Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.08.2006, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 28.08.2006, Qupperneq 10
10 28. ágúst 2006 MÁNUDAGUR SAN FRANCISCO MINNEAPOLIS – ST. PAUL ORLANDO BOSTON ÍSLAND GLASGOW MANCHESTER STOKKHÓLMUR HELSINKI KAUPMANNAHÖFN OSLÓ BERLIN FRANKFURT MÜNCHEN MÍLANÓAMSTERDAM ZÜRICH MADRID BARCELONA LONDON PARÍS NEW YORK BALTIMORE – WASHINGTON Ragna Skinner, hljóðmaður og tónlistarkennari, segir frá Manchester í nýjum haust- og vetrarbæklingi Icelandair, Mín borg. Við bjóðum úrval pakkaferða, helgarferða til 19 áfangastaða austan hafs og vestan, golfferða og sérferða. Kynnið ykkur málið og takið síðan ákvörðun. Ævintýrin liggja í loftinu. FLUG OG GISTING Í 3 NÆTUR FRÁ 39.900 KR. ÍS LE N S K A A U G LÝ S IN G A S TO FA N /S IA .IS I C E 3 37 1 5 0 6 /2 0 0 6 + Bókaðu á www.icelandair.is „ÉG MÆLI MEÐ GRÆNMETISRÉTTI HJÁ BÚDDAMUNKUM OG HRESSINGU EFTIR TÓNLEIKA Á BIG HANDS“. M A N C H ES TE R MÍN Vildarpunktar Ferðaávísun gildir *Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting á Palace Hotel**** á mann í tvíbýli í 3 nætur og morgunverður. Handhafar Vildarkorta VISA og Icelandair geta nýtt 10.000 Vildarpunkta sem 6.000 króna greiðslu upp í flugfargjald með áætlunarflugi Icelandair. Þetta flug gefur 3.000–7.600 Vildarpunkta. NÁM Allt lítur út fyrir að Chevening námsstyrkir, sem breska sendiráðið hefur umsjón með og veitir árlega fyrir hönd breska utanríkisráðu- neytisins, muni ekki bjóðast Íslendingum frá og með næsta ári. „Við erum ekki búin að fá endanlega staðfestingu en það bendir allt til þess að við fáum ekki lengur styrki, því miður. Rökin eru þau að Íslendingar séu of efnuð þjóð,“ segir Árdís Sigurðardóttir, blaða- fulltrúi breska sendiráðsins. „Alp Mehmet sendiherra og við í sendiráð- inu erum að reyna allt til að finna nýjar leið- ir til að halda styrkjunum, því það er mjög mikilvægt að Íslendingar haldi áfram að sækja háskóla- nám í Bretlandi og hafi tök á því að fá einhverja styrki til þess. Það sjá það allir að það er gott fyrir Ísland og Bretland að styrkja tengslin á milli land- anna,“ segir Árdís. Chevening styrkir, sem hétu áður British Council skólastyrkir og seinna FCOSAS, hafa verið veittir Íslending- um frá stríðslokum, en íbúar um 160 landa geta sótt um styrkina. Á vef- síðu Chevening styrkj- anna segir að hætt sé að veita þá í flestum lönd- um Vestur Evrópu. „Það er aðallega verið að hugsa um mikið af Afríkulönd- um og Asíulöndum þar sem slíkir styrkir eru lífsspursmál. Núna fá engin lönd innan Evrópusam- bandsins styrkina lengur, enda borga þau lægri skólagjöld í Bretlandi. En við höfum fengið styrkina undanfarin ár, eins og til dæmis Noregur, því við erum utan ESB og erum þar af leiðandi að borga full skólagjöld,“ segir Árdís. Árdís segir að ákvörðun For- eign and Commonwealth Office í Bretlandi hafi ekki komið á óvart, en stofnunin hefur verið að draga úr námsstyrkjum til handa Íslendingum undanfarin ár. Um fimm til átta Íslendingar hafa fengið Chevening styrki árlega og í seinni tíð hefur ekki verið um fulla styrki að ræða. - rsg Breska utanríkisráðuneytið hættir að veita íslenskum námsmönnum styrki: Íslendingar of ríkir fyrir styrki ALP MEHMET ÁRDÍS SIGURÐARDÓTTIR NAXI-KONUR BÍÐA VIÐSKIPTAVINA Gamli bærinn í Lijiang í Yunnan-héraði í Kína er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna og vinsæll ferðamannastaður. Bærinn er „höfuðborg“ hins ímyndaða lands, Sjangrí La. FRÉTTABLAÐIÐ/AP AUSTURRÍKI, AP Austurríska stúlkan sem fannst í síðustu viku eftir að hafa verið í haldi mannræningja í átta og hálft ár, hefur rétt á að vera látin í friði. Þetta sögðu talsmenn austurrísku lögreglunnar í gær, eftir að foreldrar stúlkunnar kvört- uðu yfir því í fjölmiðlaviðtölum að vera meinað að hitta dótturina endurfundnu. Foreldarnir, sem skildu skömmu eftir að stúlkan hvarf, hafa aðeins fengið að sjá hana í nokkrar mínút- ur til að bera kennsl á hana, en hún hefur síðan verið „á öruggum stað“ í umsjá sálfræðinga. Talsmenn lög- reglu tóku fram í gær að stúlkan væri ekki í haldi. Hún hefði sjálf óskað eftir því að hitta engan núna um helgina, heldur ekki foreldr- ana. „Ef Natascha vill fara niður í miðbæ [Vínarborgar] og fá sér kaffi, þá er henni það frjálst,“ sagði Gerhard Lang, talsmaður rann- sóknarlögreglunnar. „Ef hún vill getur hún farið hvert sem henni sýnist,“ sagði hann. Natascha Kampusch skaut aftur upp kollinum í síðustu viku og í ljós kom að hinn 44 ára gamli Wolfgang Priklopil hafði rænt henni og hald- ið í gluggalausu kjallaraherbergi í húsi sínu í allan þennan tíma, frá því hann rændi henni þegar hún var á leið í skóla þann 2. mars 1998. Priklipil fyrirfór sér eftir að hún slapp úr prísundinni. Hún notaði tækifærið til að laumast út þegar hann var upptekinn í símanum. Reinhard Haller, þekktur sál- fræðiprófessor, sagði í útvarpsvið- tali að Kampusch yrði nú að læra að treysta aðstandendum sínum og kynnast öryggistilfinningu. Samkvæmt fjölmiðlafrásögnum var Kampusch óhuggandi er hún frétti að fangari hennar hefði látið lífið. Eftir Haller er haft að Prik- lopil hafi heilaþvegið stúlkuna. Hún virtist þjást af „Stokkhólms- heilkenninu“ á háu stigi, en það er þegar gísl fer að „halda með“ fang- ara sínum og kvað vera algeng sál- fræðileg varnarviðbrögð sem gera gísl fangavistina bærilegri. - aa Vill ekki sjá foreldrana VINKONUR NATÖSCHU Þrjár fyrrverandi vinkonur Natöschu í viðtali fyrir utan húsið í smá- bænum Strasshof norðaustur af Vínarborg þar sem hún var í gíslingu.FRÉTTABLAÐIÐ/AP Austurríska stúlkan sem fannst eftir áralanga prísund hjá sálsjúkum manni hvílist á öruggum stað: DÓMSMÁLARÁÐHERRA Björn Bjarna- son, vill hefja umræður um hvort nauðsynlegt sé að stofna leyni- þjónustu hér á landi. Þetta sagði ráðherra í ræðu á fundi Rótarý- klúbbs Austurbæj- ar þar sem hann flutti ræðu um varnarmálin. Ræð- una birtir hann í heild á heimasíðu sinni, www.bjorn. is. Björn sagðist í ræðunni ætla að beita sér fyrir umræðum um leyniþjónustuna og ítrekar nauðsyn þess að nægileg pólitísk samstaða náist um málið. Hann upplýsir enn fremur að ráðuneyti sitt hafi fengið sér- fræðiráðgjöf frá Evrópusamband- inu um stofnun leyniþjónustunn- ar. -at Björn Bjarnason: Vill ræða um leyniþjónustu BJÖRN BJARNA- SON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.