Tíminn - 11.06.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.06.1978, Blaðsíða 7
Sunnudagur 11. júni 1978 7 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórár: Þórarinn Þórarinsson (ábm), og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurósson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason, Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðimúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 36387. Verö I lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 ú 'mánuöi. Blaöaprent h.f. Stærsta sporið í skýrslu um utanrikismál, sem Einar Ágústsson utanrikisráðherra, lagði fram á Alþingi siðastl. vet- ur, var það rif jað upp, að á árinu 1971, þegar vinstri stjórnin hóf baráttuna fyrir útfærslu fiskveiðilög- sögunnar, hafi afli útlendinga á íslandsmiðum numið 390 þús. smálestum. í ár munu þrjár þjóðir: Belgar, Norðmenn og Færeyingar, veiða sam- kvæmt sérstökum samningum 20-30 þús. smál. þeg- ar loðnuveiðin, sem Færeyingum var leyfð, er und- anskilin. önnur veiði útlendinga verður ekki leyfð. Þannig hefur veiði útlendinga á íslandsmiðum minnkað úr 390 þús. smál. i 20-30 þús. smálestir vegna þess árangurs, sem náðst hefur i landhelgis- baráttunni sem hafin var af vinstri stjórninni fyrir sjö árum og byggðist á sérstöku samkomulagi, sem Framsóknarflokkurinn, Alþýðubandalagið og Sam- tökin höfðu gert með sér fyrir kosningarnar 1971. Margir munu þakka þennan mikla árangur mest þvi að fiskveiðilögsagan var færð út i 50 milur 1972 og út i 200 milur 1975. En þessar útfærslur hefðu ekki getað átt sér stað, ef það hefði ekki verið annar aðalþátturinn i landhelgisbaráttu vinstri sjórnar- innar að lýsa landhelgissamningana, sem voru gerðir við Breta og Vestur-Þjóðverja 1961, úr gildi fallna. Samkvæmt þeim gátu íslendingar ekki fært fiskveiðilögsöguna úr 12 milum, nema að fengnu samþykki þessara þjóða eða að fenginni staðfest- ingu Alþjóðadómstólsins Alþjóðadómstóllinn túlk- aði þessa samninga siðar þannig, að útfærslan næði ekki til Breta og Þjóðverja, þvi að þeir ættu rétt til veiða upp að 12 milna mörkunum samkvæmt samn- ingunum frá 1961. Þessi réttur Breta og Vestur- Þjóðverja væri enn i gildi, ef samningarnir frá 1961 hefðu ekki verið lýstir fallnir úr gildi. í samningunum frá 1961 voru ekki nein uppsagn- arákvæði. Svo illa hafði verið búið um hnútana af hálfu þeirra islenzkra stjórnvalda sem önnuðust samningagerðina. Vinstri stjórnin varð þvi að gripa til eins konar neyðarréttar og lýsa samningana úr gildi fallna vegna lifshagsmuna Islendinga. Hún varð að láta það einu gilda, þótt Alþjóðadómstóllinn teldi þessa uppsagnaraðferð ekki lögmæta. Með hörku og festu fékkst það þannig fram, að Bretar og Vestur-Þjóðverjar sættu sig við það, að íslendingar virtu ekki samningana. Sú aðferð, sem íslendingar beittu til að losa sig úr böndum landhelgissamninganna frá 1961, vakti mikla athygli meðal strandþjóða, sem höfðu svip- aða aðstöðu og íslendingar. Þannig átti hún tvi- mælalaust mikinn þátt i þvi, að þróun hafréttar- mála varð miklu hraðari en ella. Þvi er ekki fjarri lagi að telja það stærsta sporið i allri landhelgis- baráttunni, þegar samningunum frá 1961 var rutt úr vegi. Ef samningarnir frá 1961 væru enn i gildi, ættu Bretar og Vestur-Þjóðver jar enn veiðiréttindi innan fiskveiðilögsögunnar samkvæmt úrskurði Alþjóða- dómstólsins. Ef til vill hefðu þeir ekki neytt þess réttar nú, sökum ástands islenzku fiskstofnanna. En réttinn ættu þeir og það væri ólikt þeim að reyna ekki að notfæra sér hann. Vissulega hefur það reynzt mikið gæfuspor, sem var stigið af vinstri stjórninni 1971, þegar hún lýsti samningana frá 1961 fallna úr gildi. Án þess hefði ekki verið fært að færa fiskveiðilögsöguna út i 50 milur árið 1971 og út i 200 milur árið 1975. Án þess ættu Bretar og Vestur-Þjóðverjar veiðiréttindi inn- an fiskveiðilögsögunnar. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Tortryggni háir mest sambúð risaveldanna Nýr Salt-samningur drægi úr henni Frá fundi æöstu manna Natorikjanna ÞÓTT talsverö athygli beinist nú að aukafundi allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna, sem ræðir um afvopnunar- málin á breiðum grundvelli, vekur það stórum meiri athygli, þegar helstu ráða- menn Bandarikjanna og Sovétrikjanna hittast og ræða um hina svonefndu Salt-samninga, sem eiga að fjalla um minnkun á kjarn- orkuvopnabúnaði þessara ’rikja. Þessar viðræður hófust meðan Nixon var forseti og voru eins konar framhald á samningi, sem hann og Brésnjef gerðu um þessi mál ogátti aðeins að gilda til fimm ára.Þeim samningi, sem nú er fjallaðum, er ætlað að verða bæði ítarlegri ogstefna að enn meiri samdrætti kjarnorku- vígbúnaðarins.Viðræðum um hann var haldið áfram i forseta tið Fords og hefur verið haldið áfram siðan Carter tók við. Þótt gangurinn i við- ræðunum hafi verið hægur, virðist þó hafa þokað smátt og smátt i rétta átt. Sumir frétta- skýrendur virðast jafnvel telja, að nú vanti ekki nema herzlumuninn. En það get- ur tekið sinn tíma að ná hon- um, m.a. vegna þess, að Cart- ergetur þótt óráðlegt að ljúka samningagerðinni fyrir þing- kosningarnar,sem fara fram í Bandarikjunum i haust. Vafa- laust mun samningurinn, ef til kemur, sæta meiri eða minni gagnrýni i Bandarikjunum og þvi gæti verið heppilegt, að hann drægist ekki inn i kosningabaráttuna. ÞAÐ væri ekki aðeins mikilvægt spor til þess að draga úr vigbúnaðarkapp- hlaupinu ef nýtt samkomulag næðist milli risaveldanna um að draga úr kjarnorkuvig- búnaðinum. Það myndi einnig geta átt góðan þátt i þvi að bætaandrúmsloftið.sem er nú orðiö nokkru kaldara en það var um skeið. Rangt er þó að tala um að nýtt kalt strið sé komið til sögunnar. Hjá þvi verður ekki komist, að hags- munir risavelda eins og Bandarikjanna og Sovétrikj- anna rekist oft á, bæði af stjórnmálalegum og efna- hagslegum ástæðum. Bæði stefna að þvi að hafa áhrif i öðrumheimsálfumog beita til þess mismunandi aðferöum eftir þvi, sem þeim þykir við eiga. Þau búa við ólika st.jórnarhætti og fylgja ólikum stjórnmálastefnum, sem báðar vilja ryðja sértilrúms og hljóta þvi oft að rekast nokkuð harkalega á. En þrátt fyrir þetta er hitt þó mikilvæg- ara, sem hvetur þau til sam- starfs. Það hafa bæði Carter og Brésnjef áréttað við fleiri tækifæri. Fyrir heimsfriðinn ogbatnandi sambúð i heimin- um yfirleitt er ekkert nauðsynlegra en að þessi riki geti átt þolanlega sambúö. Það er hins vegar fjarri lagi að hún þurfi að kosta það að þau leggi allan ágreining til hliðar og megi ekki gagnrýna hvort annað. A FUNDI æðstu manna Atlantshafsbandalagsins, sem nýlega var haldinn i Washing- ton, mun það skýrt hafa komið fram, aðmenn vildu þar halda slökunarstefnunni áfram og sáu raunar ekki aðra leið til sæmilegrar sambúðar. Svipaðar skoðanir hafa komið fram hvaö eftir annað i ræðum þeim, sem Brésnjef hefur haldið að undanförnu, t.d. i Prag. Þótt mörgum vestan- tjalds þyki hægt ganga i ýms- um mannréttindamálum i Austur-Evrópu, ber að viður- kenna, að annað stefnir þar i rétta átt. Þannig hefur sam- búð milli rikis og kirkju fariö batnandi i Austur-Evrópu að undanförnu. Gleggsta dæmið um það er þing eöa fundur, sem Lúterstrúarmenn i Aust- ur-Þýskalandi héldu i Leipzig dagana 26.-28. mai. Fund þennan sóttu um 50 þús. manns hvaðanæva að úr Aust- ur-Þýskalandi. Meirihlutinn var ungt fólk og vakti þaö sérstaka athygli. Þetta mót var haldið samkvæmt sam- komulagi, sem gert var milli fulltrúa rikisvaldsins og lútersku kirkjunnar i april- mánuði siðastl. Fundarboö- endur fengu allt hið mikla hús- næði, sem Leipzigsýningum er ætlað, til þessa fundarhalds. Það, sem háir mest sambúð risaveldanna tveggja og fylgi- rikja þeirra, er tortryggnin. Þau óttast hvort annað og vig- búast vegna þess. Mikil- vægasta skrefið til bættrar sambúðar er að draga úr tor- tryggninni. Ekkert er væn- legra til þess en samningur um samdrátt vigbúnaöar. Þvi biöamargir óþreyjufullir eftir nýja Salt-samningnum. Þ.Þ. IIIISIS mm Vance og Gromyko viö samningaboröiö

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.