Tíminn - 11.06.1978, Blaðsíða 12

Tíminn - 11.06.1978, Blaðsíða 12
12 Sunnudagur 11. júni 1978 Listin lifa Fræðimenn telja, að matarlist (gagnstætt matarlyst) hafi stigið sin fyrstu spor i veitingahúsum á tslandi upp úr 1962, þegar fransk- ir matlistarmenn sömdu matseð- ilinn fyrir Glaumbæ. En hún hefur ekki slitiðbarnsskónum enn — þvi fer fjarri — og á hverjum matmálstima verða hræðilegir atburðir viða um land, sem eiga fáa sina lika i hinum siðmenntaöa heimi, og mundu valda hrolli og ógleði ef fréttust. En hamborgari og vinarschnitzel voru ekki alltaf hátiðarrétlir á tslandi: Jörundur hundadagakonungur lýsir heim- sókn þeirra Hookers og Phelps til Ólafs Stephensens i Viöey. Ólafur var búinn tignarklæðum, er hann fagnaði þeim og bauð þeim inn. Var þeim fyrst borið romm og norskt kex. Eftir að hafa gengið um stund um varplönd Viðeyjar, voruþeirleiddirtil borðs, ogurðu þeir að borða tvo diska af hnaus- þykkri viðgrjónasúpu með rauö- vini og rúsinum. Þá vorubornir á borð tveir stórir laxar með bræddu smjöri, blönduðu ediki og pipar, þvi næst var hverjum gesti skömmtuð tylft af harösoðnum kriueggjum, sem þeir dýfjci í sæt- an rjóma. Báðu gestirnir þá að mega leifa, en það var ekki nærri þvi komandi. Enn var borið fram hálft sauðarkrof, gegnsteikt, meö sætri njólastöppu, en við þetta bættust vöfflur, hálfur þumlungur á þykkt og á stærð við bók i átta blaða broti. Með þessari máltið borðuðu þeir kex og flatbrauð, en drukku rauðvin úr vatnsglösum. Að loknu borðhaldi fengu þeir kaffioghéldunú,aðöllu væri lok- ið. En þá var borið inn rommpúns i mikilli kollu, og drukku þeir tvær slikar. Þá báðu gestirnir mennsina að hafa bátinn til reiðu, en fyrst urðu þeir að bæta á sig þremur tebollum, og að skilnaði gaf Ólafur þeim heilan sauö i nesti og lét setja Ut i bát þeirra. Þóttist Jörundur ekki fyrr hafa komizti meiriraun á ævi sinni, en þegar hann naut gestrisni þessa gamla islenzka höfðingja og em- bættismanns. Salve mi, bone Fons Mörgum erlendum matargerð- armönnum, sem hingað hafa komið, hefur gengið illa að laga sig að staðli matsöluhúsanna — þeir skilja ekki cafeteriusmekk- inn. Ogeinna bágrækastur þeirra allra hefur franski kokkurinn á Sögu verið, Fons Francois. I Frakklandi er það óaöskiljan- legur þáttur i uppeldi unglinga að kenna þeim á mat og vin, rétt eins og við lærum Jónas Hallgrims- son, og þeir taka þessi mál af mikilli alvöru, eins og vera ber. Fons finnst ekkert sniðug sagan um einn frægasta kunnáttumann tslands i nautasteik, sem alltaf var borið hrossakjöt i 20 ár, nema einusinni er honum var borið hiö umbeðna naut, enda sendi hann það fram i eldhús með rembingi. Sliktkunnáttuleysi ersem falskur tónn i hinni gastrónómisku sinfóniu. tslenzka sælkerafélagið haföi haft fréttir af Fons og hans há- leitu list, og þvi varð það að sam- komulagi með félaginu, honum, ogHerði Haraldssyni, Inspektor i Grillinu, aðFons Francois skyldi matreiða að eigin vild fyrir félagsmenn eina kvöldmáltið. Þau ein skilyröi voru sett, að veröinu skyldi stillt i hóf, og að máltiðinniyröilokið fyrir hálfniu, þvi þá hófust 16. tónleikar Sin- fóniuhljómsveitarinnar. Félagsmenn hittust á Astral á slaginu sjö til að snerpa bragð- laukana meö Whisky Sour, og Fons Francois, franski kokkurinn á Sögu Halldór Skaptason við bakkann. undirbúa sig andlega fyrir þann atburð sem I vændum var. Siðan var sezt við hringborðið i SV horninu, og forrétturinn borinn inn að bragði, Quiche aux Fruits de Mer á la Dieppoise, eða sæfang i eggjahlaupi að Dieppe-manna siö. Fræöimenn greinir á um það, hvort ost megi yfirleitt nota i Quiche, en þó telja matarsagn- fræðingar, að upphaflega hafi svinaflesk og rjómi verið höfuð- þættir i réttinum (auk deigbotns- ins), en osturinn komið til siðar. Það þykir ófint, að hreinstefnu- menn krossa sig og ganga út ef þeir verða varir við ost i Quiche, aö sjálfsögðu gerði Fons sig ekki sekan um slikt. t ofangreindu Quiche var kræklingur, rækjur, hörpudiskur og humar, viö tókum Chablis með, kælt i isvatni. Aðalrétturinn hét Coteiettes d'Agneaux Auberge de Fiton.eða lambarifjasteik i stil Fiton-krár- innar. Fyrst voru bornir inn heitir diskar — annað láta kunnáttu- menn aldrei henda sig — og siöan roguðust tveir menn inn með við- áttumikinn bakka með Cotelette* d’Agneaux (sjá mynd). Með þessu drukkum viö Bichot Saint-Emilion. Salatið var ævin- týri útaf fyrir sig: ferskar niður- skornar agúrkur, velgdar, meö ræmum af steiktu svinafleski. Með rifjasteikinni, sem var i þunnum sneiðum en kjötmiklum og fitulausum, fylgdi margvislegt grænmeti marinerað á ýmsa vegu: Sveppir, fagurlega út- skornir og marineraðir i rauðvini og sitrónu (mynd), rósakál, arti- sjóku-hjörtu,sperglar, baunir og fylltur tómatur. Siðast en ekki sizt voru tvenns konar kartöflur, fylltar og ófylltar — þessi kart- öflu-tvenna orkaði á hjörtu manna sem innblásinn skáld- skapur. Félagsmenn Islenzka sælkera- félagsins luku upp einum munni, að svo fágætt góðgæti hefðu þeir sjaldan fengið áður, þvi hvert atriði var sem fagur tónn i sjálfu sér, en heildin hljómkviöa. Að lokum tóku mennkonjakogkaffi, sjaldan hafa listvinir verið betur stilltir af til að hlýða á 12.sinfónlu Sjostakóvitsh og Emil Gilels en einmitt félagar tslenzka sælkera- félagsins þetta kvöld. Aö lokum, til þess að forðast misskUning, skal það tekið fram, að undirritaður telst til þorsk-og ýsumanna, og var á þessum vett- vangi einungis sem fréttamaður og sagnritari tslenzka sælkera- félagsins. 7.6. Sigurður Steinþórsson W'j'MTMfr. ••• .• • — , .w ' nmiflMM • * •-»»- • Cotelette* d’Agneaux Auberge de Flton. Ta kartöflunni efat f miðið. A milli tómatsins o| Emilion f glasinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.