Tíminn - 09.08.1978, Page 15
Miðvikudagur 9. ágúst 1978
15
STEVE RIDDICK
Reykjavíkur-
leikarnir...
100 m
hlaupið
verður
hámark
kvöldsins
Reykja vikurleikarnir í
frjálsum iþróttum hefjast á
nýja „Tartanvellinum” i
Laugardalnum i kvöld og má
búast við mjög spennandi
keppni, þar sem 19 erlendir
frjálsiþróttamenn keppa þar.
100 m hlaupið verður
hámark kvöldsins, en þá
keppa þeir Vilmundur
Vilhjálmsson og Sigurður
Sigurðsson við fjóra mjög
sprettharða menn — þ.a.m.
Olympiumeistarann Steve
Riddick.
Keppnin i kvöld hefst kl.
19.30 og verður þá keppt i
þessum greinum: — 100 m
hlaupi, 1500 m hlaupi, kúlu-
varpiog kringlukasti, þar sem
heimsmeistarinn Mac Wilkins
verður i sviðsljósinu.
>00000000
Valsmenn nýttu
sitt eina færi
— og tryggðu sér þar með farseðilinn!
bikarúrslitin þriðja ári árið i röð
Það var ekki mikil bikarstemning i Laugardalnum I gærkvöldi þegar
Valur og Þróttur mættust I undanúrslitum bikarkeppni K.S.l. Vals-
menn fengu eitt færi, að heitið gat, allan leikinn og það nýttu þeir til
hins itrasta. Hálfdán örlygsson, sem hafði komið inn á I hálfleik í staö
Alberts Guðmundssonar, átti allan heiðurinn af markinu. Hann komst
inn í sendingu, ætlaða Þróttara, brunaði upp völlinn, gaf langa send-
ingu yfir til hægri þar sem Atli Eðvaldsson var fyrir og tók viö knettin-
um. Atli lék á varnarmann Þróttar og gaf fyrir markið og þar var Jón
Einarsson einn og óvaldaður og skoraði örugglega sigurmark Vals —
1:0.
Leikurinn i gær var ákaflega
daufur af bikarleik að vera. Litið
var um tækifæri og þá sjaldan
þau sáust voru þau misnotuð á
hinn herfilegasta hátt. Tiöindalít-
iö var, þar til á 25. minútu, að
Sverrir Brynjólfsson lék i gegn-
um óörugga vörn Valsmanna, en
einn varnarmanna áttaði sig þó
og náði að bjarga naumlega i
Magnús Bergs skallar að marki
Þróttar f einu af örfáum upp-
hlaupum Valsmanna.
(Timamynd Róbert)
horn. Á 30. minútu björguðu
Þróttarar á linu eftir hörkuskot
Magnúsar Bergs og vildu margir
meina að þarna hefði knötturinn
farið inn fyrir línuna. Ragnar
Magnússon, afar slakur dómari
leiksins, var vel staösettur I þetta
skipið og veifaði áfram. A 42.
minútu léku Þróttarar upp völlinn
og Baldur Hannesson komst i
dauðafæri, á nákvæmlega sömu
torfunni og Jón skoraði af siðar i
leiknum, en honum brást skot-
fimin illa og skaut langt framhjá.
Rétt fyrir leikhlé komst Sverrir
Brynjólfsson aftur I gott færi, en
hitti ekki markiö. Fyrri hálfleik
lauk þvi án marka, en ekki heföi
verið ósanngjarnt, að Þfottarar
hefðu haft eins marks forystu.
Hafi fyrri hálfleikurinn verið
daufur, var sá siöari hálfu verri.
Langtimum saman gerðist bók-
staflega ekkert markvert á
vellinum, en dómari leiksins
bætti það að nokkru upp með
bráðfyndnum dómum si og æ. A
79. minútu brunaöi Þorgeir Þor-
geirsson upp allan völl með Dýra
Guðmundsson á hælunum.Dýri
náði að komast að hlið Þorgeirs,
en ekki lengra og tók þá til bragðs
að kasta sér fram á Þorgeir, sem
datt endilangur inn i vitateig.
Vitaspyrna virtist augljós dómur,
en Ragnar dómari sá ekkert at-
hugavert enda illa staðsettur.
Linuvörður geröi enga athuga-
semd heldur,en var þó i góðri að-
stööu. Skömmu siðar komst mark
Þróttar i hættu eftir að Þorvaldur
Þorvaldsson hafði gefið góða
sendingu á Magnús Bergs!!!...,
en bjargaö var i horn. Loks á 85.
minútu kom svo mark Vals, sem
stuöningsmenn þeirra voru orðn-
ir langeygir eftir. Leikurinn dó
svo hægt og rólega út, án þess að
nokkuð markvert geröist það sem
eftir liföi leiktimans.
Það er augljóst að Valsmenn
eru langt frá sinu besta um þess-
ar mundir. öryggi þaö, sem ein-
kennt hefur leik þeirra er ger-
samlega horfið og háspyrnur og
leikleysa sitja nú i fyrirrúmi. Hja
Valsmönnum voru flestir langt
frá sinu besta, en Sigurður
Haraldsson var mjög öruggur i
marki. Framlinumenn Vals áttu
allir góða spretti, en hurfu svo al-
veg inn á milli. Dýri var að vanda
traustur i vörninni. Þvi virðist
þannig farið með Þróttara, sem
og önnur liö i deildinni, að þeir
virðast ganga um i þeirri trú aö
ekkert liö geti sigrast á Vals-
mönnum. Þróttur heföi auöveld-
lega getað endurtekið sigur sinn
frá Reykjavikurmótinu i vor, en
þá skortir trúna á sjálfa sig og
meöan þannig er ástatt þurfa
Valsmenn ekki að hafa áhyggjur
af þvi að tapa leik, þó þeir séu
ekki upplagðir. Bestir Þróttara
voru i gær, Jóhann Hreiðarsson,
Halldór Arason og Sverrir
Brynjólfsson. Páll Ólafsson átti
góða spretti, en ætlaði sér iðulega
um of. Dómgæslan i leiknum var
fyrir neðan allar hellur og væri
ástæða til að fjalla itarlega um
hana, en dómarar eru mannlegir
og geta átt sina slæmu daga eins
og aðrir.
Maöur leiksins: Sverrir
Brynjólfsson Þrótti.
— SSv —
INGI BJÖRN ALBERTSSON.
Meiösli
Inga
Bjarnar
eru
slæm...
— og óvlst er hvort
að hann leiki
meira i sumar
Ingi Björn Albertsson, fyrir-
liði Vals, lék ekki meö Valsliö-
inu gegn Þrótti I gærkvöldi —
hann á enn viö meiösli aö
striöa og er nú óvist hvort
hann leikur meira meö Vals-
liöinu I sumar. — Ég vona þaö
besta, þótt aö útlitiö sé ekki
gott, eins og stendur, sagöi
Ingi Björn.
Ingi Björn meiddist i leik
gegn Eyjamönnum — fékk
samstuð með þeim afleiðing-
um, að liðband fyrir neðan
ökla slitnaði og öklinn bólgn-
aöi upp. Þá fékk hann stuö á
hné, sem bólgnabi einnig upp.
— Ég get ekki sparkaö meö
hægri fæti, sagði Ingi Björn,
sem vonaði allt það besta. s
-SOS
Ucit plrlri onn ah on cknrah"
^udl vKlil dilllli uU vll ohUl (tU
sagði Valsmaðurinn sprettharði, Jón Einarsson
„Allir vilja leggja okkur að velli”,
sagði Nemes, þjálfari Vals
,,Við vorum klaufar”
— Við vorum klaufar að tapa
þessum leik — við fórum illa meö
marktækifærin okkar, sagði Hall-
SOS-Reykjavik. — Þaö var stór-
kostlegt aö sjá á cftir knettinum,
þar sem hann hafnaöi i' netinu,
sagöi Jón Einarsson, hinn snöggi
og sprettharði sóknarleikmaöur
Vals, eftir aö hann haföi skoraö
sigurmark Valsara gegn Þrótti I
gærkvöldi. — Atli dróg vörn
Þróttarliðsins aö sér og sendi
knöttinn siðan til min, þar sem ég
vará auðumsjó — og opiö markið
blasti viö mér. Ég gat ekki annað
en skoraö, sagöi Jón.
— „Það var erfitt aö leika gegn
Þrótturum, þeir léku mjög vel
gegn okkur og gáfu okkur aldrei
frið”, sagði Sævar Jónsson.hinn
ungi miðvörður Valsmanna.
Allir vilja leggja okkur
að velli
Nemes þjálfari Valsmanna var
ánægður með úrslitin. — Ég vissi
að Þróttarar myndu verða erfið-
ir, sem þeir og voru, sagði
Nemes.
— Þessi leikur tók mjög á
taugarnar, enda var mikið I húfi
— strákarnir voru nokkuð tauga-
óstyrkir og náöu þvi ekki að sýna
allar sinar bestu hliðar. Þá eru
þeir orðnir þreyttir, enda hefur
þetta verið erfitt hjá okkur að
undanförnu — t.d. þrirleikir gegn
Eyjamönnum á mjög stuttum
tima, þar af tveir leikir i Eyjum.
Þá sagði Nemes, að allir leikir
Vals væru baráttuleikir, þvi aö öll
lið reyndu hvaö sem þau gætu, til
að leggja Val að velli.
Nemes sagði að Valsliðið léki
undir mikilli pressu, þar sem
möguleikarnir á að vinna
„Double” — bæöi 1. deild og
bikarinn, væri fyrir hendi.
— Ég reikna fastlega með þvl,
að það veröi Skagamenn sem
leika gegn okkur — úrslitaleikinn,
sagði Nemes aö lokum.
Sterk vörn fyrir framan
mig
Sigurður Haraldsson, mark-
vörður Vals, lék sinn 11 leik I röð
án þess aö fá á sig mark. Hann
þefur haldið markinu hreinu i
1016 min.
— Ég vil þakka þetta sterkri
vörn, sem leikur fyrir framan
mig. Ég hugsa aldrei um það,
hvenær ég fái næsta mark á mig
— ég veit að það kemur aö þvi, að
ég þurfi aö hirða knöttinn úr net-
inu — þá verður maður að taka
þvi.
— Þróttarar léku vel gegn
okkur og þeir eiga framtiðina
fyrir sér — þá skortir aðeins
reynslu, til að verða toppliö.
— Við lékum aftur á móti illa,
enda alltaf erfitt aö leika undan-
úrslitaleik i bikarkeppninni, sagði
Sigurður.
Sagt eftir
Ieikinn
dór Arason, sóknarleikmaöur
Þróttar. Halldór sagöi að þaö
væri alltaf erfitt að leika gegn
Valsvörninni — hún er skipuö
leikmönnum, sem vinna vel
saman.
Þróttarar voru mjög óánægöir
með, aö Ragnar Magnússon,
dómari leiksins hefði lokað aug-
unum fyrir vitaspyrnunni, sem
þeir áttu að fá, rétt áður en Vals-
menn skoruöu. — Þorgeir Þor-
geirsson var felldur gróflega
niður i vitateig, sögöu þeir.
Jóhann Hreiðarsson, hinn
sterki miðvörður Þróttar, var að
vonum óhress. — Við lékum vel
og átium skilið að vinna sigur.
Við fórum illa með mörg góð
marktækifæri, en siðan fengum
viö á okkur ódýrt mark.
— Viö munum snúa dæminu viö
á laugardaginn, þegar við leikum
gegn Val 11. deild, sagði Jóhann.
JÓN EINARSSON.
Magnús tíl
Wales
Tveir Islenskir knattspyrnu-
dómarar hafa fengið verkefni á
erlendri grund. Það er nú Ijóst
að Magnús V. Pétursson, hinn
kunni miltirikjadómari, dæmir
leik Wales og Möltu I Evrópu-
keppni landsliða, sem fer fram I
Cardiff.
Þá mun Guömundur Haralds-
son dæma leik Skotlands og
— og Guðmundur
til Skotlands
Noregs i Evrópukeppni lands-
liða, skipuð leikmönnum undir
21 árs aldri. Þá er ekki enn
ákveðið hvaða dómari fer til
N-lrlands, til aö dæma þar leik i
Evrópukeppni félagsliöa og ekki
er búið að ákveða hvaða linu-
verðir veröa sendir út i áður-
nefnda leiki.
— SOS