Tíminn - 11.06.1978, Blaðsíða 23

Tíminn - 11.06.1978, Blaðsíða 23
Sunnudagur 11. júní 1978 23 Árnað heilla Nýlega hafa veriö gefin saman i hjónaband i Bústaðarkirkju af séra Ólafi Skúlasyni Jakobina Eygló Benediktsdóttir og Svan- berg Guðmundsson. Heimili þeirra er að Gautlandi 1. (Studio Guðmundar). — En hvernig datztu niður á þetta nám? — Ég veit það varla sjálf. Ég held helzt að það hafi verið hvatning að utan. Mágkona min þekkti konu sem byrjað hafði nám i öldungadeildinni og orðið stórhrifin. Ég ákvað að slá til. En þegar ég kom fyrst var ég orðin of sein i innritunina. Slikt hefði átt að hryggja mig, en þvert á móti varð ég afar glöð og stundi feginsamlega. Hugsaði með mér að þar með væri þetta úr sögunni og þyrfti ég ekki að hugsa um það meir. Það er ekkert grin að byrja i skóla eftir margra ára hlé og það með heimili. Ég hafði hætt eftir annan bekk i gagnfræða- skóla, þvi að pabbi var heilsulit- ill og urðum við krakkarnir að fara fljótt út að vinna. Þá vann ég um tima á afgreiðslu Mórgunblaðsins. — En innritun i Hamrahlið fékk ég um siðir og byrjaði auð- vitað i allt of mörgum fögum fyrst og þegar að jóláhléi kom var ég staðráðin i að hætta. Samt vildi ég fara i prófin eftir jól að gamni minu. En viðhorfin breyttust eftir mánaðarhvild og ég fann að ekki yrði til baka snúið. Reyndar hugsaðiég alltaf bara um hverja önn fyrir sig ög skipulagði námið ekki beint með endalokin i huga. Það reyndist mér langbezt. Aðalatriðið er nefnilega að keyra námsefnið ekki of stift i gegn og gleyma timanum. Annars verður þetta of mikið álag fyrir fjölskylduna oggefur manni ekki eins mikið i aðra hönd. — Ertu einhverju nær? — Já, ég held að ég hafi fyllzt almennri velliðan auk þess sem ég hef miklu betri skilning á þvi sem er að gerast i heiminum i dag. Mig vantaði,eins og svo margar húsmæður með litil börn, samneyti við fúllorðið fólk.Börneruyndislegen þaðer erfitt að umgangast þau ein- göngu allan daginn. Þær, sem vilja prófa þetta, ættu samt að fara hægt i 'sakirnar i fyrstu og sjá hve mikla spennu heimilið þolir. Þá verður andleg upplyft- ing alveg sjálfkrafa. — Hafðirðu mikið gagn af dóttur þinni, sem varð stúdent núna, hvað námið snerti? — Ég hafði auðvitað vonað að ég fengi stuðning hjá henni en þær vonir urðu fljótt að engu. Hún var i máladeild i Kópavogi og t.d. i stærðfræðinni, þar sem ég stóð verst, hafði hún enga þekkingu til að miðla mér. Ann- ars held ég að ég hafi ekki eytt eins miklum tima i neitt eins og frönskuna enda ekkert lát'á verkefnum i þvifagi. Ritgerðar- álag var lika mjög mikið og held égaðég eiginú einar þrjátiu rit- gerðir um hin ymsuefni, marg- ar hverjar viðamiklar’ heimildaritgerðir. — Ætlarðuað láta viö svo búið standa eða tekurðu skólabæk- urnar upp i haust? — Ég er ekki farin að spá i að lærameira, og égveitekki hvað myndi henta mér bezt. t háskólanum kæmi til timasókn á morgnana og þá er að vita hvenær börnin eru i skólanum og samræma það. Dætur minar eru reyndar farnar að taka strætó en það má ekkert vera að veðri og oftast keyrum við þær i' skólann. Margar greinar i há- skólanum freista min,eneins og fyrr þá horfi ég aðeins fram á annarlok — og sé svo til. —FI Nýlega vorugefin saman i hjóna- band i Bústaðarkirkju af séra Ólafi Skúlasyni Ólöf Brynja Garðarsdóttir og Guðbjörn Asgeirsson. Heimili þeirra er að Hliðarvegi 48. (Studio Guðmundar simi 20900) Nýlega voru gefin saman i hjóna- band i Langholtskirkju af séra Sigurði Hauki Guðjónssyni, ung- frú Elín Sigfúsdóttir og Hinrik Morteins. (Studio Guðmundar) dyrunum yngsti sonurinn 10 ára og dagmömmubarnið, sem er fimm ára. Þeirhöfðu verið úti á leikvelli og hafði brúðuleikhús komið þar i heimsókn^ekki að spyrja að hrifningunni hjá litla snáðanum. Edda hlustaði þolin- móð á sögurnar um apana og hin dýrin. Sagði svo: „Éger dag mamma fyrir þennan og hef haft hann frá þvi að hann var 6 mánaða. Við höfum mikið yndi af honum. Það þarf alltaf eitt ungt barn á heimili. Það finnst mér a.m.k.” — Hefurðu orku umfram aðra? — Nei, mér finnst það ekki, en ég stunda hvorki bió né skemmtanir og hvað varðar skólann,þá varhann aðallega á kvöldin svona eftir fimm ogum kvöldmatarleytið. Og i fristund- um minum las ég. Það er auðvitað ýmsu „stolið” frá heimilinu, sérstaklega um próf- timann og maður reynir að fresta hlutum, þar til skólatima lýkur en ég held ég geti sagt, að i námið fari mest og kannski al- gjörlega tómstundir. — Þú talaðir um áðan að stærðfræðin væri ekkert sérlega aðlaðandi fag. Upp á hvað hélztu sérstaklega? — Ætli ég hafi ekki verið mest hrifin af islenzkunni. Mér fannst t.d. mjög gaman að skrifa um kjörbækur. Það vakti mann til LEÐUR-HÚSGÖGN frá Brazilíu Vorum að fá nokkrar gerðir af leður- Höf um lit-myndalista yf ir f leiri teg- sófasettum og-stólum frá LAFER í undir frá LAFER, sem hægt er að Brazilíu. panta eftir númerum. Sérstaklega falleg og vönduð vara. Stuttur afgreiðslufrestur. Komið og skoðið okkar fjölbreytta húsgagnaúrval. Verið ávallt velkomin! -Skeðán m' SMIDJUVEGI6 SÍMI44544 umhugsunar úm lifið og tilver- una og frá þessum ritgerðar- smiðum á ég góðar minningar. — Turninn á heimsenda eftir Heinesen, Heimsljós Laxness, Ofvitinn eftir Þórberg, allar hafa þessar bækur veitt mér ómældar ánægjustundir. Eftir okkur i öldungadeildinni liggur stór bunki af ritgerðum i flest- um fögum og öllum áföngum i islenzku, — sem eru margir, lýkur með ritgerð. Ég er ekki frá þvi að eftir námið i Hamra- hlið lesi maður bækur með öðru hugarfari. Hvað tekur svo við? Ætlarðu að halda áfram að stúdera? Mig langar til þess en ég er varla sjálfráð með svo margt i kringum mig. Færi ég i háskóla yrðiþettaekkikvöldnám heldur beint frá heimilinu stolið. Mér hefur nú helzt dottið i hug að fara i málanám i öldungadeild- inni. Stúdentspróf er ekki annað en einn áfangi á langri leið en það er gott að hafa lokið þvi. Ég er eiginlega alltaf jafn hissa á kjarkinum, sem greip mig (og nú hlær Edda dátt). Blaðamaður rak augun i blómaskrúð mikið á heimilinu, — greinilega vendi frá stúdents- deginum. Edda sagði að sér hefði orðið orðfall við hvern vönd. „Ég hélt, að ég ætti orðið enga vini — eins og ég hafði vanrækt þá”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.