Tíminn - 11.06.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.06.1978, Blaðsíða 2
2 Sunnudagur 11. júni 1978 Dugfús: Ef tir kosningar í Reykj avík Borgarstjórnarmeirihluti Sjálfstæöisflokksins i Reykjavik er fallinn. Oft hafa veriö mikil átök i borgarstjórnarkosningum og þess hefur veriö vænzt aö nú félli meirihluti Sjálfstæöisflokksins en svo hefur ekki oröið. En svo gerist þaö allt i einu nú aö hann fell- ur án allra átaka. Hann fékk hægt andlát. Ég hygg aö fáir hafi ætlaö aö hann félli nú, enda barátta andstöðu- flokka hans i lágmarki, ágreiningur i borgarstjórn nánast enginn. Þeir flokkar sem áður voru i minnihluta hafa nú tek- iö höndum saman um stjórn borgarinnar næstu fjögur árin. Það veltur á þvi hvernig þeim tekst til hvort Sjálfstæöisflokkurinn nær meirihluta aftur að fjórum árum liönum. Hvort þeim tekst aö gera stjórnkerfi borgarinnar ódýrara og auka þannig framkvæmdir án þess aö hækka skatta eöa hvort stjórnkerfið veröur dýrara og framkvæmdir minnka eöa skattar hækka. Þaö má segja aö eina gagnrýni minnihlutaflokkanna i kosningabaráttunni hafi verið aö borgarstjórnar- meirihluti Sjálfstæðisflokksins heföi veriö of lengi við völd og aö þaö hafi valdið ýmsum slappieika i stjórn borgarinnar. Nefnt var sem dæmi vinnuafköst hjá Hitaveitu Reykjavikur. En nú er spurningin: Tekur hinn nýi meirihluti á málunum af festu og gerir endur- bætur.Ég leyfi mér að halda þvi fram aö viöa þurfi aö gera nokkurt átak til bættrar stjórnar og nefni sem dæmi Hitaveitu Reykjavlkur, Rafmagnsveitu Reykja- vikur og Bæjarútgerð Reykjavlkur. Blikur á lofti En þó að aöeins séu liðnir nokkrir dagar slöan hinn nýi meirihluti tók viö stjórnartaumunum eru ýmsar blikur á lofti. Fyrsti fulltrúi Alþýöuflokksins hefur lýst þvi yfir aö hann telji æskilegt aö skipa nýja nefnd yfir borgarverkfræðingsembættið. Sllk nefnd yröi varla til annars en_ aö gera borgarverkfræðingsembættiö þyngra I vöfum og dýrara eöa meö öörum orðum, stjórnkerfi bbrgarinnar yrði dýrara. En þetta er aöeins angi af þeirri stööugu áráttu sósialiskra flokka aö keyra allt i kút með nefndum og ráöum,færa ábyrgöina frá einstaklingnum til nefnda sem i eöli sinu geta ekki tekið viö neinni ábyrgö. Þessi fyrstu viðbrögö Alþýðu- flokksins benda i átt til dýrara stjórnkerfis og þó aö þetta eina dæmi vegi ekki þungt á vafalaust fleira eftir aö koma, ef ekki veröur tekiö i taumana strax. Ekki hafa viöbrögö Alþýöubandalagsins veriö gæfulegri. Forseti borgarstjórnar hefur boöaö þaö á fundi I Al- þýöubandalaginu að borgin muni greiöa laun frá 1. júni samkvæmt þeim kjarasamningum sem nú hafa veriö ógiltir meö lögum. Þetta þýðir aö hann hefur hugsað sér að auka rekstrarkostnaö borgarinnar um meira en fimmtán hundruö milljónir á ári. A það var bent I kosningabaráttunni að vegna slapp- leika fyrrverandi borgarstjórnarmeirihluta væri nú svo komið, aö af fimmtán milljaröa króna tekjum borgarinnar færu þrettán milljarðar i rekstrarkostnaö aöeins tveir milljaröar væru eftir til framkvæmda. Forseti borgarstjórnar hefur sem sagt lýst þvi yfir aö af þessum tveim milljöröum sem eftir eru til fram- kvæmda skuli þrir f jóröungar teknir til þess aö greiöa aukinn rekstrarkostnaö. Eða meö öörum oröum annaö hvort leggjast framkvæmdir á vegum borgarinnar aö mestu niöur eöa þyngja veröur skattheimtuna. Hvor leiðin sem farin veröur færir Sjálfstæöisflokknum meirihlutann aö nýju eftir fjögur ár. Launastefna Alþýðubandalagsins Alþýöubandalagiö á ekki hægt um vik aö snúa frá þvi að greiöa fullar verðlagsbætur á laun. Sigur þess I bæjarstjórnarkosningunum byggðist a.m.k. aö veru- legu leyti á andstööunni viö efnahagsráöstafanir rikis- stjórnarinnar en efnahagsráöstafanir rikisstjórnar- innar miðuðust viö þrennt. 1 fyrsta lagi aö draga nokk- uð úr verðbólgu, i öðru lagi aö hagur hinna lægstlaun- uðu skertist ekki og i þriöja lagi aö tryggja tvinnu- öryggi. Þetta eru þau meginmarkmið sem Alþýöu- bandalagiö hefur verið aö reyna aö brjóta á bak aftur og þeir vinna kosningar á þvi. Framsóknarmenn mega ekki láta það hafa áhrif á sig, þeir verða aö halda áfram að freista þess aö þessi jnarkmiö nái fram aö ganga. Það er réttlætismál og skiptir þá engu um stundargengi i kosningum. En hvaö er þaö sem forseti borgarstjórnar Reykja- vikur hefur boöaö I launamálum? Það er i stuttu máli: Samningana I gildi. Hvaö þýöir þaö fyrir starfsmenn Reykjavikurborgar? Þaö þýöir þaö aö laun þeirra sem lægst hafa launin hækka ekki neitt en laun þeirra sem hæst laun hafa hækka um allt aö 70 þúsund krónur á mánuöi. Og það þýöir meira. Viö hækkun hærri laun- anna hækkar ýmiss kostnaður en þaö veldur þvi aö kaupmáttur launa þeirra sem lægst launin hafa minnkar. Þetta er þaö sem boöaö er og viö þessu á al- menningur aö gleypa. Þó aö Alþýöubandalagiö hafi láglaunastefnu á vör- unum er það fals eitt og hræsni. Launastefna þeirra I borgarstjórn sannar þaö. Allar geröir þeirra sanna þaö. Heilbrigöismálaráöherra Alþýöubandalagsins I siöustu rikisstjórn gekkst fyrir þvi aö þeir hæst laun- uöu innan heilbrigöisstéttanna fengju launahækkanir langt umfram alla aöra. Svipaöri þróun stefndi hann að sem iönaðarráöherra. Undir verndarvæng og meö fullu samþykki viðskiptaráöherra Alþýöubandalagsins I þeirri sömu rikisstjórn voru hæstu laun félaga innan ASI hækkuö 10% meira en lægstu launin viö samning- ana 1974. Núverandi rikisstjórn hefur þrisvar sinnum staöiö fyrir þvi aö jafna laun. Þaö hefur alltaf veriö gert I andstööu viö Alþýðubandalagiö. Núverandi rikisstjórn hefur barizt fyrir jöfnuði. Alþýöubandalagiö hefur verið i andstööu viö þá stefnu, þaö hefur barizt fyrir ójöfnuöi. Hlutverk Framsóknarflokksins i borgarstjórn Framsóknarflokkurinn varö fyrir miklu áfalli i borgarstjórnarkosningunum og verður þvi áhrifaL minni en skyldi innan hins nýja meirihluta. Engu að siður verður hann með öllum ráöum aö koma i veg fyrir að viss grundvallarsjónarmiö Framsóknar- flokksins veröi ekki brotin. I fyrsta lagi veröur hann aö beita sér af alefni fyrir þvi að rekstur borgarinnar batni, rekstrarkostnaður lækki. I ööru lagi verður hann að beita sér af fullum þunga gegn þvi að fjármála- stjórn borgarinnar fari úr skorðum. Og i þriöja lagi verður hann aö beita sér fyrir eölilegu launajafnvægi og jafnrétti á öllum sviöum. Þar veröur róöurinn þyngstur i samstarfi viö Aiþýöubandalagiö. Skrifstofufólk óskast Óskum að ráða á næstunni eftirtalið starfsfólk.Laun eru samkvæmt launakerfi rikisstarfsmanna: 1. Skrifstofumann. Laun samkv. launafl. B-9 2. Simavörð. Laun samkv. launafl. B-7. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum, sem fást hjá undirrituðum, þurfa að ber- ast fyrir 5. júli n.k. Vegagerð rikisins, Borgartúni 7, Reykjavik. Almannavarnir ríkisins vantar ritara frá 1. júli n.k. Þarf að byrja þjálfun 23; júni. Almannavarnir rikisins. r ~ : _ : “TA Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla V__________________;____________________________J Mjólkurbú Flóamanna og Mjólkursamsalan: Setja á markað nýjan ávaxtadrykk GEK—Um miðja næstu viku er von á nýjum islenzkum ávaxta- drykk á markaö hérlendis. Að þessari framleiðslu standa Mjólkurbú Flóamanna og Mjólkursamsalan i Reykjavik i sameiningu. Hér verður um tvenns konar framleiðslu að ræða, annars vegar tilbúinn appelsinusafa og hins vegar þykkni til safagerðar. Báðar framleiðsluvörurnar verðaseldar i 250 gr. umbúðum, en það eru samskonar umbúðir og kakómjólkin og rjóminn sem fyrir eru á markaðinum, eru i. Umbúðirnar eru prentaðar i Sviþjóð og kom fyrsta sendingin til landsins i gær og veröur unnið að áfyllingu um helgina. Að sögn Guðlaugs Björvins- sonar framkvæmdastjóra Mjólkursamsölunnar I Reykja- vik veröa unbúðirnar i fjórum litum: rauöum, bláum, svörtum og hvitum. Grunnlitur þykknis- umbúðanna verður blár, en hvitur á safaumbúðunum. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um verðlagninguá þessum nýju framleiðsluvörum, en i samtali við Timann sagöist Guðlaugur vonast til aö verðiö yrði samkeppnisfært við leyfi- legt hámarksverð sem sett hef- ur verið. Aðsögn Guðlaugs hefur kaup- mönnum i Reykjavik verið kynnt hin nýja vara og sagði hann að meðal þeirra hefði ver- ið almennur áhugi á aö taka drykkina til sölu. Það var upphaflega stjórn Mjólkurbús Flóamanna sem tók ákvörðun um að hefja framleiðslu á fyrrgreindum drykkjum og leituðu þeir eftir samstarfi viö . Mjólkursamsöl- una i Reykjavik um dreifingu. Mjólkurbú Flóamanna hefur nú yfir að ráða afkastamiklum vélum til framleiðslu á geymslu þolnum vörum, og er þetta ein leið til að auka nýtingu á þeim. Þess má geta hér, að Mjólkur- bú Flóamanna hefur nýverið sett á markað nýja tegund af jógúrt, kaffijógurt og i samtali við forstjóra mjólkurbúsins, Grétar Simonarson, kom fram að enn stendur til að auka fjölbreytnina, þvi nú er i undir- búningi framleiðsla á jógúrt með sveskjubragði. Stór skóglendi í hættu á Suðurlandi Sunnudaginn 11. júni halda Náttúruvcrndarsamtök Suöur- lands aöalfund sinn i félags- heimilinu Hvoli og hefst hann kl. 3. Auk aöalfundarstarfa veröur á fundinum könnuö staöa náttúru- verndarmála á Suöurlandi, næstu verkefni samtakanna I valin og lögö fram ýtarleg skrá yfir náttúruminjar I V- Skaftafellssýsiu I Arnes- og Rangárvallasýslum. Eitt helsta verkefni fundarins er að f jalla um skógvernd á Suður- landi, en allmörg skóg- ->g kjarrlendi þar eru á undanhaldi og önnur að mestu eydd eftir of- notkun liöinna ára. Samtökin vilja rækilega úttekt á þessum málum og aögeröir er komi I veg fyrir að skógar og kjarr- lendi glatist vegna mannvirkja- geröar og þarfa landbúnaðar- ins, og benda á aö þessu mark- miöi megi ná meö auknum skipulagsaðgeröum og ráögjöf. Til fundarins koma Snorri Sigurðsson frá Skógrækt rikis- ins og fulltrúar skógræktarinn- ar á Suöurlandi og taka þátt i umræðum. Samtökin leggja jafnframt áherslu á aö samstarf skóg- ræktar og náttúruverndarfélaga eflist, og það geti leitt til auk- innar kynningar og aögeröa I þágu skógverndar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.