Tíminn - 20.10.1978, Page 5

Tíminn - 20.10.1978, Page 5
Föstudagur 20. október 1978 5 Sigurður Sigurðsson dýralæknir: Riðuveiki í sauðfé á íslandi Um fátt hefur meira verið rætt að undanförnu en riðuveiki i sauðfé og fyrirhugaðan niðurskurð á sýktu fé. Sauðfjársjúkdómanefnd hefur skilað áliti til land- búnaðarráðherra um aðgerðir sem miða að þvi að hefta útbreiðslu veikinnar, og væntanlega tekur rikisstjórn tslands endanlega ákvörðun um það hvað gert verður i þessu máli innan skamms. Sú greinargerö sem hér birtist er tekin saman af Siguröi Sig- urössyni dýralækni sem sæti á I Sauðfjársjúkdómanefnd, og sýnir hún á fróðlegan hátt útbreiðslu og upphaf riðuveiki á Islandi i sögu- legu samhengi. Almennt um riðuveiki: Þekking á smitefninu er ófull- komin. Hér er um smitandi taugasjúkdóm að ræða. Geitur taka veikina einnig, en veikin hefur þó aðeins fundist i sauöfé hérlendis. Smitefnið er óþekkt en taliö veirukyns. Þaö er mjög lifseigt, þolir m.a. suðu og sótthreinsiefni af ýmsu tagi. Sjúkdómurinn er mjög alvar- legs eðlis: kvalafullur, ólækn- andi, langvinnur, lyf til að fyrir- byggja eru engin til og ekki próf til aö tina úr hjörðunum smit- bera, áöur en einkenni sjást. Smit getur oröið frá kindum sem heil- brigöar virðast nokkru áður, jafnvel löngu áður en á þeim sér. Hið breytta eöli, sem þessi sjúk- dómur sýnir á siðustu árum, þ.e. mun meira smitnæmi en áöur var, hefur margfaldaö hættuna af hans völdum frá þvi sem áöur var. Ætla má að tala sýktra bæja hafi tvöfaldast síðustu 6-8 árin. Varlegt er að ætla, að 200 sýktir bæir séu á landinu öllu. Veiki þessi er þekkt erlendis og alls staöar litin alvarlegum aug- um. garnaveikinnar. Þetta dugði ekki til að útrýma veikinni (riöu). Hún kom aftur upp á nokkrum bæjum, þar sem hún hafði verið landlæg, einnig á þeim svæðum, sem fjár- laust var. Þetta urðu mikil von- brigði en þess er að geta, aö viö niðurskurðinn hreinsaöist veru- lega til og fækkaöi mjög riðubæj- unum. En veikin hlaut að hafa geymst þar sem hún kom aftur upp. Frá 1949 og fram á þennan dag, hefur riðuveiki verið aö siga út um þetta sama svæöi, en farið mjög hægt. Svo virðist þó sem breyting sé að verða vestast á svæðinu. A þessu ári fannst fyrsti bær með riðuveiki 1 Vestur-Húna- vatnssýslu I Þverárhreppi. Einn- ig er útbreiðsla vestan Vatna. (Gamla svæöiö (fyrir 1946) og út- linur núverandi svæðis táknaðar með strikum upp/niöur en skyggðir þeir staöir þar sem veikin hefur verið sérlega virk á seinni árum.) Barðaströnd: Riðuveiki fannst á Barðaströnd 1953. Þar hefur hún einnig farið hægt yfir, og ekki náð að breiöast út um allan hreppinn á þessum 25 árum og ekki með vissu fundist utan hans. Grunur hefur þó vakn- að um einn bæ i Reykjarfjarðar- hreppi. Hann fékkst ekki afsann- aður aö fullu. Sé svo, er skýring nærtæk. Samgangur í Múlahreppi býöur heim smiti. Óþekkt er hvernig veikin barst til Vest- fjarða. Skjálfandahólf: Veikin hefur fundist f Keldu- hverfi (1972). Þar fór hún geyst og gripiö var til niöurskurðar, án árangurs. Veikin hefur nú breiðst um allt Kelduhverfi austanvert. Fimm nýir bæir taldir í haust. Veikin fannst á Húsavfk 1973. Hefur e.t.v. verið komin áöur eða aö sama sýking sé á báðum stöð- um en siöan haföi veikin borist meö fjársölu til Tjörness. 1 Skútustaöahreppi fannst veikin 1973, þar aðeins á einum bæ og hefur ekki breiðst út. 1 ABaldal haföi veikin borist meö fjársölu af Tjörnesi, en nú I haust fannst riðuveiki enn innar i Dalnum á stóru fjárbúi. Horfurnar verða þvi aö kallast Iskyggilegar, en tólfunum kastar, þegar til Austurlands kemur. RlÐUVE'iKI %'l8 Upphafið á íslandi: Talið er aö riöuveiki hafi borist til Islands fyrir réttum 100 árum með hrút af ensku kyni, sem flutt- ur var til Skagafjaröar. Sigurður E. Hliðar, dýralæknir athugaöi veikina árið 1912 á veg- um stjórnvalda. Hann telur veik- ina þá kunna nyrðra rúm 30 ár og að hún hafi breiðst út frá Skaga- firði. Fram til fjárskipta virtist veik- in helst breiöast út með fjárkaup- um. Hún komst vestur til Vatns- dals og austur fyrir Eyjafjörð. Veikin var ekki talin smitandi lengi vel, en greinilegt að hún lagðist misþungt á fjárstofna. — Hún var þvi af mörgum talin arf- geng veiki. Veikin olli verulegu tjóni i viss- um sveitum en venjulega á mjög fáum bæjum, en brátt fyrir mjög mikinn samgang sauðfjár milli héraöa, áður en Sauðfjárveiki- varnagiröingar voru girtar, og enn meiri samgang innan sveitar viö riðubæina, breiddist hún ekki út sem smitsjúkdómur svo athygli vekti. Þrátt fyrir þaö, að þúsundir f jár úr héruðum aðliggj- andi riðusvæðinu gengju sumar- langt og sumar eftir sumar með fé af sýktum svæðum og kæmust i nána snertingu i fjárrekstrum, réttum og húsum, eru þess engin dæmi að veikin hafi t.d. borist til Borgarfjarðar eða Arnessýslu. Mið-Norðurland: Arið 1912 er fyrsta skipulega athugun gerö á riðuveiki. Ariö 1946 er alvarleg tilraun gerö til útrýmingar mæðiveiki á þessu svæði og jafnframt riðuveiki. Arin 1947-1949 fóru fram fjár- skipti á þessu svæði, fjárlaust var eitt ár á hluta svæðisins vegna Akranes: Riðuveiki fannst þar 1958 hjá tveim fjáreigendum. SIBan barst hún á eittfjárbú við Akranes. Hún hefur litið gert sin vart um skeið Reykjavik: Riðuveiki varð fyrst vart I Reykjavik 1968. Hún hefur nú veriö staöfest þar hjá 7 fjáreig- endum. Þeir eru flestir eöa hafa verið meö fé sitt I Fjárborginni. Einn þeirra var þó meö fé sitt I Kópavogi á mörkum Reykjavik- ur. Þrátt fyrir mikinn samgang hefur dreifing verið hæg eins og á fyrrnefndum stööum. Nýlega er veikin þó komin upp i ölfusi á einum bæ og á þessu ári fannst hún hjá tveim fjáreigendum I Hveragerði. Veikin er nú komin háskalega nærri varnargirðingu sem er I molum. Samgangur sauöfjár er litt heftur af giröing- um, yfir ölfusá, Sog, Þjóðgarður og girðingar ofan hans, sem Landgræöslan hefur tekiö að sér eru vægt sagt i ófullkomnu á- standi. Vegna girðingarleysis viröa fjáreigendur ekki bann við flutningi yfir varnarlinu þessa. Allt Suöurland er framundan og i hættu fyrir riðuveiki. Sama má segja um varnarlinu úr Hvalfiröi i Þórisjökul. Hún er að miklu leyti illa komin vegna elli og vanefna siöustu ára. Vesturlandi er ógnaö áður en varir. Æskilegt væri að hvetja og styðja þær rikisstofnan- ir, sem hlut eiga að máli til þess að láta endurbót á Þjóðgarösgirö- ingu og Bláskógalinu ganga fyrir öðrum viðfangsefnum næsta vor. Óvist er hvernig veikin barst, en miklir heyflutningar hafa átt sér stað af öðrum landshlutum til Reykjavikur. Austurland: Veikin fannst fyrst á Borgar- firöi eystra og skömmu siöar á Norðfiröi (1970 og 1971). Ot- breiðsla hefur verið uggvænlega hröð og tjón mikiö i þessum sveit- um báðum. Til Breiödals barst veikin frá Borgarfiröi eystra, mun jafnvel hafa veriö flutt fé þaöan til Breiðdals eftir að veikin var kunn þar. Er nú komin aö sögn á 8 bæi, en staöfest á 4 enn sem komiö er. Svæðið allt sunnan Breiödals er I bráöri hættu. Til Fáskrúðsfjarðarhrepps berst veikin frá Noröfirði meö fóörafé og viö samgang á næsta bæ við og liklegt er aö þriðji bær- inn sé á döfinni. A Brú á Jökuldal fannst veiki i einni kind s.l. vor, en svo er að skilja sem 8-10 kindur hafi sést með grunsamleg ein- kenni I haust. Þar af hefur veikin veriö staöfest I þremur. Riðuveiki getur haft.... Nú eru að verða þau þáttaskil með þennan sjúkdóm, sem hér hefui- verið I 100 ár án þess aö breiðast mjög út, að hann hefur sýnilega breytt sér og er nú mun næmari og jafnvel skæðari á ein- stökum bæjum en áður var. Eink- um er þetta áberandi austan lands, en einnig i Kelduhverfi og austast I S-Þing. Haldi fram sem horfir og verði ekki tekið til öfl- ugri aögeröa en beitt hefur verið, er hætt viö þvl, að þessi sjúkdóm- ur einn geti haft veruleg áhrif á suaöf járbúskap landsmanna áður en langt liöur. A meöfylgjandi korti má sjá hina uggvænlega hröðu útbreiðslu siðustu árin. Snjólausar gangstéttir Gangstéttir, innkeyrslur og götur með POLYBUTEN-plaströrlögnum Nýtið frárennslivatnið frá hitaveitunni. 25. nim POLYBUTEN rör eru fyrirliggj- andi. C£gmna,i SfygeÍMan k.f Suðurlandsbraut 16. R. S: 35200

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.