Fréttablaðið - 28.08.2006, Síða 52

Fréttablaðið - 28.08.2006, Síða 52
 28. ágúst 2006 MÁNUDAGUR32 Morgunsöngur syngjandi glaðra barna hefur einkennt Laugarnesskóla í áratugi en Skólinn er rúmlega sjötíu ára gamall. Á hverjum virkum morgni ómar söngur um ganga og stofur Laug- arnesskóla sem er grunnskóli fyrir nemendur í fyrsta til sjötta bekk. Morgunsöngurinn á sér langa sögu og er hefð sem mun lík- lega verða viðhaldið um ókomna tíð. Þá er ljóst að öll þau sönglög sem börnin læra við þennan fasta lið í skólanum munu gagnast þeim í gegnum ævina og líklegra en ekki að þau muni kenna afkvæm- um sínum íslensk lög sem þau lærðu sjálf í bernsku og minnast þá góðra stunda í Laugarnesskóla. Laugarnesskóli stendur í gamal- gróna Laugarneshverfinu og er arkitektúr hans er ansi skemmti- legur, sérstaklega að innanverðu. Stór salur í honum miðjum mynd- ar skemmtilega stemningu fyrir samkomur enda hægt að koma fyrir áhorfendum þannig að allir fá gott sjónarhorn. Gangar með grindverkum snúa að salnum sem myndar nokkurs konar hringleika- form og varla amalegt að ganga í slíkan skóla. Menntagáttin gæti þessi hurð kallast sem leiðir inn í Laugarnesskóla. Listin fær að njóta sín við Laugarnesskóla. Þessi skemmtilega stytta vakti athygli ljós- myndarans á ferð hans í skólanum. Börnin hengja yfirhafnir á snaga meðfram grindverkinu en á veggjum hanga skemmtileg málverk sem lífga upp á skólann. Hringleikahús í skólanum Á Sjötíu ára afmæli Laugarnesskóla komu öll börnin saman í morgunsöng eins og svo oft áður. Í þetta sinn tók undir með þeim lögreglukór Reykjavíkur og hljómaði því vel um sali og dyngjur. Í skólanum liggja gangar með grindverkum meðfram stórum sal þar sem skemmtilegt er að halda samkomur. Laugarnesskóli er rúmlega 70 ára gamall. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Börnin geta fræðst um mismunandi dýr sem horfa uppstoppuð út um sýningar- glugga á göngum skólans.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.