Fréttablaðið - 21.09.2006, Síða 12

Fréttablaðið - 21.09.2006, Síða 12
12 21. september 2006 FIMMTUDAGUR BORINN ÚT Lögregla í Moskvu ber meðlim flokks þjóðernis-bolsjevíka út úr þinghúsinu í borginni í gær. Fjórir flokksmenn, sem vildu fylgjast með þingfundi, voru handteknir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKIPULAGSMÁL Lóðahafar á Kringlu- svæðinu vinna nú að deiliskipulagi fyrir Kringlureitinn og sú vinna verður kynnt borgaryfirvöldum síðar á árinu. Þeir sem skipa verk- efnishópinn eru lóðahafar á svæð- inu. Örn Kjartansson hjá fasteignafé- laginu Stoðum segir reitinn afmark- ast af Kringlunni að austanverðu en Morgunblaðshúsinu, Sjóvá og Húsi verslunarinnar að vestanverðu. Örn segir að verið sé að skoða aukið framboð á verslunarhúsnæði á Kringlureitnum og haft hafi verið sambandi við íslenska og erlenda arkitekta vegna uppbyggingar svæðisins. En þess má geta að erlendir arkitektar komu að hönnun Kringlunnar. Örn útilokar ekki tengibyggingu frá núverandi verslunarhúsnæði yfir í Morgunblaðshúsið verði versl- unarhúsnæðið stækkað í þá átt. „Það er mikil aðsókn að verslun- arplássi í Kringlunni og öll verslun- arrými hennar hafa verið í útleigu síðustu fjögur ár og biðlistar eftir plássum.“ Stærð væntanlegs verslunarhús- næðis er enn á tillögustigi og fékkst ekki uppgefið. - hs Verið er að skoða aukið framboð á verslunarhúsnæði á Kringlureitnum: Bið eftir verslunarhúsnæði KRINGLAN ER EFTIRSÓTT Biðlistar eru eftir verslunarrými í Kringlunni. GRUNDARTANGI Lyftari ók á starfsmann steypuskála Norður- áls við Grundartanga seint á mánudagskvöld. Maðurinn meidd- ist lítillega og var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur til aðhlynningar. Að sögn Ragnars Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnunarsviðs Norðuráls, fór betur en á horfðist. Maðurinn hlaut engin beinbrot en það brotnaði úr tveimur tönnum auk þess sem hann skarst lítillega. Maðurinn hefur verið útskrif- aður af spítala og mun hann vera á batavegi. - þsj Álverið við Grundartanga: Lyftari keyrði á gangandi mann STJÓRNMÁL Halldór Blöndal gefur ekki kost á sér til endurkjörs á Alþingi í vor. Hann tilkynnti um þá ákvörðun sína á aðalfundi Sjálf- stæðisfélags Akureyrar í gær- kvöldi en það var einmitt á Akur- eyri sem hann hóf þátttöku í stjórnmálum. „Ég byrjaði hér og hef verið virkur þátttakandi í öllum alþingis- kosningum síðan 1963, fyrst sem blaðamaður og erindreki og svo sem frambjóðandi 1971 og þing- maður síðan 1979,“ sagði Halldór í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir tíma til kominn að draga sig í hlé og gefa öðrum tæki- færi. „Ég verð 69 ára á næsta ári og mig langar að vera meira með konu minni og börnum á meðan heilsan er enn góð.“ Halldór var varaþingmaður frá 1971 til 1979 þegar hann hlaut fast þingsæti. Hann var landbúnaðar- og samgönguráðherra 1991-1995 og samgönguráðherra 1995-1999. Þá var hann forseti Alþingis 1999- 2005. Halldór er nú formaður utanríkismálanefndar þingsins. „Þetta hefur verið langur en mjög góður tími. Stjórnmál eru krefjandi og þó stundum blási á móti er starf stjórnmálamanns- ins mjög gott,“ segir Halldór. Hann kveðst hafa náð ýmsu fram á ferli sínum og nefnir í því sam- hengi jarðgöng til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar og Háskólann á Akureyri. Fjögur ár eru síðan Halldór ákvað að þetta kjörtímabil yrði hans síðasta. Hann ætlar að sitja til vors; segist enda alls ekki vera uppgefinn en meiri samvistir við fjölskylduna togi í hann. Halldór þakkar konu sinni, Kristrúnu Eymundsdóttur, fyrir ríkan stuðn- ing í gegnum árin. „Ef maður á ekki góða konu þá getur maður ekki staðið í svona.“ - bþs Halldór Blöndal hættir þingmennsku í vor eftir 35 ára störf í stjórnmálum: Ef maður á ekki góða konu þá getur maður ekki staðið í svona HALLDÓR BLÖNDAL Hefur setið á þingi síðan 1979. MÁLÞING um loftlagsbreytingar Staðardagskrá 21 HVAÐ GET ÉG GERT? Málþingið verður haldið í Hafnarborg fimmtudag- inn 21. september og hefst klukkan 20.00. Á málþinginu er m.a. útskýrt af hverju loftslags- breytingar stafa, hvað í daglegu lífi okkar hefur áhrif á loftslag og veittar gagnlegar upplýsingar um ýmislegt sem almenningur getur gert til að draga úr þessum breytingum. DAGSKRÁ: 20:00 Setning Gunnar Svavarsson forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 20:10 Loftslagsbreytingar – Hverjum klukkan glymur Ingibjörg Björnsdóttir Landvernd 20:30 Orkunotkun – Tækifæri til breytinga Sigurður Friðleifsson Orkusetri 20:50 Hjólreiðar - Hreinna loft, bætt lýðheilsa, betri fjárhagur Morten Lange formaður Landssamtaka hjólreiðamanna 21:10 Kaffi 21:30 Loftslagsbreytingar og framtíðin Hvernig fáum við börnin okkar til að breyta til? Ingimar Bjarni Sverrisson ungmennaráði Hafnarfjarðar 21:50 Loftslagsbreytingar - Hvað veldur mótstöðu við breytingar á hegðun? Marteinn Steinn Jónsson sálfræðingur 22:10 Full af lofti Arnheiður Hjörleifsdóttir Landsskrifstofa Staðardagskrár 21 22:30 Málþingi slitið Stjórnandi málþingsins er Gunnar Svavarsson forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Allir velkomnir – enginn aðgangseyrir Kynning á tvíorku bílum frá Heklu og Toyota verður við Hafnarborg frá kl. 18 sama dag. Allir áhugamenn um bíla eru hvattir til að kynna sér nýja valmöguleika í bílum. Nánari upplýsingar eru á www.hafnarfjordur.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.