Tíminn - 22.09.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.09.1978, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 22. september 1978 Begin og Carter túlka Camp David samkomu- lagið á mis- munandi hátt New York,/Reuter — Menachem Begin forsætisráö- herra tsraeis hélt heimleiöis I gærkvöldi frá Bandarikunum, þar sem hann hefur veriö frá 5. september er fundur hans og Carters og Sadats hófst i Camp David. Viö brottförina hét hann þvi aö leiöa til lykta þann mis- skilning sem upp hefur komiö varöandi samkomulagiö en um er deilt hve lengi tsraelsmenn ætla aö banna landnám tsraels- manna á herteknu svæöunum. Begin heldur þvl fram, aö hann hafi bannaö landnám meöan veriö er aö undirbúa fiöarsamninga viö Egypta. Carter telur aö tsraelsmenn hafi lofaö aö hætta landnámi I miklu lengri tima eða allt þar til gengiö hefur veriö frá samningum um framtiö Er Begin farinn aö snúa út úr? hernumdu svæðanna á vestur- bakkanum. 1 viötali viö blaöamenn bandariska blaösins Wall Street Journal sagöi Begin i fyrradag, aö um væri aö ræöa misskilning. Hann heföi sagt skilmerkilega, aö hann miöaði viö þann tima, sem friðarsamningar viö Egypta tækju. Hann heföi sagt við Carter, aö hann miðaöi við friöarsamninga, og heföi þá átt viö samingana viö Egypta en ekki allsherjarfriöarsáttmála. Hann kvaöst mundu ræöa þetta viö samstarfsmenn sina, sem meö sér heföu veriö i Camp David, og mundi hann treysta minni þeirra. I ræöu, sem Bergin hélt i gær i New York, sagði hann að varnarliðið israelsmanna mundi vera áfram á herteknu svæðunum eftir að Palestinu- menn hefðu fengið sjálfstjórn þar. Arabaríkin halla sér að Moskvu Sadat ræðlr vlö Marokkókonung og væntlr aöstoöar Saudi Arabfu Damaskus/Reuter. — Leiötogar þeirra Arabarikja, sem höröust eru í andstööu sinni viö ísrael komu saman til fundari Damaskusámiöviku- dag. Þar er rætt um, aö þau muni taka upp nánari samvinnu viö Sovét- rikin en veriö hefur til þessa. Houari Boumedienne, forseti Alsir, lét svo ummælt á fundinum i fyrrakvöld, aö ekki ætti aö lita á Sovétrikin ein- göngu sem þægilegan vopnasala. Leita ætti eftir nánari tengslum viö Moskvu á öllum sviöum til aö mynda jafnvægi viö Bandarikin. Litiö er á Bandarikin sem guöfööur Camp-David samkomulagsins, sem væru svik viö Araba. Á fundinum eru leiötogar frá Sýrlandi, Alsir, Libýu, Suöur- Jemen og Palestinumönnum (PLO). Taliö er, að fulltrúar Alsirs á fundinum muni fara til Moskvu aö fundinum loknum og ræöa samstarf viö Sovétrikin með það fyrir augum að gera samkomu- lagiö aö engu. Sovétmenn sjá þessum rikjum fyrir megninu af þeim vopnum, sem þau eiga, og eru auk þess andvigir Camp David-samkomu- laginu. Fulltrúarnir á fundinum hafa rætt möguleikann á sameigin- legri herstjórn, en það er ýmsum erfiðleikum háö. Löndin eru dreifö. i fréttum frá Rabat i Marokkó segir, að Sadat hafi rætt við Hassan Marokkókonung i gær og reynt aö fá stuðning hans við samkomulagið við israel. Hassan hefur ekki enn tjáð sig um máliö, en hingaö til hefur hann stutt Sadat. Þá er ekki talið útilokaö, að Hassan verði fenginn til að fá Saudi-Araba af andstöðu sinni viö samkomulagið. Aðstoöarforsætisráðherra Saudi-Arabiu er nú i Marokkó, og má vera að hann ræði þar viö Sadat. Egyptar munu vilja fá að vita hvort þeir geti áfram reitt sig á efnahagsaðstoð SaudbArabiu. Hua Kuo Feng heimsækir Vesturlönd Lundúnir/Reuter — Hua Kuo Feng, leiðtogi kinverska kommúnistaflokksins kemur væntanlega í opinbera heimsókn til Vestur-Evrópu næsta ár. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum í Lundúnum mun hann koma til Bretlands, Frakklands og Vestur-Þýskalands á árinu 1979Í Þetta veröur i fyrsta sinn að leiötogi Kina kemur i opinbera heimsókn til Vesturlanda. Veröi af förinni má túlka hana sem lið i taugastriöi Kinverja og Sovét- manna. 1 næsta mánuði mun utanrikis- ráðherra Kina, Huang Hua koma til Vestur-Evrópu og veröur þá rætt um væntanlega heimsókn leiötogans. Hua er fyrsti forsætisráöherra og foringi kommúnistaflokksins kinverska sem sækir heim önnur riki ef frá er talin för Mao Tse Tungs til Moskvu á árunum milli 1950 og 1960. Hua er nýkominn úr för til Rúmeniu, Júgóslaviu og tr- ans. Auk þess hefur hann fariö til Noröur-Kóreu. Alls staöar hefur hann varaö við hættunni sem stafar af útþensl.ustefnu Sovét- manna. Frá þvi Mao lést fyrir tveimur árum hafa Kinverjar farið nýjar leiöir, bæði i innanlands og utan- rikismálum. Það er nú unniö aö þvi að færa iönað og framleiöslu i nútimahorf og hafa þeir leitað til Japana og Vesturlanda og beðiö um ráö og aðstoð viö það. Þegar Mao féll frá var búist viö að sambúöin viö Sovétmenn batnaði en reyndin hefur orðið önnur. Reiknað er með að Kinverjar hafi i huga að kaupa allmargar þotur af Harrier-gerö i Bretlandi. Dayan boðar kosningar meðal Palestinumanna Jerúsalem/Reuter. — Moshe Dayan, utanrikisráð- herra ísraels, sagði i gær, að israelsmenn teldu sig hafa rétt til að kaupa land á vesturbakka Jórdanar þótt gerður verið friðarsamningur við nágranna- löndin. Dayan sagöi erlendum frétta- mönnum I Jerúsalem, aö almenn- ar kosningar yröu meöal ibúanna á Vesturbakkanum innan tveggja mánaöa og yrðu þar kjörnir full- trúar Palestinumanna, sem taka eigi þátt i umræöum um framtiö héraösins ásamt Egyptum, Israelsmönnum og Jórdaniu- mönnum. Hann hélt þvi fram, eins og Begin i New York, aö landnám á herteknu svæöunum yröi stöövaö i þrjá manuöi, en ekki i fimm eins og Bandaríkjamenn og Egyptar halda fram. Dayan kvaöst ekki vita um nein vandamál, sem stæöu i vegi fyrir friöarsamningi Egypta og israelsmanna. „Viö látum af hendi herstöövar og landnám á Slnai-skaga, þar eö Sadat kvaö óhugsandi aö gefa eftir þumlung af landi á skaganum. Dayan kvaöst meömæltur þvi aö Knesset (þingiö I israel) samþykkti aö hætt yrði landnámi á Slnai þar eö þaö væri forsenda þess aö unnt yrði aö ganga frá öörum atriöum, sem um var samiö. Hann kvaöst þess fullviss, aö Palestinumenn mundu á einn eöa annan hátt fall- ast á aö taka þátt I kosningunum á hernumdu svæöunum, þar eö um væri að ræöa þeirra eigin framtiö. Moshe Dayan Ford ber blak af Warren-nefndinni Washington/Reuter — Gerald Ford fyrrum Banda- rikjaforseti sagði í gær, að ekkert væri hæft í því, að rannsókn Warren-nefndarinnar á morðinu á Kennedy Bandaríkjaforseta hefði verið ófullnægjandi. Ford er einn af þeim þremur meðlimum nefndarinnar, sem enn eru á lífi. Hann kvað nefndina hafa kannað allar hliðar málsins, þar á meðal þann möguleika að sam- særi hefði verið gert um að myrða forsetann. Niöurstööur nefndarinnar voru þær, aö Lee Harvey Os- wald heföi skotiö forsetann aö eigin frumkvæði og án aöstoöar annarra. Nefnd skipuð af öldunga- deildinni komst aö þeirri niöur- stöðu fyrir tveimur árum, að Warren-nefndin hefði ekki staðiö sig nógu vel og m.a. heföu upplýsingar frá nefndinni hefðu borist út. Ennfremur var sagt, að nefndin heföi ekki útvegaö upplýsingar sem nauðsynlegt hefði veriö að fá. Ford viður- kenndi i gær að samstarf nefndarinnar og FBI (Banda- risku alrikislögreglunnar) heföi verið slæmt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.