Tíminn - 23.11.1978, Síða 10
10
MM'HW
l
Fimmtudagur 23. nóvember 1978
Fimmtudagur 23. nóvember 1978
11
Norskur rithðfundur heldur fyrirlestur
i Norræna húsinu
A fimmtudagskvöldið kemur
mun norski rithöfundurinn Pál
Espolin Johnson halda fyrirlestur
i Norræna Húsinu , sem hann
nefnir „Norge i Nord. Scenerier
og portretter”. A laugardag mun
hann siðan halda annan fyrorlest-
ur um hið mikla skáldverk —
Juvikfolke eftir Olav Duun.
Johnson sem er fæddur i Suður-
Noregi árið 1940 á ættir slnar aö
rekja hingað til lands, og segist
hann vera kominn af Jóni Jakobs-
syni sýslumanni sem bjó á Espi-
hóli nálægt Akureyri.
Hann er málfræðingur aö
mennt og hefur hann sem slikur
kennt viö menntaskóla bæði i
Tromsö og ósló.
Pál Espolin Johnson
Fyrirlesturinn á fimmtudag
hefst kl. 20.30 og á laugardag
hefst fyrirelsturinn kl. 16.30
Fjármálaráðuneytið
Eigendur dísilbifreiða
Viðurkennd hefur verið ný tegund öku-
mæla til ákvörðunar þungaskatts. öku-
.mælar þessir eru af gerðinni H I C O. Um-
boðsmaður H I C O mælanna er Vélin
Suðurlandsbraut 20, Reykjavik.
Aður höfðu verið viðurkenndir mælar af
gerðinni V.D.O Umboðsmaður þeirra
mæla er V.D.O. verkstæðið Suðurlands-
braut 16, Reykjavik.
Fjármálaráðuneytið,
20. nóvember, 1978.
Söluskattur
Viðurlög falla á söluskatt fyrir október
mánuð 1978, hafi hann ekki verið greiddur
i siðasta lagi 27. þ.m.
Viðurlög eru 4% af vangreiddum sölu-
skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag
.eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en
siðan eru viðurlögin 3% til viðbótar fyrir
hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með
16. degi næsta mánaðar eftir eindaga.
Keflavík
Blaðbera vantar frá 1. desember n.k. i
vesturbænum.
Upplýsingar hjá umboðsmanni i sima: 92-
1373.
ia>
Knattspyrnu- ogjólastémning í...
Samband ungra framsóknarmanna gengst fyrir hópferð til
London dagana 27. nóvember — 3. desember.
Arsenal — Liverpool
Laugardaginn 2. desember fer fram leikur Arsenal og Liverpool
á hinum fræga Highbury-leikvangi.
London skrýdd jólabúningi I fyrsta skipti I mörg ár.
Tilkynniö þátttöku I sfma 24480 sem fyrst.
S.U.F.
Menningarráðstefna SUF hefst á laugardag
„Listir á líðandi
Þátttaka tilkynnist
í siðasta lagi á morgun
stund”
Dagana 25. og 26. gangast fyrir menningar-
nóvember n.k. mun SUF ráðstefnu undir nafninu
Liður 1 menningarráðstefnu SUF er ferð á sýningu á leikriti Jökuls
Jakobssonar, „Sonur skóarans og dóttir bakarans”.
„Listir á líðandi stund". A
þessari ráðstefnu sem er
mjög fjölbreytt/ mun fjöldi
þekktra manna úr menn-
ingarlífi þjóðarinnar halda
erindi og verða til marg-
háttaðrar leiðbeiningar
þátttakendum.
Dagskrá ráðstefnunnar er birt I
heild i flokksstarfsdálki blaðsins I
dag og eins og þar verður séö
verður þarna fjallað um tónlist,
málaralist og bókmenntir á liðandi
stund, auk þess sem fariö verður I
leikhús og á myndlistarsýningu,
Hljóðriti i Hafnarfirði heimsóttur
og kvikmyndasýning verður i
Fjalakettinum. Er þá fátt eitt talið.
Umræðuhópar munu starfa, pall-
borðsumræður verða um islenska
fjölmiðla og hljómplötukynning
verður i Óöali á laugardagskvöldið.
Blaðiö fann að máli þau Helgu
Jónsdóttur, ráöstefnustjóra og
Eirik Tómasson, formann SUF, en
„Hljóðriti” i Hafnarfirði veröur sóttur heim.
þau hafa unnið mikið starf að
undirbúningi ráðstefnunnar.
Eirikur sagði að ráðstefnan væri
hugsuö til þess að kynna væntan-
legum þátttakendum stöðu ýmissa
listgreina I dag, vekja umræðu um
listir og menningarmál innan
Framsóknarflokksins. Þær um-
ræöur sem þarna væri vonast til að
yröu, gætu oröiö góður vegvisir við
nýja stefnumótun i þessum málum,
sem vel væri við hæfi að Fram-
sóknarflokkurinn riöi á vaðið með I
samræmi við þá stefnu hans að
meta meir manngildi, en auðgildi
að hætti sósialiskra og kapitaliskra
flokka. Eigi að siöur væri þátttakan
ekki bundin við aðild að samtökum
f ramsóknarmanna, en hverjum
sem vildi frjálst að sækja ráðstefn-
una, meðan þátttökutala leyfði, en
hún er skorðuð við 40 manns.
Enn sögðu þau Eirikur og Helga
að hægt væri að skrá þátttakendur
til ráðstefnunnar og tóku fram að
ekki væru heldur miöað viö sér-
stakt aldursmark, heldur meira
lagt upp úr að fólk væri ungt i anda.
Minntu þau á að þátttöku bæri að
tilkynna ekki siðar en á morgun I
slmum 24480 eða 86300.
Þátttökugjald er kr. 8000.00 en
greitt verður fyrir þátttakendum
utan af landi á alla lund, greiddur
niöur ferðakostnaöur þeirra og
uppihald. í þátttökugjaldi er inni-
faliö gjald vegna málsverða og
þeirra feröa, sem ráðstefnunni
tengjast á ýmsa menningarvið-
buröi.
Greinargerö frá stjórn Skáksambands íslands:
Vegna opinberrar umræðu um
FIDÍ-þingiö og skákförina til
Argenti'nu, vill stjórn S1 taka fram
eftirfarandi:
1. Stjórnin fordæmir harðlega þær
ærumeiðingar, sem forseti Sl, Ein-
ar S. Einarsson, hefur orðiö að þola
að ósekju i fjölmiölum.
A fundi stjórnar Sí 2. okt. sl. var
bókuð sú ósk Friöriks Ólafssonar,
aö SI tilnefndi mann til embættis
féhiröis FIDE, ef til kæmi. Stungið
var þá upp á Einari S. Einarssyni,
en hann tók sér frest til að ihuga
málið, ræða við fjölskyldu sina og
vinnuveitendur.
A stjórnarfundi St9. okt. var ein-
róma samþykkt meö atkvæðum
allra stjórnarmanna og með vit-
und Friöriks ólafssonar, aö Einar
S. Einarsson yröi féhiröisefni
Skáksambands tslands ef Friðrik
næði kjöri. Rétt er aö taka fram, aö
féhirðisstarfið er ólaunað meö öllu.
I lögum FIDE segir svo um slik-
ar kosningar: „No person can be
electet against the will of his nati-
onal federation.” (Lausl. þýtt:
Engan má kjósa til embættis innan
FIDE gegn vilja skáksambands
lands hans.)
Stjórn Sí taldi þvl óumdeilanlega
frá þessu framboði gengið með
samþykki allr aöila. Kom enda
ekkert fram um aö annað framboð
væri I bigerð, og það framboð er
svo óvænt sá dagsins ljós örfáum
minútum áður en kjósa skyldi, var
algjörlega án vitundar ályktunar-
bærrar stjórnar Sl, sem heima sat,
hvaö þá forseta Sl, sem staddir
voru I Argentinu. Þó var það meö
samþykki gjáldkera Sí. Þetta ó-
vænta frambðö var á þann veg, að
fulltrúi írlands myndi bera fram
Glsla Arnason, gjaldkeri St.
Þetta framboð samstjórnar-
manns, sem staðiö haföi að og
greitt atkvæði með samþykkt
stjórnar S1 um aðbjóða fram Einar
S. Einarsson, var I senn furðulegt
ogfáheyrtogforsetar S1 trúðu vart
sinum eigin ey.rum er þeir heyröu
þetta nefnt. Töldu þeir þetta frek-
legttrúnaöarbrotogmeð engu móti
hægt að ljá þessu sprengiframboði
liö. Forsetar St töldu sig ekki hafa
umboð né vilja til að afsala þeim
rétti, sem St er helgaöur i lögum
FIDE né hvika frá löglega gjöröum
samþykktum.
Þegarþetta öngþveiti haföi skap-
„Einar krafðist ekki
féhirðisembættisins”
ast og sýnt var aö uppsteitur og
hark yrði á fundinum vegna þess-
arra tveggja framboöa og viö blasti
óeining innan islenzku sendi-
nefndarinnar, upphófust deilur
milli Högna og hinna erlendu
sendimanna Friðriks ólafssonar,
fulltrúa frá trlandi og Skotlandi.
Einar S. Einarsson átti engan hlut
að þeim deilum. Óskaði Högni eftir
þvi við hina erlendu talsmenn, aö
framboð Gisla Árnasonar yröi
dregið til baka.T>eirri ósk höfnuðu
þeir aö höfðu samráði við Friðrik
Ólafsson.
Högni kvaðst þá vilja foröa vand-
ræöum, ef hægt væri, og leitaði
eftir þriöja manni, sem aðilar gætu
sætt sig við til málamiðlunar. AB
vörmu spori komu hinir erlendu
sendimenn til baka meö nafn
Sveins Jónssonar. Forsetar Sí gatu
fallizt á þennan frambjóðanda og
voru þá dregin til baka framboð
Einars S. Einarssonar og Gisla
Arnasonar og það staöfest meö
skriflegri yfirlýsingu beggja.
Varð þannigforðað stórvandræö-
um og töldu forsetar SI að með þvi
að stinga upp i málamiðlun og fall-
ast á hana, hafi þeir haldið uppi
sóma Skáksambands tslands.
Má þvi öllum vera ljóst, að Einar
S. Einansson kraföist hvorki fyrr
né siöar féhirðisstarfsins, og eru
allar fullyröingár i þá veru raka-
lausar og gróflega meiöandi.
Óviðkomandi stjórn
skáksambandsins
2. För Guðmundar G. Þórarins-
sonar til Buenos Aires var undirbú-
in og ákveðin algjörlega án vit-
undar stjórnar SI og forseta þess,
en fyrir milligöngu gjaldkera henn-
ar.
Sótt var um opinberan fjárstuðn-
ing til þeirrar farar I nafni SI og sá
stuðningur veittur Sl, svo sem ann-
að fé, er rikisstjóður hefúr veitt til
stuðnings við frambjóðanda Skák-
sambands Islands, Friðrik Ólafs-
son.
Af þessum ráðstöfunum fréttu
stjórnarmenn heima og forsetar I |
Argentinu á skotspónum enda þótt
gjaldkeri St hefði milligöngu um
undirbúning og fjárútvegun til far-
arinnar.
Þessar starfsaðferöir viröast
tæpast samrýmast almennum
starfsreglum félagasamtaka og
vera brot á trúnaði sem stjórnar-
manni er sýndur meö kosningu
hans.
AB framboði Friöriks ólafssonar
hefur stjórn SI unnið sleitulaust I
meira en hálft annaö ár og sérstak-
lega hafa forsetar Sí þeir'
Einar S. Einarsson og Högni
Torfason, unnið þar mikið og ó-
eigingjarnt starf. Er þvi vandséð
aösköpun hafi skipt koma tveggja
íslendinga til Buenos Aires um
þremur sólarhringum áöur en
kosning forseta FIDE skyldi fara
fram. Sýnist og, að fjármunum til
þeirrar farar hefði getað veriö bet-
ur varið.
Enginn einkaréttur
3. Mikiö fjaðrafok hefur oröið i
ýmsum fjölmiðlum vegna sam-
komulags Sí viö Rikisútvarpið og
Morgunblaöið um sérstaka frétta-
þjónustu frá Buenos Aires. Fjöl-
miölar um allan heim sendu frétta-
mennsina til Argentinu til aö fylgj-
ast með Olympiumótinu og
FIDE-þinginu.
Fjárvana samtök með mikla
verkefnaskrá eins og Skáksam-
band Isiands hafa á undanförnum
árum oröið aö leita allra fanga til
aökosta ferðir stjórnar — og skák-
manna, sem veriö hafa aöstoðar-
menn islenskra keppenda á ýmsum
erlendum mótum.
Nú er taliö mikilvægt að fasta-
fulltrúi Islands hjá FIDE, Einar S.
Einarsson, stæði ekki einn í þvi að
annast farrstjórn, setu á þingi og
vinna að framboði Friöriks Ólafs-
sonar.
Var stefot að þvf, aö helzt færu til
fylgdarmeöhonum tveir menn, en
vegna fjárskorts var samíö við
Rikisútvarpiö og Morgunblaðið, að
þau greiddu til SI sem svaraöi
ferðakostnaöi HögnaTorfasonar aö
mestu, gegn sérstakri fréttaþjón-
ustu. Rann það fé óskipt til SI, en
ekki til Högna Torfasonar, og vann
hann störf sin endurgjaldslaust I
þágu SI, jafnframt því að vinna að
framboði Friðriks Ólafssonar.
Slik fréttaþjónusta við fjölmiðla
er ekkert nýmæli. Rikisútvarpið og
Morgunblaðiðtókuboði SI um slika
fréttaþjónustu frá Olympiumótinu I
Haifa 1976, en dagblaðið Timinn
hafnaði boðinu.
1977 keyptu Visir og Þjóðviljinn
fréttabréf á vegum S1 frá skák-
mótinu í Bad Lauterberg, þar sem
Friðrik ólafsson var meöal kepp-
enda, en það mót fór fram á meðan
einvigiö Spassky-Hort stóð yfir.
Dagblaðið keypti fréttir frá
Evrópumeistaramóti unglinga I
Austurrlki og einnig frá Norður-
landamóti i Finnlandi, og Rikisút-
varpið og Morgunblaðið keyptu
fréttir frá heimsmeistaramóti 17
ára og yngri í Frakklandi, og þann-
ig mætti lengi telja.
töllum þessum tilvikum og einn-
ig I Buenos Aires, var ekki um
neinn „einkarétt” að ræða, allir
fjölmiölarnir áttu þess að sjálf-
sögðu kost að njóta slfkrar þjónustu
með sömu kjörum.
Það er liðin tið að fara þurfi
bónarveg aö blööunum til að koma
inn skákfréttum. Þær eru eftirsótt
lesefni, en ástæöulaust að ætla að
fjölmiðlar þurfiekkiaö greiða fyrir
öflun þeirra eins og annaö efni er
þeir flytja.
SI kostaði meö ánægju för hins
frábæra skákmeistara Helga
Ólafssonar til Argentinu, en taldi
sig ekki skuldbundið til að kosta för
fréttaritara dagblaösins Þjóðvilj-
ans án samkomulags við stjórn SI.
Skal tekið skýrt fram, aö þeir Helgi
Ólafsson, Jón L. Arnason og Mar-
geir Pétursson, sem skrifa fasta
skákdálka I dagblöö skv. samningi,
höfðu fulla heimild til að sinna
þeim verkefnum.
Mikill sigur
Skáksamband Islands hefur notið
mikillar velvildar islenskra fjöl-
miöla og átt góöa samvinnu við þá,
og er þaðeinlægvonstjórnarSI, aö
svo verði áfram.
4. Stjórn Skáksambands Islands
fagnar af heilum hug kjöri Friðriks
ólafssonar stórmeistara til em-
bættis forseta FIDE.
Þar hefur felensk skákhreyfing
og þjóðin öll, en þá ekki slst Friðrik
Ólafsson, unniö frækilegan sigur,
sem allir mega vera stoltir af.
Skáksamband tslands og islensk
skákhreyfing árna hinum nýja for-
seta allra heilla og velfarnaðar i
starfi og heita honum fullum
stuðningi með ósk um gæfurlkt
samstarf I hinu ábyrgðarmikla og
vandasama embætti, er hann hefur
nú tekist á hendur.
Reykjavik, 20. nóv. 1978.
1 stjórn Skáksambands Islands
Þráinn Guðmundsson (sign.)
Ingimar Jónsson (sign.)
Guðfinnur Kjartansson (sign.)
Helgi G. Samúelsson (sign.:
Þorsteinn Þorsteinsson (sign.)
Högni Torfason (sign.)
Einar S. Einarsson (sign.:
Tekiðskal fram, aö tveirúr aðal-
stjórn sátu ekki fundinn, þeir Ami
Björn Jónasson, sem er erlendis,
og Gisli Arnason. Tóku vara-
stjórnarmenn sæti þeirra.
„Mér voru engar
segulbandsspólur
tiltækar”
AM — „Ég vil taka fram að mér
voru engar segulbandsspólur til-
tækar, þegar ég samdi þetta leik-
rit,” sagði Ágúst Guðmundsson,
höfundur Sjónvarpsleikritsins
„Skólaferð,” en hann átti sam-
band við blaðið I gær, vegna
þeirra orða Ragnars Arnalds sem
upphaflega bjó slfkt gaman til
flutnings I Seli MR, að höfundur
hlyti að hafa haft sinn þátt til hlið-
sjónar.
Agúst sagði að hann heföi verið
i Selinu, þegar þetta glens var
endurtekið, 1964 eða 65, en þá
hefði hann verið staddur uppi á
lofti i „Selinu” og ekki heyrt af
útvarpsefninu nema ræðu for-
sætisráðherra. Gæti hann þvi ekki
kannast við að hafa samiö út-
varpsefniö eftir annarra hug-
myndum. Að öðru leyti taldi
Agúst að ekki gegndi sérstöku
mikilvægi vegna sjónvarps-
— segir Ágúst Guömunds-
son, höfundur leik-
ritsins „Skólaferð”
leiksins að rifja upp þessa fyrri
atburði. Hann kvaðst sjálfur hafa
lagt trúnað á að kjarnorkustrið
væri aö skella á, þegar þetta var
leikið þarna um árið, en likt og
Ragnar Arnalds segir hafa verið
árið 1956, var fjarri þvi aö svo
langt væri gengiö þá, sem sjón-
varpsleikritið lætur vera.
Leikrit Agústs hefur vakiö
veröskuldaða athygli og ummæli I
blööum, og Ólafur Jónsson lætur
þess getið i umsögn I Dagblaöinu
að með Agúst kunni aö vera fram
kominn raunverulegur höfundur
islenskra sjónvarpsleikja.
HÁÞRÝSTI-
VÖKVAKERFI
SérhæfÓ þjónusta.
Aóstoóum vió val
og uppsetningu
hvers konar
háþrýstibúnaóar.
Agúst Guðmundsson hlaut kvikmyndastyrk ársins 1978. Hér réttir
Baldvin Tryggvason, varaformaður menntamálaráðs, honum
verölaunin.
Innlent eða
innflutt kex
neyslan um 8 klló á mann á ári
PARKER
HANNIFIN
Char-Lynrf
im
HEI — Talsvert hefur boriö á þvi I
fjölmiðlum, að ýmsir aöilar hafa
deilt á Sambandiö fyrir að hafa
farið út i kexframleiðsiu með
stofnun Kexverks miöjunnar
Holts. 1 Sambandsfréttum segir,
að þegar áætlanir hafi fyrst veriö
uppi um stofnun verksmiðjunnar,
hefðu tölur ársins 1975 um
innflutning og innlenda fram-
leiðslu á kexi veriö haföar til
viömiöunar. Þaö ár heföi kex-
neyslan i landinu numiö um 1800
tonnum og þar af heföu um 650
tonn verið framleidd innanlands,
en um 1150 tonn innflutt. Þar sem
ársframleiösla Kexverksmiöj-
unnar Holts heföi ekki veriö áætl-
uö nema um 400 tonn heföi veriö
og væri enn taliö, aö starfsemi
hennar þrengdi ekki óeðlilega að
rekstri annarra innlendra fram-
leiðenda, þvert á móti talið að
nægilegt rúm væri fyrir fleiri en
eina verksmiðju hér á landi tii að
keppa við innfluttar kexvörur.
Öryggislokar
Stjórnlokar
Vökvatjakkar
= HEÐINN =
VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260
LAGER-SÉRPANTANIR-ÞUÓNUSTA