrir sem
fyrst.
Bæjarprýði og héraðsstolt
Brýnt er að hefjast handa um
gagngerar endurbætur á Kvenna-
skólanum, a.m.k. að utan, og end-
urnýja frárennslislagnir o.fl., óháð
því hvaða starfsemi verður í hús-
inu. Þessu tvennu þarf ekki að
blanda saman.
Kvennaskólinn, færður til sinn-
ar fyrri tignar, mun frekar laða að
sér verkefni og hlutverk en það
hálf illa farna hús sem blasir nú
við.
Hér þurfa sem flestir að leggj-
ast á eitt um að þoka endurbótum
á Kvennaskólanum enn frekar
áfram.
Það ætti að vera metnaðarmál
ekki aðeins Húnvetninga heldur
þjóðarinnar allrar að verja þetta
fallega og sögufræga hús, gera
það upp, færa því aftur fyrra útlit
og þann glæsileika sem því ber.
En til þess að svo megi verða
þarf heldur betur að bretta upp
ermar.
Um Kvennaskólann á Blönduósi
JÓN BJARNASON
SKRIFAR UM KVENNASKÓLANN Á
BLÖNDUÓSI
Atvinnuskríbentinn Jón Kaldal
tekur til umfjöllunar og tíundar
sín sjónarmið um hvali og tilfinn-
ingar í SKOÐUN Fréttablaðsins
sl. miðvikudag. Glöggt má sjá að
þar heldur á penna gallharður
talsmaður ferðamannaiðnaðarins,
enda nátengdur þeim bransa m.a.
sem ritstjóri tímaritsins Skýja um
alllanga hríð.
Jón fer út í alldjúpa saman-
burðarpælingu á hundaræktun og
hundaáti Kóreumanna annars
vegar og hvalveiðum hins vegar
og vill meina að frá sjónarmiði
alþjóðasamfélagsins sé um mjög
svo sambærileg fyrirbæri að ræða.
Hvers vegna var Jón að skrifa
pistil af þessum toga? Jú, hann
svarar því sjálfur með því að hann
sé að því vegna þess að samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins sé til
skoðunar í sjávarútvegsráðuneyt-
inu að leyfa á ný hvalveiðar í
atvinnuskyni og að skoðanakann-
anir hafi ítrekað sýnt að mikill
meirihluti sé því fylgjandi þrátt
fyrir augljósa andstöðu alþjóða-
samfélagsins. Ekki er mér kunn-
ugt um hvort Jón Kaldal sé mennt-
aður sálfræðingur,
þjóðháttafræðingur, atferlisfræð-
ingur eða með gráðu af einhverju
tagi sem veldur því að hann telji
sig þess umkominn að segja að
nánast sé hægt að fullyrða að
afstaða íslensku þjóðarinnar til
hvalveiða sé að verulegu leyti
byggð á tilfinningum og nánast
þjóðrembu fremur en skynsemi.
Ég tel skoðun hans bera vitni
um ákveðið yfirlæti og hroka þess
sem telur sig vita betur og þar af
leiðir að bera fer á skorti á virð-
ingu hans fyrir skoðunum annarra.
Önnur fullyrðing pistlahöfundar-
ins er einnig staðfesting á mjög
svo þröngu sjónarhorni þessa full-
trúa ferðamannaiðnaðarins en þar
segir hann: Það er alveg morgun-
ljóst að tekjur þjóðarbúsins af
hvalveiðum yrðu óverulegar.
Þetta er fullyrðing sem hvorki Jón
Kaldal né nokkur annar getur rök-
stutt á fullnægjandi hátt. Á mað-
urinn við tekjur af hvalveiðum
árið sem þær hefjast á ný, eða eftir
10 ár 30 ár eða 50 ár.
Nú þegar er tekjutap þjóðar-
búsins af þeirri stærðargráðu,
vegna gífulegrar stækkunar hvala-
stofna sem sproðrenna meira sjáv-
arfangi en fiskimenn okkar bera
að landi frá Íslandsmiðum, að það
er ekki aðeins þörf heldur hrein-
lega lífsnauðsyn að hefja hvalveið-
ar. Viðhorf og varnaðarorð ýmissa
talsmanna ferðamannaiðnaðarins
sem telja sig standa vörð um sína
atvinnugrein með málflutningi af
því tagi sem kemur fram í pistli
Jóns Kaldals og gengur út á að
fórna megi fiskistofnunum á allt-
ari ferðamannaiðnaðarins eru full-
komlega óábyrg. Skoðanir sem
hníga í þá átt að efla megi ferða-
mannaiðnaðinn samhliða hvalveið-
um hljóta að vera sá farvegur sem
málin fara í, verði skynsemin látin
ráða.
Höfundur er formaður Far-
manna- og fiskimannasamband
Íslands.
Hundalógík
ÁRNI BJARNASON
SKRIFAR UM HVALVEIÐAR