Tíminn - 28.11.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.11.1978, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 28. nóvember 1978 á víðavangi Þar sem áróður- inn laumast til að horfa framhjá Það er margt að athuga fyrir eina þjóð og sjálfsagt væri okk- ur tslendingum hollt að athuga okkar gang oftar og einlægar en við gerum. t ályktun sem BSRB sendi frá sér um daginn var minnst á það sem mótsögn, að laun eru á tslandi lægri en gerist meðal margra þjóða, sem við viijum bera okkur saman við, endaþótt þjóðartekjur á mann væru I hærra lagi. Nú er þetta engin mótsögn þegar skoðað er. Mismunurinn ef svo má segja byggist á dýru þjóðféiagi. tslendingar eru sannast að segja steinrfkir þeg- ar allt er skoðað. Við erum ekki nema tæplega 230 þúsund hræður og þar af rétt um helmingur vinnufærir I þrengsta skilningi þess orðs og þær rúmu 100 þúsund hræður þurfa að standa undir þjóðfélagi sem kallar ekkert nógu gott — nema það besta. Hvað ætli það séu margir flugvellirnir, hafnirnar, kilómetrarnir af vegum o.s.frv. sem þessar fáu vinnufæru hendur þurfa að byggja og kosta. A hvern vinnufæran þegn koma siðan börn sem þarf að mennta og fæða.sjúklingar sem þarf að sinna, gamaimenni sem einnig þurfa umönnunar við og þannig má áfram telja. Það er lika af þessum sökum, sem krónurnar eru ekki fleiri um mánaðamótin og segja ekki nærri alia söguna. Ekki er þar með sagt að altt sé eins og það á að vera og ekki megi leita úrbóta á flestum sviöum. Hitt er verra, þegar verkalýðshreyfingin er ekki reiöubúin til samninga um nýj- ar og betri leiðir. A sama tlma og verkalýöshreyfingin krefst hærri launa og er reiðubúin að styðja kröfur slnar með skemmdarverkum, eru angar sömu hreyfingar svo og aörir þrýstihópar I landinu að heimta meiri þjónustu á öllum sviöum þjóðllfsins I heilsugæslumálum, I ivegamálum, I fjölmiðlun o.s.frv. Ekkert af þessu fæst nema fyrir okkar eigin vinnu og þar er ekki við kerfið að sakast. Þetta er sú staöreynd sem áróðurinn laumast til að horfa fram hjá. Ekki gallalaust kerfi Þar með er ekki sagt að kerfiö sé gallalaust og allra slst það kerfi sem sækir til fólksins fé til sameiginlegra þarfa, þ.e.a.s. skattakerfið. Við geturn öll horft I kringum okkur og sjáum ein- hver dæmi þess að menn komist hjá þvl aö greiöa réttlátan skerf. En öfugt við það sem áróðurinn hneigist til að kenna eru þetta mestmegnis ákveðnir hópar launþega og svo smáat- vinnurekendur, sem á skatt- skýrslum taka laun hjá eigin fyrirtækjum, sem eftir bókhald- inu að dæma eru öll á hvlnandi hausnum. Hin stærri fyrirtæki I landinu sem eitthvað að ráði hafa launþega á sfnum snærum eru yfirlcitt alls ekki I aðstöðu til að svikja þannig undan, en það er hins vegar til þeirra sem stöðugt er leitað eftir kjarabót- um. Verkalýöshreyfingin er á rangri leið meö þvi að viöur- kenna ekki vandann. Hún er einmitt sá aöili I þjóðfélaginu sem getur krafist og fengið framgengt breytingum á skattakerfinu sem bæta mundu hlut heildarinnar þó gengið yrði á hlut skattsvikaranna I laun- þegastétt. Það skal hins vegar viðurkennast að leiöin til úrbóta er vandfarin og liggur ekki I augum uppi. Verðbólgusýki og kröfupólitik óneitanlega eru uppi I landinu I dag aöstæöur er fara að minna á atvinnuleysisárin 1967 og 1968 er fjöldi Islendinga flúði land. Rekstrargrundvöllur fjöl- margra fyrirtækja og fjöl- skyldna lika er að bresta vegna þenslu og verðbólguáhrifa I þjóðfélaginu. Það er rétt á siöustu dögum sem menn eru farnir að viöurkenna hversu slæmt ástandið er og enn verr eiga menn með að sætta sig við það þegar horft er til þess launamisréttis sem hefur veriö að þróast I þjóöfélaginu. Fyrir almennan launþega sem varla hefur fyrir rafmagnsreikningn- um og öllu hinu, er helviti hart aö horfa upp á launþega I kerf- inu meö laun upp á hérumbil milljón eða meira á mánuði. SHkt er ekki I anda jafnréttis- hugsjónarinnar, en staöreynd samt — sem full ástæða er til að berjast gegn. Umfram allt verða menn þó að átta sig á eyöileggingarmætti verðbólgunnar og þeirri óskemmtilegu gróðaleið sem hún býður örfáum bröskurum upp á. Ef ekki verður unnið á veröbólgunni I náinni framtið stafar af henni sllk hætta, sem sagan kennir að lýöræöisþjóö- félög fái vart ráðið við. KEJ Skagfírsk jólatré AS Mælifelli 25/11 —Skógræktar- stjóri Sigurður Blöndal var hér á ferö I vikunni og stýrði skógar- höggi á Hólum i Hjaltadal, en þar voru nú höggvin nær 400 tré, a.m.l. fura. Verða trén seld i héraðinu, á Siglufirði og Blöndu- ósi eins ogi fyrravetur, en þá var skógurinn á Hólum einnig grisj- aður og jólatré seld fyrir rúma hálfa milljón króna. Fyrir hönd Skógræktarfélags Skagafjarðar haföi Alfur Ketilsson alla for- göngumálsins,en tekjum af jóla- tréssölunni er variö til skóg- ræktar á Hólum. Nemendur Bændaskólans, kennarar og starfsliö unnu að skógarhögginu af miklum krafti og óskar skógræktarstjóri aö þess ségetið hve samstarfið hafi verið ánægjulegt og rösklega aö verki verið. Jólatré frá Hólum eru greinilegur vottur um árangur skógræktar I héraði sem löngum er talið skóglaust. Er það að visu ekki alls kostar rétt þvi að tölu- verður skógur er I Hrollleifsdal I Sléttuhliö og viija menn að hann verði friðaður og að honum hlúö. Auk skógræktar á Hólum er skóg- ræktarstöð i Varmahlið og hafa trjágræölingar dafnaö þar vel. Nú geta allir skroppió til LONDON við förum 3.desember og feróin kostar aðeins 83.000." kr. Hótel Þú getur valið úr 3 hótelum, sem öll eru staósett vió OXFORDSTREET, fræg- ustu verslunargötu í London. Knattspyrna Af hverju ekki aó bregóa sérá völlinn og sjá knattspyrnu einsog hún gerist best? Chelsea—Aston Villa Tottenham — Ipswich Skoöunarferðir Skipulagóar skoðunarferóir -islensk fararstjórn. Skemmtanir í London er skemmtanalifió ótrúlega fjöl breytt og allir sem þangaó koma ættu aó skreppa í leikhús. Landbúnaöarsýning Hin heimsfræga SMITHFIELD land- búnaóarsýning ISanwinnu- $ LANDSÝN mc m ■ AUSTURSTR/ETI 12-SÍMI 27077 „Mjög ánægjulegt, en ekki sérlega algengt” VS — Kristján Sigurðsson, bóndi á Grímsstööum á Fjöllum, hafði eftirfarandi að segja, þegar hann var snurður almæltra frétta af Hólsfjöllum, — sveitinni, sem hefur heillað svo marga ferða- menn, og er i senn afskekkt, en þó í þjóðbraut. — Það er allt sæmilegt að frétta héöan, sagöi Kristján. Veturinn er genginn i garð, en snjór er þó enn mjög litill. Við erum farnir að húsa fé, en beitum þvi á daginn, þvi að hagar eru eins og þeir geta verið bestir. Ekki er fariö aö taka neina hesta á hús, enda liöur þeim ljómandi vel á meöan tiöin er svona góð. Ekki er hægt aö segja annað en að bilfært sé yfir öræfin. Stórir bflar og jeppar hafa verið á ferð- inni, en hins vegar er vegurinn ekki fær f ólksbllum, — og auðvit- að fara menn þetta ekki að gamni sinu núna, heldur þvi aöeins aö þeir eigi brýnt erindi. Ef við vikjum að lifinu hér, svona yfirleitt, þá má segja að allt gangi vel og óhappalaust. Hér i hreppnum er nú um hálfur þriðji tugur manna, — ibúatalan hefur staöið nokkurn veginn i stað slð- ustu tvö-þrjú árin. Það er verið að byggja nýtt ibúðarhús hér á Grimsstöðum, og þvi verki er nú að verða lokiö. Þetta er eininga- hús, frá Húseiningum á Siglufirði, og þaö er fljótlegt að byggja þau hús. Húsiö eiga ung hjón, sem eru að setjast að hérna, Sigurður Axel Benediktsson og Ólöf Bjarnadótt- ir. Hann er fæddur og uppalinn hér á Grimsstöðum, en hún er úr Reykjavik. Ólöf er barnakennari hér i hreppnum. — Þetta er mjög ánægjulegt, en liklega ekkert sér- lega algengt, eins og timarnir eru núna. Hrútur af svarthöfðakyni Þessi mynd sýnir svarthöfðahrút, er seldur var á uppboði I New- ton I Skotlandi I haust. Ekki er getiö um stærð hans eða þyngd, aöeins sagt aö hann sé ungur og allt honum viðvlkjandi er tjáð fullkomiö. Söluveröið var llka heimsmet eöa svo sem jafnviröi 12,7 milljóna Islenskra króna segir The Scottish Farmer. Myndin er Ilka fengin frá þvi blaöi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.