Fréttablaðið - 17.08.2006, Síða 36

Fréttablaðið - 17.08.2006, Síða 36
[ ]Litaðar ljósaperur búa til rómantíska og fallega birtu á heimilinu. Einnig gera þær svefnherbergið aðeins hlýlegra og huggulegra. Mín liljan fríð! Í GARÐINUM HEIMA HAFSTEINN HAFLIÐASON SKRIFAR UM ALLAN GRÓÐUR HEIMILANNA Nú haustar að og blómsturprakt hásumarsins er aðeins farin að fölna. En í einstaka görðum eru framandi fegurðardísir frá fjarlægum löndum nú upp á sitt besta. Þar á ég við liljurnar af ýmsu tagi og tegundum. Og tegunda- fæðinni eða fjölbreytileikaskortinum er ekki fyrir að fara í þeirri ættkvísl sem grasafræðingar kalla Lilium en við, sem tölum venjulegra mál, köllum bara lilj- ur. Til liljuættkvíslarinnar teljast ríflega hundrað tegundir sem útbreiddar eru um allt norðurhvel sunnan freðmýr- anna. Og liljurnar eru af samnefndri ætt, Liljuættinni (Liliaceae) sem svo aftur greinist upp í hátt í tvö hundruð ættkvíslir, meðal annars túlipana og hýasintur og ýmsar aðrar laukjurtir sem við setjum niður í garðana okkar á haustin. Liljur í garðinum Ef við viljum rækta liljur í garðinum, þurfum við að velja afar skjólgóðan og sólríkan stað með mjög sendinni og vel framræstri garðmold. Lauk- arnir fást í garðamiðstöðvum haust og vor, en ég mæli eindregið með haustgróðursetningu. Nauðsynlegt er að gróðursetja laukana um 15-20 cm djúpt og hafa um 15-20 cm bil á milli þeirra. Það er best að gera eins fljótt og þeir koma á markaðinn. Liljulaukar hafa enga varnarkápu utan um sig, eins og túlipanar hafa, og þess vegna hættir þeim til að skorpna og missa kraft séu þeir geymdir óvarðir við stofuhita í einhverja daga. Sé ekki hægt að setja þá niður strax má samt taka þá úr plastumbúðunum og vefja þeim inn í þvalt dagblað – og setja síðan í stærri plastpoka – og geyma þá í grænmetisskúffunni í ísskápnum. Það má samt ekki vera lengi. Liljur eru líka ákjósanlegar plöntur í stór gróðurskálabeð – en þeim er ekkert vel við háan hita, svo þar er best að hafa þær þar sem vel loftar um og skugga ber á mestan part dags. Í görðum þarf að skýla vel yfir liljubeð, a.m.k. fyrsta veturinn, með þykku lagi af laufi, viðarkurli eða jafnvel steinull- armottu sem svipt er burt að vorinu. Laukarnir eru svo sem ekkert sérlega viðkvæmir fyrir frosti út af fyrir sig, en skýlingin ver þá gegn veðrabrigðum og vætu vetrarins. En liljur geta verið svolítið dyntóttar hér í görðum. En líki þeim atlætið koma þær upp ár eftir ár, magnast og margfaldast með árunum. Á markaðinum eru margar tegundir, flokkar og tilbrigði með fjöldamörgum blómlitum í ljósum, gulum, rauðum og bleikum litum. Liljur í vasa En liljur eru ekki síður vinsælar sem afskorin blóm í blómvendi og skreytingar við öll tækifæri. Sannarlega standa þær þar fyrir sínu og geta, með góðri umhirðu, lifað hálfan mánuð í vasa. Hvert blóm stendur í fjóra til fimm daga, en nokkur blóm opnast hvert eftir annað á hverjum stilk. Blóm- in eru stór og opin, í mildum hvítum, gulum eða bleikum litum. Af þeim leggur höfgan ilm. Stundum óþægilega sterkan og til ama fyrir þá sem eru ofnæmisgjarnir. Ráð gegn því er að hafa liljurnar þar sem vel loftar um og gjarna á svölum stað, einkum á næt- urnar. Þegar liljurnar eru settar í vasa skiptir máli að engin blöð lendi niðri í vatninu og best er að skáskera með beittum hníf 1-2 cm neðan af hverjum stilk um leið og blómin eru sett í vas- ann. Látið ekki sól skína á blómin og hafið blómanæringu í vatninu og fyllið á með blómanæringarvatni daglega. En það er líka hægt að nota afskornar liljur sem skreytingu utandyra, það er að segja þar sem „straumar og votir vindar“ ná ekki svo glatt til þeirra. Liljuvöndur á skjólgóðri verönd ellegar í skuggaskoti við kjallaratröppurnar lífgar svo sannarlega upp á hversdags- grámann og gerir umhverfið dálítið öðruvísi og „erlendis“! �� ��� �� � �� �� 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.