Tíminn - 11.06.1978, Blaðsíða 18

Tíminn - 11.06.1978, Blaðsíða 18
18 Sunnurfagur 11. júní 1978 SUBARLJ framhjóladrifsbíll sem verður BÍLLINN - SEM ALLIR TALA UM fjórhjóladrifsbíll með einu handtaki iríni í bílnum — sem þýðir að þú kemst nærri hvert sem er á hvaða vegi sem er. SUBARU fjórhjóladrifsbíllinn, sem klifrar eins og geit, vinnur eins og hestur en er þurftarlítill eins og fugl. Til afgreiðslu strax INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 84510 og 8451 1 Tveir erlendir gestafyrir- lesarar á skurðlækna- þingi Hinn 6. mai sl. var haldið skurðlæknaþing i Reykjavik i sambandi við aðalfund Skurö- læknafélags tslands. Ellefu inn- lendir fyrirlesarar fluttu fyrir- lestra um fagleg efni. t tilefni af 20 ára afmæli félagsins var boðið til þingsins 2 gestafyrir- lesurum, þeim prófessor Jóni Steffensen, sem flutti erindi um Svein Pálsson, lækni, og dr. Ian ,T. Jackson frá Glasgow, sem flutti 2 erindi um skapnaðar- lækningar. Tveim félögum, þeim dr. med Friðrik Einarssyni og Dr. med Bjarna Jónssyni, sem kjörnir höfðu verið heiðursfélagar Skurðlæknafélagsins, voru af- hent heiðursskjöl I tilefni þessa á afmælisfagnaði félagsins. Stjórn Skurðlæknafélagsins • skipa Sigurður E. Þorvaldsson, Auðólfur Gunnarsson og Sigur- geir Kjartansson. Erna Sigurbergs opnaði málverkasýningu að Hringbraut 48 i Keflavik fyrir skömmu. Þar sýnir hún 40 oliumálverk. Sýningin sem nú stendur yfir er fyrsta einkasýning Erlu, en áður hefur hún tekið þátt i samsýn- ingum heima og erlendis. Sýningin er opin til 11. júni og er aðgangur ókeypis. Hilmar Pétursson, Keflavík: uPPbygging nýju hverfanna eitt helzta verkefnið 1 gær átti blaðið talviðHiImar Pétursson I Keflavik og spurðist fyrir um bæjarstjórnarmál eftir að hin nýkjörna bæjarstjórn hélt sinn fyrsta fund I fyrradag. Hilmar sagði að þótt Sjálf- stæðismenn hefðu tapað einum manni i kosningunum, hefði þó verið afráðið að halda áfram meirihlutasamstarfi Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks. Jóhann Einvarðsson hefur verið ráðinn til áframhaldandi starfa sem bæjarstjóri. I bæjar- ráði sitja þeir Hilmar Pétursson, frá Framsóknarflokki, Tómas Tómasson frá Sjálfstæðisflokki og Ólafur Björnsson frá Alþýðu- flokki. Menn i nefndir skiptast nokkurn veginn jafnt á milli flokkanna. Forseti bæjarstjórnar er Tómas Tómasson. Hilmar sagði að helztu viðfangsefni á þessu kjörtlmabili yrðu áframhaldandi uppbygging nýju hverfanna i Keflavik og enn- fremur yrði unnið mikið átak við að leggja varanlegt slitlag á göt- ur. Þá yrði g^rð gangskör aö þvi að koma upp hinni nýju sorp- eyðingarstöð fyrir Suðurnes, og enn verður lögð áherzla á aö ganga frá iþróttahúsinu sem er I byggingu. By ggingafram- kvæmdir vegna skóla, ekki sizt hins nýja Fjölbrautaskóla veröa ofarlega á baugi og fleira mætti að sjálfsögðu nefna til. Það er sumt öðru vísi en ætlað Borgarstjórnarkosningarnar i Reykjavik og viðar á landinu fóru á annan veg en margur hefði ætlaö. Þaö velta þvi sumir fyrir sér, hvort landmálin hafi spilaö inn i, en nú liggur það ljóst fyrir, eftir það atkvæöahrun sem stjórnarflokkarnir hafa lent( i. Það eru ekki fáir kjósendur sem fluttir eru af landsbyggð- inni I bæi og þorp. En þótt þeir séu fluttir, þá er þeim ekki sama um sin héruð eða sveitar- félög, og það er smáaövörun fyrir næstu Alþingiskosningar. Ég, sem þessar linur rita, er af afskekktum stað á landinu, og nýverið átti ég leið þar um og varð þeirrar ánægju aðnjótandi aö sjá Elis Kjaran Friðfinnsson vera aö hreinsa veginn til Sval- voga sem Lokinhamra-bændur njóta góðs af. En þeir harma það að fá ekki veginn breikkaö- an á smá parti, svo vörubilar komist til þeirra og ekki þurfi að mjatla á smákerru öllu, sem bændurnir þurfa að flytja með sér. Mér er kunnugt um, aö nokkr- ir góðir stjórnmálamenn hafa lofað stuðningi til að breikka þennan veg. En það hefur ekk- ert orðið meira ennþá. Ef svona er viðar á landinu, þá er komiö aö þvi, sem ég held: Menn verða einhvern timann leiðir á biðinni. Mér er engin launung á þvi, að ég er stuðningsmaður stjórnar- innar og hef alltaf vænzt þess bezta af henni, og nú vænti ég þess aö okkar ágætu stjórnar- völd finni einhvers staðar smá- fjárveitingu til breikkunar á þessum vegarkafla og fleiri sem svipað er ástatt fyrir. Með þvi eru unnar vinsældir og stuön- ingur. t von um, að þetta megi tak- ast, veit ég, að Elis Kjaran, sem lagöi þennan veg fyrir litinn pening, er fús til að inna þetta verk af hendi og skila veginum fullgerðum. 1-2 milljónir er ekki mikil fjárupphæð nú. Með fullu trausti til valdhaf- anna. Ottó Þorvaldsson frá Svalvogum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.