Fréttablaðið - 24.09.2006, Síða 65

Fréttablaðið - 24.09.2006, Síða 65
SUNNUDAGUR 24. september 2006 25 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? SEPTEMBER 21 22 23 24 25 26 27 Sunnudagur ■ ■ SÝNINGAR  11.00 Listamennirnir Anna Eyjólfsdóttir, Jessica Stockholder, Ragnhildur Stefánsdóttir, Rúrí og Þórdís Alda Sigurðardóttir sýna verk sín á samsýningunni Mega vott sem nú stendur yfir í Hafnarborg. Sýningin er opin milli 11-17 en hún stendur til 2. október.  13.00 Sýning á safneign Nýlistasafnsins verður opnuð í húsakynnum safnsins að Laugavegi 26. Opið verður daglega frá 13-17 og munu valdir góðkunningjar safnsins stýra óhefðbundinni leiðsögn kl 14. á hverjum degi. Sýningin stendur til 1. október.  14.00 Í Safni, samtímalistasafni við Laugaveg 37, stendur yfir sýning listamannanna Tilo Baumgärtel og Martin Kobe frá Leipzig í Þýskalandi. Á sýningunni eru málverk, teikningar og vídeóverk. Innsetning svissneska listamannsins Roman Signer er til sýnis á ann- arri hæð Safns. Safn er opið milli 14-18 mið-fös en 14-17 um helgar. Sýningarnar standa yfir til 5. nóv- ember.  15.00 Myndlistarmennirnir Sirra Sigrún Sigurðardóttir og Ásdís Sif Gunnarsdóttir leiða gesti Listasafns Reykjavíkur um sýninguna Pakkhús postulanna í Hafnarhúsinu. Ellefu ungir listamenn eiga verk á sýning- unni en stjórar hennar eru Daníel Karl Björnsson og Huginn Þór Arason. ■ ■ UPPÁKOMUR  10.00 Kyrrðardagur í Viðey. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson dóm- kirkjuprestur leiðir dagskrána sem samanstendur af útivist, notalegum matmálstímum og kyrrðarstundum í Viðeyjarkirkju og Viðeyjarstofu. Heimferð kl. 18.30 Kostnaður við hádegismat, síðdegiskaffi, ferjutoll og dagskrá er 3.750 kr. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Hleranir í köldu stríði Það er margt fróðlegt í síðasta hefti tímaritsins Þjóðmála, ekki hvað síst er ítarleg grein Þórs Whiteheads, „Smáríki og heimsbyltingin“, um öryggisdeild íslensku lögreglunnar og fleira, vel til þess fallin að vekja forvitni, andmæli og umræður. Á sínum tíma held ég að bækur Þórs um Ísland í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar hafi breytt viðhorfi almennings til rannsókna á samtímasögu og stóraukið áhugann á slíkum fræðiritum. Síðan hafa bækur um kalda stríðið, til dæmis eftir Val Ingimundarson um Ísland og Bandaríkin og Jón Ólafsson um íslenska sósíalista og Sovétríkin, vakið verð- skuldaða athygli. Ekki er langt síðan upplýst var um samstarf íslenskra og bandarískra stjórnvalda við að koma höggi á Halldór Laxness og nú er væntanlegt verk eftir Guðna Th. Jóhannesson um símhleranir stjórnvalda í köldu stríði (Andstæðingar okkar beittu hlerunum. Máttu þeir einir beita símahlerunum á Íslandi? spurði Morgunblaðið í leiðara af þessu tilefni þann 23. maí sl., líktog það væri málsaðili). Almenningi finnst orðið sjálfsagt að vera upplýstur um merkilega drætti samtímasögunnar með verkum sem þessum. Í því ljósi er það algerlega fráleit afstaða að neita Kjartani Ólafssyni, virtum fræðimanni og þess utan fórnarlambi slíkra hlerana, um aðgang að gögnum um hleranamálið. Þá ákvörðun ber að endur- skoða, í nafni lýðræðis. Njósnað um Nóbelinn Bandaríska skáldið William Faulkner sagði eitt sinn við Matthías Johannessen að það væri ekki pláss í Bandaríkjunum fyrir bæði Faulkner og Hemingway. Hvað mega þá smáþjóðirnar segja? Það er sívaxandi þröng á þingi um þessi einu Nóbelsverðlaun okkar. Óneitanlega er fróðlegt að kynna sér með hvaða hætti sænska aka- demían tekur ákvörðun, en líklega erum við, og þá er undirritaður síst undanskilinn, búin að eyða ærnu púðri í að njósna um hvernig þessir átján miðaldra karlar og eldri komust að niðurstöðu. Nú er nær að fara að sinna um verk þeirra ágætu íslensku höfunda sem ekki hlutu Nóbelinn og má í því sambandi minna á að sem stendur eru flestallar bækur Gunnars Gunnarssonar og Þórbergs Þórðar- sonar ófáanlegar á Íslandi. Nýhil Talandi um miðaldra menn: Í alltof langan tíma og með alltof fáum undantekningum hafa kallar á mínum aldri ráðið mestu um hvaða bækur eru gefnar út á Íslandi. En nú er greinilega komið til að vera forlag sem ungt fólk heldur úti, Nýhil (www.nyhil.org). Fram að þessu hefur forlagið einkum sinnt ljóðabókaútgáfu en nú hyggst það líka senda frá sér skáldsögur. Ekki verður betur séð en að þarna sé að finna bæði þá ástríðu og þann kraft sem er forsenda allrar bókaútgáfu. Fylgjumst með því! SPJALDANNA Á MILLI Halldór Guðmundsson LEIKHÚSTILBOÐ: Tvíréttaður kvöldverður og leikhúsmiði frá kr. 4300 - 4800 TEKIÐ Á MÓTI PÖNTUNUM frá kl. 10 til 16 mánudaga - fimmtudaga í síma 437 1600 Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningardag Sýningar í Landnámssetri í september og október Sunnudagur 24. september kl. 16 Uppselt Miðvikudagur 27. september kl. 20 Laus sæti Fimmtudagur 28. september kl.20 Laus sæti Fimmtudagur 5. október kl. 20 Laus sæti Föstudagur 6. október kl. 20 Laus sæti Laugardagur 7. október kl. 20 Uppselt Sunnudagur 8. október kl. 20 Örfá sæti laus Fimmtudagur 12. október kl. 20 Laus sæti Föstudagur 13. október kl. 20 Laus sæti Laugardagur 14. október kl. 20 Örfá sæti laus Sunnudagur 15. október kl. 20 Laus sæti Fimmtudagur 19. október kl. 20 Laus sæti Föstudagur 20. október kl. 20 Bókmenntafræðingurinn Jón Karl Helgason ræðir við gesti Gljúfra- steins um Atómstöðina í dag kl. 16. Atómstöðin er verk mánaðarins í húsi skáldsins og gefst lesendum þess nú kostur á að kíkja við í stof- unnni og spjalla um verkið. Yfir- skrift dagsins er „Atómstöðin: her og bein“ en Jón Karl mun ræða um örlög beina Jónasar Hallgríms- sonar í skáldskap og veruleika í tengslum við verkið. Bein þessi blönduðust óvænt í deiluna um Keflavíkursamning- inn þar sem þau komu til landsins frá Danmörku þegar umræður um veru hersins hér á landi stóðu sem hæst á Alþingi en þá urðu jarðneskar leifar skáldsins að bit- beini stjórnmálaafla. Atómstöðin fjallar öðrum þræði um þessi tvö viðkvæmu samtíma- mál, Keflavíkursamninginn og beinamálið. Í bókinni er látið að því liggja að beinin hafi verið flutt til Íslands í þeim tilgangi að leiða athygli almennings frá samninga- viðræðum ríkisstjórnarinnar við Bandaríkjamenn. Lýsing Halldórs á innihaldi kistunnar sem geymdi jarðneskar leifar þjóðskáldsins fer glettilega nærri lýsingu Matthíasar Þórðarsonar þjóð- minjavarðar á innihaldi kistunnar sem grafin var í þjóðargrafreitn- um haustið 1946. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir en þess skal getið að Brekkukotsannáll verður verk októbermánaðar á Gljúfrasteini. Herinn, beinin og skáldskapurinn JÓN KARL HELGASON BÓKMENNTA- FRÆÐINGUR Ræðir um bein Jónasar í samhengi við Atómstöðina. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA KaSa-hópurinn heldur tónleika í Norræna húsinu í dag undir yfir- skriftinni „Íslensk kammertónlist á 20. öld“. Efnisskráin sam- anstendur af nokkrum verkum sem teljast hápunktar íslensks tónlistarlífs á 20. öld; meðal þeirra eru sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Jón Nordal, smátríó fyrir flautu, selló og píanó eftir Leif Þórarinsson og strengjakvartett eftir Jón Leifs. Auk þess verða flutt verk eftir Hafliða Hallgríms- son og Atla Heiwmi Sveinsson en þeir hafa báðir hlotið Norður- landaverðlaun fyrir tónlist. Flytjendur á tónleikunum verða fiðluleikararnir Elfa Rún Kristins- dóttir og Auður Hafsteinsdóttir, víóluleikarinn Helga Þórarins- dóttir, sellóleikararnir Sigurður Bjarki Gunnarsson og Sigurgeir Agnarsson, Áshildur Haralds- dóttir flautuleikari og Nína Mar- grét Grímsdóttir píanóleikari. KaSa hópurinn mun endurtaka tónleikana í menningarmiðstöð- inni Nordatlantens Brygge í Kaup- mannahöfn hinn 1. október næst- komandi og verða þeir hljóðritaðir af danska ríkisútvarpinu. Tónleikarnir hefjast kl. 17. KASA-TÓNLISTARHÓPURINN LEIKUR ÚRVAL ÍSLENSKRA TÓNSMÍÐA Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari leikur með hópnum í Norræna húsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Íslenskir hápunktar Kynningarkvöld fyrir forráðamenn nýnema MH miðvikudaginn 27. september kl. 20:00 - 21:30 Rektor, námsráðgjafi og félagsráðgjafi frá þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða fl ytja stutt ávörp, kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur og að því loknu fara umsjónarkennarar með foreldrum í kennslustofur og ræða málin stutta stund. Kórfélagar framreiða kaffi og með því gegn vægu gjaldi. Ágóðinn rennur í ferðasjóð kórsins. Við hvetjum ykkur til þess að taka frá þetta kvöld og nýta ykkur tækifærið til að koma í MH og kynnast starfi nu hér. Rektor ��������������� ��������� ������� ����� �������������� ����� ����������������� ���� ���������� ������� �� ���������� �������������� �������������

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.