Fréttablaðið - 21.09.2006, Page 38
[ ]
Vigdísi Gunnarsdóttur er svo
sannarlega margt til lista lagt,
því auk þess að leika, syngja
og skrifa stendur hún í stór-
ræðum heima hjá sér.
Klukkustundirnar þyrftu að vera
fleiri í sólarhringnum hjá Vigdísi.
Á daginn vinnur hún að undirbún-
ingi sýningar á vegum Latabæjar,
sem mun fara um þver og endi-
löng Bandaríkin, þar sem leikarar
verða ráðnir til að fara með hlut-
verk tveggja þekktra sögupersóna
úr sjónvarpsþáttunum.
Vigdís tengist Latabæ reyndar
með margvíslegum hætti, því hún
fór á sínum tíma með hlutverk
Höllu hrekkjusvíns í uppsetningu
á „Glanna glæp í Latabæ“ í Þjóð-
leikhúsinu.
Þegar Vigdís lýkur vinnu við
Latabæ á daginn taka við skriftir á
kvöldin og nóttunni. „Skrifin
tengjast spennandi handritanám-
skeiði sem ég sæki í Danmörku,“
segir Vigdís og eftirvæntingin
leynir sér ekki í röddinni, enda
segist hún vera mjög áhugasöm
um handritsgerð auk þess sem
hún er önnum kafin sem pródús-
ent í lausavinnu.
Með hliðsjón af ofansögðu er
varla skrítið að það skipti Vigdísi
máli að hafa góða vinnuaðstöðu.
Henni hefur hún komið upp heima
hjá sér í skemmtilegri íbúð í
miðbæ Reykjavíkur, en í hana
flutti hún fyrir sjö árum. „Á kvöld-
in sit ég við þetta forláta borð og
skrifa,“ segir hún um virðulegt
borð í stofunni, en þar er á ferð-
inni fyrsta borðstofuborð afa
hennar og ömmu sem hún segist
hafa verið einstaklega lánsöm að
eignast. „Borðið gegnir reyndar
margvíslegu hlutverki, því auk
þess að vera fínasta skrifborð er
það notað undir borðhald,“ bætir
hún við.
Íbúð Vigdísar er falleg og björt,
en hún segist hafa varið nokkrum
tíma í að gera hana upp. „Ég opn-
aði á milli eldhússins og stofunnar
til að stækka rýmið,“ útskýrir hún.
„Svo skipti ég eldhúsinnrétting-
unni út fyrir innréttingu sem Dan-
íel Magnússon, myndlistarmaður
og húsgagnahönnuður, setti upp.
Við hönnuðum hana í sameiningu
en hann lagði alveg ótrúlega vinnu
í smíðina. Sem dæmi um það eru
höldurnar á innréttingunni sagað-
ar út og handpússaðar. Daníel
hannaði einnig eldhússtólana sem
eru eins og sést sannkölluð lista-
smíði.“
Vigdís reyndi að gera sem
mest sjálf á meðan á breytingun-
um stóð og bendir á í því sam-
hengi að hún hafi ekki farið með
fleipur í sjónvarpsauglýsingun-
um „Ekkert mál“, þar sem hún
hvetur fólk til að ráðast sjálft í
viðhald, viðgerðir og smíðar
sökum þess hve auðvelt það sé.
„Ég viðurkenni þó fúslega að ég
fól iðnaðarmönnum ákveðin verk-
efni,“ segir hún hlæjandi og bætir
við að þótt eldhúsið sé tilbúið sé
framkvæmdum ólokið.
„Þegar ég festi kaup á íbúðinni
gerði ég það vegna allra möguleik-
anna sem hún hafði upp á að
bjóða,“ útskýrir Vigdís. „Enn á
eftir að bæta svölum við hana,
setja upp fallega kamínu og auka
lofthæðina með því að opna upp í
ris. Segja má að ég sé að láta verða
af hugmyndunum sem ég fékk
þegar ég kom í fyrsta sinn inn í
íbúðina. Ætli ég verði ekki fyrst
fullkomlega sátt að þeim afstöðn-
um,“ segir leikkonan, handritshöf-
undurinn og þúsundþjalasmiður-
inn Vigdís.
roald@frettabladid.is
Vigdísi finnst gaman að safna hlutum
sem hafa tilfinningalegt gildi. Þessa
skemmtilegu veggklukku átti frænka
Vigdísar, sem giftist dönskum dýralækni
og lifði sannkölluðu hefðarkonulífi í
Danmörk. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Sannkallaður
þúsundþjalasmiður
Hérna sjást skápahöldurnar, sem Daníel
sagaði út og handpússaði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Vigdís og Daníel Magnússon húsgagna-
hönnuður eiga hugmyndina að þessari
fallegu eldhúsinnréttingu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Vigdís situr hér við borðstofuborð sem henni áskotnaðist frá afa sínum og ömmu en
það gegnir mörgum hlutverkum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Stofan hjá Vigdísi er björt og stílhrein,
en hún vill ekki hafa mikið í kringum
sig. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Þennan skemmtilega „hestalampa“ fékk
Vigdís hjá móður sinni, en hann var
upphaflega í eigu móðurafa hennar.
Hún var heillengi að finna skerm sem
passaði á hann. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Daníel Magnússon hannaði þessa
fallegu eldhússtóla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Góður andi Íbúðir sem hafa góðan anda seljast yfirleitt fyrr.
Prófaðu að hafa kveikt á kertum og spila þægilega tónlist þegar
hugsanlegir kaupendur koma að skoða. Svo má líka prófa að baka
köku og láta ilminn berast fram á gang.
Skólavörðustíg 21
Sími 551 4050 • Reykjavík
Ný sending af
sængurfatnaði