Fréttablaðið - 17.08.2006, Side 8
8 17. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR
SRÍ LANKA Jon Hanssen-Bauer,
erindreki Norðmanna á Srí Lanka,
segir í viðtali við AP að hætta sé á
borgarastyrjöld í landinu, eftir að
öllum skólum í höfuðborginni var
lokað vegna ótta við hefndarað-
gerðir Tamíltígra í kjölfar þess að
stjórnarherinn varð 61 skólastúlku
að bana á svæði tamíla fyrr í vik-
unni.
Talsmaður stjórnarhersins,
Athula Jayawardana, neitar ásök-
unum um að loftárásin hafi verið
gerð á stúlkurnar vitandi vits, en
sagði jafnframt að hann hefði
sannanir fyrir því að húsið hefði
verið þjálfunarbúðir hryðjuverka-
manna. „Ef hryðjuverkamennirn-
ir eru börn, hvað eigum við þá að
gera?“ spurði hann blaðamenn.
Jon Hanssen-Bauer harmaði að
börn tækju þátt í átökunum og
hvatti Tamíltígrana til að skrá ekki
fólk undir átján ára aldri í skæru-
liðahóp sinn.
Víða ríkir útgöngubann á átaka-
svæðinu á norðausturhluta eyrík-
isins. Sums staðar er fólk innikró-
að vegna bardaganna. Sendiboðar
Sameinuðu þjóðanna reyndu að
miðla málum í grennd við borgina
Jaffna á þriðjudag til að frelsa um
eitt hundrað skólabörn sem dvelja
í heimavistarskóla, en þau komast
hvorki lönd né strönd þar sem þau
eru föst milli stríðandi fylkinga.
Þorfinnur Ómarson, talsmaður
norræna vopnahléseftirlitsins,
segir um 100.000 manns hafa flúið
eða misst heimili sín og í raun sé
stríðsástand í Jaffna. Á svæðinu
sé mikil togstreita því íbúarnir
eru tamílar, en stjórnarherinn fer
með völd. Erfitt sé þó að geta sér
til um hver sé tilgangur núverandi
átaka því næstum óhugsandi sé að
önnur fylkingin fari með afger-
andi sigur af hólmi. Stríðið yrði
langt og blóðugt. „Jafnvel þótt
Tígrarnir næðu Jaffna myndi
stjórnarherinn aldrei láta það við-
gangast, hann myndi bara ráðast á
þá annars staðar frá,“ segir Þorf-
innur.
Jon Hanssen-Bauer telur að á
slíkum ólgutímum sé „óhemju-
mikil þörf“ fyrir starfsemi SLMM,
norrænu eftirlitssveitarinnar, í
landinu og sagði hann að engin
ríki utan Evrópusambandsins
hefðu enn boðið fram aðstoð sína.
Utanríkisráðuneyti Íslands hefur
ekki svarað beiðni Norðmanna um
áframhaldandi samstarf, en búist
er við að það verði afgreitt á allra
næstu dögum. klemens@frettabladid.is
Borgarastríð yfirvofandi
Útgöngubann ríkir í Jaffna-borg á Sri Lanka. Skólum víðsvegar um landið hefur verið lokað. „Óhemjumikil
þörf“ er fyrir norrænu eftirlitssveitina. Enn hafa engin ríki utan Evrópusambandsins boðið fram aðstoð sína.
KRIKKETLEIKARA GÆTT Eftir að sprengjur sprungu í höfuðborginni hefur öryggisgæsla verið
aukin mikið á fjölþjóðlegum krikketleikum sem standa yfir á Srí Lanka. Landslið Suður-
Afríku ákvað í gær að draga sig úr keppninni af öryggisástæðum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SJÁVARÚTVEGUR Tap af rekstri
Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði
nam tæpum sjötíu milljónum króna
á fyrstu sex mánuðum ársins.
Rekur Loðnuvinnslan þetta tap
til gengisbreytingar íslensku
krónunnar, en fjármagnsliðir fyr-
irtækisins eru nú 383 milljónum
króna hærri en á sama tíma í
fyrra. Rekstrartekjur félagsins að
frádregnum eigin afla námu 1.653
milljónum króna og hækkuðu um
17 prósent miðað við sama tímabil
í fyrra. Í tilkynningu segir að
afkoma félagsins á síðari hluta
ársins ráðist einkum af síldarver-
tíðinni í haust og þróun á gengi
íslensku krónunnar. - öhö
Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði:
Rekja tapið til
gengisbreytinga
FLUGMÁLASTJÓRN Alþjóðasamtök
flugumferðarstjóra hafa áhyggjur
af breytingum Flugmálastjórnar á
vaktkerfum flugumferðarstjóra.
Samtökin vara sérstaklega við
slæmum afleiðingum sem óreglu-
legt vaktkerfi getur haft á heilsu
og félagslíf starfsmanna. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá
Félagi íslenskra flugumferðar-
stjóra.
Samtökin, ásamt Alþjóðaflutn-
ingaverkamannasambandinu,
sendu Þorgeiri Pálssyni flugmála-
stjóra bréf í fyrradag þar sem
áhyggjum þeirra er lýst vegna
einhliða breytinga Flugmála-
stjórnar á vaktkerfum flugum-
ferðarstjóra í flugstjórnarmið-
stöðinni í Reykjavík.
Breytingarnar hafa meðal ann-
ars í för með sér að þrjátíu dagar
á ári, sem áður voru frídagar flug-
umferðarstjóra, eru nú vinnudag-
ar. Einnig lýsa samtökin miklum
áhyggjum vegna þess óyndisúr-
ræðis Flugmálastjórnar að neyða
veikan flugumferðarstjóra til
starfa. Slík vinnubrögð séu órétt-
lætanleg. Lýst er yfir stuðningi
við tilraunir Félags íslenskra flug-
umferðarstjóra til að hamla gegn
þeim aðgerðum Flugmálastjórnar
sem hugsanlega gætu dregið úr
öryggi og hagkvæmni flugum-
ferðarstjórnar á Íslandi. - sþs
Alþjóðasamtök flugumferðarstjóra senda flugmálastjóra Íslands bréf:
Hafa áhyggjur af vaktkerfinu
REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR Alþjóðasamtök
flugumferðarstjóra lýsa yfir stuðningi við
tilraunir flugumferðarstjóra til að hamla
gegn aðgerðum Flugmálastjórnar.
PRAG, AP Tékkneska bráðabirgða-
ríkisstjórnin, sem hefur setið að
völdum frá því að þingkosningar
fóru fram í landinu fyrir tveimur
mánuðum, fór frá í gær. Vaclav
Klaus forseti fól Mirek Topolanek,
leiðtoga íhaldsmanna sem flest
atkvæði hlutu í kosningunum, for-
sætisráðherraembættið.
Topolanek hefur nú 30 daga til að
fá nýja ríkisstjórn staðfesta af
meirihluta þingheims. Það er þó
þrautin þyngri þar sem hann er
klofinn í tvær hnífjafnar fylking-
ar, með 100 þingmenn í hvorri.
Það tókst loks á mánudag að
kjósa þingforseta, í sjöundu
atlögu, og þar með voru uppfyllt
skilyrði stjórnarskrár fyrir afsögn
bráðabirgðastjórnarinnar. - aa
Stjórnarmyndun í Tékklandi:
Bráðabirgða-
stjórn farin frá
TOPOLANEK OG KLAUS Nýskipaði forsætis-
ráðherrann og forseti Tékklands skála fyrir
áfanganum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VEISTU SVARIÐ?
1Hver hefur boðið ráðherrum Íslands í tveggja daga ferð um Kárahnjúka-
svæðið?
2Hvaða nýbúi í íslenskum ám er orðinn mjög algengur?
3Hver stendur fyrir komu tíu manna tökuliðs frá Los Angeles til Íslands?
SVÖRIN ERU Á BLS. 58