Tíminn - 22.09.1978, Blaðsíða 21

Tíminn - 22.09.1978, Blaðsíða 21
Föstudagur 22. september 1978 21 .... ......... yO^U gVott* CoB‘n’°í£c.«- ta- *>2’,'ft‘>fteW^U»'aM ;" ‘ó'i'r«>f“:;; g£^VcM Það má svo sannarlega segja að það sé kyrrstaða sem einkenn- ir vinsældalistana i þessari viku, þvi að engin hreyfing er á breska listanum og aöeins tvær breyting- ar á þeim bandariska og i þeim tilvikum fara nýju lögin aftast á listann. 1 dag er einnig kynntur nýr islenskur listi sem kemur frá veitingahúsinu Óðali og er hann vel þeginn. ____ ^^Isteoí U^\\e •io»""‘e“.:::::•••• ;;;::::::;;v:;::;;;::ui«^o»»«' — í Englandi Bandaríkjunum og á íslandi Ef litið er yfir listana og byrjað á London, kemur i ljós aö Commodores eru ekkert á þvi að gefa toppinn eftir, en þar sitja þeir enn sem fastast meö lagið Reykjavík — Óöal 1. (1) One for you, one for me..................La Bionda 2. (5) Boogie, Oogie, Oogie................A taste of Honey 3. (6) Love is in the Air.................John Paul Young 4. (2)Grease.................................FrankieValli 5. (3) Miss you.............................Roiling Stones 6. (8) Lay love on you....................Luisa Fernandez 7. (10) Three times a lady...................Commodores 8. (14) Shame.....................Eveiyn Champagne King. 9. (11) Lovin you is gonna see me through..Tower of Power 10(20) An Everlasting Love......................Andy Gibb. „Three times að lady”. 10 c.c. fylgja fast á hæla þeirra með lagiö „Dreadlock Holiday” og annað sem umtalsvert er, er þaö að bæöi Exileog punk söngkonan Siouxsie ásamt hljómsveit sinni The Bansheesklifa á brattann um leið og Boney M og Darts hrapa um nokkur sæti. Þaö er eins og áöur segir sama sagan i New York en þar er topp- urinn óbreyttur. Eina umtals- verða breytingin sem á listanum er auk hinna tveggja nýju laga sem koma i staö „Grease” og „Fool (If you think it’s all over)”, er sú aö skötuhjúin Travolta og Newton-John færast upp um 3 sæti með „sumarnætur” sinar, en þaueiganú tvölögá listanum. Þá vekurathygli að hin ágæta hljóm- sveit Little River Band er komin inn á lista. Islenski listinn frá Óöali skýrir sig aö mestu leyti sjálfur og þar er þriöji toppurinn sem er óbreyttur frá þvi i siöustu viku. Athygli vekur stórt stökk Andy Gibb meö lagiö sitt „An everlast- ing Love" og þá virðist „Karna- bæjarlagiö" með John Paul Young ætla að gera þaö gott. —ESE Haustsýning FÍM Slöastliðinn laugardag var opnuð Haustsýning Féiags fsl. mynd- listarmanna, en sýningin er haldin i sýningarsal félagsins að Laugarnesvegi 112 I Reykjavfk. Er sýningin nú með nokkuð óvenju- legu sniði, - myndirnar eru minni en áöur, og færri, og að þessu sinni var utanfélagsmönnum ekki gefinn kostur á að senda verk sin á Haustsýninguna, svo þetta er innanfélagsmót, eins og það heitir á iþróttamáli. Smámynt i gildi. Haustsýning FIM er oröin m’jög gömul stofnun, ef miöað er viö það hversu stutt er siöan myndlistin hófst til vegs á tslandi. Hún hefur haft sitt gildi lika, á þvi er enginn vafi. I þann mund er fé er rekiö heim af fjalli og fuglarnir fara aö búa sig til flugs, skeöur eitthvaö i manninum lika. Hann byrjar aö búa sig undir rysjótta tiö og langan, iskaldan vetur. Ars- tiöirnar eru nefnilega ekki aöeins úti i nátturunni, i sól- kerfinu, heldur i manninum lika, og hann fer eftir ytri táknum viö aö taka úr sér sumariö og setja i sig vetur, og eitt tákniö var haustsýning FtM. Þaö var kominn vetur. Haustsýning FIM hefur átt viö listpólitiska öröugleika aö etja undanfarin ár. Bestu og reyndustu listamenn þjóöar- innar taka ekki þátt i þessari sýningu. SEPTEM hópurinn heldur sig áér i Norræna-húsinu, aörir sitja heima. Þetta hefur hvaö sem tautar og raular, dregiö aö verulegu leyti úr gildi sýningarinnar. Hún er ekki lengur þaö úrtak, sem hún þarf aö vera, úr islenskri samtima- list, - og nú hafa sjónarmiðin veriö þrengd enn frekar. Lista- menn utan FIM fá ekki tækifæri til þess aö senda verk sin á sýn- inguna og stærri myndir lista- manna eru útilokaöar lika, þvi nú er smámyntin i gildi. Um myndirnar. Annaö mál er þaö, aö þetta er ljómandi skemmtileg sýning, og frumleg, þótt hún beri ekki á herðunum þaö sem henni er ætlaö aö standa undir, kúnstina á tslandi frá þvi i gær. A haustsýningu FtM sýna 25 myndlistarmenn milli 65 og 70 myndir. Þetta eru verk af öllum mögu- legum geröum, grafik, teikn- ingar, vatnslitamyndir, kritar- myndir, oliumálverk. skúlptúrar og vefnaöur. Veru- legra nýjunga gætir ekki, nema ef vera kynni i myndum Eiriks Smith, sem nú hefur fært sig enn meir i áttina til realisma, ef þetta eru þá ekki aöeins tilraunamyndir. Snorri Sveinn kynnir einnig nýjungar, eins konar framhald af kolateikn- ingum þeim er hann á sinum tima sýndi i Norræna húsinu. Aörir meö athyglisverö verk eru Þóröur Hall. Sveinn Björnsson, Sigrún Guöjónsdóttir, Gestur' Þorgrimsson, Ragnar Kjartansson og Þorbjörg Höskuldsdóttir. Sýningunni lýkur á sunnu- daginn kemur, 24. september. Jónas Guðmundsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.