Fréttablaðið - 28.08.2006, Qupperneq 20
28. ágúst 2006 MÁNUDAGUR
Nú er vetur til alþingiskosninga. Í ljósi reynslunnar sýnast vera fleiri spurningarmerki á lofti um pólitíska þróun næstu mánaða en oftast áður á svipuðum stað á tímaási
kjörtímabilsins.
Það er óvissa um markmið flokka eins og Samfylkingar og
Framsóknarflokks. Það er óvissa um verðbólguþróun. Það er
óvissa um hvaða mál eru líklegust til þess að hafa mest áhrif á
val kjósenda þegar nær dregur.
Að þessu virtu er fróðlegt að rýna í niðurstöður skoðanakönn-
unar sem Fréttablaðið birtir í gær og í dag. Þær fela í sjálfu sér
ekki í sér stór tíðindi. En þar á móti staðfesta þær að um margt
er erfiðara nú en fyrr að sjá ákveðna framvindu fyrir.
Meirihluti stjórnarflokkanna er á tæpasta vaði og skilar þeim
satt best að segja varla starfhæfum meirihluta. En í sjálfu sér er
það ekki áhugaverð spurning í því ljósi að enginn veit hvort
flokkarnir hafa hug á að starfa saman að loknum kosningum.
Helsta áhyggjuefni Sjálfstæðisflokksins sýnist vera að fylgi
kvenna hefur dalað aftur. Eftir margra ára lægð sveiflaðist það
upp á við fyrir ári en sýnist samkvæmt þessu alltént ekki vera
orðið stöðugt á nýjan leik. Framsóknarflokkurinn gat tæpast
búist við uppsveiflu áður en reyndi á nýja forystu.
Samfylkingin er enn undir kjörfylgi þó að hún bæti sig tals-
vert frá síðustu skoðanakönnun. Vöxtur Vinstri hreyfingarinnar
- græns framboðs er hins vegar svo mikill að hann þrengir aug-
ljóslega stöðu Samfylkingarinnar til þess að gera sér dælt við
Sjálfstæðisflokkinn.
Könnunin leiðir í ljós að þriðjungur kjósenda á sér þann kost
helstan að núverandi stjórn sitji áfram. Það bendir til nokkurrar
þreytu í kjósendahópnum með samstarfið. Enginn einn annar
kostur kemst þó í hálfkvist við þennan í augum kjósenda.
Ríflega helmingur kjósenda vill einhvers konar stjórn með
Sjálfstæðisflokknum. Þar á móti vill tæplega helmingur ein-
hvers konar stjórn með Samfylkingu. Litlu færri vilja einhverja
kosti með Vinstri grænu.
Athyglisvert er að einungis tólf af hundraði kjósenda vilja
Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna saman í ríkisstjórn. Í því
felast nokkuð skýr skilaboð um að kjósendur sjá þessa flokka
helst sem kosti hvorn á móti öðrum.
Á þessu stigi er örðugt að bollaleggja um fyrstu taflleikina
eftir kosningar. Þó má strax sjá þann möguleika að framsóknar-
menn kjósi að halda sig til hlés með skírskotun til þess að mál-
efnalegt olnbogarými á báða bóga sé of þröngt. Aðrir myndu
sennilega líta á slíkan leik sem málefnalega uppgjöf.
En með þessu móti gætu framsóknarmenn hugsanlega neytt
Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna til samstarfs sem þjóðin
virðist lítinn áhuga hafa á. Í þeirri stöðu er aukheldur ljóst að
Vinstri grænt myndi halda vinstri væng Samfylkingarinnar í
stöðugu uppnámi sem smám saman myndi eitra stjórnarsam-
starfið.
Slíkt samstarf myndi því aldrei standa lengur en í eitt kjör-
tímabil og líklega skemur. Framsóknarflokkurinn fengi ráðrúm
til þess að ná vopnum sínum við hliðina á Vinstri grænu en til
þess hefur hann einmitt verið að tapa atkvæðum.
Eins og sakir standa eru bollaleggingar af þessu tagi harla
marklitlar. Þær þjóna fyrst og fremst þeim tilgangi að sýna
hversu opin staðan er á taflborði stjórnmálanna. Endataflið geta
menn einfaldlega ekki séð fyrir.
SJÓNARMIÐ
ÞORSTEINN PÁLSSON
Skoðanir kjósenda:
Opin pólitísk
taflstaða
Dýrt spaug á Bíldudal
Úlfar B. Thoroddsen, forseti bæjarstjórn-
ar Vesturbyggðar, segir á fréttavef BB á
Ísafirði að „verið sé að skoða í alvöru
þann möguleika að koma vinnslu í
frystihúsinu Bílddæling á Bíldudal af
stað á ný.“ Í júní á síðasta ári lagði
verksmiðjan upp laupana og
um 50 manns misstu vinn-
una. Síðan þá hafa margsinn-
is borist fréttir af tilraunum
manna til að koma vinnu af
stað á ný og hafa ráðherrar,
þingmenn, sveitarstjórnar-
menn og fjárfestar setið
fundi vegna þess.
En það hlýtur að
hafa verið í grín
því fyrst núna er
verið að skoða
þetta í alvöru.
Eigum við að gæta bróður okkar?
Frétt Fréttablaðsins um Hlyn Sigurðar-
son sem situr í fangelsi í Brasilíu við
ómannsæmandi aðstæður hefur vakið
mikla athygli. Margir hafa haft samband
við Fréttablaðið og látið þá skoðun
sína í ljós að ekki sé rétt að segja sögu
þessa manns þar sem hann eigi ekki
betra skilið fyrir það að hafa reynt að
selja mikið magn af kókaíni. Öðrum
svíður að vita af kvölinni sem landi
okkar má þola þó svo að hann hafi
illt unnið. Blaðamennskan snýst
hins vegar ekki um það að fella
dóm í þessum efnum heldur
að segja frá svo fólk geti
dæmt fyrir sig.
Í Nýju Jórvík með hvítan
staf
Helgi Hjörvar fór til New York
í síðustu viku og fikraði sig
þar áfram með hvíta stafinn sem hann
segist vera farinn að nota við aðstæður
sem þykja erfiðar. Á vef sínum segir
hann að umferðarmenningin sé þannig
þar í borg að hann þori ekki annað en
að nota stafinn. Þetta var þó ekki erind-
ið sem Helgi átti til New York heldur
fór hann með íslenskri sendinefnd til
áttundu viðræðulotu í höfuðstöðvum
Sameinuðu þjóðanna um
sáttmála samtakanna
í málefnum fatlaðra.
Viðræðurnar báru
tilætlaðan árangur og
því virðist stafurinn
ætla að reynast kapp-
anum happagripur.
jse@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
Sögurnar, tölurnar, fólki›.
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður
Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á
FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING:
Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Portúgal
Tyrkland
Bókaðu strax á www.plusferdir.is
39.900kr.
Heitt TILBOÐ
Portúgal - Gisting á Alagoamar
Tyrkland - Gisting á Club Ilaida
Plúsferðir · Lágmúla 4 · 105 Reykjavík · Sími 535 2100
Innifalið: Flug, flugvallarskattar,
gisting í 7 nætur og íslensk fararstjórn.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
PL
U
33
82
9
08
/2
00
6
www.plusferdir.is
Byltingardagurinn okkar er 1.
mars. Þann dag árið 1989 þusti
alþýðan út á götur borgarinnar og
hellti sig fulla af nýfengnu frelsi:
Bjórinn hafði verið leyfður. Bjór-
dagurinn er okkar Bastilludagur.
Mannkynssagan á það til að
endurtaka sig og þá stundum með
skoplegum hætti. Við getum sagt
að hér hafi það gerst með ögn sak-
lausari hætti. Íslenska byltingin
hafði sínar afleiðingar en hún var
ekki blóðug. Ártölin stemma hins-
vegar undarlega vel. Réttum tvö
hundruð árum eftir að Parísar-
búar réðust að Bastillu-fangelsinu
skáluðu Reykvíkingar fyrir betri
tíð. 1989 var ekki bara frelsisár
Austur-Evrópu.
Það tók Frönsku byltinguna þó
nokkur ár að ganga endanlega frá
gamla kerfinu, gamla konung-
dæminu. Loðvík XVI var ekki líf-
látinn fyrr en fjórum árum eftir
Bastilludag. Rúmum fjórum árum
eftir Bjórdaginn gekk Ísland í
EES og gömlu höftin féllu eitt af
öðru. Nýir siðir leystu þjóð úr
læðingi. Byltingarforingjarnir
hétu Davíð og Jón Baldvin. Ég
ætla þó seint að líkja þeim við
grimmhundana Danton og Robes-
pierre. En rétt eins og foringjarn-
ir frönsku misstu þeir völd sín og
allir vita hver náði þeim. Bylting-
in át börnin sín en Napóleon át
byltinguna. Frakkland varð keis-
araveldi hvar einn maður réði
öllu.
Sumir halda því fram að keis-
aratíminn hafi verið gullöld
Frakka. Aðrir benda á mannslífin
sem hann kostaði. 19. öldin var
hinsvegar óumdeilanlega nokkuð
frönsk. Frakkar áttu heiminn. Allt
frá Washington til Pétursborgar
þótti fínt að tala frönsku. Skáld-
sögur Tolstois eru jafn fullar af
frönskum frösum og skáldsögur
nútímans eru af enskum. Frönsk
orð smugu inn í flest tungumál
heimsins. Sígaretta, lonníettur,
karafla... (oftast heiti á einhverju
spjátringapjátri). Á þessum tíma
voru Frakkar í stöðugri útrás.
Napóleon flaug til Rómar, Vínar
og Brussel í hverri viku til frekari
landvinninga. Árangur hans í
útlöndum tryggði hásætið heima.
Og smám saman var gengið frá
gamla aðlinum, Búrbónunum. Það
tók okkur Íslendinga reyndar ögn
lengur að ganga frá „fjölskyldun-
um fjórtán“ – Kolkrabbinn var
ekki afhausaður fyrr en eftir alda-
mót – og seint verður sjálfsagt
talað um 21. öldina sem „íslensku
öldina“. Þó hefur fyrsta íslenska
orðið, „skyr“, nú hafið innrás sína
í tungumál heimsins og kannski
endar öldin á því að hugtök eins
og „sólarfrí“ og „júróvisjónpartý“
verði notuð jafnt í Pétursborg og
Washington.
En að öllum rembingi sleppt-
um þá rímar þetta allt þó undar-
lega vel við örlög Frönsku bylt-
ingarinnar. Foringjar hennar urðu
að víkja fyrir útrásarmanni allra
tíma. Hérlendis hafa völdin færst
frá Alþingi til Kaupþings, úr
Stjórnarráði í Viðskiptaráð. Hinir
nýju kóngar Íslands eru útrásar-
víkingarnir. Þeirra er mátturinn
og dýrðin. Þeir eiga landið og
blöðin. Þeir standa í stöðugum
landvinningum.
Franska byltingin hófst með
blóðbaði og þróaðist yfir í stríð á
erlendum grundum. Íslenska bylt-
ingin hófst með bjórbaði en þró-
aðist yfir í innrásir og yfirtökur á
erlendum grundum.
Hver er þá okkar Napóleon?
Það er spurning. Baráttan
stendur enn.
Hann gæti verið sá sem var í
sjö síðna viðtali í Mogganum í
gær. Og hann gæti verið sá sem
seint mun þiggja sjö síðna gjöf
frá Mogga. Hann gæti verið Hr.
Novator Samsonarson eða Baug-
ur Bónusson. Hann gæti líka
verið hálfbróðir hins fyrrnefnda,
Straumur Burðarás Samsonar-
son, eða náfrændi hins síðar-
nefnda, Hagar Gaumsson. Þá
koma þeir Byko Bankason og
Árvakur Símason einnig til
greina, sem og þeir feðgar Glitn-
ir Íslandsson og Össur Marel
Glitnisson. Svo ekki sé minnst á
þá félaga KB Bank og FL Group.
En okkar Napóleon gæti líka
verið kona: Alfesca Flaga Acta-
vis, Bakkavör Bankadóttir eða
Dagsbrún Baugsdóttir.
Hásætið er laust og baráttan
stendur sem hæst. Keisari okkar
hefur enn ekki verið krýndur við
hátíðlega athöfn í Hallgríms-
kirkju að viðstöddum páfa og
kardínálum kapítalismans. Árang-
urinn erlendis telur en ágangur-
inn innanlands tefur: Síðustu full-
trúar Búrbónanna sitja enn í háum
heimastólum og kalla suma keis-
arakandídata í yfirheyrslur með
reglulegu millibili á meðan aðrir
eru í náðinni.
Baráttan um krúnuna stendur
því sem hæst. Við bíðum spennt
og fylgjumst með. Og getum svo-
sem alveg slakað á: Napóleon ját-
aði sig ekki sigraðan fyrr en árið
1815. Það eru því níu ár í okkar
Waterloo. Við eigum eftir tæpan
áratug af gullöld okkar.
Íslenska byltingin
Í DAG
SYSTIR FRÖNSKU
BYLTINGARINNAR
HALLGRÍMUR
HELGASON
Franska byltingin hófst með
blóðbaði og þróaðist yfir í stríð
á erlendum grundum. Íslenska
byltingin hófst með bjórbaði
en þróaðist yfir í innrásir og
yfirtökur á erlendum grundum.