Tíminn - 11.06.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.06.1978, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 11. júni 1978 menn og málefni Ekki nýja „ viðreisnarstjórn’’ Væri þorp eða kauptún, þar sem nú búa hundrað fjölskyldur, lagt i eyði, myndi það kosta sam- félagið að minnsta kosti tvo millj- arða króna. Þar að auki yrði fólk- ið, sem i þess konar ógæfu lenti, fyrir miklum skakkaföllum. Það gengi slyppt frá eignum sinum og sæi árangur alls sins erfiðis að engu gerðan. Beinn kostnaður við að byggja yfir fólkið á nýjum stað yrði ekki undir tuttugu milljónum króna á fjölskyldu, kannski mun meiri. Þar kæmu ekki aðeins til ibúðir handa fólkinu, heldur einnig götur, lagnir margvislegar, skólarými og fleira. Þjóðflutningar eru dýrir. Andlit byggða- stefnunnar Nú kunna menn að reka upp stór augu. Er eitthvert kauptún- anna okkar i hættu? gæti fólk spurt. Svariðer: Þau voru það mörg, og þau gætu orðið það aftur, ef byggðastefnan fær ekki að njótá sin framvegis svipað og hún hefur gert siðan 1971. Ef við svipumst um á þessum stöðum, i byggðunum hringinn i kring um landið, þá blasir við mikil önn og mikil framleiðsla. Þar mega hvarvetna heita góð og afkastamikil framleiðslutæki, mikið af þeim svo til nýtt, viða hefur verið unnið að gagngerðum hafnarbótum, sums staðar eru nýjar hitaveitur i uppsiglingu eða i vonum i næstu framtið og ann- ars staðar hafa þær sem fýrir voruverið auknar. Isvo til öllum kauptúnum og kaupstöðum landsins blasá við ný hverfi ein- býlishúsa, óg fleiri hús eru á ýms- um stigum smiða. Það er ótviræður vitnisburður um vaxtarþróttinn og trú fólks á heimahaga sina. Samhliða er langviðast unnið meira eða minna að þvi, eftir f járhagslegri getu sveitarfélaganna, aö gera þessi byggðarlög friðari og snyrtilegri, fyrst og fremst með endanlegri gatnagerð og bundnu slitlagi, sem gerir bleytuna i vætutið og rykið i þurrkum að endurminningu, er hafa má til samanburðar við það, sem nú er að gerast. Ollu þessu fylgir góður, al- mennur fjárhagur fólks, og hann er undirstaöa þess, sem við augum blasir, en á aftur rætur sinar að rekja til þess, að fólk á þessum stöðum og landinu öllu varpaði af sér kyrrstöðuoki gömlu „viðreisnarstjórnarinn- ar”, öfugmælastjórnar Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins, i kosningunum áriö 1971. Sigursæll júnidagur Þann júni'dag, er þær kosningar fóru fram, var brotið i blað i sögu þessara staða, i sögu framleiðslu- atvinnuveganna, i sögu landsins alls.Þanndag hnekktu atkvæðin i kjörkössunum aögerðaleysinu i landhelgismálinu, atvinnuskerð- ingarstefnu „viðreisnarstjórnar- innar” og kyrrstöðunni og van- trúnni, sem gamla stjórnarstefn- an, stefna Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins einsog hún varð i ,,viðreisnar”-samsuöunni, hafði haft sjávarþorpum og kaupstöð- um landsins að miðla. Og ástand- iö var engu betra á Faxaflóa- svæöinu, i kring um sjálft stjórnarsetrið. Þaöan streymdi fólk úr landi, ellef u þúsund manns á einum áratug, undan atvinnu- leysi, sem þessi annálaða rikis- stjórn hélt að væri lækning meina. Hin gagngera breyting Allir vita, hvað næst gerðist, og engir betur en fólkið á þeim fjöl- mörgu stöðum, sem gersamlega höfðu verið vanræktir og ,,við- reisnarstefnan” brunnið mest á. Hin nýja rikisstjórn, sem Ólafur Jóhannesson myndaði þá, færði landhelgina svo fljótt sem unnt var út i fimmtiu milur, svo að útlendingar ætu ekki dýrmæt- ustu lifsbjörg okkar upp til agna. Það voru siðustu forvöð fyrir okk- ur að sækja rétt okkar. Hversu miklu betur stæðu ekki fiskstofnarnir á miðum okkar, ef „viðreisnarstjórninni” hefði ver- ið hrundið af stalli þegar f kosn- ingunum 1967. En þjóðin bar ekki gæfu til þess þá. Þvi er sem er og stoðar ekki að segja hefði, hefði Þaðer bara að fá ekki svoleiö- is stjórn aftur. Nýja rikisstjórnin vissi lika, að atvinnuleysi er ekki aðeins böl sérhverjum einstaklingi, heldur einnig þjóðarbölvun, sóun af verstu tegund. Hún sá, hvað það gilti að missa fólk úr landi i striðum straumum. Hún skildi , hvilik fyrirmunun það var að hrekja fólk úr byggðum og bæjum frá húsum sinum og heimilum. Henni duldist ekki að fram- leiðslugreinarnar voru undir- staða allrar afkomu. Það var hennar verk, að skriður komst á kaup skuttogara og annarra fiskiskipa, sem sam- svara okkar tima. Það var henn- ar verk að frystihúsin voru endurbættmeð skipulegum hætti. Hún tók upp byggðastefnuna, sem siðan hefur haldið fram aÚt til þessa dags, og orðið hefur allri þjóðinni það bjargræði, sem af- koman hvilir á. Hvað, ef „viðreisnin” hefði enn rikt i sjö ár? Hver var upphafsmaður byggðastefnunnar? Hann hét Gísli Guömundsson. Hver bar byggöastefnuna fram til sigurs? Það var Framsóknarflokkurinn. Og það er lika Framsóknar- flokkurinn sem hefur séð til þess, að henni hefur verið fylgt fram á, þessu siðasta kjörtimabiii. Vill nú ekki það fólk, sú þjóð, sem i sjö ár hefur notið mikils arðs og mikillar uppskeru af at- vinnuaukningar- og byggöastefn- unni, hugleiða hvers i hefði verið misst, ef þessi aðhlynningar- og fyrirgreiðslustefna við fram- leiðslugreinar landsmanna hefði ekki komið til sögunnar árið 1971 ogveriðfylgt siðan? Hvar værum við nú stödd, ef svo hefði verið haldið áfram sem gert hafði verið allan sjöunda áratuginn — allt verið látiðdankast með landhelg- ina, engin fyrirhyggja höfð um útvegun nýrra fiskiskipa, nema það hvað einstakir menn brutust i, atvinnuskerðingarstefnu „við- reisnarstjórnarinnar” verið fram haldið og allt látið fljóta eins og flotið hafði i „viðreisnarár- unum”? Hvað segið þið, sem horfðuð á eftir fjórðu eða fimmtu hverri manneskju flytjast burt úr byggðarlagi ykkar á árunum 1960—1970, auk allrar viðkomunn- ar? Kauptúnið ykkar eða kaup- staðurinn væri draugabær, ef þannig hefði verið að verki staðið sjö ár til viðbótar. Hvað væri ef ekkert hefði verið gert i land- helgismálunum árið 1971? Útlendingar væru búnir að tor- tima fiskstofnunum og ekkert eft- ir handa okkur sjálfum. Það er réttilega talið nærri þeim gengið nú en hvernig hefði farið ef ein- beitt atlaga í landhelgismálunum hefði enn dregizt um árabil? Og hvað hefðu það verið margir af frændum þinum, vinum og venzlafólki, sem tekið hefði þann sára kost að flýja land undan ræfildómi og þvergirðingi stjórnarvaldanna ef ekki hefðu orðið vatnaskilin 1971? Kannski væri þú meira að segja sjálfur einn þeirra sem forráðamenn skipasmiðastöðvarinnar Koc- kums hafa i vor verið að segja að nú sé þar ekki lengur vinnu að hafa. Vill fólk nýtt „viðreisnar”- tímabil? Til hvers er verið að rifja þetta Sjómennirnir sækja fiskinn á miðin, I frystihúsunum er framlag kvenna meira en karla. Myndirnar eru úr frystihúsum i ólafsfiröi og á Akureyri. upp? spyr kannski einhver. Þvi er fljótsvarað. Enn veður uppi sá hugsunarháttur, sem stjórnaði aðgerðum og aðgerðaleysi „ v ið réisn ar st jór na rinn ar ”. Enn þenja þeir sig á siðum Morgun- blaðsins dögum vikum og mánuðum saman, er hafa Fried- man nokkurn hagfræðing að átrúnaðargoði — manninn, sem er áttaviti herforingjaklikunnar i Chile i efnahagsmálum. Látið er i veðri vaka að hann sé hinn mikli mannkynsfrelsari I peningamál- um. Falliðfram og tilbiðjið hann er meiningin i þessum skrifum. Einmitt hann — manninn, sem einni af mörgum kúgunarstjórn- um heimsins og þó einni hinni verstu, finnst leiðarstjarna við sitt hæfi. Og enn er, góðir hálsar, innan- gengt milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Þar lifir i gömlum glæðum og fornar ástir hafa ekki fyrnzt. Þær ástir geta á ný færzt i aukana ef úrslit kosninganna, sem senn verða, gera þessum flokkum nýja sambúð mögulega. Viljið þið virkilega eiga það á hættu að aftur sæki i gamla farið, „viðreisnar”-farið sem hjakkað var i tólf ár samfellfyalþjóð til tjóns og sumum byggðarlögum hálfa leið til tortimingar? A það ekki hér við að allur er varinn góður? Kjörseðill er ekki leikfang Engum dettur i hug að bera á móti þvi', að sitthvað hefur farið úrskeiðis á liðnum árum. Þið getið verið sárgröm, jafnvel fok- reið, vegna eins og annars, sem er á annan veg en ykkur sýnist, að átt hefði að vera. Þið hafið rétt til þess. Við höfum öll þann rétt. Þið getið saknað framkvæmda, sem þið berið fyrir brjósti saknað ósabrúar á ölfusá, Vikurskarðs- vegar, Austurlandsvirkjunar, hafnar hér og hafnar þar eða þá einhvers annars. Þið getið fett fingur út i Kröflu og Grundar- tanga og Viðishús, ykkur-gete- ógnað skuldir okkar erlendis, þið getið talið fjármálastjórnina slaka. Þið getið sagt, að þaö hefði átt að gera meira fyrir byggðina ykkar, héraðið ykkar, kjördæm- iö ykkar. Slikt er alltaf álitamál. En þetta, og þó fleira væri, rétt- lætir ekki, að neinn hugsandi maður ráðstafi atkvæði si'nu i gremju á þann veg sem verst gegnir.og sizt með þeim hætti, að það gæti orðið steinn i brú fyrir þá flokka, sem höfðu dauðann og dofann i fari i heil tólf ár, ,,við- reisnarflokkana”. Enginn ætti heldur að láta þann flokk og þau blöö, sem hlaupið hafa frá umræðum um þau mál, sem snerta hag fólks, héraða og landsins alls, og reyna i þess stað að þyrla upp mold og mekki um hermál og stórveldatogstreitu, eins og Sjálfstæðismenn og Morgunblaðið hafa nú gert, slá sig neinni blindu. Látum þessa menn hafa sjálfa sitt moldviðri, sinar getsakir og sitt ofstæki. Látum yfirleitt ofstækið á báðar siður lönd og leið. En sjáum til þess, að uppbyggingarstefnan i framleiðslulifinu,sem undirstaða alls og lifakkeri okkar, standi ekki höllum fæti að kosningum loknum. Látum ekki á ný negla fyrir gluggana á Siglufirði, hætta að grafa húsgrunna á Skagaströnd eða ferja fólk á flótta i þúsunda tali úr landi. —JH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.