Tíminn - 11.06.1978, Blaðsíða 14

Tíminn - 11.06.1978, Blaðsíða 14
14 Sunnudagur 11. júni 1978 róTrER róy-T Kiddicraft ^OW UP ^ ÞR OSKALEIKFÖNG Eigum mjög gott úrval af þessum margviðurkenndu þroskaleikföngum fyrir börn á ýmsum aldri INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogoveg — Simar 84510 og 84511 tónlist Eflir tónleika Rostrópóvits og Sinfóniuhljómsveitarinnar i Laugardalshöll i gærkvöld (6. júni) sagöi kunningi viö mig: „Nú er ekki erfitt aö skrifa, ha? Þetta er sko músikalitet á allra hæsta nivói! Og ég hef aldrei heyrt spilað svona fárveikt á selló, og þó hljómandi! Og þó þekkjum viö báðir séra Gunnar i Bolungarvik’.’Viö þessi orð hef ég I rauninni litlu aö bæta. Rostrópóvits er ekki einasta meöal fremstu hljóöfæraleikara heims, heldur er hann einnig yfirburöa tónlistarmaöur al- mennt eins og gerla sást af þvi hvernig hann lifði sig inn I tón- listina, hvort sem hann var sjálfur aö spila eöa ekki. Enda viröist stjórnandinn vera ofar- lega i honum, og hann var alltaf aö gefa Guönýju konsert- meistara „innsatsa” — vildi lik- lega ekki aö hljómsveitin villt- ist. Rostrópóvits er dæmalaust sjarmerandi maður og mikill sviðsmaöur, sem hrifur áheyr- endur jafnt sem hljómsveitar- menn. 1 tónleikaskránni er prentuö þýðing Sverris Hólmarssonar (menningarvera hér i bænum) á grein úr banda- riska vikuritinu Time. Þar segir i lokin: „Þegar hann skoröar sellóiö milli fóta sér — eöa rétt- ara sagt faömar það aö sér — er eins og hann helli sinni rúss- neskusál i hverja laglinu þegar bogi hans seiðir fram langa, syngjandi hljóma meö nærfær- inni mælsku og hreinleika i tóni. Tækni hans er gallalaus. Nútimatónskáld leggja snörur fingurbrjóta i þykkni verka sinna, er Rostrópóvitsgreiðirúr þeim af hressilegum léttleika. ,,Ég veit ekki einu sinni af hverju hendur minar fram- kvæma stundum ákveönar hreyfingar”, segir hann. „Þær taka bara utan um nóturnar”. Kraftmikil breidd hans, sem spannar allt frá mesta styrk- leika niöur I pianissimo sem tiplar léttfætt eins og köttur, getur ekki kallazt annað en undraverö”. Þaö er athyglisvert aö sjá un kröftum i forte og með dæmalausu öryggi i píanissimó, hver nóta er sem seidd fram, og fær persónulega athygli. Ég hef alltaf heyrt, aö menn veröi sköllóttir vegna þess aö blóðiö hætti aö streyma til höfuö- leöursins — þetta getur ekki verið rétt, þvi Rostrópóvits hef- ur mjög finan skalla, sem verö- ur alveg eldrauöur þegar mikið er um að vera i tónlistinni — þar er sýnilega allt i góöu lagi meö blóörásina. Synir byltingar- innar Rostrópóvits • Landi vor Valdimar Ashkenazy stjórnaöi hljóm- sveitinni. Hann hefur mikiö slipazt i þvi fagi siöan hann byrjaöi aö stjórna fyrir nokkr- um árum, en varla getur hann þó talizt til „hinna stóru” ennþá Fyrst á efnisskránni var for- leikurinn að óperunni Ruslan og Ludmilla eftir Glinku , sem Sinfóniuhljómsveitin lék ifyrra. Ashkenazy fór svo geyst, aö hljómsveitin átti fullt i fangi meö aö greiða úr nótunum, en allt fór þó betur en á horföist. Næst lék Rostrópóvits og hljómsveitin C-dúr konsert Haydns, sem frá hljómsveitar- innar sjónarmiöi og stjórnand- ans spilar sig að mestu sjálfur, en siöasta verkiö á skránni var hinn frægi knéfiðlukonsert Dvoraks. Þetta var auövitaö frábærlega skemmtilegur flutn- ingur, vegnasnilli einleikarans, hann „vinna”, hvernig hann leggur sig fram af alefli til aö nálgast fullkomnunina, meö jöt- en reýndari stjórnanda heföi orðiö ennþá meira úr efninu. Þarna léku konsertmeistari og einleikari dúett af mikilli innlif- un, og blásararnir fengu mörg tækifæri til aö reyna sig — sér- staklega var finn hljómur I klarinéttunum þetta kvöld. Það er athyglisvert, aö beztu hljómlistarmenn sem viö heyr- um hér um þessar mundir eru börn byltingarinnar, Gilels, Rostrópóvits og Ashkenazý. Leiöir þeirra hafa skiliö af ýms- um ástæöum, sem Jón Asgeirs- son hefur tekiö fyrir i greina- flokki i Morgunblaöinu nú siðustudaga, en þó má þaö vera skólamönnum vorum nokkurt umhugsunarefni hvernig á þessu standi. Enda er þaö alveg pottþétt, aö sú stefna i mennta- málum sem viö höfum tekib upp eftir Skandinövum og stefnum nú aö, leiðir ekki til afreka á neinu sviöi — til þess aö :sann- færast um þaö þarf ekki annab ensvipastum á Listahátiö 1978. Þaö eru nefnilega ekki til ólik- ari stefnur i menntamálum en þær tvær, sem báöar má kenna við byltingar —slagorö: „allir erujafnir” —stefnanog „hverj- um eftir sinni getu” — stefnan. Ef gera á eikina jafnháa gras- inu er aöeins til ein leiö — aö höggva hana. Skynsamlegra er aö hjálpa af alefli bæöi eik og grasi aö komast til þess þroska, sem þeim er áskapaöur hvoru um sig. . 7.6 SigurðurSteinþórsson Fjölbrautarskólinn á Akranesi 526 nemendur í vetur Fjölbrautaskólanum á Akra- nesi var slitiö i fyrsta sinn laugar- daginn 20. mai. Skólameistari Ólafur Ásgeirsson flutti skóla- slitaræöu og Björn Sólbergsson nemandi á tónlistarbraut, lék ein- leik á pianósónötu op. 79 eftir Beethoven. Minnzt var Svövu Þórleifsdótt- ur fyrrum skólastjóra, sem lézt i vetur. Svava var skólastjóri Barnaskólans á Akranesi 1919-1944. Unglingaskólans 1921-1943 ogfyrsti skólastjóri Iön- skólans á Akranesi 1938-44. Nemendur i Fjölbrautaskólan- um voru alls 220 i vetur en þeir skiptust á fimm námssviö: Bók- námssviö, heilbrigöissvið,iðn- og tæknisviö samfélags- og upp- eldissviö og viöskiptasviö. Auk þess annaöist skólinn kennslu i 7., 8. og 9. bekk grunnskóla en nem- endur þeirra bekkja voru 306 svo alls stunduöu 526nám iskólanum i vetur. Kennslustarfið i vetur hefur mótazt af mikilli skipulagsvinnu og hafa námssviö skólans og námsbrautir veriö skipulagöar frá grunni. Er stefntað afar fjöl- þættu námi i skólanum og að þar verði unnt að ljúka prófi i mis- löngum námsbrautum með starfsréttindum og/eöa heimild til framhaldsnáms. A fyrsta starfsári skölans var brautskráður 51 nemandi. Af iðn- ogtæknisviði 324 málmiðnabraut 13, tréiðnabraut 14 og rafiðna- braut 5. Nokkrir nemendanna höföu lokiö fyrri hluta náms I Iðn- skólanum á Akranesi. A viðskiptabraut luku 10 almennu verzlunarprófi.Þeir nemendur höföu lokiö 1. árs prófi i fram- haldsdeild Gagnfræöaskólans á Akranesi. Þá voru brautskráðir 6 nemendur i heilsugæzlubraut eftir 2 ára nám og þurfa þessir nemendur t.d. aö ljúka 9 mánaöa starfsþjálfun f sjúkrahúsi til þess að ljúka sjúkraliðaprófi undir eftirliti skólans. Þá var i fyrsta sinn starfandi vélstjórabraut á Akranesi og luku 3 nemendur prófi 1. stigs vélstjóra. Grunn- skólaprófi luku 95 nemendur. A skólaárinu hefur veriö komiö upp bráðabirgöaaðstööu fyrir vélstjórakennslu og verknámshús tréiðnabrautar verið stórbætt. Húsnæðismál verkbrautanna eru mjög aðkallandi og eru I brenni- depli framkvæmda við skólann. Nú i vetur hefur tekizt sam- vinna viö framhaldsdeildir grunnskólanna i Stykkishólmi og Ólafsvik. Má ætla aö nokkur hópur nemenda sem búsettir eru utan Akraneskaupstaðar sæki skólann, er þvi útvegun heima- vistarhúsnæöis afar brýnt mál sem biður skjótrar úrlausnar. Fjölbrautaskólinn á Akranesi starfar eftir áfangakerfi og gerir þaö kleift að auka mjög fjöl- breytni i starfsemi skólans. Á næsta vetri mun skólinn annast kennslu i 8. og 9. bekk grunnskóla og er áformað aö taka upp áfangakerfi i þessum bekkjum á haustí komanda. Við skólaslit voru nokkrum nemendum skólans veittar viöur- kenningar. Hafdis Skúladóttir 9. bekk hlaut viðurkenningu úr verölaunasjóöi Ingunnar Sveinsdóttur fyrir prúö- mennsku og góð námsafrek. Viðurkenningu Trésmiöafélags Akraness hlaut Bjarni Ingibergs- son,viöurkenningu Félags málm- iðnaðarmanna hlaut Ingólfur Hafsteinsson og viðurkenningu Félags islenzkra rafvirkja Sævar Rikharösson. Viöurkenningu Lionsklúbbs Akraness fyrir störf að félagsmálum hlaut Guöni Orn Jónsson, nemandiá Iön- og tækni- sviði. Bókaverðlaun skólans fyrir störf að félagsmálum hlutu Lúð- vik Karlsson og Garðar Guöjóns- son 8 bekk. Bókaverðlaun skólans fyrir góð námsafrek hlaut Sólveig Steinþórsdóttir nemandi á heilsu- gæzlubraut. Skólameistari ávarpaöi siðan nemendur sem nú luku prófum, kvaddi þá.þakkaði þeim samver- una og sagöi skóla slitið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.