Tíminn - 27.09.1978, Page 20

Tíminn - 27.09.1978, Page 20
Sýrð eik er sígild eign ftCiÖCiH TRÉSMIDJAN MEIDUR SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822 Gagnkvæmt tryggingaféfag sími 29800, (5 línur) Verzlið í sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki Miðvikudagur 27. september 1978. 212.tölublað — 62. árgangur. Verkfall stundakennara viðHl „Kæmi sér afar illa” - segir háskólaritari HR — „Það kæmi sér afarilla ef stunda- kennarar við Háskólann fara í verkfall"/ sagði Stefán Sörensson há- skólaritari er Timinn ræddi viö hann í gær. Stefán sagði að það væri rétt að stundakennarar hefðu á höndum meira en heiming allrar kennslu við Háskólann og taldi hann að slikt væri afar óheppilegt. Astæðan væri sú að Háskólinn fengi ekki allar þær föstu stöður sem hann teldi sig þurfa á að halda, en það væri á hendi fjárveitinga- valdsins hversu margar nýjar stöður fengjust á hverju ári. Stefán sagðist þó ekki vita, ef af verkfallinu yrði, hversu mikil þátttakan yrði. Það væru um 400 manns sem kæmu nálægt stundakennslu, en að þessari ályktun stæði þó varla meira en helmingur þeirra. Stefán sagði að lokum að eiginlega stæðu stjórnvöld Há- skólans utan við þetta mál, þvi stundakennararnir tækjust fyrst og fremst á við fjármála- og menntamálaráðuneytin. Háskólaráð hefði hins vegar sent ráðuneytunum tilmæli þess efnis að tryggja áfram- haldandi kennslu. Úr kennslustund I Háskólanum: Stundakennarar sjá um meira en helming allrar kennslu og hvað nemendafjölda snertir er það hlutfall enn hærra. SkrifstofustjórY'flármálaráðuneytisins: „Endurskoðaði afstöðu sína” v HR — ,/Við höfum ekki hugsað okkur að gera neitt frekar í þessu máli en ég vona að kennarar endurskoði afstöðu sína þannig að ekki komi til verkfalls" sagði Þor- steinn Geirsson skrif- stofustjóri fjármálaráðu- neytisins i viðtali við Timann. Þorsteinn taldi að til- lögur ráðuneytanna hefðu verið kennurum það hagstæðar, að engin efni væru til þess að breyta þeim á þessu stigi málsins. ____________________) Utanríkisráðherra á allsherjarþingi SÞ: Ný heildarlöggj öf íslendinga um — I deiglunni, sagði Benedikt Gröndal I gærkvöldi landhelgismál Fjármála- ráðuneytið gerir ráð- stafanir til einföldunar tollafgreiðslu Til aö greiöa fyrir og einfalda tollafgreiðslu hefur fjármála- ráöuneytið ákveöiö aö innflytj- endur skuli viö innlagningu aö- flutningsskjala til tollmeöferöar frá og með 2. októbcr n.k. leggja fram I einriti öll fylgiskjöl meö aöflutningsskýrslu önnur en farmbréf sem lögö skulu fram I tviriti. Eru þvl hér með afturköll- uö fyrirmæli á bakhliö aö- flutningsskýrslu um framlagn- ingu vörureiknings I tvfriti. Benedikt Gröndal. Benedikt Gröndal utanrikisráö- hcrrasagöi I ræöu, er hann flutti I gærkvöldi á allsherjarþingi Sam- einuöu þjóöanna, aö næsta átak I hafréttarmálum tslendinga yröi aö setja heildarlöggjöf um land- helgismál. Hann sagöi, aö sd löggjöf mundi staöfesta 200 mllna fiskveiöilandhelgina, færa al- menna lögsögu tslendinga úr 4 milum 112 mílur.ákveöa aögeröir varöandi umhverfisvernd á haf- inu og fjalla um ýmis fleiri skyld mál. Benedikt sagöi, aö þessi lög- gjöf mundi veröa til meöferöar I rikisstjórn og á Alþingi innan skamms. Benedikthefur.siöan hann kom til New York, átt viðræður um þessi mál viö Hans G. Andersen sendiherra tslands 1 Washington og aðalfulltrúa á hafréttarráö- stefnum Sameinuöu þjóöanna. Fól hann sendiherranum aö undirbúa hina væntanlegu heildarlöggjöf, en hann var höf- undur landgrunnslaganna fyrir 30 árum. íslendingar og haf- réttarráðstefnan 1 ræöu sinni á allsherjarþinginu sagöi Benedikt Gröndal um haf- réttarmálin: „Islendingar eru eyþjóð, sem aö miklu leyti byggir afkomu sina á auöæfum hafsins. Þess vegna geri ég ráö fyrir, aö þaöséskiljanlegthvers vegna viö leggjum meiri áherslu á haf- réttarráöstefnuna en nokkra aöra starfsemi Sameinuöu þjóöanna, aö undanskilinni varöveislu heimsfriöar og öryggis.” Benedikt sagöi ennfremur, aö hægur gangur mála á ráöstefn- unni og hin flóknu deilumál, valdi vissulega áhyggjum. Þar sem lög og réttur á hafinu, sem er tveir Framhald á bls. 19. Ráðstöfun gengishagnaöar: ,Dugir kannski til að koma Suðumesjum í gang - en miklu meira þarf að koma til innan skamms” segir Árni Benediktsson Kás — „Þaö var tillaga sjávar- útvegsins, aö gengismunasjóður yröi greiddur út til húsanna, þannig aö hann jafnaöi þann haila sem myndast hefur á rekstri þeirra, framan af þessu ári. Sú tillaga var ekki tekin til greina heldur var ákveöiö aö gengishagnaöurinn yröi settur I sérstakan sjóö annars vegar til aö lána til hagræöingar, en hins vegar til aö bæta fjárhagsstööu þeirra húsa sem átt hafa I erfiö- leikum. Viö höfum reiknaö meö þvi, aö I hlut frystingarinnar kæmi 800-1000 milljónir en Hk- lega er sú tala riflega áætluö”, sagöi Arni Benediktsson I sam- tali viö Timann I gær. „Enn liggur ekki fyrir hvernig þessum fjármunum veröur skipt á milli þessara þátta en hins vegar liggur þaö fyrir, aö þeir munu engan veg- inn nægja til þeirra fram- kvæmda sem þarf aö gera. Inn- an skamms hlýtur að þurfa koma til viötækari ráöstafana. Ráöstafanirnar nægja ekki til þess aö fiskvinnslan verði rekin hallalaus, enda þótt vextir veröi lækkaöir eins og talað hefur veriö um, og maður vonar aö staðið verði viö. Sú vaxta- hækkun gæti þýtt 2-3% betri stööu fiskvinnslunar en gerir þó ekki allan gæfumuninn. Miklar likur eru til þess aö mestum hluta þessa fjármagns veröi variö til aö koma húsunum Arni Benediktsson. á Suðurnesjunum i gang og þaö ætti að nægja til þess. Hins veg- ar er vandi frystihúsanna á öllu Framhald á bls. 19.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.