Fréttablaðið - 24.09.2006, Side 70

Fréttablaðið - 24.09.2006, Side 70
30 24. september 2006 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is Grindavíkurvöllur, áhorf.: 1343 Grindavík FH TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–17 (4–8) Varin skot Helgi 7 – Daði 3 Horn 7–11 Aukaspyrnur fengnar 13–8 Rangstöður 4–2 FH 4–3–3 Daði Lár. 7 Guðmund. Sæv. 6 (75. Pétur Við. -) Tommy Nielsen 6 Dennis Siim 5 Hjörtur Logi 5 Baldur Bett 6 Ásgeir Gunnar 6 (80. Haukur Ól. -) Árni Freyr 5 (66. Matthías 4) Atli Guðnason 6 Allan Dyring 6 Tryggvi Guðm. 7 *Maður leiksins GRINDA. 4–4–2 Helgi Már 5 Kristján Vald. 4 (53. Orri Freyr 3) Óðinn Árna. 6 Óli Stefán 6 Ray Anthony 4 Eysteinn Húni 4 (84. Eyþór Atli -) Jóhann Helga. 4 *Óskar Örn 7 Paul McShane 5 Jóhann Þórhallsson 4 Mounir Ahand. 4 (66. Andri Steinn 4) 0-1 Allan Dyring (73.) 1-1 Óskar Örn Hauksson (85.) 1-1 Jóhannes Valgeirsson (8) LOKASTAÐAN: FH 18 10 6 2 31-14 36 KR 18 9 3 6 23-27 30 VALUR 18 7 8 3 27-18 29 KEFLAVÍK 18 6 6 6 30-20 24 BREIÐABLIK 18 6 5 7 27-33 23 ÍA 18 6 4 8 27-30 22 VÍKINGUR 18 5 6 7 21-18 21 FYLKIR 18 5 6 7 22-25 21 ----------------------------------------------------- GRINDAVÍK 18 4 7 7 24-26 19 ÍBV 18 5 3 10 18-39 18 MARKAHÆSTU LEIKMENN: MAREL BALDVINSSON, BREIÐABLIK 11 BJÖRGÓLFUR TAKEFUSA, KR 10 JÓHANN ÞÓRHALLSSON, GRINDAVÍK 10 TRYGGVI GUÐMUNDSSON, FH 8 VIKTOR B. ARNARSSON, VÍKINGI 8 STEFÁN ÖRN ARNARSON, KEFLAVÍK 6 GUÐM. STEINARSSON, KEFLAVÍK 6 SÆVAR ÞÓR GÍSLASON, FYLKI 6 ÓSKAR HAUKSSON, GRINDAVÍK 6 LANDSBANKADEILDIN Að vera Íslandsmeistari er... frábært. Heimir eða Leifur: Heimir er þyngri. Kaplakriki er... besti völlur landsins. Hafnarfjarðarmafían er... bestu stuðn- ingsmenn landsins. Allan Dyring eða Allan Borgvardt: Allan Dyring. Besti leikmaður deildarinnar er... í FH búningi. Hvenær á að taka þetta tvöfalt? Við fyrsta tækifæri. Besti knattspyrnumaður heims: Maradona. Uppáhaldsbíómynd: Hef ekki farið í bíó í tuttugu ár. Golf er... íþrótt fyrir fótboltaþjálfara. Uppáhaldsdrykkur: Kalt vatn. Ef þú mættir velja einn leikmann úr deild- inni utan FH? No comment. MEÐ ÓLAFI JÓHANNESSYNI60 SEKÚNDUR FÓTBOLTI Grindavík leikur í 1. deild að ári. Það varð ljóst eftir að liðið gerði jafntefli, 1-1, gegn Íslands- meisturum FH en Grindavík varð að vinna leikinn til að eiga mögu- leika á að forðast fallið. Grindvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti eins og skiljan- legt var. Þeir keyrðu upp hraðann og voru snemma hættulegir. Fyrsta dauðafærið kom á 7. mín- útu þegar Jóhann Þórhallsson skallaði framhjá einn og óáreittur í markteig FH-inga. Svakalegt klúður. Grindvíkingar vildu fá víti tveim mínútum síðar en Jóhannes dæmdi réttilega ekkert víti en Ahandour hefði átt að gera betur einn gegn markverði. Grindvíkingar sóttu mjög grimmt nánast allan fyrri hálf- leikinn og voru ótrúlegir klaufar að skora ekki. Það var engu líkara en Jóhann Þórhallsson vildi ekki fá gullskóinn því hann hefði getað eignað sér hann í fyrri hálfleikn- um miðað við færin sem hann fékk. Dennis Siim og Tommy Niel- sen réðu lítið sem ekkert við hrað- ann í Jóhanni og Mounir Ahandour en eins og áður segir virtist þeim fyrirmunað að skora. Á sama tíma fengu FH-ingar nokkuð góð upphlaup og það róaði áhorfendur lítið hversu óöruggur Helgi markvörður var á milli stanganna. Þrátt fyrir mikil og góð tilþrif var markalaust í leik- hléi og Grindavík á leið í 1. deild að óbreyttu. Það virtist nokkuð vera dregið af Grindavíkurliðinu í leikhléi því FH var mun betra liðið í upphafi þess síðari og nokkrum sinnum skall hurð nærri hælum. Stans- lausar stungusendingar Grindvík- inga voru hættar að virka og þeir virtust ekki kunna önnur ráð. Grindvíkingar voru í raun steingeldir og það var átakanlegt að fylgjast með ömurlegum sóknar- tilburðum liðsins. Á sama tíma bætti FH í og hafði öll vopn í hendi sér og Grindvíkingar virtust ekki vera tilbúnir að berjast alla leið fyrir sæti sínu. Það var síðan fylli- lega verðskuldað þegar Allan Dyr- ing skallaði boltann í markið af stuttu færi á 73. mínútu. Það mátti nánast heyra saumnál detta því Grindvíkingar gerðu sér grein fyrir að þetta væri bil sem yrði ekki brúað. Ray Anthony fékk rautt spjald þegar fimm mínútur lifðu leiks. Grindvíkingar unnu í kjölfarið boltann, brunuðu upp og Óskar Örn kláraði laglega skyndisókn. 1- 1 og allt á suðupunkti. Meira markvert gerðist ekki í liði Grindavíkur það sem eftir lifði leiks og FH var meira með boltann ef eitthvað var. Grindavík hrein- lega hafði ekki slagkraftinn sem vantaði og eftir að hafa leikið sér að eldinum var liðið loksins fallið. Sinisa Kekic horfði á úr stúkunni og maður gat ekki annað en hugs- að hvort svona hefði farið hefði hann klárað tímabilið með liðinu enda margoft komið til bjargar. Grindvíkingar þurfa að stokka spil sín rækilega núna en vonandi spýta menn þar á bæ í lófana í stað þess að gefast upp því það er veru- legur söknuður að þessu félagi úr efstu deild. henry@frettabladid.is Grindvíkingar sjálfum sér verstir Grindvíkingar geta engum nema sjálfum sér um kennt að hafa fallið í 1. deild í gær. Liðið óð í færum en klaufaskapur framherjanna var með ólíkindum. Þegar á reyndi var liðið síðan kraftlaust. BÚIÐ SPIL Vonbrgiðin leyndu sér ekki hjá leikmönnum Grindavíkur eftir að flautað hafði verið til leiksloka í gær. Fall í 1. deild er staðreynd en Grindvíkingum tókst ekki að endurtaka leikinn frá því fyrra, þegar liðið bjargaði sér frá falli í lokaumerðinni FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR FÓTBOLTI Framherjinn Jóhann Þórhallsson var með böggum hildar eftir leikinn en hann klúðraði mörgum góðum færum í leiknum. Hann vildi ekki stað- festa að hann léki með Grindavík í 1. deildinni en þar lék Jóhann með Þór á síðasta ári. Með 10 mörkum fyrir Grindavík í sumar hefur Jóhann þó heldur betur sannað að hann á erindi í efstu deild. „Framtíðin er óákveðin. Það á eftir að setjast niður og ræða málin. Hvað færin varðar þá hefði ég átt að skora en svona er þetta stundum,“ sagði Jóhann. - dsd Jóhann Þórhallsson: Framtíðin er óákveðin DAUÐAFÆRI Jóhann hefði átti að skora nokkur mörk í gær. FÓTBOLTI „Við höfum verið að bjóða hættunni heim síðustu ár og það er ekki þessi leikur hér sem fellir okkur. Þetta byrjaði mikið fyrr,“ sagði fyrirliði Grindvíkinga, Óðinn Árnason, svekktur í leikslok. „Það er sárt að falla en ég tel að við höfum lagt okkur alla fram í leikinn. Við sköpuðum helling af færum en það vantar að klára þau. Það vantar lítið hjá okkur. Svo virðist sem þetta hafi verið í kortun- um. Við áttum greinilega að falla,“ sagði Óðinn, sem gerir ráð fyrir því að vera áfram enda sé hann með samning við liðið. Grindvíkingurinn Óli Stefán Flóventsson hefur marga fjöruna sopið með liði sínu og oft bjargað því. Hann náði ekki að setja mark sitt á þennan leik. „Það er ekki endalaust hægt að bjarga sér. Við börðumst fyrir þessu og ég tel okkur hafa fallið með sæmd. Það fór mikil orka í fyrri hálfleik og það sást aðeins í síðari hálfleiknum. Við höfðum ekki þrek í allan leikinn en börðumst samt til enda og það var ég ánægður með,“ sagði Óli Stefán og bætti því við að hann ætti von á að vera áfram í herbúðum félagsins í 1. deild að ári. „Ég er Grindvíkingur alveg í gegn og reikna með því að vera áfram og hjálpa liðinu að komast upp aftur.“ - dsd Leikmenn Grindavíkur voru niðurlútir eftir tapið gegn FH í gær: Við áttum greinilega að falla FÓTBOLTI Marel Jóhann Baldvins- son vann gullskóinn í Lands- bankadeild karla í ár en hann skoraði ellefu mörk í þrettán leikjum fyrir Breiðablik. Hann hélt svo til Noregs áður en tímabilinu lauk en varð marka- kóngur þrátt fyrir það. Björgólfur Takefusa úr KR fær silfurskóinn og Jóhann Þórhallsson, Grindavík, bronsskóinn. Báðir skoruðu þeir tíu mörk en Björgólfur gerði þessi mörk í færri leikjum. Fjögur af þrettán mörkum Marels komu úr vítaspyrnum. Leikmennirnir fá viðurkenningar sínar afhentar á lokahófi KSÍ sem verður um miðjan mánuðinn. - egm Markahæstu leikmenn: Marel varð markakóngur MAREL BALDVINSSON ÞVÍLÍK VONBRIGÐI Leikmenn Grindavíkur gerðu allt hvað þeir gátu til að halda sæti sínu í Landsbankadeildinni en allt kom fyrir ekki. Liðið fellur nú úr Landsbankadeildinni í fyrsta sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR > Áhorfendametið slegið Nýtt áhorfendamet var sett í Landsbankadeild karla þetta sumarið en alls mættu 98.026 manns á leikina 90 í ár, eða að meðaltali 1.089 manns á leik. Eldra metið var sett 2001 þegar 96.850 manns mættu á leikina í deildinni. Þess má geta að alls mættu 5.258 áhorfendur á leikina fimm sem fram fóru í lokaumferðinni í gær. Stefnt var að því að fá yfir 100.000 manns samtals á leikina í sumar en það tókst ekki. Góðar líkur eru á því að það takist á næsta ári en liðin tvö sem koma upp, Fram og HK, eru með stóran stuðnings- mannahóp í kringum sig. Þá verður ekkert stórmót landsliða það sumar og sívaxandi kynningarstarfsemi Landsbankans og KSÍ ætti að hafa áhrif.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.