Fréttablaðið - 21.09.2006, Síða 4
4 21. september 2006 FIMMTUDAGUR
STJÓRNMÁL „Frumvarpið gengur of
skammt og veitir kynfrelsi kvenna
ekki nægilega réttarvernd. Öðrum
einkalífsþáttum eins og persónu-
legum bréfum, bílum og húsum,
er veitt meiri vernd heldur en
kynfrelsi kvenna.“
Þetta segir Atli Gíslason, lög-
maður og varaþingmaður Vinstri-
hreyfingarinnar − græns fram-
boðs, um þann þátt frumvarps
dómsmálaráðherra um kynferðis-
brot sem snýr að nauðgunum. Atli
vill að gengið sé út frá því að sam-
þykki liggi fyrir kynferðismök-
um, annars teljist verknaðurinn
nauðgun.
Ágúst Ólafur Ágústsson, vara-
formaður Samfylkingarinnar,
tekur í sama streng hvað þann
lið áhrærir. „Verknaðaraðferðin
er útgangspunktur í frumvarp-
inu. Ég vil draga mörkin við
hvort samþykki hefur legið fyrir
eða ekki og að einblínt sé á sjálfs-
ákvörðunarrétt einstaklings-
ins.“
Ágúst Ólafur segir áfangasigur
hafa náðst hvað varðar fyrningar-
frest kynferðisbrota gegn börnum
en frumvarpið gerir ráð fyrir að
hann miðist við átján ára aldur
brotaþola í stað fjórtán ára nú.
Hans skoðun er engu að síður sú
að fyrningarfrestinn beri að
afnema og um það hefur hann flutt
frumvarp.
Atli kveðst ánægður með þenn-
an þátt frumvarpsins, segir enda
útilokað sönnunar- og réttarfars-
lega að taka upp mál þrjátíu til
fjörutíu árum eftir að atburðir
gerðust.
Sú meginbreyting er gerð á lög-
unum að felld er niður refsing
fyrir að stunda vændi sér til fram-
færslu en í staðinn gert refsivert
að auglýsa vændisþjónustu opin-
berlega. Ágúst Ólafur og Atli vilja
báðir að sænska leiðin svonefnda
verði farin á Íslandi; að kaup á
vændisþjónustu varði refsingu.
„Slíkt myndi draga úr eftirspurn
og þar af leiðandi úr framboðinu,“
segir Ágúst Ólafur. Atli er á sama
máli en telur engu að síður breyt-
inguna sem nú er boðuð vera fram-
för. „Eftir því sem fleiri ríki gera
vændiskaup refsiverð, þeim mun
drýgra er það í baráttunni gegn
mansali. En ef farið er út í smá-
atriðin þá spyr ég hvað er opinber
auglýsing. Er það rautt ljós úti í
glugga?“ Atli vill líka að í lögum
verði kveðið á um að konum sem
lagt hafa fyrir sig vændi verði
veitt félagsleg þjónusta. Slíkt
ákvæði er ekki í frumvarpi dóms-
málaráðherra.
Ágúst Ólafur segir að heilt yfir
sé ýmislegt jákvætt í frumvarp-
inu og nefnir þyngri refsingar í
kynferðisbrotum gegn börnum.
„Á móti kemur að dómstólar hunsa
refsiramma málaflokksins en þar
er ekki við löggjafann að sakast.
Það er vonandi að skilaboðin sem
felast í þessu nái til dómstól-
anna.“ bjorn@frettabladid.is
Frumvarpið gengur of
skammt og veitir kyn-
frelsi kvenna
ekki nægilega
réttarvernd.
ATLI GÍSLASON
LÖGMAÐUR
GENGIÐ 20.09.2006
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
122,6797
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
70,01 70,35
131,78 132,42
88,69 89,19
11,887 11,957
10,699 10,763
9,617 9,673
0,5961 0,5995
103,44 104,06
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
���������������������������������������������������������������������� ������������
�������������
������������
�������� �����
����������������������������������������������������������������
����
�����
�����
��
Bílum og húsum veitt meiri
vernd en kynfrelsi kvenna
Þingmaður Samfylkingarinnar og varaþingmaður Vinstri grænna telja suma liði í frumvarpi dómsmála-
ráðherra um kynferðisbrot ganga of skammt. Þeir segja skref stigin í rétta átt í öðrum liðum þess.
LÖGREGLUMÁL Karlmaður á sjötugs-
aldri hefur játað við yfirheyrslur
hjá lögreglunni á Egilsstöðum að
hafa skotið heimiliskött á Egils-
stöðum í bakgarði vídeóleigunnar
Vídeóflugunnar 6. maí síðastliðinn.
Vopnið sem hann notaði var 22 kali-
bera riffill. Ástæða verknaðarins,
að sögn mannsins, var sú að hann
vildi passa upp á fuglalífið í garð-
inum við íbúðarhús sitt.
Kristinn Kristmundsson, eig-
andi kattarins, segir að eina leiðin
fyrir manninn til að skjóta köttinn
þennan dag hafi verið að skjóta
hann af svölum íbúðarhúss síns.
Kristinn lýsti atvikum á eftirfar-
andi hátt í samtali við Fréttablað-
ið: „Didda skreið helsærð úr bak-
garðinum inn í íbúðarhúsið þar sem
henni blæddi út. Hún komst inn í
húsið og ég fann hana við rúm þar
sem hún hefur ætlað sér að fara
uppí. Þá var hún rænulaus en svo
dó hún á meðan ég var að tala við
lækninn.“ Kristinn hefur fengið
staðfest hjá dýralækni að kúlan
gekk inn við rófuna á kettinum,
rauf slagæð í afturfæti og fór út í
gegnum kviðarholið. Hann segir
verknaðinn enn alvarlegri fyrir þá
sök að ungt barn var í garðinum
stuttu áður en dýrið var skotið og
börn séu að leik við húsið allt árið
um kring.
Að sögn lögreglunnar á Egils-
stöðum er málið enn í rannsókn en
að sögn lögfræðings varðar athæfi
mannsins við hegningarlög, skot-
vopnalög og dýraverndunarlög.
Skaðabótaskylda í máli eins og
þessu mun vera ótvíræð. - shá
Karlmaður á Egilsstöðum hefur játað að hafa skotið heimiliskött:
Skaut heimiliskött með riffli
Á GÓÐRI STUNDU Kiddi og Didda
voru mestu mátar. Didda var skotin af
nágranna með riffli og hefur nágranninn
játað verknaðinn. MYND/KK
FUGLALÍF Blesgæs hefur verið
friðuð ótímabundið á Íslandi og
hvetur Landvernd gæsaveiði-
menn til að gæta sérstakrar
varkárni við gæsaveiðar.
Á fáum árum hefur orðið hrun
í stofni blesgæsa sem orsakast af
slökum varpárangri. Þetta veldur
því að nýliðun er ekki nægileg til
að standa undir afföllum vegna
skotveiða hér á landi.
Á árunum 1998-1999 taldi
stofninn um 36 þúsund fugla en
síðasta vetur var stofninn kominn
í 24.860 fugla.
Blesgæsin hefur verið alfriðuð
utan Íslands um árabil en
varpheimkynni hennar eru á Mið-
og Vestur-Grænlandi. - hs
Blesgæs friðuð á Íslandi:
Blesgæsum
hefur fækkað
BLESGÆS Er sjónarmun minni en grá-
gæs og heiðagæs en þessi tegund er nú
friðuð á Íslandi.
MEXÍKÓ, AP Greinilegur sáttatónn
er í mexíkóskum þingmönnum
eftir rúmlega þriggja mánaða
pólitískar deilur vegna forseta-
kosninganna þar í landi. PAN-
flokkur sigurvegarans Felipes
Calderón, sem er talinn flokkur
kaupsýslumanna og efnaðri laga
samfélagsins, leggur sig nú fram
við að koma til móts við stuðnings-
menn López Obrador, sem höfðaði
til fátækustu kjósendanna og
tapaði kosningunum naumlega.
PAN-flokkurinn hefur nú kynnt
væntanleg lagafrumvörp og stend-
ur meðal annars til að bjóða upp á
ódýrari heilbrigðisþjónustu og
auka réttindi frumbyggja. - kóþ
Sáttatónn í Mexíkó:
Komið til móts
við fátæka
BÍLSLYS Ekið var á átta ára gamla
stúlku þar sem hún var gangandi
á leið í skólann í gærmorgun.
Stúlkan var á leið yfir gangbraut
við gatnamót Háaleitisbrautar og
Fellsmúla þegar slysið varð. Hún
var flutt með sjúkrabíl á slysa-
deild Landspítalans með áverka á
andliti. Samkvæmt upplýsingum
lögreglu reyndust meiðsli hennar
þó minni háttar og því fór betur
en á horfðist. - þsj
Ekið á átta ára stúlku:
Var á leið yfir
gangbraut
VÆNDI MÓTMÆLT Kaup á vændi er ólöglegt í Svíþjóð og sumir hafa viljað að sænska leiðin svokallaða væri farin á Íslandi. .