Tíminn - 28.11.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.11.1978, Blaðsíða 6
6 ii'iijim'1! Þriðjudagur 28. ndvember 1978 V Framkvæmd.astjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón SigurOsson. Augiýsinga- stjóri: Steingrimur Glslason. Ritstjórnarskrifstofurv framkvæmdastjórn og' auglýsiugar Sibumóla 15. Sfmi 86300. , Kvöldsfmar blabamanna: 86562. 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö ilausasölu kr. 110.00. Askriftargjald kr. 2.200 á’ mánuöi. Blaöaprent h.f. Erlent yfirlit Chou og Teng voru saman í Frakklandi Það virðist hafa haft mikil áhrif á þá báða Mbl. í sorg og Vísir grætur með Þjóðin mun yfirleitt hafa fagnað þvi, að sam- komulag náðist um efnahagsaðgerðir fyrir 1. desember og þannig komið i veg fyrir, að kaup- gjald hækkaði um 14%. Almennt er ljóst, að i kjöl- far slikrar kauphækkunar hefði fylgt annað tveggja óðaverðbólga eða atvinnuleysi. Vitanlega hefðu ýmsir kosið, að þessar efna- hagsaðgerðir hefðu verið enn röttækari og markað meira viðnám gegn verðbólgu og samdrætti at- vinnulifsins. En menn verða að gera sér ljóst, að eftir langvarandi verðbólgu, verður ekki snúið til baka i einu stökki. Þetta getur ekki gerzt nema i áföngum. óneitanlega hefur verið stigið spor i rétta átt, þess vegna er þessum aðgerðum yfirleitt vel tekið. Þó eru á þessu a.m.k. tvær undantekn- ingar, Morgunblaðið og Visir. Forustugreinar Morgunblaðsins á laugardaginn og sunnudaginn eru báðar helgaðar þessum at- burði. En þar er ekki látin i ljós ánægja yfir þvi, sem hér hefur áunnizt. 1 staöinn er ráðizt með mikilli heift á Alþýðuflokkinn og hann ásakaður um litilmennsku og aumingjaskap og jafnvel ann- að verra. Visir tekur undir þetta i forustugrein á laugardaginn og ræðst sérstaklega á fornvin sinn Vilmund Gylfason, sem hafi nú jafnt brugðizt og aðrir Alþýðuflokksmenn og jafnvel meira, þar sem honum hafi verið treyst betur, a.m.k. af Visis- liðinu. Vilmundur hafi tekið þátt í samningum stjórnarflokkanna á vissu stigi og ekki staðið sig hótinu betur en Benedikt Gröndal. Visir klykkir út með þvi, að ekki verði annað séð en að Vilmundur sé kominn með bláu augun hans Benedikts. Morgunblaðið lýkur forustugrein sinni á sunnu- daginn með þeim ummælum að „lærdómsrikt hafi verið fyrir kjósendur Alþýðuflokksins i siðustu kosningum að fylgjast með þessum harmleik — þvi að harmleikur er það”. Þannig rikir nú harmur á Morgunblaðsheimilinu og Visismenn gráta með. En hver er hann annars þessi harmleikur? Af fyrri skrifum Mbl. og Visis getur það vart talizt harmleikur, að náðst hefur nokkur árangur i við- ureigninni við verðbólguna. Blöð sem studdu febrúarlögin svonefndu, ættu ekki að telja það harmleik. Bæði Mbl. og Visir voru búin að fagna þvi, sem þessi blöð töldu breytta og skynsamlegri afstöðu sigurvegna i slðustu þingkosningum. Hvert er þá harmsefni Mbl. og VIsis? Harmsefnið er auðsjáanlega það, að þess hefur verið vænzt af Alþýðuflokknum, að hann notaði þetta tækifæri til að rjúfa stjórnarsamstarfið og mynda I framhaldi af þvi stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Bæði þessi blöð hafa bersýnilega verið farin að trúa á það, að rikisstjórnin félli og þess yrði skammt að biða að Geir Hallgrímsson væri setztur I stól forsætisráð- herra og Matthias Mathiesen i stól fjármálaráð- herra með fulltingi Alþýðuflokksins. Svo stóð vissulega um skeið, að þetta gat talizt verulegur möguleiki. Þess vegna hrópa ritstjórar Morgun- blaðsins nú: Harmleikur, harmleikur, og Visir grætur með yfir þvi, að sjálfur Vilmundur sé sennilega kominn með bláu augun hans Benedikts. Sennilega hefur forustumönnum Alþýðuflokks- ins ekki þótt þessi möguleiki eins fýsilegur og rit- stjórum Mbl. og VIsis og það ráðið nokkru um af- stöðu þeirra. Þ.Þ. Teng hann ógnar nú oröiö Hua for- manni. Teng á bersýnilega áhrjfamikla stuöningsmenn innan flokksforustunnar. ASTÆÐAN til áöurgreinds sundurlyndis þeirra Maós og Tengs er talin sú, aö Teng var frá fyrstu tiö eindreginn fylgis- maöur Chou En-lais. Þeir Maó og Chou stjórnuöu Kina sameiginlegafrá 1949-1976. Maó sá um flokksstjórnina, en Chou um rlkisstjórnina. Taliöer aö þá hafi greint oft á, en Maó taldi sig ekki geta án Chou veriö sökum frábærra. stjórnunarhæfileika hans. Munurinn á afstööu þeirra hefur sennilega stafaö af þvl, a.m.k. aö einhverju leyti, aö Chou kynntist vestrænni menn- ingu á námsárum sínum I Paris og vildi taka hana aö ýmsu leyti til fyrirmyndar, einkum þó i verklegum efnum. Maó haföi aldrei komiö út fyrir landstein- ana, aö undanskilinni ferö til Moskvu, og var þvl meiri ein- angrunarsinni en Chou og and- vlgur erlendum fyrirmyndum. Þaö var I Paris sem fundum þeirra Chous ogTengs bar fyrst saman. Teng fór til Frakklands um 1920, þegar hann var sextán ára, og hugöist stunda þar nám, en lttiö mun hafa oröiö Ur þvi og hann lengstum unniö á skó- smiöastofu. I Paris dvaldist hann í fimm ár. A þeim árum kynntisthann Chounáiö og gekk I Kommúnistaflotóíinn fyrir at- beina hans. Frá Paris fór Teng heim um Moskvu og dvaldi þar I nokkra mánuöi og stundaöi nám viö háskóla þar, sem bar nafn Sun Yat-sen, sem átti mestan þátt í aö steypa keisarastjórn- inni i Klna. Sagt er. aö Teng hafi ekki llkaövistinf Moskvu.nema miölungi vel. Teng kom heim tii Kina 1926 og haföi þá tekiö sér núverandi nafn sitt, en þegar hann fór aö heiman hét hann Kan Tse-kao. NUverandi nafn hans sem hann tók aö sér þegar hann gekk I Kommúnistaflokk- inn, er sagt merkja Utill friöur, og getur þaö veriö réttnefni, þvi aö Teng vill athafnir fremur en orö og beitir sér fyrir breyt- ingum ogbyltingum en á annan hátt en „þorpararnir fjórir.” Hann er maöur iönbyltingar og verkbyltingar, en þorpararnir fjórir leggja mest kapp á félags- lega byltingu. Þaö geröi Maó einnig. SIÐAN Teng hófst til valda eftir fráfall Chou, viröist hann hafa lagt meginkapp á aö fram- kvæma stefnu hins látna for- ingja sins. Hann hefur viljaö aö Klnverjar tækju sér til fyrir- myndar tækniþekkingu og iön- kunnáttu þeirra þjóöa, sem lengst eru komnar á þvi sviöi. Hann er óragur viö erlendar lántökur I þvi sambandi og virö- ist reiöubúinn aö leyfa erlendum fyrirtækjum aö starfa I Kina undir vissum kringum- stæöum. Hann vill senda eins mikiö og unnt er af ungu fólki til útlanda til aö læra þar erlend mál og verkkunnáttu. Hann vill auka verzlun viö út- lönd eins mikiö og framast er hægt. Takmark hans er aö gera Kina aö einu mesta eöa mesta iönaöarveldi heims á sem skemmstum tima. Sitthvaö bendir til, aö Hua formaöur vilji ekki fara eins hratt I þessum efnum og óttist aö þetta geti dregiö úr hinni félagslegu byltingu. Slöustu fréttir frá Kina benda til, aö Teng hafi betur I þessari tog- streitu. Þaö erhafteftir Teng og var notaö gegn honum i menningarbyltingunni, aö ekki skipti máli, hvort kötturinn væri svartur eöa hvítur. Kötturinn væri góöur meöan hann veiddi mýs. Veröi þessari kenningu hans framfylgt, getur þaö haft örlagarik áhrif á framtíö Klna. Þ.Þ. ÞAÐ á viö um Teng Hsiao-ping, aö margur er knár, þótt hann sé smár. Teng er lltill vexti, eins og ráöa má af sögu, sem gengur um hann og Maó. Teng var I hópi þeirra, sem helzt þoröu áöur fyrr aö láta I ljós gagnrýni á tillögum Maós á fundum helztu ráöamanna kommúnista. A þessum fundum fór atkvæöa- greiösla stundum fram meö þeim hætti, aö menn voru beönir um aö rlsa úr sætum sinum til aö láta vilja sinn I ljós. Maó taldi auöveldara aö telja at- kvæöi á þann hátt en aö láta rétta upp höndina. Ef til vill þurfti líka stundum meiri kjark til aörlsaúr sætioglýsa þannig afstööu, svo aö um hana varö ekki villzt. Eitt sinn leitaöi Maó mótatkvæöa viö tillögu, sem hann haföi flutt. Teng reis einn upp úr .sæti sinu og rétti eins mikiöúr séroghannfrekast gat. Ég sé ekki neinn standandi, sagöi Maó, og tillagan er þvl samþykkt meö samhljóöa at- kvæöum. Maó lézt m.ö.o. ekki sjá þaö, aö Teng haföi staöiö upp, sökum þess hversu smá- v.axinn hann var. Lftiö hefur veriö sagt frá sam- ráöi og samstarfi kinversku leiötogannaáöur fyrr, en slöustu vikur hefur þaö veriö látiö berast út, aö Teng hafi veriö sá þeirra, sem helzt stóö upp I hárinu á Maó. Fyrir þaö hafi hann stundum veriö lækkaöur 1 tign áöur fyrr og frami hans ekki oröiö eins skjótur og ella. Hann viröist þó alltaf hafa veriö tekinn I sátt aftur. Þaö var þó ekki fyrr en 1959, aö hann náöi þvl, aö vera kosinn I fram- kvæmdanefnd Kommúnista- flokksins, sem er æösta valda- stofnun hans. Jafnframt var hann skipaöur fyrsti varafor- sætisráöherra. Þessum stööum hélt hann til 1966 eöa þangaö til menningarbyltingin hófst. Þá var hann sviptur öllum völdum og fréttist ekkert af hbnum I nær nlu ár. Áriö 1975 skaut honum aftur upp og var hann brátt skipaöur fyrsti varaforsætisráö- herra. Þess vegna var búizt viö, aö hann yröi forsætis- ráöherra iársbyrjun 1976, þegar Chou En-lai lézt. Af þvl varö ekki, heldur var houm vikiö frá eftir uppþotiö I Peking 5. april 1976, og Hua skipaöur forsætis- ráöherra. Hann kom svo ekki aftur til sögu fyrr en I júll I fyrra, en þá fékk hann aftur fyrristööu slna. Slöan hafavöld hans aukizt jafnt og þétt, svo aö Chou

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.