Fréttablaðið - 21.09.2006, Síða 86
50 21. september 2006 FIMMTUDAGUR
Greta Mjöll Samúelsdóttir vakti mikla athygli í síðustu viku þegar
hún skoraði sigurmark Breiðabliks í tveimur af þremur leikjum liðs-
ins í Evrópukeppninni, annað gegn finnsku meisturunum í Helsinki
og hitt gegn hvít-rússnesku meisturunum í Vitebsk, en bæði mörkin
komu á síðustu mínútum leikjanna. Fyrir vikið komst Breiðablik í 8
liða úrslit þar sem Blikastúlkur munu etja kappi við ensku meistar-
ana í Arsenal.
„Það var gaman að skora þessi mörk svona alveg í lokin. Það er
alltaf aðeins meiri plús þegar þetta er svona spennandi. Halda
áhorfendunum spenntum,“ sagði Greta Mjöll og var greinilega mjög
ánægð með mörkin tvö.
Greta Mjöll lét mjög vel af þessari ferð og sagði að stemningin
í hópnum hefði verið mjög góð. „Þetta var rosalega skemmtileg
ferð. Nú hefur maður farið í nokkrar landsliðsferðir og þetta er allt
öðruvísi stemning. Ekki það að landsliðsferðirnar séu leiðinlegar, alls
ekki, þær eru bara öðruvísi. En auðvitað var þetta svolítið erfið ferð,
við spiluðum þarna þrjá leiki á sex dögum,“ sagði Greta Mjöll.
Eins og áður segir mæta Blikastúlkur Arsenal í næstu umferð og er
fyrri leikurinn hér á landi 12. október, líklega á
Kópavogsvelli.
Greta Mjöll er með samning við Breiðablik út
næsta sumar og sagðist vel geta hugsað sér að
fara til útlanda og spila knattspyrnu þar eftir
þann tíma. „Það hefur alltaf verið stefnan að
fara einhvern tímann út, t.d. í skóla, og ég er að
velta þessu fyrir mér. Auðvitað er líka frábært
að fá tækifæri til að spila við lið eins og Arsenal
og Frankfurt og vonandi nær maður bara að
sýna hvað maður getur gegn þeim. En ég verð í
Landsbankadeildinni í a.m.k. ár í viðbót þar sem
ég er enn að klára menntaskóla en svo fer maður
kannski í einhvern háskóla. Ég er svolítið spennt
fyrir Bandaríkjunum og svo er Þýskaland líka mjög
spennandi. Draumurinn er að geta lifað á því
sem mér finnst skemmtilegast að gera,“ sagði
þessi snjalla knattspyrnukona að lokum.
GRETA MJÖLL SAMÚELSDÓTTIR: TVÖ SIGURMÖRK FYRIR BREIÐABLIK Á SÍÐUSTU MÍNÚTUM LEIKJANNA
Draumurinn að fara út að spila
> Ekki nema 8 lið í 1. deildinni í körfubolta
Tvö lið hafa nú dregið sig úr keppni í 1.
deild karla í körfuknattleik. Reynir Sand-
gerði og ÍS féllu úr 1. deildinni sl. vor og
í þeirra stað komu ÍG og Ármann/Þróttur
upp úr 2. deild. ÍG og Drangur frá Vík í
Mýrdal sáu sér hins vegar ekki fært að
halda úti liði í 1. deild og hafa fyrir vikið
hætt við keppni. Í kjölfarið var gengið á
forsvarsmenn Reynis frá Sandgerði og
ÍS um að liðin héldu sætum sínum í 1.
deildinni í vetur en bæði liðin afþökkuðu
boðið og sögðust einfaldlega ekki hafa
nægan mannskap í þetta verkefni. Sú staða er því komin
upp að eingöngu 8 lið eru skráð til keppni í 1. deildinni og
er það visst áhyggjuefni fyrir körfuknattleikshreyfinguna og
leiðindamál fyrir körfuboltann í heild sinni.
FÓTBOLTI Í Fréttablaðinu í gær
kom fram í frétt um Guðjón
Þórðarson að lið Víkings væri
hugsanlega einn af valmöguleik-
um Guðjóns á starfi sem segist
eiga fleiri kosti en ÍA.
Það er ekki rétt sem fram kom
í fréttinni að samningur Magnús-
ar við Víking væri væntanlega
uppsegjanlegur eftir sumarið því
hann er ekki uppsegjanlegur fyrr
en í október 2007.
„Það er ánægja með störf
Magnúsar hjá Víkingi og hann er
ánægður hjá félaginu,“ sagði
Róbert B. Agnarsson, formaður
knattspyrnudeildar Víkings.
Hugsanlegum möguleikum
Guðjóns á starfi hér á land hefur
þar með fækkað um einn. - hbg
Magnús Gylfason:
Áfram með
Víking
FÓTBOLTI Morten Olsen, landsliðs-
þjálfari Dana, hefur látið hafa
eftir sér að hann vilji fækka
útlendingum í dönsku knatt-
spyrnunni. Olsen segir að
erlendir leikmenn séu margir
hverjir góðir en þeir séu líka
vandamál. Landsliðsþjálfarar
Noregs og Svíþjóðar hafa sagt
það sama á undanförnum
mánuðum.
„Við höfum orðið vitni að því á
síðustu árum að fjöldi sæmilegra
knattspyrnumanna í skandinav-
ískum félögum hefur aukist
mikið,“ sagði Morten Olsen.
Landsliðsþjálfararnir þrír hafa
því allir farið fram á það að bestu
liðin í löndunum þremur hætti að
flytja inn erlenda leikmenn sem
ekki eru í landsliðsklassa, þeir
taki einfaldlega pláss frá hæfi-
leikaríkum heimamönnum. - dsd
Morten Olsen:
Vill færri er-
lenda leikmenn
MORTEN OLSEN Segir að of margir
erlendir leikmenn séu í dönsk deildinni.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Breska ríkissjónvarpið
sýndi í fyrrakvöld klukkustundar-
langan sjónvarpsþátt þar sem
fjallað er um spillingarmál í ensku
úrvalsdeildinni. Fylgst er með
knattspyrnuþjálfara sem þykist
hafa áhuga á að gerast umboðs-
maður. Hann fylgist með og ræðir
við umboðsmenn og knattspyrnu-
stjóra sem segja frá mútugreiðsl-
um sem starfsmenn knattspyrnu-
félaga hafa tekið við. Einn þeirra
umboðsmanna og sá sem er hvað
mest áberandi í þættinum er Peter
Harrison, fyrrum umboðsmaður
Eiðs Smára Guðjohnsen.
Harrison sá um sölu Eiðs frá
Bolton til Chelsea og fullyrðir
umsjónarmaður þáttarins að
Harrison hafi hagnast um eina
milljón punda á þeirri sölu. Eiður
var seldur á 4,5 milljónir punda á
sínum tíma. Þó er ekki fullyrt að
þau viðskipti hafi verið með
nokkrum hætti óeðlileg.
Enska knattspyrnusambandið
hefur farið fram á að BBC afhendi
öll sönnunargögn sem það hefur
undir höndum hvað varðar spill-
ingarmál í enskri knattspyrnu. Í
þættinum er mikið um ásakanir
og dylgjur en afar lítið um blá-
kaldar staðreyndir og sönnunar-
gögn. Í sumum tilfellum eru þó
fullyrðingarnar mjög sannfær-
andi.
Sam Allardyce, stjóri Bolton,
er sakaður um að hafa þegið mútu-
greiðslur frá tveimur umboðs-
mönnum í gegnum son sinn, Craig,
sem þar til í sumar var skráður
umboðsmaður knattspyrnu-
manna. Mútugreiðslurnar virka
þannig að viðkomandi knatt-
spyrnustjóri samþykkir að kaupa
leikmann í gegnum viðkomandi
umboðsmann gegn því að stjórinn
fái hluta þóknunarinnar sem
umboðsmaðurinn fær fyrir við-
skiptin. Sú greiðsla er vitanlega
svört og kallast á ensku „bung“.
Allardyce hefur neitað ásökun-
unum og hyggst kæra BBC fyrir
að bera lygar upp á sig og sverta
mannorð hans. Hann segist sann-
færður um að BBC geti ekki
komið fram með nein sönnunar-
gögn sem styðji ásakanirnar.
Harry Redknapp er einnig fest-
ur á filmu þar sem hann ræðir við
Harrison um að festa mögulega
kaup á Andy Todd, fyrirliða Black-
burn. Harrison er einnig sýndur
þar sem hann ræðir við Frank
Arnesen, yfirmann unglingamála
Chelsea, og fulltrúa Liverpool um
15 ára táning að nafni Nathan Por-
ritt sem er á mála hjá Middles-
brough. Fram kom í gær að for-
ráðamenn félagsins væru æfir
vegna málsins og aldrei gefið
Harrison leyfi til að ræða við
önnur félög um Porritt.
Arnesen sést í þættinum ræða
það hvernig mætti greiða Porritt
leynilegar greiðslur upp á 150
þúsund pund ef hann samþykkti
að koma til félagsins.
Mun fleiri ásakanir koma fram
í þættinum og greinilegt að ekki
eru öll kurl komin til grafar í
þessu máli. - esá
Í SVIÐSLJÓSINU Sam Allardyce fyrir utan heimili sitt í gær þar sem hann var umsetinn
fréttamönnum og ljósmyndurum. NORDIC PHOTOS/AFP
Sjónvarpsþáttur BBC um spillingarmál í enska boltanum sýndur í fyrrakvöld:
Fyrrverandi umboðsmaður Eiðs Smára
Guðjohnsen á bólakafi í spillingarmáli
HNEFALEIKAR IBF-heimsmeistarinn
í hnefaleikum, Vladimir
Klitschko, mætir áskorandanum
Calvin Brock í Madison Square
Garden í New York 11. nóvember
næstkomandi.
Calvin Brock hefur ekki enn
tapað bardaga á sínum ferli,
hefur unnið alla þá 29 bardaga
sem hann hefur tekið þátt í og þar
af 22 með rothöggi. Vladimir
Klitschko á 49 bardaga að baki, 46
sigra og 3 töp, þar af hefur hann
unnið 40 bardaga með rothöggi.
- dsd
IBF-titillinn í hnefaleikum:
Klitschko mæt-
ir Calvin Brock
FÓTBOLTI Fylkir er sem kunnugt er
eitt þeirra liða sem eiga það á
hættu að falla úr úrvalsdeild karla
þegar ein umferð er óleikin. Liðið
er með 21 stig og eins og gefur að
skilja er hvert stig dýrmætt í fall-
baráttunni. Fylkismenn geta þakk-
að Páli Einarssyni fyrir níu þeirra
en þau fimm mörk sem hann hefur
skorað í sumar hafa öll komið í
stigaleikjum. Nú síðast jafnaði
hann metin fyrir Fylki gegn Blik-
um og tryggði liðinu jafntefli.
Fyrr í sumar tryggði hann Fylki
sigur gegn ÍA á útivelli og skoraði
síðara markið í 2-0 sigri á Víkingi í
sínum fyrsta deildarleik með
félaginu. Þá hefur hann auk leiks-
ins gegn Blikum tvívegis tryggt
Fylki jafntefli á útivelli.
„Það er auðvitað gaman að
þessari tölfræði en þetta hefur
kannski ekki verið nóg því við
erum ekki lausir við falldraug-
inn,“ sagði Páll við Fréttablaðið í
gær. „En mér hefur gengið mjög
vel og liðinu ágætlega. Það hefur
spilað á köflum mjög vel og er ég
ótrúlega ánægður með að hafa
skipt yfir í Fylki. Það gaf mér smá
spark í rassinn og dvöl mín hefur
verið skemmtileg enda Fylkir
mjög gott félag.“
Brotthvarf Páls frá Þrótti var
áberandi í fjölmiðlum í haust en
þáverandi þjálfari liðsins, Atli
Eðvaldsson, gagnrýndi Pál til að
mynda fyrir að vera of þungur og
hafa gætt sér á samloku fyrir leik
í fyrra.
„Ég neita því ekki að ég var far-
inn að íhuga það alvarlega að
hætta eftir þetta mál en maður
hefur svo hryllilega gaman af
þessu að það er erfitt að slíta sig
frá þessu.“
Leifur Garðarsson, þjálfari
Fylkis, segir að Páll hafi reynst
happafengur fyrir Fylki. „Við
hefðum ekki fengið hann nema við
vissum að það byggi eitthvað í
honum. Hann hefur sannarlega
skilað af sér og rúmlega það. Hann
er einnig dýrmæt hjálp fyrir okkar
yngri leikmenn enda afar reynslu-
mikill. Það er ómetanlegt að hafa
slíka leikmenn til að geta leiðbeint
þeim yngri inni á vellinum. Hann
gefur vel af sér í því. En fyrst og
fremst kann Páll að hafa gaman af
fótbolta og það er það sem fótbolti
á fyrst og fremst að snúast um.“
Páll fagnaði markinu gegn
Breiðabliki á sérstæðan máta en
þá hljóp hann upp að auglýsinga-
skilti sem auglýsti Júmbó-samlok-
ur. „Maður varð að gera smá djók
úr þessu. Ef við hefðum gengið
skrefinu lengra og verið með sam-
loku á staðnum hefði ég klárlega
bitið í hana,“ sagði hann og hló.
eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
PÁLL EINARSSON Fagnar hér fyrsta marki sínu fyrir Fylki, sem hann skoraði gegn
Víkingi í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Mörk Páls dýrmæt Fylki
Páll Einarsson gekk til liðs við Fylki í vetur eftir að hafa alið manninn í Þrótti
stærstan hluta síns knattspyrnuferils. Hann hefur verið lykilmaður í liðinu og
skorað fimm mörk sem hafa verið hvert öðru dýrmætara.
FÓTBOLTI Harry Kewell, leikmaður
Liverpool, þarf að gangast undir
aðra aðgerð til að fá bót meina
sinna. Þetta er mikið áfall fyrir
Kewell, sem hefur verið lengi frá
vegna meiðsla á sínum ferli.
Kewell þurfti að hætta keppni
á HM í sumar og fyrstu fréttir
voru þær að leikmaðurinn væri
með þvagsýrugigt. Það var hins
vegar ekki rétt og talsmaður
Liverpool sagði frá því í gær að
leikmaðurinn væri með liðsýk-
ingu í fæti.
„Kewell fór í aðgerð í júlí og
nú er ljóst að hann þarf að fara í
aðra aðgerð til losna við þetta
leiðinlega vandamál,“ var haft
eftir talsmanni Liverpool.
- dsd
Áfall fyrir Harry Kewell:
Þarf að fara í
aðra aðgerð
HARRY KEWELL Hefur átt í miklum
meiðslum allt frá því að hann gekk til
liðs við Liverpool frá Leeds.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
sport@frettabladid.is