Tíminn - 22.09.1978, Blaðsíða 12
12
Föstudagur 22. september 1978
■ '
fólk í listum
MENNINGARTENGSL
ÍSLANDS OG
RAÐSTJÓRNARRÍKJ-
ANNA
Tónleikar,
danssjning og
sýning á nytjalist og
málverkum.
Sovéskir dagar
Ég veit ekki hversu lengi
skipuleg menningarleg samskipti
hafa staöiö milli Sovétrikjanna og
Islands, en islenskukennarinn
minnsagöi, aö hingaö heföi komiö
afskaplega gdö óperusöngkona i
þann mund er viö vorum aö vinna
striöiö. Þetta var afskaplega feit
söngkona, sagöi hann, en söng sig
inn i hjörtu allra, sem til hennar
heyröu. Hún haföi sungiö fyrir
hermennina á austurvigstöövun-
um meöan þeir suöu kartöflur i
bensinbrúsum yfir opnum eldi og
ornuöusér viö báliö. Svona er nú
langt siöan.
En fljótiega eftir striöiö fóru
Rússar aö veröa hér tiöir gestir,
einkum eftir aö MIR haföi veriö
stofnaö, en félagiö hefur siöan
unniö aö menningartengslum
Islands og Ráöstjórnarrikjanna,
og hvaö sem ööru liöur, þá hafa
þessi samskipti veriö góö, a.m.k.
fyrir tslendinga, sem fyrir bragö-
iö áttu þess kost aö fá aö fylgjast
meö þvi sem var aö gerast i
menningarmálum og listum
þarna fyrir austan.
1 vlsu má segja sem svo, aö
heimsóknir hafi ekki sama gildi
og áður, eftir aö sjónvarpiö kom,
en eigi aö siöur hafa menningar-
flokkar sem feröastmilli landa og
kynna þjóölega list, mikiö aö-
dráttarafl: eru einhvern veginn
meiri staöreynd en segulband,
eöa filma.
Menningarleg einangrun þarf
ekki endilega aö stafa af pólitisk-
um fordómum, heldur getur hún
lika stafaö af áhugaleysi, og þá
koma áhugafélög sér oft
vel, þau reka á eftir kerf-
inu og koma slnum málum
fram og MIR hefur veriö
duglegt félag og vinnur nú aö
kynningu á sovétlýöveldunum 15.
Okraina, sem nú er kynnt, er þaö
þriöja í rööinni, Lettar voru hér i
fyrra og Armeniumenn árið 1976,
og á mánudaginn var, 18. septem-
ber héldu Úkrainumennirnir
skemmtun i Þjóöleikhúsinu fyrir
allt ab þvf fullu húsi.
Tónleikar og dans
Skemmtunin f Þjóöleikhúsinu
tók um þaö bil tvo tima. Þar
skiptust á dansatriöi, þar sem
dansarar úr þjóödansafiokknum
Rapsidíu i Vorosjilovgrad komu
fram, en dansflokkinn skipa
stúdentar, kennarar og verka-
menn, en auk þess komu fram
frægir atvinnumenn, þeir eru:
Anatoli Mokrenko, einsöngvari
viö óperuna i Kiev, þjóölista-
maöur Sovétrlkjanna, Eleonora
Piradova, pianóleikari, heiöurs-
listamaöur úkrainska sovétlýö-
veldisins., Maja Pisarenko,
bandúruleikari og söngkona,
Frá undirritun starfsáætlunar fyrir áriö 1978 i MtR-salnum hinn 22. april sl. Frá hægri til vinstri:
Valentin A. Gerazimov, Nikolai Kúdravtsév aöstoöarfiskimálaráöherra Sovétrlkjanna og formaöur
félagsins Sovétrikin-tsland, lvar H. Jónsson formaöur MtR og Viktor Moroz varaformaöur úkrainska
vináttufélagsins.
heiöurslistamaöur úkrainska
sovétlýðveldisins., Nina Golenko,
bandúruleikari og söngkona,
heiöurslistamaöur úrkainska
sovétlýðveldisins, Leonid Pavlov,
bajanleikari, en bajan er
hnappaharmonika, margra kóra.
Skemmtun Okrainumannanna i
Þjóöleikhúsinu var i kabarett-
formi. Atriöi skiptust á, þ.e.
sólóatriöi, en dansaö var inn á
milli. Sériega forvitnilegur var
söngur þeirra Maju Pisarenko og
Ninu Golenko, en þær sungu
tvisöng og léku undir á nadúru,
sem er sérkennilegt, hljómfagurt
strenghljóöfæri, en úkranska
bandúran hefur a.m.k. 70 strengi,
en samkvæmt bóklegri skilgrein-
ingu á bandúra aö vera mandolin-
hljóöfæri meö tvisvar sinnum sex
strengjum, svo þetta er eitthvaö
annaö, og er eiginlega nær hörpu
aö byggingu en hljóöfærum af git-
ar og mandolinættinni.
Tvisöngurinn fékk góöar undir-
tektir, ogsömuleiöis bandúrurnar
tvær.
Hápunktur tónlistaratriða er
liklega einsöngur baryton
söngvarans Anatolis Mokrenkos,
en hann hefur mjög sérstæðan
feril sem söngvari. 1 viðtali viö
hann segir þetta:
— Heima sungu allir, segir
söngvarinn. Ég „gólaöi” lika meö
strákunum á kvöldskemmtunum
ifélagsheimilinu,og ég held aö ég
heföi aldrei oröiö söngvari heföi
ég ekkialist upp í sveitaþorpi, þvi
aö söngurinn er eins og ljóörænn
skáldskapur sem enginn getur
kynnst aö gagni nema með nán-
um tengslum við náttúruna
sjálfa.
Siöar segir söngvarinn frá þvi,
er hann lauk skyldunámi og hlaut
gullverölaun og heföi þá getað
látiö skrá sig í tónlistarskóla, en
hann hóf i staö þess nám í fjöl-
brautarskóla. Hann lauk prófi
sem jaröfræöingur og helgaði sig
siöan störfum á sviði jaröfræö-
innar i 7ár. Visindastörf hóf hann
reyndar f rannsóknarstofnun sem
siöar varö fræg um heim allan
fyrir rannsóknir sinar og
uppgötvanir i sambandi viö eitil-
hörö jaröefni og steina. Á þessum
árum samdi Mokrenko nokkrar
visindaritgerðir og hann safnaöi
saman efni til úrvinnslu, er hann
vann að rannsóknum á gömlum
eldfjöllum og skjásteini. En hann
gat ekki gleymt söngnum, ekki
þegar hann stóö á sviöi félags-
heimilis rannsóknastofnunarinn-
ar eöa i snæviþöktum fjallshliö-
um Kákasus og þar kom aö hann
lét skrá sig á kvöldnámskeiö
tónlistarháskólans i Kiev. Þar
hófst i raun og veru söngferill
hans. Fjórum árum siöar var
honum boöiö starf viö
óperuleikhúsiö i höfuöborg
úkrainska sovétlýöveldisins.
— Efégáeinhverntimaeftir aö
syngja opinberlega þá verður þaö
hvergi annars staöar en á sviöi
óperunnar i Kiev, hugsaöi Anatólí
eittsinn meösér. Og hann byrjaöi
aö syngja þar fyrir lýöveldiö,
fyrir Sovétrikin, fyrir heim allan,
þvi aö hann hefur feröast til 15
landa í ýmsum heimshlutum og
kynnt þar úkrainska list,
úkrainskan söng.
Aö lokum þetta:
aö Kjarvalsstöðum. Þarna eru
glermunir af ýmsu tagi, leirmun-
ir og fl. sem of langt væri upp aö
telja hér og nú. Menn veröa aö
fara og skoöa þessa muni af Ihygli
og i góbu tómi, þvi að þetta eru
óvenju fagrir og vel geröir munir.
Um vatnslitamyndirnar er þaö
hins vegar aö segja, aö þær ögra
manni ekkert, og eru flestar held-
ur dapurlegar, enda hefur gengiö
illa fyrir austan aö fá menn til
þess aö mála annaö en þaö sem
ráöstjórnin vill. I myndirnar
vantar eldmóð og tilraun, þetta
eru aöeins vel geröar myndir,
byggðar á þekktum og heföbund-
um aöferöum. Mest ber á lands-
lagsmyndum, en auk þess er
þarna veðurathugunarstöö, járn-
bræðsla og námuvinnsla, sem eru
littþekkt mótiv hér á landi.
Dálitið um tJkrainu.
Úkralnumenn og félagiö MIR
nota einnig tækifærið til þess aö
kynna Úkrainu fyrir fólki. Þeir
segja þetta m.a. um landiö og
þjóöina og er best aö þaö fái
einnig aö fljóta meö hér:
Nokkrir dansarar úr „Rapsódiu”.
Anatóli Mokrenko hefur
lyrisk-dramatiska barytónrödd.
Hann er nú á 46. aldursári, fædd-
ur 22. janúar 1933. Söngur hefur
veriö hans aöalstarf I 15 ár og
hann hefur fariö meö yfir 30
óperuhlutverk. Meðal helstu hlut-
verká hans á óperusviðinu eru:
Figaró i „Rakaranum frá
Sevilla” eftir Rossini, Onégin I
„Évgeni Onégin eftir
Tsjaikovski, Ostap i „Taras
Bulba” eftir Lysenko, Gryaznoi i
„Unnustu keisarans” eftir
rimský-Korsakov, Germont i ,,La
Traviata” eftir Verdi, Escamillo I
„Carmen” og Zurga i „Perluköf-
urunum” eftir Bizet. Luna i ,,I1
Trovatore” eftir Verdi. Einnig
eru á söngskrá hans rómönsur i
hundraöatali, úkrainsk og
rússnesk þjóölög, og nútimaverk.
Hann kemur oft fram i útvarpi og
sjónvarpi.”
Morenko getur þvi tekib undir
rússneska spakmæliö: Söngur þú
ert auðna min.
Þá lék Elonora Piradovu
einleik á pianó, falleg og þekkt
lög, en þá er auöveldara fyrir
fólkiö aö dæma um gæöin en lögin
eru framandi.Hún fékk góöar viö-
tökur.
Þjóðdansaflokkurinn var
skemmtilegur. Dansinn hefur þaö
umfram önnur sviðsatriöi, aö
hann er án oröa og tungumáliö er
þvi ekki nein hindrun. Sérlega
skemmtilegur þótti okkur
úkrainski dansinn Hopak, og var
hann klappaöur upp. Þá er aöeins
ótaliö framlag harmónikku-
snillingsins Leonid Pavlov, sem
meö öruggum og fádæma
skemmtilegum leik, heillaöi alla.
Hann lék fantasiu byggöa á
þjóölögum frá Úkrainu og enn-
fremur lék hann undir fyrir
þjóðdansaflokkinn.
List og nytjalist.
A miövikudag, 20. september
var opnuð sýning á nytjalist frá
Úkrainu og á vatnslitamyndum
eftir ellefu úkrainska myndlistar-
menn.
Nytjalist er ömurlegt orö. Yfir
þvi er einhver búraleg vesal-
mennska og hyggindi, sem eiga
ekkert skylt viö listmuni, allra
sist þá, sem núna eru i skápunum
Sovéskir dagar
í þriðja sinn