Fréttablaðið - 17.08.2006, Side 61
FIMMTUDAGUR 17. ágúst 2006 41
Leikkonan Julianna Marguiles
hefur biðlað til fyrrum ástmanns
síns á skjánum, George Clooney,
um að hún fái hlutverk í næstu
kvikmynd hans. Marguiles hefur
ekki tekist að fylgja eftir vinsæld-
um sínum úr þáttaröðunum E.R.
og vill því nýta sér vinskapinn við
Clooney sem hefur á undanförnum
árum söðlað undir sig Hollywood á
örskömmum tíma. Marguiles og
Clooney heilluðu sjónvarpsáhorf-
endur með innilegu sambandi í
sjónvarpsþáttunum sem gerðust á
bráðamóttökunni og hefur leikkon-
an fulla trú á að þau geti endurtek-
ið leikinn. „Ég held að það sé af
væntumþykju sem hann valdi mig
ekki í Ocean‘s myndirnar,“ sagði
Marguiles. „Það er strákaklúbb-
ur,“ bætti hún við. „Ég vil leika í
mynd sem hann leikstýrir og hún
þarf að vera sú rétta,“ sagði Marg-
uiles.
Marguiles
vill Clooney
CLOONEY Hefur fengið tilboð frá fyrrverandi
samstarfskonu sinni sem vill fá að leika
undir hans stjórn. FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES
Leikarinn Matt Dillon segist loks-
ins vera búin að sætta sig við að
hann sé kallaður „hjartaknúsari“ í
fjölmiðlum. Dillon hefur árum
saman hatað þetta viðurnefni og
segir að þetta hafi hamlað honum
að fá hlutverk í alvöru kvikmynd-
um. Hins vegar þegar aldurinn
færist yfir sé hann sáttur við að
vera talinn myndarlegur maður.
„Þegar ég var yngri þoldi ég ekki
að vera kallaður hjartaknúsari,“
sagði Dillon í samtali við Cosmop-
olitan. „En núna þá líkar mér að
vera kallaður þetta. Ef ég les ein-
hvers staðar að ég sé hjartaknús-
ari þá hoppa ég af kæti og öskra:
„Húrra, þeir kölluðu mig hjarta-
knúsara!“ segir Dillon sem virðist
hafa blásið lífi í feril sinn með
kvikmyndinni Crash sem sló í
gegn í fyrra.
Dillon sáttur
sem kyntákn
MATT DILLON Segist loksins sætta sig við
að vera kallaður „hjartaknúsari“.
Mikið hefur gengið á við tökur á
nýjustu Bond-myndinni, Casino
Royale. Þó að Bond sé öllu vanur
og geti lagt stórhættulega hryðju-
verkamenn jafnt sem tálkvendi að
velli er ekki víst að leyniþjónustu-
maðurinn ráði við þann vanda sem
götublaðið The Sun greindi frá.
Samkvæmt blaðinu er flugvél
sem notuð er við áhættuatriði and-
setin. Farartækið, sem er af gerð-
inni Boeing 747, átti það til að
„kveikja“ á ljósum og stundum
fóru viðvörunarkerfi af stað, jafn-
vel þótt enginn væri um borð og
allt rafmagn væri tekið af því.
Starfsmennirnir urðu skelfingu
lostnir og hafa neitað að starfa við
vélina.
The Sun hefur eftir einum
starfsmanninum að sögusagnir
séu á kreiki um að orsökin sé
draugur manns sem lést um borð í
vélinni fyrir þrjátíu árum. „Við
höfum verið beðin um að starfa
við flugvélina að næturlagi en
sumir hafa frábeðið sér slíkt,“
sagði ónefndur starfsmaður við
kvikmyndina The Sun. Að sögn
talsmanns Dunsfold Aerodome í
Surrey, þaðan sem „draugavélin“
var keypt, hefur umrædd flugvél
lengi verið til trafala
og sú saga að
draugur gangi
laus um borð
sé velþekkt
meðal starfs-
fólksins.
Draugagangur á tökustað
RÆÐUR HANN VIÐ DRAUGINN? Draugur gengur laus í flugvél sem notuð er við tökur á
nýjustu Bond-myndinni, Casino Royal.
DRAUGAVÉL Orsök draugagangsins er talin
vera maður sem lést í vélinni fyrir 30 árum
síðan. Myndin er þó ekki af umræddri vél.
Framleitt af
29.900,-
með statífum og diskum
Einstakt tilboð!
Pacific EZ Trommusett
nánar www.hljodfaerahusid.is
Hljóðfærahúsið Laugavegi 176 105 Reykjavík www.hljodfaerahusid.is info@hljodfaerahusid.is Sími 591 5340
Takm
arka
ð
mag
n!