Tíminn - 25.11.1978, Page 6

Tíminn - 25.11.1978, Page 6
6 Laugardagur 25. nóvember 1978 f$8!Mng ■Ctgefandi Framsóknarflokkunnn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurósson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og' auglýsingar Siðumúla 15. Sími 86300. Kvöldsfmar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i iausasölu kr. 110.00. Askriftargjald kr. 2.200 á mánuði. Biaðaprent h.f. Erlent yfirlit Sambúðin miiii þýzku ríkjanna fer batnandi I samráði við launastéttirnar í samstarfsyfirlýsingu Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks og Framsóknarflokksins um stjórnarmynd- un segir m.a. á þessa leið: „Rikisstjórnin mun leggja áherzlu á að komið verði á traustu samstarfi fulltrúa launþega,at- vinnurekenda og rikisvalds,sem miði m.a. að þvi að treysta kaupmátt launatekna, jafna lifskjör og tryggja vinnufrið.” í þessum orðum samstarfsyfirlýsingarinnar felst það að rikisstjórnin muni i lengstu lög vinna að lausn efnahagsmálanna i samráði og samstarfi við umræddar stéttir og þá einkum launastéttirnar. Tveir stjórnarflokkanna, Alþýðuflokkurinn og Al- þýðubandalagið,höfðu gert það að höfuðmáli sinu i kosningabaráttunni að náið samstarf yrði haft við launastéttirnar. Alveg sérstaklega hafði Alþýðu- flokkurinn lagt áherzlu á svonefndan kjarasáttmála, sem yrði að byggjast á samþykki launastéttanna. Framsóknarflokkurinn hefur jafnan talið nauðsyn- legt að hafa sem nánast samstarf við launþegasam- tökin. Þvi var eðlilegt að rikisstjórn þessara flokka legði slika áherzlu á það i samstarfsyfirlýsingu sinni og greint er hér að framan. Þegar útreikningur um visitölubætur þær, sem bæri að greiða 1. desember samkvæmt gildandi kjarasamningum, lágu fyrir,var öllum ljóst,að þær voru meiri en atvinnuvegirnir fengu undir þeim ris- ið með nokkru móti. Þær áttu að verða hvorki meira né minna en rúm 14% kauphækkun. Staða atvinnu- veganna er að flestra dómi þannig,að raunverulega þola þeir nú ekki neina kauphækkun að ráði/að und- anskildum örfáum greinum þeirra. Það var i samræmi við þetta.að Framsóknar- flokkurinn taldi rétt að freista þess að ná samkomu- lagi um,að greidd kauphækkun nú yrði ekki nema 3,6%, en launþegum bætt álika upphæð eftir öðrum leiðum. Það gaf nokkrar vonir um að hægt yrði að draga úr vexti verðbólgunnar og tryggja launþeg- um þannig bætt kjör i framtiðinni, ásamt atvinnu- öryggi. Um þetta náðist ekki samkomulag. Launþega- hreyfingin vildi ekki fallast á þetta. Eftir nána at- hugun á þvi.sem hún myndi að likindum geta sætt sig við, bar ólafur Jóhannesson forsætisráðherra fram þá tillögu að kauphækkunin yrði 6%,en 8% yrði bætt upp með öðrum hætti. Á þetta féllust hinir stjórnarflokkarnir,en ósamkomulag varð hins veg- ar um ýmis önnur atriði. Um þau hefur verið rætt siðan. Þegar þetta er ritað,virðast horfur á að þær deilur geti jafnazt að sinni. Þótt 6% kauphækkun sé mikið álag fyrir atvinnu- vegina, er hún þeim þó stórum léttbærari en 14% kauphækkun hefði orðið. Óneitanlega hefur þvi náðst hér verulegur ávinningur. Hann er hins vegar ekki svo mikill.að hægt sé að vænta þess að ekki þurfi að gripa til ýmissa ráðstafana til að tryggja rekstur atvinnuveganna og atvinnuöryggið. Þess vegna má reikna með nýjum vanda 1. marz, þegar aftur kemur til greiðslna á visitölubótum. Timann þangað til verður þvi að nota vel til að koma i veg fyrir,að þá riði ekki ný verðbólguholskefla yfir. Al- veg sérstaklega þurfa menn að átta sig á,að krónu- töluhækkun kaupsins hvorki bætir kjörin né leysir vandann. Kjörin verða ekki bætt á raunhæfan hátt nema með aukinni framleiðslu og þannig komi meira til skiptanna. En til þess þarf stórbreytta efnahagsstefnu. Þ.Þ. Dregið úr einangrun Vestur-Berlínar Þannig veröur hraöbrautin milli Hamborgar og Vestur-Berllnar. ÞAÐ hefur veriö venja aö borgarstjórinn i Vestur-Berlln hafi árlega veriö kosinn forseti Sambandsráösins (Bundesrat), sem er eins konar efri málstofa Bonn-þingsins. Tilgangurinn meöþvi hefur veriö aö árétta aö Vestur-Berlin væri hluti Vest- ur-Þýzkalands. Vestur-Berlin kýs nokkra fulltrúa á þingiö I Bonn, sem eiga þar sæti meö málfrelsi og tillögurétti,en hafa ekki atkvæöisrétt. Borgarstjór- inn I Vestur-Berlin hefur jafnan veriö I hópi þeirra og hefur sú hefö skapazt aö kjósa hann for- seta Sambandsráös. Af hálfu Sovétrikjanna og Austur-Þýzkalands hefur þessu kjöri hans jafnan veriö mót- mælt,þviaömeöþessusé rang- lega reynt aö árétta þaö aö Vestur-Berlin sé hluti Vest- ur-Þýzkalands. Þaö geröist hins vegar aö þessu sinni, þegar Dietrich Stobbe, núv. borgar- stjóri i Vestur-Berlin, var kjör- inn forseti Sambandsráösins aö hvorki Sovétrikin né Austur-Þýzkalami báru fram mótmæli viö æöri yfirvöld Vestur-Þýzkalands eins og titt hefur veriö, heldur létu sér nægja aö lýsa óánægju sinni viö lægra setta embættismenn. Samkvæmt diplómatiskum venjum þykir verulegur stigs- munur á þessu. Af hálfu frétta- skýrenda er þetta taliö eitt merki þess aö sambúöin milli Vestur-Þýzkalands og Austur-Þýzkalands hafi batnaö verulega aö undanförnu og hafi Vestur-Berlin notiö þess á ýms- anhátt. Aö dómifréttaskýrenda á Helmut Schmidt kanslari mestan þátt I þessu^n hann haf i á margan hátt gert sér far um aö bæta sambúö rikjanna. Mest af þvl hafi hann unniö i kyrrþey og árangurinn ef til vill oröiö meiri vegna þess. ANNARS er þaö hinn nýi samningur um langingu hraö- brautar milli Hamborgar og Vestur -Berlinar, sem þykir gleggsta dæmiö um bætta sam- búö þýzku rikjanna. Þaö hefur mjög torveldaö samskipti milli Vestur-Berlinar og Vest- ur-Þýzkalands, aö aöeins ein hraöbraut er nú milli þessara landshluta og liggur hún aö sjálfsögöu um Austur-Þýzka- land. Vestur-þýzk stjórnarvöld hafá lengi boriö fram óskir um, aö bætt yröi viö nýrri hraöbraut, sem lægi milli Vestur-Berlinar og Hamborgar. Austur-þýzk stjórnarvöld hafa jafnan hafnaö þessu. Nú loks hefur tekizt samningur um þetta. Hin fýrirhugaöa hraöbraut veröur mikiö mannvirki og full- komnari á ýmsan hátt en hinar frægu hraöbrautir, sem Hitler byggöi á sinum tlma. Hraö- brautin veröur meö fjórum akreinum og svo hliöargreinum eftir aö komiö er til Vest- ur-Þýzkalands. Aætlaö er aö hún kosti um þrjá milljaröa dollara ogfá Austur-Þjóöverjar Dietrich Stobbe stóran hluta þess I sinn hlut,þvi aö þeir munu sjá um lagningu þess hluta hraöbrautarinnar sem veröur innan Austur- Þýzkalands. Þaö vekur m.a. athygli I sam- bandi viö þennan hraöbrautar- samning.aö hann er geröur af stjórnvöldum Vestur-Þýzka- lands og Austur-Þýzkalands. Hingaö til hafa austur-þýzk stjórnarvöld ekki viljaö á neinn hátt viöurkenna vestur-þýzk stjórnarvöld sem samningsaöila um málefni Vestur-Berlinar. Nú hafa þeir látiö þetta kyrrt liggja. Frétta- skýrendur telja þetta visbend- ingu um.aö þýzku rikin muni 1 vaxandimælisemjaum málefni Berlinar á þennan hátt,en aö sjálfsögöu felst ekki i þvi nein bein viöurkenning af hálfu Austur-Þjóöverja, en þetta er liklegt til aö gera ýmsar samningageröir milli þýzku rikjanna mun auöveldari en áöur. HIN nýja hraöbraut.en henni á aö vera lokiö innan fjögurra ára,munmjög bæta stööu Vest- ur-Berlinar og draga úr einang run hennar. Flest samskipti Vestur-Berlinarbúa viö Noröur-Evrópu veröa mun auöveldari en áöur. Feröalög þeirra til noröurhluta Vest- ur-Þýzkalands og skandi- navisku landanna veröa fljót- farnari. Fyrir atvinnulif Vest- ur-Berlinar er mikilsvert aö fá bættaaöstööu fyrir flutninga til Hamborgar og þaöan. Frá sjónarmiöi Vestur-Þýzkalands er þaö mikilsvert. aö þetta styrkir stööu Hamborgar sem hafnarborgar. Þaö er lika von Vestur-Þjóðverja aö hin nýja hraðbraut skapi ibúum Vestur-Berlinar aukna trú á framtiöina og atvinnumögu- leikaþar,envaxandibrögð hafa veriö á þvi undanfarin ár, aö yngra fólk flyttist þaöan vegna þess aö þaö heföi ekki næga trú á framtiö borgarinnar og teldu sig fá betri möguleika annars staöar. Þaöeráfleirisviöum enþessu sem Austur-Þjóðverjar hafa aö undanförnu dregiö Ur ýmsum hömlum á samskiptum og sam- göngum viö Vestur-Berlin. Vestur-Þjóöverjar hafa veitt þeim ýmsar tilslakanir á móti. Liklegt þykir aö Austur-- Þjóöverjar geriþetta I samráöi viö Rússa. t þessu sambandi vekur athygli aö fyrst komst verulegur skriöur á samninga- geröina um hraöbrautina eftir aö Brésnjef heimsótti Bonn á siöastliönu sumri og ræddi itar- lega viö Helmut Schmidt. Rúss- neskir valdhafar viröast nú leggja kapp á bætta sambúð viö Vestur-Evrópu og telja sig vafa- laust þurfa á þvi aö halda i sama hlutfalli og ótti þeirra viö Kina vex en vinsamleg og vax- andi samskipti þýzku rikjanna eru grundvallarskilyröi fyrir bættri sambúö austurs og vesturs i Evrópu. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.