Fréttablaðið - 21.09.2006, Síða 88
52 21. september 2006 FIMMTUDAGUR
FÓTBOLTI Stjórnarmenn í enska
knattspyrnuliðinu Liverpool hafa
boðað til fundar til að ræða stór
yfirtökutilboð sem borist hafa í
félagið. Samkvæmt fréttum hafa
þrír aðilar lagt inn tilboð í félagið
og einn þeirra er Steve Morgan,
sem er þriðji stærsti hluthafi í
Liverpool. Hinir eru taílenski
forsætisráðherrann fyrrver-
andi Thaksin Shinawatra, sem
stendur í ströngu núna, og
bandarískur auðkýfingur að nafni
Robert Kraft. Liverpool er metið
á rúmlega 200 milljónir punda,
sem nemur rúmlega 26 milljörð-
um íslenskra króna. - dsd
Stjórn Liverpool FC:
Íhugar þrjú stór
yfirtökuboð
LIVERPOOL FC Stjórnarmenn félagsins
eru með mörg járn í eldinum þessa
dagana. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Knattspyrnusamband
Evrópu og íþróttamálaráðherrar
víðs vegar í Evrópu íhuga nú að
setja hömlur á félagslið hvað
varðar laun og kaupverð á
leikmönnum. Ekki er þó ætlunin
að setja launaþak á félög, heldur
er hugmyndin að samræma
eyðslu og innkomu félagsliða.
Þetta þýðir að félögum væri
óheimilt að eyða meiru í laun og
kaup á leikmönnum en innkoma
félagsins nemur. Félögum væri
þó frjálst að sækja um lán vegna
framkvæmda á leikvöngum og
æfingasvæðum.
Ef þessar reglur ganga í gegn
væru það ekki góð tíðindi fyrir
Englandsmeistara Chelsea. Á
fyrstu tveimur árum Romans
Abramóvitsj við stjórnvölinn hjá
Chelsea var tap félagsins metið
á 228 milljónir punda og félagið
eyddi 276 milljónum punda
eingöngu í leikmannakaup. - dsd
Knattspyrnusamband Evrópu:
Íhugar að setja
hömlur á félög
ÚRSLITIN Í GÆR
Enska úrvalsdeildin
LIVERPOOL-NEWCASTLE 2-0
1-0 Dirk Kuyt (29.), Xabi Alonso (79.).
Enska deildarbikarinn
CHESTERFIELD-MANCHESTER CITY 2-1
DONCASTER-DERBY 3-3 (8-7)
FULHAM-WYCOMBE 1-2
Heiðar Helguson skoraði mark Fulham.
SCUNTHORPE-ASTON VILLA 1-2
MIDDLESBROUGH-NOTTS COUNTY 0-1
Þrjú úrvalsdeildarlið féllu úr leik í keppninni í gær.
Ítalska úrvalsdeildin
CHIEVO-LAZIO 0-1
0-1 Oddo (63.).
ATALANTA-EMPOLI 0-0
CAGLIARI-LIVORNO 2-2
0-1 Bakayoko (8.), 1-1 Ferri (12.), 2-1 Suazo (57.),
2-2 Danilevicius (61.).
FIORENTINA-PARMA 1-0
1-0 Mutu (17.).
MESSINA-REGGINA 2-0
1-0 Rigano (24.), 2-0 Rigano (85.).
AC MILAN-ASCOLI 1-0
1-0 Jankulovski (68.).
PALERMO-CATANIA 5-3
0-1 Corona (26.), 1-1 Tedesco (27.), 2-1 Simlic-
io (47.), 2-2 Mascara (64.), 3-2 Corini (68.), 4-2
Amauri (74.), 5-2 Barzagli (80.), 5-3 Spinesi (93).
AS ROMA-INTER 0-1
0-1 Crespo (44.).
SAMPDORIA-UDINESE 3-3
0-1 Di Natale (4.), 0-2 Iaquinta (16.), 0-3 Asam-
oah (43.), 1-3 Delvecchio (44.), 2-3 Volpi (68.),
3-3 Flachi (77.).
TORINO-SIENA 1-2
0-1 Frick (4.), 0-2 Frick (35.), 1-2 Muzzi (40.).
Norska bikarkeppnin
FREDRIKSTAD-START 3-2
Jóhannes Harðarson var ekki í leikmannahópi
Start.
Sænska úrvalsdeildin
HELSINGBORG-GEFLE 2-0
GAIS-HALMSTAD 1-4
Jóhann Guðmundsson var ekki í hópnum hjá GAIS.
HÄCKEN-ELFSBORG 1-4
Ari Freyr Skúlason var ekki í hópnum hjá Häcken.
DJURGÅRDEN-AIK SOLNA 0-1
Kári Árnason var í byrjunarliði Djurgården en Sölvi
Geir Ottesen var ekki í hópnum.
STAÐAN
AIK 19 11 6 2 35-17 39
ELFSBORG 19 9 9 1 35-17 36
IFK GAUTAB. 18 8 6 4 30-19 30
DJURGÅRDEN 19 8 6 5 22-16 30
KALMAR 18 9 2 7 26-19 29
HELSINGBORG 19 7 7 5 29-23 28
MALMÖ 18 8 4 6 30-25 28
HAMMARBY 19 9 3 6 29-25 27
GEFLE 19 6 5 8 19-28 23
GAIS 19 5 7 7 20-25 22
HALMSTAD 19 4 8 7 15-23 20
ÖRGRYTE 18 3 5 10 19-31 14
HÄCKEN 19 2 6 11 19-36 12
ÖSTERS 18 2 4 12 12-36 10
FÓTBOLTI Liverpool vann í gær 2-0
sigur á Newcastle í ensku úrvals-
deildinni en mörk liðsins skoruðu
Dirk Kuyt og Xabi Alonso. Sá síð-
arnefndi var reyndar arkitektinn
að marki þess fyrrnefnda en Kuyt
kom heimamönnum yfir eftir fyr-
irgjöf Steve Finnan. Alonso
kláraði svo leikinn endanlega
seint í síðari hálfleik er hann skor-
aði með langskoti af eigin vallar-
helmingi. Hann sá að Steve Harp-
er markvörður var heldur
framarlega í teignum og lét því
vaða. Harper reyndi að komast
fyrir skotið en rann og varð að sjá
eftir boltanum í markið. Luis Gar-
cia hafði reyndar skotið í stöng
Newcastle-marksins skömmu
fyrir mark Alonso og þá fékk
Craig Bellamy gott marktækifæri
fyrr í leiknum.
Newcastle náði sér aldrei á
strik og skapaði sér sjaldan góð
marktækifæri fyrir framan mark
Liverpool. Shola Ameobi krafðist
reyndar tvívegis að vítaspyrna
yrði dæmd á leikmenn Liverpool,
í fyrra skiptið eftir viðskipti við
Daniel Agger og það síðara eftir
að Jamie Carragher átti að hafa
handleikið knöttinn. - esá
Liverpool vann 2-0 sigur á Newcastle í gær:
Fyrsta mark Kuyt og
glæsimark Alonso
DIRK KUYT Skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY
HANDBOLTI Stjarnan varð í gær
meistari meistaranna eftir 29-25
sigur á Fram. Stjarnan komst mest
í tíu marka forystu í síðari hálfleik
en gaf eftir á lokakaflanum. Elías
Már Halldórsson skoraði ellefu
mörk fyrir Stjörnuna í sínum
fyrsta leik með félaginu en Jóhann
Gunnar Einarsson var marka-
hæstur Framara með sex mörk.
Stjörnumenn byrjuðu leikinn
af miklum krafti og voru sérstak-
lega öflugir í varnarleiknum. Á
fyrstu tíu mínútum leiksins kom-
ust Stjörnumenn mest í sex marka
forystu þrátt fyrir að hafa misnot-
að tvö vítaköst. Varnarleikurinn
hjá Fram var að sama skapi ekki
upp á sitt besta. Konráð Olavsson
og Patrekur Jóhannesson misnot-
uðu vítin og eftir það síðara
hrukku Framarar í gang og tókst
að minnka muninn í tvö mörk.
Leikmenn Stjörnunnar létu þó
ekki slá sig út af laginu og voru
drjúgir að stöðva sóknir Framara
og uppskera hraðaupphlaups-
mörk. Elías Már Halldórsson, sem
hefur undanfarin ár leikið með
HK, lét sitt ekki eftir liggja og
skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik.
Stjarnan hafði fjögurra marka
forystu í hálfleik, 17-13.
Framarar söknuðu greinilega
Sverre Jakobssonar en nýja
varnarmanninum, Brjáni Brjáns-
syni, óx þó ásmegin eftir því sem
leið á leikinn. Þó var mikið um
klaufaleg mistök sem kostuðu
Framara mörg ódýr mörk.
Ólíkt upphafi fyrri hálfleiks
gekk leikmönnum bölvanlega illa
að skora í upphafi þess síðari.
Aðeins þrjú mörk komu á fyrstu
tíu mínútunum og skoruðu Íslands-
meistararnir einungis eitt mark á
fyrsta stundarfjórðungnum. Á
þessum kafla gerðu Stjörnumenn
út um leikinn og þó að Frammarar
hafi klórað í bakkann í lokin var
sigurinn aldrei í hættu.
„Við vorum slakir í kvöld og
áttum alls ekki skilið að vinna
miðað við okkar spilamennsku í
kvöld,“ sagði Guðmundur Guð-
mundsson, þjálfari Fram. „Við
vorum lélegir bæði í vörn og sókn
og gerðum þar að auki mörg mis-
tök. Þetta var orðið að eltingarleik
og vorum við ekki tilbúnir í þenn-
an leik að mínu mati,“ sagði Guð-
mundur og neitaði því ekki að liðið
saknaði Sverre Jakobssonar sem
var óneitanlega besti varnarmað-
ur deildarinnar í fyrra.
Elías Már var funheitur í gær
og skoraði ellefu mörk úr þrettán
skotum. Hann var besti maður
vallarins ásamt Patreki Jóhannes-
syni fyrirliða Stjörnunnar sem
skoraði sjö mörk. „Ég gat ekki
beðið um betri byrjun í Stjörnunni
og vonandi er þetta eitthvað sem
koma skal í vetur. Og við ætlum
okkur að berjast um titilinn í vetur
enda eru kröfur í Garðabæ um
það. Við höfum styrkt okkur hell-
ing og eigum Tite inni þar að auki.
Við verðum baneitraðir í vetur,“
sagði Elías Már.
eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
FYRIRLIÐINN Patrekur Jóhannesson
kampakátur með bikarinn í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
MARK Volodimir Kybil skorar eitt þriggja marka sinna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Verðum baneitraðir í vetur
Stjarnan vann meistarakeppni HSÍ í gærkvöldi eftir sigur á Fram, 29-25, í Safa-
mýrinni. Bikarmeistararnir hófu því leiktíðina á besta mögulega máta en
Íslandsmeistararnir sakna greinilega Sverre Jakobssonar sárt.
TÖLFRÆÐI LEIKSINS
Mörk Fram: Jóhann G. Einarsson 6/5 (8/5), Stef-
án Stefánsson 5 (7), Brjánn Brjánsson 3 (3), Rúnar
Kárason 3 (6), Hjörtur Henriksson 2 (3), Sergey
Serenko 2 (7), Sigfús Páll Sigfússon 2 (7), Þorri
B. Gunnarsson 1 (1), Guðjón F. Drengsson 1 (2),
Haraldur Þorvarðarson (2), Andri Haraldsson (5).
Varin skot: Björgvin Gustavsson 16/3 (43/8),
Björn Friðþjófsson 1 (2).
Mörk Stjörnunnar: Elías Már Halldórsson 11 (13),
Patrekur Jóhannesson 7 (9/1), Guðmundur Guð-
mundsson 6/5 (8/6), Volodimir Kybil 3 (5), David
Kekelia 1 (1), Björn Óli 1 (2).
Varin skot: Roland Eradze 21 (49/5), Styrmir Sig-
urðsson (1/1).