Tíminn - 08.10.1978, Side 3

Tíminn - 08.10.1978, Side 3
Sunnudagur 8. október 1978 3 Vetrarstarf Æskulýðsráðs Reykjavíkur: - tóm Nýjung Vetrarstarf Æskulýðsráðs Reykjavlkur er nú að hefjast. Það er um flest með svipuðu sniði og undanfarin ár, en þó er um eina merka nýjung að ræða, þvl að I vetur verður boðið upp á tómstundastarf fyrir 10-12 ára börn í félagsmiðstöðvum ráðsins, Fellahelli ogBústöðum, en tillaga formanns æskulýðsráðs um þetta efnivar samþykkt á fundi rá-ðsins nýlega. Þetta starf fer fram á þriðjudögum kl. 16.00-19.00 og á laugardögum kl. 14.00-19.00. Börnin geta skráð sig I ýmsa tóm- stundahópa, verið við spil og leiki og tekið þátt i undirbúningi og framkvæmd stuttra skemmtana á laugardögum. Æskulýðsráð telur, að full þörf sé á slíku framboði tómstunda- iðju fyrir allstóran hóp barna, og vill með þessu gera athugun á því, hversu nýta megi félagsmið- stöðvar fyrir umræddan aldurs- höp. Tómstundastarf fyrir 7.-9. bekk grunnskólans er nú að hefjast. Það fer fram i 15 skólum borgar- innar.og verða að likindum starf- andi atlt að 130 hópar, með u.þ.b. 1.600 þátttakendum. Vetrardagskrá félagsmiðstöðv- anna, Fellahellis og BUstaða, tek- ur að flestu leyti gildi um mán- aðamótin. Reynt hefur verið að ákveða sem flesta starfsþætti fyrir allan veturinn, og er þar þegar um mikið starf að ræða, bæði hjá ýmsum samtökum og á vegum staðanna sjálfra. Sam- kvæmt reynslu kemur þó einnig til verulegt, tilfallandi starf. Æskulýðsráð veitir ýmiss konar samtökum og hópum húsnæöisað- stöðu á Frikirkjuvegi 11, til fundahalda, námskeiða o.þ.h. Hægt er að panta slíka aðstöðu á skrifstofu ráðsins þar. Jafnframt annast skrifstofan útleigu á ferðadiskóteki og bingóbúnaði fyrir skóla og æskulýðsfélög. Eins og áður fá smærri hópar úr æskulýðsfélögum inni i Saltvik á Kjalarnesi fyrir „útilegur”, en sú þjónusta hefur verið mikið not- uð undanfarin ár. Ýmis námskeið fara fram á vegum æskulýðsráðs i haust og vetur. Nýlokið er námskeiði i meðferð kvikrnyndasýningavéla, námskeið fyrir leiðbeinendur i félagsmálafræðslu hefst innan skamms, og gert er ráð fyrir a.m.k. 2öðrum leiðbeinendanám- skeiðum. Þá verða námskeið i stunda- starf fyrir 10-12 ára krakka notkun siglingatækja og ýmsu öðru, er sjóferðum viðkemur, fyrir félaga siglingaklúbbsins Sigluness. Upplýsingablöðum félagsmið- stöðvanna, sem bera heiti þeirra, verður dreift i viðkomandi hverf- um strax eftir helgi, og eru forráðamenn barna og unglinga hvattir til að kynná sér éfni þeirra. Höfðinglegar gjaíir til Fáskrúðsfjarðarkirkju E.H. Miklaholtshreppi. — Enn hafa Káskrúöarbakka- gjafir. Þann 9. sept. s.l. af- hentu börn, tengdabörn og fóstursynir Guðbjarts Kristjánssonar og Guðbröndu Guðbrandsdóttur á Hjarðar- felli kirkjunni að gjöf fögur messuklæði, rykkiiin, hökui og stólu, til minningar um for- eldra sina. Einnig fylgdi gjöf- inni vönduð hilla undir Guð- brandsbibliu sem kirkjan átti fyrir og þar með tveir kerta- stjakar. Gefendur og fjölmennur hópur afkomenda og ættingja þeirra Guðbjarts og Guð- bröndu komu saman i Fáskrúðarbakkakirkju, þar sem afhending gjafanna fór fram, en þaðan var síðan farið i félagsheimilið Breiðablik til kaff idrykkju. Þess var minnst að þennan sama mánaðardag lést Guð- bjartur heitinn árið 1950, og þann 18. nóv. n.k. verða liðin 100 ár frá fæðingu hans. Söfnuður Fáskrúðarbakka- kirkju þakkar gefendum þess- ar stórhöfðinglegu gjafir, og minnist um leið með virðingu og þökk þeirra Hjaröarfells- hjóna, Guðbjarts og Guð- bröndu, og allra starfa þeirra i þágu sveitarinnar um langa búskapartið. ðex daga Lundúnaferð 6.-11. nóyember. islenskur fararstjóri Brottför 6. nóv. kl. 7 f.h. og komiö til baka á mið- nætti 11. nóvember. Gist verður á Hótel Cumberland, Stratford Court og Hotel Y Knattspymu- áhugamenn missið ekki af einstöku tækifæri til að sjá leik í 4. umferð enska deildarbikarsins 8. nóv- ember. Einnig eru tveir leikir 11. nóvember: QPR — Liv- erpool og Tottenham — Nottingham Forest. Jólin nálgast Tryggið yður í tíma frá- bæra ferð á hagstæðu tækifærisverði. Leitið nánari upplýs- inga í tíma. TSamvirmu- ferðir _ AUSTURSTRÆT112 SÍMI27077 m LANDSYN %lll# SKÓLAVÖRÐUSTÍG16 SIMI28899 Stefán Sæmundsson við tölvuna. * Mynd: Róbert dvergtölvum ATA — Dagana 9. og 10. október verður haldin sýning á dvergtölvum í Krystalsal Hótels Loft- leiða. Það eru Haukar h.f. sem standa að sýningunni. Dvergtölvan er nýleg uppfinn- ing sem hefur vakið mikla athygli almennings í nágrannalöndum okkar, bæði sökum stærðar- og kostnaðar. Slikar tölvur eru ætlaðar fyrir smærri fyrirtæki og jafnvel heimili. Þær geta séð um óliklegustu hluti allt frá bókhaldi upp í þaö að tefla við eiganda sinn. Fyrir fyrirtækið er tölvan til margra hluta nytsamleg. Bók- haldið veröur einfalt og f ullkomið yfirlit og uppgjör svo og hag- reikninga sem má prenta á auga- bragði. Tölvan getur annast birgðavörslu ogskýrslugerö. Hún getur tekið nemendur i skólum I einkatima og á heimilinu sér hún um búreikninga og skýrslur, er dagbók, leikur við börnin og teflir við húsbóndann. Dvergtölvurnar komu fyrst á markaöinn árið 1975. Þeim má skipta I fjórar einingar: stjórn- stöö, stjórnborð, tengiliöi og minni. Stjórnstöðin stýrir vinnslu tölvunnar i gegnum tengiliöina eftir skipunum frá stjórnboröinu. Stefán Sæmundsson hjá Hauk- um h.f. sagði, að verð tölvunnar væri það lágt, að þeir ættu von á aðselja þær mörgum minni fyrir- tækjum enda gætu þær sparað einn mann á skrifstofu. Verö slikrar tölvu væri lægra en kaup manns i eitt ár. Einnig sagöi hann, að ekki væri óliklegt, að margireinstaklingarhefðu áhuga á tölvunni. 1 janúar verða Haukar h.f. með námskeið I þessu einfaldasta tölvukerfi heimsins.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.