Tíminn - 28.11.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.11.1978, Blaðsíða 7
 Þriðjudagur 28. nrivember 1978 7 Vegna siBustu greinar Halldórs Kristjánssonar vil ég fjalla um nokkur atriöi hennar og bæta nokkru viö. Halldór nefnir nokkur atriöi sem hann leggur dherslu á og um sumt er ég ekki sammála honum. Hann telur aö allar Noröur- landaþjóöir hafi komist aö þeirri niöurstööu aö lágt verö áfengis auki drykkju áfengis en hátt verö dragi úr drykkjunni. Ég tel hins vegar aö hátt verö leiöi til aukins smygls og brugg- unar en áfengisneysla veröi svipuö, en menn um öll Noröur- lönd mega min vegna blekkja sig jmeö aö trúa þvi aö drykkja minnki meö háu veröi. Halldór vonar aö enginn alþingismaöur trúi þvl aö rikissjóöur græöi á drykkju þjóöarinnar. Hví er þá einn liöur í efna- hagsráöstöfunum rikisstjórnar- innar sá aö hækka áfengisverö I þeim tilgangiaö fá til ráöstöfun- ar fé sem renna á til annarra mála en áfengismála, eöa eru ekki ráöherrarnir alþingis- menn? Þjóðhetjurnar. Ég leyfi mér lika aö mótmæla þvi aö ég geri bruggara fyrri bruggaldar aö þjóöhetjum. Þaö er fullkomin ósvffni af Halldóri aö eigna mér þá sem sllka. Sögurnar sem geröu menn þessa aö „þjóöhetjum” eru miklu eldri en ég og til glöggvun ar skal þess getiö aö bruggöld hin fyrri hófst meö banninu frá 1. jan. 1915 og stóö öll bannárin a.mJi.eöatil 1. febr. 1935. Éger fæddur I ott. 1935 og höföu sög- urnar þannig nær allar oröiö til fyrir mina tiö og veröa mér þvi tæpast meö nokkrum sanni eignaöar þær sögur sem geröu bruggarana aö þjóöhetjum. Þó Halldóri þyki illt, ganga sögur ’þessar sem munnmæla- ög þjóösögur og finnast munu þær á prenti. nauaor segist ekki kannast viö þessar sögur og skelfing er Halldór minna lesinn eöa sögu- fróöur en ég hélt, þvi ekki vil ég segja hann ljúga. Liklega gæti þó veriö sU skýr- ing aö Halldór kunni sögurnar en meti þær meö skömm á bruggurum en samúö meö lög- gæslu, en þaö er öfugt viö þaö sem almennt gerist um sögur þessar. Til fróöleiks vil ég vitna I rit- dóm Erlends Jónssonar I Morg- unblaöinu um bók Guömundar Halldórssonar,, J>ar sem bænd- urnir brugga”, þann 19. nóv. sl. Þar segir Erlendur, : „Eins og fram kemur i sögu Guömundar dæmdi almenn- ingsálitiö bruggarana sam- kvæmt klókindum þeirra til aö leika á þefarann. Léti bruggari standa sig aö verki sem siöan leiddi til þess aö hann yröi hand- KRISTINN SNÆLAND Enn er bruggaö tekinn og sæti inni, lengur eöa skemur, átti hann litillar samúöar aö vænta. En slyppi hann — aö maöur nú ekki tali um aöhonum tækistþráfaldlega aö gabba yfirvöldin — mátti hannfarasinu fram eins oghon- um sýndist, brot hans var þá vegiö ogléttvægt fundiö. Brugg- ararnir uröu sumir landsfrægir og gengu af þeim sögur sem ýktust og margfölduöust viö aö ganga mann frá manni og sveit úr sveit eins og þjóösagna er háttur”. Fróölegt væri aö lesa ritdóm eftir Halldór um þessa bók. Að vera frjáls. Varöandí þaö er ég segi aö Is- iendingar vilji vera frjálsir og axla þá ábyrgö aö meta hvaö sé réttog rangt, má bæta þvi viö aö almennt þykir á ýmsan veg alltof mikiö um boö og bönn. Þegar þetta er sagt er átt viö svo óendanlega margt sem boö- iö er eöa bannaö meö ýmsum hætti. Þaö er t.d. bannaö aö hafa veitingasölu opna i Reykjavik á næturnar. Þaö er bannaö aö greiöa út orlofsfé nema til komi tvö vottorö, (sem eins oft eru login). Raf virkjam eistara Ur Reykjavík er bannaö aö taka aö sér verkefni I Keflavik nema hafa þar opiö verkstæöi. Þaö er bannaö aö reykja i leigubflum, þó svo bæöi bflstjóri og farþegi vildu. Vi'nveitingar eru bannaöar á miövikudögum. óendanlega væri hægt ab tfna til svona misvitur boö og bönn, en staöreyndin er sú aö yngra og eldrafólk ermargt oröiö þreytt áhinum margvfslegustu boöum og bönnum sem hafa i sér næsta litinn tilgang. Uppreisn. Gegn slikri ofstjórn veröur sú uppreisn aö almennt viröingar- leysi skapast fyrir lögum, en þaö leiöir til stjórnleysis og afkvæmi þess er lögregluriki. Þvi er mikilvægt aö treysta dómgreind velmenntaösfólks til þess aö ákvaröa hvaö sé rétt og rangt aö svo miklu leyti sem framast er unnt. Auövitaö er þaö firra af Halldóri aö láta svo I þab skina aö jafnframt skuli afnema t.d. umferöarlög. Lögin eiga aö vera til, en þannig gerö aö miöuö séu viö hugsandi fólk en ekki fifl, en þvi miöur bera t.d. umferöariög þess merki svo sem ýmsar reglugeröir og samþykktir yfir- valda aörar. Þetta er þó önnur saga þó áfengismálin séu hluti hennar. Tillögur til umræðu. 1 áfengismálum legg ég áherslu á eftirfarandi: 1. Bjór veröi leyföur og brugg- aöur f iandinu og seldur i áfengisverslunum. 2. Bruggefni veröi áfram frjáls söluvara. 3. Verö á léttum vinum veröi lækkaö verulega. 4. Veröáfengis til veitingahúsa veröi lækkaö verulega. 5. 011 friöindi farmanna, flug- manna og feröamanna f sam- bandi viö áfengiskaup veröi afnumin. 6. Allar refsingar veröi þyngri ef áfengisneysla hefur haft áhrif á brotiö. 7. Afengisvarnaraöilar Vinni meö likum hætti gegn áfengisneyslu sem unniö hef- ur veriö gegn tóbaksreyking- um aö undanförnu. Meö ofangreindum ráöstafun- um tel ég aö öll áfengisneysla yröi miklum mun hófsamlegri, auk þess sem framhjá rikissjóöi færu ekki umtalsveröar tekjur af áfengissölu. ABlokum óskaég svo Halldóri velfarnaöar i vöku sem vimu i baráttu sinni gegn ofdrykkju. Einar Freyr skrifar frá Svíþjóð: Fyrirspum til Máls og menningar Nú hef ég veriö búsettur i Sviþjóö f nokkur ár og þar hef ég ekkikomizthjá þvf aö heyra sitt af hverju um áhrifamikla íslendinga. Af hreinni tilviljun fékk ég upplýsingar um hlut sem ég, fyrir mörgum árum sföan, furöaöi migáogum tfma uröu mér dálftil vonbrigöi. En vegna þess aö hér er ekki um öruggar sannanir aö ræöa, vil ég ekki nefna nafn þeirrar persónu sem hér kemur viö sögu, heldur fara fram á þaö viö MM að gefnar veröi viöunandi skýringar.Ekki til þess aö vekja upp gamla óánægju, heldur til aö vekja áhuga á nauðsynlegri sjálfsgagnrýni til gagns fyrir framtiöina. Mál og menning var upphaf- lega stofnab til þess aö gefa islenzkri alþýöu kost á góöum ogódýrum bókum. Þaöáttiekki aöeins aö gefa út góö rit um listaverk og listræn skáldverk og skemmtirit — heldur einnig upplýsandi bækur i beztu merk- ingu þess orös. Þaö munhafa veriöá árunum milli 1945 og 1951, aö Agúst H. Bjarnasonbauö MM útgáfurétt- inn á verkum sinum og sem hann upphafleg kallaöi „Yfirlit yfir þróunarsögu mannsand- ans”. En MM afþakkaöi þetta góöa boö. Nei, takk, sagöi Mál og menning, viö viljum ekki gefa út „Yfirlit yfir þróunar- sögu mannsandans”. Hvernig stóö á þessari af- þökkun? Vildu stjórnendur MM fyrst og fremst gefa út vafa- samar áróöursbækur? Var áróöur hiö raunverulega áhugamál? Þaö mun hafa veriö á árinu 1955-6 aö ég spuröi Jakob Bene- diktsson um þetta. Honum brá. Honum haföi vist ekki dottiö i hug aö nokkur lifandi maöur ut- anstjórnar MM vissi um þetta. ÉgspuröiJ.B. hvers vegna MM heföi afþakkab þetta góöa boö. Hann reyndi aö útskýra þaö á þann hátt aö ritverkiö „Róm” heföi ekki veriö nægilega vel unniö. Ég spuröi, hvort ekki mætti bæta úr þvf, en hann svaraði ekki spurningu minni. Þessir atburöir hafa komiö upp i huga minn viö og viö — kannski vegna þess aö ég fékk ekki viöunandi svar viö mjög eölilegri spurningu minni. Sannleikurinn er sá aö þessi ritverk Agústs H. Bjarnasonar voru mikiö afrek. Þau uröu til vegna fyrirlestra sem hann hélt um þetta efni nokkru eftir siö- ustu aldamót. Eftir fyrirlestr- ana var Agúst hataöur bæöi af andatrúarfólki og kirkjusöfnuö- um. En hann fékk einnig góöa áheyrn, velunnara og aödáendur. 1 raun og veru eru allar bækur hans uppbyggilegar og hjálp- legar f bárattunni viö fordóma og fáfræöi, þröngsýni og bók- stafstrú. Lftum bara á „Hellas”. Þaö er varla til betur skrifaö rit um þaö verkefni erlendis enn þann dag I dag. Þótt breytingar hafi átt sér staö á einstaka sviöum sem Agúst fjallaöi um f ritum sinum, hefur hver sá sem lesiö hefur ritverk hans samvizkusamlega, fengiö góöan grundvöll aö standa á til aö geta sföar meir fylgzt meö nýjum breytingum á sviöi vfsindalegrar heimspeki. Hvers vegna geta menn ekki viöur- kennt þennan sannleika? Og á einu sviöi stendur Agúst H. Bjarnason framar mörgum erlendum kollegum sinum, en þaö er fólgiö i þvi formi sem hann haföi á áðurnefndu rit- verki sinu. Þetta gæti stafaö af þvi aö hann hafbi svo jákvæöa afstöbu til hins vfsindalega húmanisma, en visindalegur húmanismi á erfitt uppdráttar um allan heim um þessar mundir. Hér I Sviþjóö hefur ver- iö lögö áherzla á tæknifræöi, sem er ágætt út af fyrir sig, ef þaö er ekki gert á kostnaö hins visindalega húmanisma. 1 samanburöi viö ýmsa aöra eru Svíar vanþróöaöir hvaö snertir vfsindalegan húmanisma. Já, þegar Mál og menning fékk fyrsta verulega góöa tæki- færiö til aösanna hinn góöa vilja sinn og umhyggju fyrir andlegri velferö íslenzkrar alþýöu, þá brást stjórnin hlutverki sinu. Kannski getur MM gefiö sanna og náttúrlega skýringu á þessu máli. Gautaborg 10.11.1978 Einar Freyr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.