Tíminn - 22.09.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.09.1978, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 22. september 1978 (l'tgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og' auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300. ' . ' Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Hvatning til athafna Að undanförnu hafa talsverðar umræður orðið um skattamál. Enda þótt mikið hafi farið fyrir órökstuddum upphrópunum vegna efnahags- aðgerða rikisstjórnarinnar hefur ýmislegt athyglisvert komið fram i þessum umræðum. Meðal þess sem einkum hlýtur þar að vekja eftir- tekt almennings eru þær upplýsingar að gert sé ráð fyrir um 10% skattsvika af þjóðartekjum i þeim löndum sem almennt er talið að skattaeftirlit og skattheimta sé með bestu móti. Hér á landi má gera ráð fyrir að samsvarandi hlutfall næmi hvorki meira né minna en 35 mill- jörðum króna. Og varleg áætlun hefur verið talin á bilinu 15 til 20 milljarðar króna á þessu ári. Það gefur auga leið að ástandið i islenskum efnahagsmálum og fjármálum rikisins væri með öðrum hætti en nú er ef umfangsmikil skattsvik gætu ekki átt sér stað. 1 þeim löndum sem hafa einna besta skatt- heimtu hefur möguleikinn á undandrætti verið viðurkenndur með þeim hætti að launþegar fá sér- stakan afslátt af tekjuskatti, þar sem vitað er að þeir sem aðeins lifa af launum hafa litla mögu- leika á sliku. Hér á Islandi, i landi undanþágunnar, lögkrókanna og heimildarákvæðanna, hefur ekki verið haft fyrir þvi að jafna aðstöðu skattborg- aranna með neinum slikum hætti. Þá er það og vitað að ómældar fjárhæðir hafa safnast á hendur einstaklingum og fyrirtækjum hérlendis i óðaverðbólgu umliðinna ára. Þegar þetta bætist við hið fyrra er það ekki að undra að almenningur ber takmarkað traust til réttlætis og skilvirkni skattakerfisins. Hinum nýju lögum um tekju- og eignarskatta, sem samþykkt voru á siðasta Alþingi, er meðaí annars beint að þvi markmiði að bæta úr verstu ágöllum skattkerfisins, og má þó vafalaust enn betur ef duga skal. Að sama markmiði hniga til- lögur Framsóknarmanna um sérstakan skatt á verðbólgugróða.-en brýnt er að þær nái fram að ganga. 1 ályktun sem hin nýkjörna stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna samþykkti á fundi sinum f yrr i þessari viku er komist s vo að orði: „Þeir sem nú hneykslast á afturvirkni skatta ættu þess i stað að huga að þvi meini sem grafið hefur um sig i islensku þjóðfélagi á undan gengnum árum, — skattsvikunum. Fullyrða má að ef allir hefðu talið fram samviskusamlega hefði ekki aðeins verið óþarfi að gripa til viðbótarskatt- lagningar i ár, heldur hefði verið unnt að lækka skatta almennt á launamönnum”. Siðan skorar stjórn Sambands ungra Fram- sóknarmanna i ályktuninni á rikisstjórnina að efla skatteftirlit og herða viðurlög við skattsvikum, að standa betur en verið hefur að innheimtu sölu- skatts og að einfalda skattalög i þvi skyni að fækka frádráttarheimildum og koma i veg fyrir það sem stundum hefur verið nefnt „lögmæt skattsvik”. Skattakerfi sem skattþegnarnir eru sammála um að einkennist af lögmætum undandrætti getur ekki staðist. Slikt kerfi verður að skera upp. Komi það i ljós við nákvæma athugun að hin nýju lög um tekju- og eignaskatta nægi ekki til brýnna úrbóta, verður að gera á þeim viðeigandi lagfæringar. Hín timabæra ályktun stjórnar Sambands ungra Framsóknarmanna er hvatning til athafna i þessu grundvallarmáli félagslegs réttlætis i landinu. JS Erlent yfirlit Barre fellir niður höft og styrki Mikil breytíng á stjórnarstefnu hans ORSLIT þingkosninganna, sem fóru fram i Frakklandi i marzmánuöi i vetur, uröu þau, eins og eftirminnilegt er, aö borgaralegu flokkarnir svonefndu héldu velli. þótt skoöanakannanir heföu bent til þess um langt skeiö, aö vinstri flokkarnir svonefndu myndu fá meirihluta. Sigur borgaralegu flokkanna var aö talsveröu leyti þakkaöur Raymond Barre, sem haföi veriö litiö þekktur prófessor og embættismaöur þangaö til Giscard forseti geröi hann óvænt aö forsætisráöherra, þegar Jacques Chirac, leiötogi Gaullista, lét af þvi starfi vegna ágreinings viö forset- ann. Barre haföi veriö talinn hallast aö Gaullistum, en i þingkosningunum bauö hann sig fram sem óháöur en naut stuönings miöfylkingar Giscards. Barre haföi unniö sér allgott orö sem forsætis- ráöherra og náö trausti sjónvarpsáhorfenda meö trúveröuglegum og sannfær- andi málflutningi. Hann reyndist vinstri flokkunum þvi þungur i skauti i kosningabar- áttunni og telja fréttaskýrend- ur, aö þaö hafi átt verulegan þátt I ósigri þeirra. Eftir kosningarnar var samt efazt um, aö Giscard myndi fela honum stjórnarforustuna áfram, heldur byrja nýja kjörtimabiliö meö nýjum for- ustumanni og nýju liöi. Sú varö þó ekki raunin. Giscard fól Barre stjórnarforustuna áfram og geröi hann tiltölu- lega litlar breytingar á stjórn sinni. Hins vegar hefur hann breytt stjórnarstefnunni miklu meira en menn áttu von á. Segja má aö hann hafi aö miklu leyti gerbreytt henni. Utan Frakklands er fylgzt meö þessum breytingum og afleiöingum þeirra meö vax- andi athygli. Margar rikis- stjórnir biöa eftir þvi aö sjá, hvort þær reynast viti til varn- aöar eöa öörum til fyrirmynd- MEGINBREYTINGIN, sem felst i hinni nýju stjórnar- stefnu Barres, er fólgin i þvi aö hverfa sem mest frá þeirri hafta- og styrkjastefnu, sem fylgt hefur veriö i Frakklandi aö undanförnu. Verölagiö, sem áöur var háö ýmsum hömlum, hefur veriö gefiö sem mest frjálst. Styrkir, sem hafa veriö veittir til ýmissa atvinnugreina eöa atvinnu- Giscard og Barre fyrirtækja, hafa veriö gifur- lega skertir eöa afnumdir meö öllu. Kenning Barres er i stuttu máli sú, aö þvi meira sem fyrirtækin eru styrkt meö hömlum og styrkjum, þvi minna veröi frumkvæöi og framtak þeirra, sem eiga aö reka fyrirtækin. í Frakklandi sé oröiö aö finna fjölda fyrir- tækja sem ekki eiga lengur rétt á sér. Efnahagslifiö eigi aö byggja á þeirri grund- vallarreglu, aö þaö haldi velli sem hæfast er. Þaö veröur ekki sagt, aö þessi breyting á stjórnarstefn- unni hjá Barre hafi gefizt vel hingaö til. Atvinnuleysi hefur aukizt i Frakklandi siöustu mánuöina, m.a. vegna þess, aö ýms fyrirtæki hafa lagt upp laupana, og verölag hefur yfirleitt hækkaö I kjölfar þess aö dregiö hefur úr verölags- hömlum. Fyrirtækjum hefur veriö leyft aö hækka laun i samræmi viö aukinn fram- færslukostnaö, en ýms þeirra hafa hækkaö þau öllu meira, þrátt fyrir fyrirmæli Barres, aö slikt brjóti gegn stefnu hans og megi þau fyrirtæki, sem Chirac og Giscard þaö gera, eiga von á refsiaö- geröum. Fleira mætti nefna, sem bendir til þess, aö afleiö- ingarnar af breytingum Barres geti oröiö aörar en hann hefur gert sér vonir um. BARRE lætur þetta ekki neitt á sig fá. Hann segist alltaf hafa gert sér grein fyrir þessu. Honum hafi veriö ljóst, aö áöur en ástandiö gæti batnaö, þyrfti þaö aö versna. Hiö versta muni veröa afstaöiö eftir fáa mánuöi og batinn veröi farinn aö koma til sög- unnar á siöari hluta næsta árs. Þaö er i samræmi viö þessa stefnubreytingu, sem Barre hefur undirbúiö fjárlagafrum- varp næsta árs. Samkvæmt þvi hyggst hann lækka veru- lega hallann á ríkisrekstrin- um. ! ár veröur hallinn á fjárlögunum 2160 milljaröar Isl. króna, en áætlaö er aö hann veröi ekki nema 1440 milljarðar Isl. króna á næsta ári. Til þess aö lækka rekstrarhallann hyggst Barre leggja á nýja skatta, sem nema samtals 600 milljöröum isl. króna. Þaö liggur i augum uppi, aö þessar ráöstafanir hafa sætt liaröri gagnrýni af hálfu leiötoga vinstri flokkanna. Viö þvi mátti alltaf búast og Barre hefur þvi ekki áhyggjur af henni. Hitt er alvarlegra, aö Chirac hefur einnig látiö i ljós vonbrigöi meö nýja fjárlaga- frumvarpiö og er heldur ekki sáttur viö hina nýju efnahags- stefnu Barres. Slikt er ekki heldur aö undra, þvi aö hún brýtur i bága viö þá efnahags- stefnu, sem fylgt var i tiö Gaullista. Svo getur fariö, aö árekstrarnir milli Barre og Chirac veröi þaö miklir, aö stjórn Barre veröi aö víkja. Chirac hefur vafalitiö i huga, aö láta koma til fulls ágreinings milli sin og Giscard forseta fyrir forseta- kosningarnar 1981, en búizt er viö, aö þeir veröi þá keppinautar. Sennilegt þykir þó, að Chirac telji of snemmt, aö til friöslita komi nú, og þaö gæti bjargaö stjórn Barre aö þessu sinni. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.