Tíminn - 04.08.1978, Page 9

Tíminn - 04.08.1978, Page 9
Föstudagur 4. ágúst 1978 9 Bjöm Líndal: ... þá er ég Möðruvellingur Fyrra svar við grein Alfreðs Þorsteinssonar Þegar grein Alfreös Þor- steinssonar „Afturgöngurnar frá Möðruvöllum” birtist i Tim- anum á þriðjudaginn var ég reyndar með grein i smlöum um þær deilur sem risið hafa innan Framsóknarfbkksins i Reykja- vik. Megininntak þeirrar grein- ar var einmitt að vara viö þeirri einföldun sem eðli deilunnar hefur sætt i f jölmiölum. En áður en ég fékk tokið greininni hafði Alfreð þeyst fram á ritvöllinn og hellt úr skálum reiöi sinnar yfir þvl sem við „möðruvelling- arnir”, „nýliöarnir”, aftur- göngurnar” höfum verið að segja og gera undanfarnar vik- ur. Hann hafði séð i gegnum okkur, séð hver ætlun okkar var og vildi mæla nokkur varnaðar- orð til framsóknarmanna. Það er út af fyrir sig gleðiefni að Alfreð skuli skrifa i Timan- um á nýjan leik eftir að hafa haldið sig að Morgunblaðinu i kosningunum, en hins vegar al- varlegt umhugsunarefni fyrir islenskt þjóðfélag að maður á fertugsaldri skuli láta þvilika ritsmið frá sér fara. Ritsmlðin er vægast sagt afar grunnfærn- isleg skýring á þvi sem er að gerast innan Framsóknar- flokksins og þegar smiðurinn sest i stól lærimeistarans verður hún blátt áfram hlægileg. Á hinn bóginn verður aö svara henni til að leiörétta ýmsar staðleysur sem i henni finnast og til að skýra hvaö vakir fyrir okkur sem gagnrýnt höfum flokksstarfið. í upphafi er rétt að skýra næstu forsögu alls þessa svo varpa megi ljósi á ýmislegt sem Alfreð segir. Tillaga FDF Fyrir nokkru var haldinn fé- lagsfundur hjá FUF i Reykja- vik. Þar var borin upp tillaga um endurbætur á flokksstarfinu og hlaut hún samþykki allra þeirra 25 sem fundinn sátu — að tveim undanskyldum. Tillagan var upphaflega hugsuð sem framlag okkar til þeirrar um- ræðu um flokksstarfið sem við héldum að hæfist i kjölfar kosn- ingaúrslitanna. Hún tekur til þeirra atriða sem við teljum að varði mestu að rædd séu áður en umbðtum er hrint i fram- kvæmd. Má þar nefna aukin tengsl flokksins við verkalýös- hreyfingu og samvinnusamtök- in, umbætur á rekstri og rit- stjórn Tlmans, endurskipulagn- ingu félagastarfseminnar i Reykjavik, og gleggri afstöðu flokksforystunnar til þeirra árása sem flokkurinn verður fyrir. Við gerðum hins vegar aldrei ráð fyrir að tillagan yrði aöal- efni umræðunnar. Svo sannar- lega héldum viö að einhver hefði eitthvað að segja, en sú von okkar brást. Langflestir for- ystumenn flokksins láta sér nægja almennt hjal um breyttar aðferðir, ný viðhorf o.s.frv. Orð sem segja i rauninni engum neitt, heldur er aðeins ætlað að friða þær sálir sem finna að ekki er allt með felldu. Vegna þessa komst tillaga okkar i sviðsljósið eða öllu held- ur einstök atriði hennar. Þau atriði eru nú toguð sundur og saman af óhlutvöndum mönn- um, sem hræðast þaö eitt að heyra minnst á breytingar. Þeir halda að hver sem gagnrýnir sækist eftir stööu, vilji pota sér áfram og ýta þeim til hliðar. Þeir forðast skynsamlega um- ræðu, þvi umræða getur ekki veriðskynsamleg að þeirra viti, nema þeir sjálfir hafi orðiö, ekki gagnleg nema hún komi þeim persónulega að gagni. Þetta er ógæfa Framsóknar- flokksins. Eins og nautkálfur í glervörubúö Þau atriði tillögu okkar sem mest er haldið á lofti eru þær kröfur að ráðinn sé nýr fram- kvæmdastjóri Timans og nýr starfsmaður að fulltrúaráðs- skrifstofu flokksins I Reykjavik. Þessi atriði eru gerð að burðar- ásum tillögunnar, allt hitt er lagt undir kodda. Meginatriði tillögunnar er þó ekki Kristinn Finnbogason heldur umbætur á Timanum, ekki Alvar Óskars- son, heldur umbætur á flokks- skrifstofunni i Reykjavik. Kjarni tillögu okkar um Tim- ann er nefnilega sá, að reyna að efla blaðið. Þetta markmið skiptir höfuðmáli. Leiðirnar að þvi kunna að vera margvisleg- ar. Við höfum bent á einá. Björn Lindal. Hluti hennar er að ráða nýjan framkvæmdastjóra. Okkur er ekkert launungar- mál, að við teljum, að ekki verði gerðar varanlegar umbætur á blaðinu meðan Kristinn gegnir starfi fram- kvæmdastjóra. Ég fullyrði að starf hans undanfarna mánuði og sennilega ár hefur náð inn á ritstjórnina og yfirgangur hans torveldað mjög eðlilega verk- efnaskiptingu á blaðinu. En öll okkar hafa verið tilbúin til að hlusta á aðra möguleika. Þeir hafa bara ekki heyrst nefndir. Enginn virðist vilja ræða það hvað beri að gera á Timanum og hvers konar blaö Timinn eigi að vera. Áhuginn snýst allur um Kristin, framtið Timans er aukaatriði. Gagnrýni okkar á blaðið . ritstjórn þess, fram- kvæmdastjðrn og blaðstjórn er snúið upp i persónulegar of- sóknir á hendur Kristni Finn- bogasyni af honum sjálfum og fylgifiskum hans. Kristinn lýsir þvi yfir i Dagblaðinu, að hann hafi nú heyrt svona tillögur áöur — frá Möðruvellingum. Þá nafngift telur Kristinn augljós- lega aö nægi til þess að sérhver framsóknarmaður gripi fyrir vit sér og krossi sig. Mér er spurn: Hvað er eiginlega að svona mönnum eins og Kristni? Geta þeir aldrei talaö i stað þess að urra. Sá eini sem tjáir sig um tillöguna á prenti, Alfreð Þor- steinsson urrar lika. Ihans aug- um er krafan um umbætur á Timanum aðeins sett fram til að dylja okkar eigið framapot, hvernig sem hann fær þetta tvennt til að fella saman. Hræðist málefnabaráttu Viðbrögö þessara manna, þar sem eitt atriöi er pikkað út úr stærri heild og siðan filósóferað um það eitt sér og sjálfstætt, bera vott um einhvern innri veikleika. Þeir trúa þvi ekki að gagnrýni geti verið af málefna- legum toga spunnin, þeir trúa þvi ekki, að ágreiningur geti snúist um stefnu fremur en menn. Allur ágreiningur er til- kominn vegna þess að dómi Al- freðs,að einum Jóni er persónu- lega illa við einhvern annað Jón. Alfreð er hræddur við málefna- baráttu. HUn er ekki hans sterka hlið. Agreiningur verður að vera persónulegur svo Alfreð þekki leikreglurnar. Hann er eins og nautkálfur i glervörubúð þegar að málefnum kemur. Þar hefurhannekkertfram aðfæra. Sama afstaða kemur fram hjá Alfreð þegar hann segir i grein sinni, að Alvari Oskarssyni hafi verið vikið úr starfi með mjög ógeðfelldum hætti án þess að nokkrar áviröingar hafi verið nefndar. Hér er ýmislegt sem þarf að leiðrétta og skýra. 1 stuttu máli er máliö þannig vax- ið, að undanfarin ár hefur veriö vanrækt að hafa samband við flokksmenn i Reykjavik og þvi siður verið haft samband við einstaka starfshópa eða samtök launþega. Félagsstarfið hefur legið mikiðtil niðri. Það er allur sannleikurinn um blómlega búið hans Kristins sem Alfreð minn- ist á. Ég kalla hinn almenna flokksmann mér til vitnis um þetta.Hér er engum einum um að kenna en það var sameigin- legt álit okkar i FUF og stjórn- ar Kvenfélagsins að Alvar væri áhugalitill starfsmaður og nauðsynlegt aö fá nýjan. Full- trúar FUF og Kvenfélagsins i stjórn Fulltrúaráðsins fengu þvi svo framgengt að Alvari var sagt upp störfum meö þriggja mánaða fyrirvara. Þessi upp- sögn er á engan hátt ógeðfelld en vissulega er það leiðinlegt að segja fólki upp starfi. Hér bar þó brýna nauðsyn til. En ein uppsögnerekkilikleg tilþess aö valda umskiptum. Að ýmsu öðru þarfað hyggja. Raunar hef ég vonað og vona enn, að for- maður fulltrúaráðsins hafi for- göngu um endurskipulagningu flokksstarfseminnar I Reykja- vik, þðtt það frumkvæði hafi hingað til látiöá sér standa. Ég itreka það aðeins, að FUF er reiðubúið til sliks starfs hvenær sem er. Alf reð nægir þó ekki aö flækja sig i einstökum atriöum tillögu okkar. Hann fer lika með ósann- indi. Hann segir I grein sinni að „væntanlega verður Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri einnig lát- inn vikja, ef þessi 30 manna ný- liðahópur fær einhverju ráðið”. Ég visa þessari ásökun alger- lega heim til föðurhúsanna. Al- freð gripur til þessara ósann- inda, þvi hann veit sem satt er að Kristinn og Alvar hafa verið þolaðir i starfi, þar sem enginn illskárri hefur fundist, en veit að Þórarinn nýtur virðingar. Með þvi að draga Þórarin inn undir sama hatt og þá félaga telur hann sig geta aliö á tortryggni innan flokksins gagnvart gagn- rýni okkar. Hvort honum tekst þetta verður timinn að skera úr um. Bragi Kristjánsson skrifar um heimsmeistaraeinvígið Karpov tekur forystuna Óvænt jafntefli i biðskákinni úr 7. umferð reyndist aðeins gálgafrestur fyrir Kortsnoj. Karpov mætti einbeittur til leiks I 8. skákina, neitaði að taka i hönd Kortsnojs áður en skákin hófs, og lék kóngspeði sinu fram um tvo reiti. Ef til vill hefur framkoma heimsmeistarans sett Kortsnoj út af laginu. Askorandinn kom þó með nýj- ung i byrjuninni eins og venju- lega, en i þetta skipti var hún ekki sannfærandi. I framhaldi skákarinnar réð Kortsnoj ekk- ert við opna kóngsstöðu sina og gafst hann upp i 28. leik. 8. skákin Hvitt: Karpov Svart: Kortsnoj Spænski leikurinn 1. e4 —e5 2. Rf3 —Rc6 3. Bb5 —a6 4. Ba4 —Rf6 5. 0—0 —Rxe4 6. d4 —b5 7. Bb3 —d5 8. dxe5 —Be6 9. Rbd2 Sjaldséður leikur i þessari stöðu. I 2. og 4. skákinni lék Karpov hér 9. c3 9. —Rc5 10. c3 —g6?! Enn ein nýjung Kortsnojs. Framhaldið 10. —d4 11. cxd4—Rxd4,12. Rxd4—Dxd4, 13. Bxe6—Rxe6, 14. Df3—Hd8, 15. a4—Bb4, 16. axb5—axb5, leiðir til jafnrar stöðu. Sovéski stór- meistarinn Suetin stingur upp á 11. Bxe6, (10. — d4) 11. —Rxe6, 12. Rb3—dxc3, 13. Dc2? ! o.s.frv. Slæmur afieikur væri 10. —Rxb3? 11. Rxb3—Be7, 12. Rfd4—Rxe5? 13. Hel—Rg6, 14. Rxe6—fxe6, 15. Rd4!— Rf8, 16. Dg4, með yfirburðastöðu fyrir hvitan. 11. De2 —Bg7 12. Rd4 —Rxe5 Sjálfsmorð. Eina vonin var Dd7 ásamt 0—0. 13. f4 —Rc4 14. f5 -gxf5 15. Rxf5 —Hg8 Ekki er beint glæsilegt að hafa kónginn á e81 opinni stöðu, en eftir 15. — 0—0 16. Rxg7—Kxg7 17. Rxc4—dxc4, 18. Be3 ásamt Bd4+ er erfitt að finna vörn fyrir svartan. Gall- inn við nýjung Kortsnojs i þess- ari skák er sá, að hann eyðir leik i að koma biskupi sinum út á g7. í opinni stööu eins og þessari sem hér kemur upp, skiptir miklu máli að koma mönnum sinum fljótt út á borðið. Þegar hér var komið hafði Karpov notað 45 minútur af um- hugsunartima sinum, en Korts- noj 50. 16. Rxc4 —dxc4 17. Bc2 —Rd3 18. Bh6 —Bf8 Ekki gengur 18. —Bxh6 19. Rxh6 með hótuninni Rxf7 19. Hadl —Dd5 20. Bxd3 —cxd3 21. Hxd3 —Dc6 Hvitur hefur nú unnið aftur peðiö sem hann fórnaði. Staða svarts hefur hins vegar ekkert batnaö. Kóngur hans getur ekk- ert annað gert en biöa dauöans á miðborðinu. 22. Bxf8 —Db6+ Eftir 22. —Kxf8 23. Rd4 tapar svartur strax. I framhaldi skákarinnar stendur svarta drottningin hins vegar illa á b6. 23. Khl —Kxf8 Hxf8 væri einnig svarað með Df3 með hótunum Dxa8+ og Rg7+ ásamt Df6 mát. 24. Df3 —He8 25. Rh6 —Hg7 26. Hd7! Einfalt og afgerandi. 26. —Hb8 Ekki Bxd7 vegna Dxf7+ og svartur verður mát. 27. Rxf7 —Bxd7 Eða 27. —Ke8 (27. —Kg8 28. Rh6+ —Kh8 29. Hxg7—Kxg7 30. Dh6 mát) 28. Re5 og hvitur vinn- ur auðveldlega. 28. Rd8+ og Kortsnoj gafst upp en neitaði að undirrita eyðublaö þaö, sem hann skrifaði skákina á. Eftir 28. — Bf5 (28. —Hf7 29. Dxf7 mát, aðrar leiðir leiða tii máts eftir Df8+) 29. Dxf5+ — Ke7 30. Df8+ — Kd7 31. Dxg7+ vinnur hvitur auöveldlega.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.