Tíminn - 20.10.1978, Síða 6

Tíminn - 20.10.1978, Síða 6
6 Föstudagur 20. október 1978 Ctgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, frainkvæmdastjórn og1 auglýsingar Siöumúla 15. Sími 86300. Kvöldsfmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 110.00. Askriftargjald kr. 2.200 á mánuöi. Blaöaprent h.f. V________________________________________________) Moðsuðan í Reykja- víkurbréfi Mbi. Meira en viku eftir að Alþingi kom saman tókst þingflokki Sjálfstæðisflokksins að velja sér formann. Venjan er, að formaður þingsflokks sé kosinn á fyrsta degi þingsins. Þessi langa töf var sprottin af þvi, að áhrifamenn i flokknum, bæði innan þingmannahópsins og utan, reyndu eftir megni að hindra að Gunnar Thoroddsen yrði endurkjörinn formaður þingflokksins. Gunnar brá að sjálfsögðu hart við og eftir miklar liðskannanir gáfust andstæðingar hans upp við að bjóða fram gegn honum. Þeir höfðu þá komizt að raun um, að Gunnar myndi bera sigur úr býtum. Niðurstaða þeirra varð að greiða ekki atkvæði við formanns- kosninguna. Sjö þingmenn flokksins skiluðu auðum seðlum til að lýsa yfir þvi, að baráttan gegn Gunnari væri ekki niður fallin, þótt þeir hefðu beðið ósigur að sinni. Á svipaðan hátt var haldið uppi baráttu gegn Albert Guðmundssyni bæði innan og utan þing- flokksins. Áherzla var lögð á, að Albert næði ekki kosningu i þær þingnefndir, sem hann hafði helzt hug á. Hann var felldur ekki sjaldnar en þrisvar sinnum, eða við kosningu i utanrikisnefnd, fjárveit- inganefnd og fjárhagsnefnd neðri deildar. Aðfarirnar að þeim Gunnari Thoroddsen og Albert Guðmundssyni sýna, að hörð persónuleg átök geisa nú innan Sjálfstæðisflokksins. En þessi samtök eru ekki aðeins persónuleg, þau eru ekki siður málefnaleg. Það er tekizt á um hver stefna Sjálfstæðisflokksins eigi að vera. Um langt skeið hefur hún verið mjög losaraleg. Flokkurinn hefur reynt að afla sér fylgis með þvi að látast vera flokk- ur allra stétta, þótt i reynd séu það sterk sérhags- munaöfl, sem hafa stjórnað honum. Nú vilja ýmsir að hann taki upp hreinni og ákveðnari stefnu og sýni i reynd, að hann sé raunverulegur hægri flokkur, eins og honum var ætlað i upphafi. Reykjavikurbréf Mbl. á sunnudaginn var, ber þess vott, að ritstjórar blaðsins gera sér ljóst, að hér getur verið nokkur hætta á ferðum, ef sveiflan til hægri verður of áberandi. Þvi er reynt að slá úr og i. Þar segir: „Sjálfstæðisflokkurinn er að megin- stefnu flokkur frjálshyggjumanna,sem setja einka- framtak og nauðsynlegt svigrúm einstaklingsins i þjóðfélaginu á oddinn, enda þótt flokkurinn hafi hneygzt að félagshyggju og byggi t.a.m. á velferðarhugsjóninni að þvi leyti, að hann hefur ekki viljað predika óhefta frjálshyggju.” Þá segir enn fremur: ,,Þá hefur hann (þ.e. Sjálfstæðisflokk- urinn) slegið skjaldborg um samtök einstaklings- hyggjumanna i stórfyrirtækjum, eins og Eimskipa- félagi Islands, Flugleiðum og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna á sama tima og hann hefur beitt sér fyrir opinberum rekstri eins og bæjarútgerð og ýmsum öðrum þjóðþrifafyrirtækjum á vegum hins opinbera.” Að lokum segir svo, að það ,,sé út i hött að fullyrða, að Sjálfstæðisflokkurinn sé alfarið hægri flokkur, svo mjög sem hann hefur tekið þátt i breytingum á islenzku þjóðfélagi á siðustu áratug- um, og i raun og veru eiga ýmsir þættir hans rætur i vinstri stefnu borgarastéttarinnar.” Þessi moðsuða Reykjavikurbréfs skýrir vel, að helztu talsmenn Sjálfstæðisflokksins eiga nú erfitt með að skýra stefnu hans, nema úr þvi verði grautargerð, sem gerir það óljóst, hvort flokkurinn er heldur hægri flokkur eða vinstri flokkur. Þetta veldur ekki sizt deilum i Sjálfstæðisflokknum. Þ.Þ. Erlent yfirlit 14 þús. friðargæzlu- menn frá 27 þjóðum Sam. þjóðirnar gæta friðar á fjórum stöðum Young aöalfulltrili Bandarfkjanna hjá S.Þ. og Olusegun forseti Nlgerlu, en Nlgerla er þaö Afrlkurlkiö, sem á flesta hermenn I friöargæzlus veitunum. FLESTIR þeirra hermanna sem eru i friöargæzlusveitunum eru frá hinum minni þátttöku- þjóöum Sameinuöu þjóBanna. 1 friBargæzlusveitunum á Kýpur eru t.d. 427 Sviar, 360 Danir og 515 Kanadamenn, 676 Pólverjar, 669 Finnar, og 606 Ghanamenn. I friBargæzlusveitunum á Gol- anhæBum eru t.d. 522 Austur- rikismenn. I friBargæzlusveit- unum i Libanon eru 660 írar, 500 Fiji-búar, 642 Nepalar, 924 NorBmenn. Þrjú helztu stór- veldin, Bandarikin, Sovétrikin og Kina, eiga enga menn i friöargæzlusveitum, enda þess ekki fariö á leit viö þau. Hins vegar eru á annaB þúsund Frakkar i friöargæzlusveit- unum i Libanon og 817 Bretar i friBargæzlusveitunum á Kýpur. Alls eru nú i friBargæzlusveitum SameinuBu þjóöanna 14 þúsund hermenn frá 27 þjóöum. Þ.Þ. ÞEGAR unniB var aö stofnun Sameinuöu þjóBanna, var þeim framar ööru ætlaö þaö hlutverk, aö vinna aö þvi aö halda uppi friöi I heiminum og hindra deilur milli þjóBa, sem gætu leitt til þess, aö vopnum væri beitt. I stofnskrú þeirra er öryggisráöinu m.a.gefiö valdtil aö krefjast þess af þátttöku- þjóöunum, aö þær leggi til liB i gæzlusveitir, sem ráBiö felur aö gæta friöar á svæöum, þar sem hætta er á vopnuöum átökum. Hingaö til hefur oröiö minna Ur þessuen skyldi, því aö öryggis- ráöiöveröur aö taka allar slikar ákvaröanir meö einróma sam- þykki þeirra ríkja, sem eiga fasta fulltrúa i þvi, en þaö eru Bandarikin, Sovétrikin, Kina, Frakkland og Bretland. Það er ekki nema endrum og eins, sem tekizt hefur aö ná sliku sam- hljóöa samþykki. Þess vegna hefur friðargæzlustarf Sam- einuöu þjóöanna oröiö stórum minna til þessa en menn geröu sér vonir um i upphafi. Um þessar mundir eru friöar- gæzlusveitir frá Sameinuöu þjóöunam starfandi á fjórum stööum i heiminum og sennilega bætist fimmti staöurinn viö bráölega, Namibia. Valdsviö þessara friöargæzlusveita er yfirleitt takmarkaöraen ákvæö- in í stofnskránni gera ráö fyrir, en samkvæmt 43. greininni getur þaö verið mjög viötækt. Yfirleitthefur ekki fengizt sam- komulag um þaö I öryggisráö- inu, aö friöargæzlusveitirnar fengu svo mikiö vald. Algeng- asta hlutverk þeirra er aö halda uppi röð og reglu á svæöum, sem samkomulag er um aö hafa óvopnuð og skilja þannig milli deiluaöila. Friöargæzlusveit- irnar mega aðeins hafa svo- kölluö létt vopn og ekki beita þeim, nema tilraun ségerö til aö hindra þær I gæzlustarfi þeirra. SVÆÐIN, þar sem friðar- gæzlusveitir frá Sameinuðu þjóöunum eru nU starfandi, eru þessi: A Kýpur hafa veriö friöar- gæzlusveitir siöan 1964, en þær voru þá sendar þangaö til aö hindra vopnuð átök, sem höfðu þá haldizt um skeið milli grisku og tyrknesku þjóöarbrotanna. Fyrstu árin, sem þær dvöldu þar, stuðluöu þær tvimælalaust aö miklu friösamlegra ástandi en haföi verið þar áöur. Þetta breyttist hins vegar þegar griska herforingjastjórnin lét steypa Makariosi Ur stóli og Tyrkir sendu her til Kýpur. Waldheim framkvæmdastjóri S.Þ. Friöargæzlusveitirnar hvorki máttu né gátu stöövaö innrás Tyrkja. Siöan vopnahlé náðist eftir þessa ihlutun Tyrkja hafa friöargæzlusveitirnar aftur tekiö upp eftirlitsstörf, sem þylrir hafa boriö góöan árangur. Ifriöargæzlusveitunum á Kýpur eru nU um 2500hermenn, stjóm- andi þeirra er Irinn James J. Quinn. A Sinai-eyöimörkinni eru nú friöargæzlusveitir, sem telja um 4300 hermenn, en þær komu til sögu haustiö 1973 aö lokinni styrjöldinni, sem þá varö milli Egyptalands og Israels. Henni lauk meö samkomulagi um, aö Israelsmenn létu Egypta fá aftur nokkurn hluta af strand- lengjunni meöfram SUezskurö- inum, og jafnframt var komiö á svokölluöu hlutlausu belti milli yfirráöasvæöa Egypta og Israelsmanna. Þaö er þetta hlutlausa belti, sem er undir umsjá gæzlusveitanna. Yfir- maður þeirra er Rais Abin frá Indonesiu, en næstur honum kemur Sviinn Stig Nihlsen. 1 Golanhæöum, sem eru á landamærum Israels og Sýr- lands, hafa veriö friöargæzlu- sveitir frá Sameinuöu þjóðunum siðan voriö 1974, en þá náöist samkomulag milli stjórna Israels og Sýrlands um hlut- laust belti milli herja þeirra á þessu svæði. I gæzlusveitunum þar eru nú um 1200 hermenn. Yfirmaöur þeirra er Hames Philipp frá Austurriki, en nánasti aðstoöarmaöur hans er M. Ahmadi frá Iran. Loks er svo aö nefna fnðar- gæzlusveitir þær, sem Sam- einuöu þjóðirnar sendu til Libanon á siöastl. vori eftir inn- rás tsraelsmanna, en þeir drógu ekki herliö sitt til baka fyrr en eftir aö ákveöið var að friðar- gæzlusveitir S.Þ. kæmu á vett- vang. Friðargæzlusveitirnar gæta hlutlauss beltis i Suöur-Li'banon. 1 þeim eru nU um 6000 hermenn. Yfirstjórn- andi þeirra er Alexander Erskine frá Ghana, en nánasti aðstoöarmaöur hans er Jean P. Cuq frá Frakklandi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.