Fréttablaðið - 17.08.2006, Síða 38

Fréttablaðið - 17.08.2006, Síða 38
 17. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR8 Það er að ýmsu að huga þegar herbergin eru máluð – hér eru nokkur góð ráð. ■ Hlýir litir minnka rými og gera þau eins og orðið ber með sér, hlý- legri. Sem dæmi um hlýja liti eru rauður og appelsínugulur og hlýir gulir litir. ■ Hlýr litur á loftinu lækkar það og gefur herberginu notalegan blæ. ■ Best er að halda jafnvægi í herbergi sem málað er í skær- um litum með ljósum teppum eða ljósum gólfum. ■ Kaldir litir stækka herbergi og eru því tilvaldir í litlum íbúðum. Hvítur og blár eru dæmi um kalda liti og grár sömuleiðis. ■ Málaðu alla fleti í sama lit. Lágt loft virkar hærra ef það er málað í ljósari lit en veggirnir. ■ Stór húsgögn virðast minni ef þau eru máluð í sama lit og vegg- irnir. ■ Hafðu gólfið dökkt og vegg- ina ljósa – gólfið virðist stærra fyrir vikið. ■ Notaðu dekksta litinn á gólfinu til þess að láta það virka stærra og hafðu þann ljós- asta efst. Þannig stækkar þú rýmið mjög mikið. Sömuleiðis minnkar þú það ef þú snýrð þessu við og notar ljósasta litinn á gólfið en þann dekksta efst. Þá minnkar rýmið. ■ Veggur fyrir enda á löngum gangi virðist nær ef hann er mál- aður í dökkum lit. ■ Ef það er ílangt herbergi á heim- ili þínu sem þú vilt láta virka fer- kantaðra þá er sniðugt að mála mjórri veggina í dekkri lit en hina. Láttu litina hjálpa þér þegar heimilið er málað Litaval getur skipt höfuðmáli þegar heimilið er málað. LJÓSMYND NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Skrifstofusniglar og -froskar Í IÐU, BÓKA- OG GJAFAVERSLUN LÆKJARGÖTU 2A, FÁST SKEMMTI- LEGAR SKRIFSTOFUVÖRUR SEM HENTA VEL Í VINNUNA. Suma daga kemur maður litlu í verk í vinnunni vegna andleysis og býst við að góðlátlegar athuga- semdir yfirmannsins muni á hverri stundu breytist í háðsglósur, þar sem afkastageta manns er dregin í efa. Við svoleiðis kring- umstæður getur verið tilvalið að fá sér smá göngutúr í góðu veðri, til að endur- heimta fyrri orku. En þar sem það hentar kannski ekki alltaf að bregða sér frá, getur líka verið sniðugt að breyta aðeins til á skrifstofunni til að hressa upp á umhverf- ið og ná sér aftur á strik. - rve Hnatt- líkan á 1.995 kr. Það er ekki verra að hafa draumadísina framan á minnisbók. Twiggy-minn- isbók kostar 896 kr. Allt er vænt sem er grænt. Fairy-tail kort sem viðtakandi getur notað sem óróa, 990 kr. Hvernig væri að breyta út af vananum og senda viðskiptavinum litrík bréf í stað tölvupósts. Þetta skemmtilega Dots og jots bréfasett kostar 2.395 kr. Heftari í froskalíki. Hérna hefur hugmyndin um slímuga snigla verið útfærð á skemmtilegan hátt. Ertu gjarn á að týna pennum og blýöntum? Pennastandur með þremur pennum á 1.295 kr. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R S IG U R Ð SS O N

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.