Fréttablaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 17. ágúst 2006
FL Group hefur aukið hlut sinn í
Glitni banka um þrjú prósent, úr
24,4 prósentum í 27,6. Kaupin fóru
fram á genginu 17,7 og námu alls
rúmlega átta milljörðum króna.
Ætla má að heildarmarkaðsvirði
bréfanna nemi rúmum sjötíu millj-
örðum króna og er þetta lang-
stærsta eign fjárfestingafélagsins.
FL Group hefur verið duglegt
að kaupa hlutabréf í Glitni frá ára-
mótum en í byrjun árs nam eignar-
hluturinn alls tíu prósentum. Hann-
es Smárason, forstjóri FL Group,
lýsti því yfir fyrr í sumar að fyrir-
tækið hefði áhuga á að stækka hlut
sinn í Glitni og hefur það verið gert
nokkru sinnum síðan.
Eftir sem áður er félagið stærsti
hluthafi bankans. - eþa
Kaupa stærri
hlut í Glitni
Kærunefnd hefur fellt úr gildi
úrskurð Fjármálaeftirlitsins
(FME) um að hópur stofnfjáreig-
enda í Sparisjóði Hafnarfjarðar
fari sameiginlega ekki með meira
en fimm prósent atkvæðisréttar.
Í rökstuðningi Kærunefndar-
innar segir að ekki verði komist
hjá því að ómerkja úrskurðinn.
FME sé fyrir það fyrsta ekki heim-
il meðferð málsins meðan það
liggur fyrir öðru stjórnvaldi.
Fjármálaeftirlitið hóf síðastlið-
ið haust rannsókn á því hvort
myndast hefði virkur eignarhlut-
ur í Sparisjóði Hafnarfjarðar.
Rannsóknin fylgdi í kjölfar
umfangsmikilla viðskipta með
stofnbréf í sjóðnum. -jsk
Úrskurði FME
var hnekkt
Sparisjóðurinn í Keflavík hagnað-
ist um 1.036 milljónir króna á fyrri
hluta ársins samanborið við hálf-
an milljarð á sama tímabili í fyrra.
Árið 2005 var hagnaður sjóðsins
1.150 milljónir. Arðsemi eigin fjár
nam 55 prósentum á fyrri hluta
árs.
Hreinar vaxtatekjur drógust
saman um átján prósent en aðrar
rekstrartekjur tvöfölduðust milli
tímabila. Þar af var gengishagnað-
ur og tekjur af hlutabréfum og
öðrum eignarhlutum 1,3 milljarð-
ar á fyrri helmingi árs. Sparisjóð-
urinn á 3,1 prósents hlut í fjár-
málaþjónustufyrirtækinu Exista
sem skilaði drjúgum tekjum.
Eignir SpKef voru tæpir 38
milljarðar króna hinn 30. júní og
eigið fé var tæpir 4,7 milljarðar.
Eiginfjárhlutfall (CAD) spari-
sjóðsins var 10,45 prósent um mitt
þetta ár. - eþa
SpKef græddi
einn milljarð
REYKJANESBÆR Eignir Sparisjóðs Keflavíkur
eru metnar á 38 milljarða króna.
Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00
NISSAN MICRA
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
2
2
7
1
*Miðað við 20% útborgun og bílasamning Lýsingar í 84 mánuði.
Nissan Micra 5 dyra beinskiptur
NÝ MICRA OG ÞÚ BORGAR
AÐEINS 19.000* KR. Á MÁNUÐI!
Verð aðeins 1.549.000kr.
FRÍTT BENS
ÍN
Í HÁLFT ÁR!
*
*Miðað við meðalakstur í 6 mánuði
og 50.000 kr. bensínkort frá EGO
K
A
U
P
A
U
K
I!
Nissan Micra er nettur og ljúfur bíll en líka sá rúmbesti í sínum flokki. Micra er lyklalaus, með
regnskynjara, 6 diska geislaspilara og svo eyðir hún nánast engu og nú fylgir 50.000 kr.
bensínkort frá EGO öllum seldum Nissan Micra. Öllu Micra verður það ekki!
VERÐBÓLGAN HEFUR
ENGIN ÁHRIF Á OKKAR BÍLA!
50
ÞÚSUND
KRÓNA
FRÁ FYLGIR MEÐ!
BENSÍNKORT
Verð áður 1.665.000 kr.
Umboðsmenn
um land allt
Njarðvík
421 8808
Akranesi
431 1376
Höfn í Hornafirði
478 1990
Reyðarfirði
474 1453
Akureyri
464 7942
LCI-830, 102x122sm
kr. 29.800,-
Goddi.is
S. 5445550.
Þær eru komnar vinsælu, ódýru kerrurnar okkar
LCI-850, 122x244sm kr.
48.800,-
LCI-745, 128x158sm
kr. 51.200,-
LCI-958, 152x244sm
kr. 84.500,-
LCI-880, 392x134sm
kr. 65.100
LCI-887, 548x170sm
kr.115.600
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI