Fréttablaðið - 17.08.2006, Qupperneq 69
Leikstjórinn M.Night
Shyamalan skaust upp á
stjörnuhimininn þegar
Bruce Willis reyndi að fást
við sjötta skilningarvitið.
Margir töldu að þarna væri
kominn réttkjörinn arftaki
Alfreds Hitchcock, þar sem
hið óvænta kemur áhorf-
andanum í opna skjöldu.
M, eins og M. Night Shyamalan er
gjarnan kallaður, er fæddur á Ind-
landi en alinn upp í Fíladelfíu. For-
eldar hans sendu M. Night í
kaþólskan skóla þó að fjölskyldan
aðhylltist hindúisma. Ástæðan var
sú að þeim þótti aginn þar vera
„viðunandi“.
Leikstjórinn vakti fyrst athygli
fyrir kvikmyndina Praying with
Anger þar sem hann lék sjálfur
aðalhlutverkið, skrifaði handritið
og framleiddi. Myndin fjallaði um
ungan Indverja sem er sendur
aftur til föðurlandsins og uppgötv-
ar þar margt forvitnilegt um trú
sína og sjálfan sig. Þó að Praying
with Anger hefði ekki fengið
glæsilega dóma opnaði hún honum
einhverjar dyr í Hollywood.
Hann hófst handa við gerð
myndarinnar Wide Awake en lét
nú „alvöru“ leikurum eftir að
standa fyrir framan myndavél-
arnar og hafði litlar áhyggjur af
fjármögnun myndarinnar. Wide
Awake segir frá tíu ára gömlum
strák sem heldur af stað í leit að
guði eftir að afi hans deyr. Dauð-
inn var M. Night enn hugleikinn
ári síðar þegar Sixth Sense var
frumsýnd. Myndin sló öllum að
óvörum í gegn en fléttan þykir
með þeim betri í kvikmyndasög-
unni. Bruce Willis þótti sýna
stjörnuleik sem sálfræðingurinn
Dr. Malcolm Crowe sem aðstoðar
Cole Sear við að losa hann við
„dauða fólkið“. Shyamalan var allt
í öllu, skrifaði handritið, leikstýrði
og framleiddi. Áður en hann sneri
sér að næsta verkefni skrifaði
M. Night handritið að stór-
skemmtilegri fjölskyldumynd um
litlu músina Stuart sem alla heill-
aði með einstökum persónumtöfr-
um.
Við miklu var búist af Shyamal-
an fyrir næstu mynd og hann
stóðst þrekraunina með hreinum
ágætum. Unbreakable var stór-
skemmtileg saga af venjulegum
manni sem uppgötvar að hann er
ofurhetja í hinum raunverulega
heimi. Bruce Willis var enn og
aftur í aðalhlutverki og skilaði
sínu með hreinum sóma auk þess
sem Samuel L. Jackson var
skemmtilegur í hlutverki Elijah
Prince. Leikstjórinn var sem fyrr
potturinn og pannan í gerð mynd-
arinnar en honum brá einnig fyrir
í hlutverki eiturlyfjasala á lestar-
stöð.
Hvorki Signs né The Village
náðu að fylgja eftir þeirri vel-
gengni og virðingu sem Shyamal-
an hafði hlotnast á örskömmum
tíma og nýjasta afurð hans, Lady
in the Water, hefur ekki náð þeirri
hylli sem vonast hefur verið til en
Shyamalan gaf gagnrýnedum
kærkomið skotfæri með því að
leika eitt af aðalhlutverkunum í
þeirri mynd. Þrátt fyrir það er
leikstjórinn hvergi banginn. „Ég
er hvorki Woody Allen né Alfred
Hitchcock, ég er hvorki í feluhlut-
verkum né í aðalhlutverkum. Ég
geri bara það sem hreyfir við
mér,“ sagði leikstjórinn við kvik-
myndatímaritið Empire. -fgg
Sögumaðurinn frá Indlandi
M. NIGHT ÁSAMT PAUL GIAMATTI Leikstjórinn hefur auðgast vel á því að hræða áhorfendur
og koma þeim í opna skjöldu.
KONAN ÚR VATNINU Kvikmyndin Lady in
the Water er byggð á kvöldsögu sem leik-
stjórinn M. Night Shyamalan sagði stelpun-
um sínum áður en þær fóru að sofa.
Bandaríska rokksveitin Interpol
er nú að vinna að þriðju breið-
skífu sinni. Vinnan hefur gengið
afar misjafnlega síðustu sex mán-
uði og segjast meðlimir sveitar-
innar hafa hætt fjórum sinnum á
meðan á upptökunum stóð. „Við
hættum alls fjórum sinnum en
það er nú allt að baki,“ segir í til-
kynningu á heimasíðu sveitarinn-
ar. „Við erum allir mjög spenntir
fyrir plötunni og höldum að þið
verðið það líka. Þar sem við erum
ekki enn búnir með upptökurnar
getum við bara upplýst að platan
kemur út á næsta ári.“
Plata Interpol hefur ekki enn
fengið nafn en búist er við því að
lögin The Heinrich Maneuver og
Pawn Shop, sem sveitin hefur
spilað opinberlega, verði á meðal
laga á henni. Tvær fyrri plötur
Interpol, Turn on the Bright Lights
og Antics, hafa fengið frábærar
viðtökur gagnrýnenda og skapað
sveitinni traustan aðdáendahóp.
Interpol skipti nýverið um plötu-
fyrirtæki og er nú á mála hjá
Capitol. Á vef Billboard kemur
fram að Capitol búist við því að
platan verði gefin út í júlí á næsta
ári.
Hættu fjórum sinnum
INTERPOL Vinnur nú að þriðju breiðskífu sinni, Það hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig
og sveitin hefur alls hætt fjórum sinnum á síðustu sex mánuðum.
Kevin Federline, eiginmaður
poppprinsessunnar Britney
Spears, gerði góðan hjúskapar-
samning þegar þau giftust, hann
fær nefnilega peninga fyrir frjó-
semi sína en þetta upplýsti sjón-
varpstöðin MSNBC.
Hjónakornin hafa gengið í
gegnum súrt og sætt að undan-
förnu og þær sögur hafa gengið
fjöllunum hærra að parið hygðist
skilja. Þegar orðrómurinn náði
hámarki kom í ljós að Spears átti
von á öðru barni þeirra hjóna þó
að ekki sé liðið ár síðan hún átti
sitt fyrsta barn, strákinn Sean
Preston. Spekingar segja að Fed-
erline og Spears muni því frjó-
samir foreldar sem þýðir smá
„vasapeningur“ fyrir Federline.
Góður samningur
HJÓNIN Federline gerði góðan samning
þegar hann giftist Spears en hann fær
væna summu fyrir hvert barn sem þau
eignast. FRÉTTABLAÐIÐ/REUTERS
„Mamma er mín fyrirmynd!“
Foreldrar eru bestir í forvörnum ÍSL
EN
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
BS
3
37
04
0
8/
20
06