Tíminn - 11.06.1978, Blaðsíða 24

Tíminn - 11.06.1978, Blaðsíða 24
24 Wmm Sunnudagur ll. júni 1978 Sýningarstúlkur i íslenzkuni ullarfatnaði. leiðni. Aðgerðir og áætlanir i þessu sambandi hafa tafizt vegna þess óvissuástands sem skapazt hefur. Þessi fyrirtæki eiga langt i land meðaö ná þeirri hagkvæmni sem mögulegt og nauðsynlegt er aöná og á það bæði við um stærð þeirra og mögulegar hag- ræðingaraðgerðir. Ágreiningur um mark- mið Menn greinir á um þróunar- markmið ullariðnaðarins, segir Þráinn Þorvaldsson fram- kvæmdastjóri Hildu h.f. í skýrslu sinni. Sumir telja að flytja skuli inn erlenda ull til vinnslu og selja siðan þand til útlanda. Islenzkt band hafi ekki þau sérkenni, sem gerieinokun tslendmgámögulega. Framleiðsluaðstaða fataiðnaðar- ins sé það erfið að ekki verði mögulegt að skapa það stóran heimsmarkað, aö nægilegri framleiðni verði náð i bandfram- leiðslu. Aðrir telja að forsenda útflutn- ings bæði band og fataframleiðslu úr ull á fslandi sé/að okkur takist að greina framleiðslu okkar frá framleiðslu erlendra keppinauta. Of mikil iblöndun erlendrar ullar og sala loðbands til erlendra framleiðenda vegi a^ þessu grundvallaratriði. Aftur á móti sé sjálfsagt að flytja út handprjóna- garn. Sömu aðilar telja að islenzk ull sé sérstætt hráefni og þróa skuli i'slenzku bandframleiðsluna i átt til sérgreiningar frá öðrum bandtegundum en ekki gera það eins þótt árangur verði etv. erfiöara band í vinnslu en annars gæti orðið. Útflutningur fatnaðar úr ull hefur farið stöðugt, vaxandi und- anfarin 10 ár og aukizt úr 54 tonn- um 1968 i 499 tonn árið 1977. Á sama tima hefur útflutningur loð- bands aukizt úr 17 tonnum 1968 i 424tonn 1977. Nú ertaliö að allt aö 1500 manns hafi beina og óbeina atvinnu við ullariðnað á Islandi. við notkun islenzkrar ullar. Al- varlegast er, þegar kaupandan- um er talin trú um að hann sé að kaupa islenzka vöru. 1 þriðja lagi eru eftirlikingar framleiddar úr loðbandi, sem keypt er frá Is- landi. Þar verða aðgreiningar- möguleikar islenzku fram- leiðslunnar mjög takmarkaðir og erlendu framleiðendurnir undir- bjóöa islenzku framleiöendurna i verði. Stöðugt fleiri erlendir fram- leiðendur hefja nú framleiðslu á islenzkum eftirlikingum og verk- smiðjur beinlinis settar upp i þessu skyni. Þessar verksmiðjur nota ýmistislenzkt band eða band sem gefur svipaða áferð. öilum þessum framleiðendum er það sameiginlegt, að þ.ejr reyna að tengja framleiðsluna islenzkri ull eða islenzkum uppruna og selja vöruna á heföbundnum markaðs- svæðum Islendinga. 1 Suður-Kóreu er stórfelld framleiðsla á handprjónapeysum úr islenzku ullarbandi aö is- lenzkri fyrirmynd sem seld er i efnahagsbandaíagslöndunum. 1 Danmörku er framleiðsla á hand- prjónapeysum og eftirlikingum af islenzkum fatnaði i stórum stil seld á Norðurlöndunum og i efna- hagsbandalagslöndunum. Á Ir- landi er fyrirtæki sem framleiðir með franlleiösluleyfi frá Dan- mörku og selur mest á Bretlands- eyjum. 1 Puerto Rico er starfrækt verksmiðja sem danskir aðilar standa að og selur fram-leiðslu sina i Bandarikjunum. Þáer vitaö um nokkur fyrirtæki i Kanada og Bandarikjunum sem framleiða eftirhkingar og selja þær sem is- lenzkar. Vitað er að evrópsku framleiðendurnir sem lengst hafa náð i framleiðslu og sölu ,,is- lenzks” ullarvarnings hafa i undirbúningi stóraukna sókn á N-Ameriku-markaðinn bæöi með innflutningi og stofnsetningar framleiðslufyrirtækja. Það er skoðun sumra að tizku- sveiflan sé okkur ekki lengur hag- stæð vegna minnkandi áhuga á grófum fatnaði. Athuganir á ýms- um mörkuðum gefa til kynna að islenzk ullarvara sé enn i fullu gildi. Samt sem áöur verðum við að vera vakandi og leita stööugt aðnýjum þróunarleiðum i hönnun Ullariðnaður í hættu SJ — Erlendir framleið- endur eru nú að hirða fyrir framan nefið á okk- ur, þann markað sem við höfum byggt upp með miklum tilkostnaði. Sú fjárfesting er milljóna króna virði og er betra að setja sjálfir upp framleiðslu erlendis en að tapa markaðnum i hendur keppinauta okk- ar. Svosegir m.a. i skýrslu Þráins Þorvaldssonar framkvæmda- stjóra Hildu h.f., eins af þrem ullarvöruútflutningsfyrirtækjum hér á landi „Er komiö aö enda- lokum islenzks fataútflutnings úr ull?” sem lögð var fram á fundi, sem útflutningsmiðstöð iönaöar- ins og Samtök prjóna og sauma- stofa á Norðurlandi efndu til 30. mai sl. Á fundinum var einnig lögð fram önnur skýrsla „Lausleg at- hugun á stööu prjóna- og sauma- stofa . i ullariönaði og þróun 1977-1978”, sem Hagvangur h.f. geröi nú i vor. Fyrirtækjum fjölgar á sama tima og nýting véla minnkar Kó'nnunin náði til 29 fyrirtækja. Hún var gerð gegnum sima oger þvi ekki mjög nákvæm en gefur ljósa mynd af núverandi stöðu hjá þeim fyrirtækjum, sem framleiða fatnað úr ull til útflutnings. Helztu niðurstöður eru þessar: 1. Heildarframleiðsla fyrir vest- ræna markaði virðist svipuð og á siðasta ári. 2. Fjórar saumastofur (Drifa, Vióla, Salina, Prýði) og tvær prjóna-og saumastofur (Pólar- prjón og Katla) hafa haft minna umleikis á árinu 1978 miðað við sama tima 1977 vegna þess að ekki hefur tekizt að gera sölusamninga við Sovétrikin (SlS).Tvö fyrirtækj- anna (Drifa og Salina) viröast þó nokkurn veginii hafa bætt þetta upp með viðskiptum við Hildu. önnur viðskipti SIS við öll fyrirtækin virðast einnig hafa dregizt saman og nefnir ekkert fyrirtækjanna SIS sem sinn helzta viðskiptavin æn nokkur nefna SIS sem 2. eða 3. mikilvægasta viöskiptavininn. 3. Nýting véla, húsakosts og ann- arra fastaf jármuna hefur minnkað af tveim ástæðum: a. Mikil aukning á prjónavélum og öörum vélum i efnisfram- leiðslu á árinu 1977. Mest er aukningin hjá Pólarprjóni og Alafossi etv. vegna samnings um sölu á teflum til Sovétrikj- anna. Núverandi afkastageta prjónavéla er ca. 850 tonn á ári. b. Fjölgun saumastofa á árunum 1977 og 1978, sem hafa tekið spón úr aski hinna eldri. 4. Samkeppni um sölu á prjón- uöum dúk er á milli Pólar- prjóns og Alafoss (v/lélegrar nýtingar á pr jónavélum? ). Álafoss virðist standa betur að vigi i samkeppninni, þar sem þeir geta beint framleiðslu á fatnaði til þeirra saumastofa sem kaupa voð af þeim. Þetta viröist aðallega vera nýstofnuð fyrirtæki, þar sem hin eldri hafa annað hvort eigin prjóna- deild eða föst viðskipti við Pólarprjón. Virðist þetta virka hvetjandi á nýstofnun fyrir- tækja. 5. Fyrirtæki sem framleiða úr hespulopa eða loðbandi eru mjög illa stödd. Annað hefur stöövað starfsemina hitt er i miklum rekstrarörðugleikum. Óvissuástand Ekki er hægt að meta stöðu iön- greinarinnar endanlega út frá þeim upplýsingum, sem hér koma fram segir i skýrslu Hag- vangs. Augljóst er hins vegar að þróunin er komin á óheppilega braut. Mat á hinni markaðslegu hliö málsins hlýtur að skera úr um hvaöa leið sé heppilegust til úrbóta. Er hægt aö svara þessari afkastaaukningu með aukinni markaðssókn? A að reka fyrir- tækin með lélegri nýtingu fasta- fjármuna og þar af leiðandi lé- legri áamkeppnishæfni? A að fækka fyrirtækjunum? Að lokum má geta þess að hin „ráösettari” fyrirtæki hafa að- eins stigið fyrstu skrefin i átt til aukinnar hagræðingar og fram- Arlega hefur fjöldi fyrirtækja i iðnaðinum og afkastageta farið vaxandi. Spunaverksmiðjurnar tvær geta nú afkastað um 2.000 tonnum af bandi á ári. Nú eru ýmsar blikur á lofti i markaðsmálum ullariðnaðarins. Markaður fyrir ullarvörur i Sovétrikjunum er að dragast saman og vaxandi samkeppni á vestrænum mörkuðum vegna eftirlikinga erlendra framleið- anda á islenzkum ullarvörum. Sovétmarkaðurinn hefur verið ullariðnaðinum mjög mikilvæg- ur. Ekki eingöngu fyrir verk- smiðjur S.l.S. á Akureyri heldur einnig prjóna- og saumastofurn- ar. Meginhluti framleiðslunnar hefur farið fram i upphafi ársins, þegar pantanir eru aö berast frá vestrænum mörkuöum. Þótt verðlag hafi verið lágt hefur framleiðslan veriö fjárhagslega hagkvæm vegna mikils magns og ólikra gæöakrafna miðaö viö vestræna markaði. Sovét- markaöurinn hefur tekið á móti meira en helmingi alls útflutnings magns ullarvara. Erlendu eftirlikingarnar Erlendar eftirlikingar á is- lenzkum ullarfatnaöi eru þrenns konar. 1 fyrsta lagi vörur úr gerviefnum á allt að helmingi lægra veröi en fslenzku vörurnar. Af þessum vörum stafar litil hætta vegna þess hve ólikt hrá- efnið er. 1 öðru lagi eru eftir- likingar framleiddar úr annars konar ull en islenzkri. Af shkum vörum stafar nokkur hætta vegna þess, að framleiðendum hefur tekizt að ná likri áferð og kemur til þessað verða fær um að mæta kröfum markaðarins. Vegna þess sem að framan er sagt hefur aldrei verið mikilvæg- ara en nú að auka útflutning is- lenzkra ullarvara i vestræna markaöi og styrkja markaðslega stöðu þeirra. Það er skoðun margra að við Islendingar séum að gera okkur þetta nauðsynlega markaðsátak illframkvæmdan- legt vegna aðgerða heima fyrir. Um hvað er deilt? Þau atriði sem deilt er um i sambandi við útflutningsmál ull- ariðnaöarins eru einkum tvö: Blöndun ullar meö nýsjálenzkri ull og útflutningur á ullarbanditil fullvinnslu fatnaðar erlendis. Þaö er skoðun ullarsérfræðinga og þeirra sem vinna úr ullar- bandi, aö viö blöndun rýrni hin is- lenzku sérkenni ullarinnar t.d. ýf- ing, gljái og mýkt voöarinnar. Þvi meira sem erlendiri ull er blandað saman við islenzku ullina þeim mun auöveldara ætti að verafyrir erlenda framleiöendur að likja eftir islenzka bandinu. Það er þessum iðnaði lifs- nauðsyn aðgeta aðgreint islenzku framleiösluna frá framleiðslu er- lendra keppinauta, þar sem við getum seint keppt á verðgrund- velli. Þvi er það höfuð nauðsyn að vöru-þróuninni verðibeint i þá átt að nýta sérkenni ullarinnar en ekki að eyða þeim. Betra hráefni og stóraukna bandframleiðslu meö blöndun erlendrar ullar, er hægt að kaupa þvi dýra verði aö við með timanum missum alla bandframleiðslu úr höndum okk- ar. Hver kaupir islenzkt band, ef

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.