Fréttablaðið - 24.09.2006, Síða 78
24. september 2006 SUNNUDAGUR38
HRÓSIÐ …
Hvað er að frétta?
Allt gott, var að frumsýna Gunnlaðar-
sögu á föstudaginn.
Augnlitur:
Gráblár.
Starf:
Leikkona.
Fjölskylduhagir:
Mjög fínir.
Hvaðan ertu?
Af Kárastígnum í Reykjavík.
Ertu hjátrúarfull?
Nógu til að gera lífið skemmtilegt.
Uppáhaldssjónvarpsþátturinn:
Núna frábærir breskir þættir sem heita
Peep Show.
Uppáhaldsmatur:
Í bili chillisúpa Asíu og súkkulaði.
Fallegasti staður:
Pakistan og svo íbúðin mín.
iPod eða geislaspilari:
Ég væri alveg til í að eiga iPod.
Hvað er skemmtilegast?
Að safna góðum minningum.
Hvað er leiðinlegast?
Að bíða.
Helsti veikleiki:
Ég er ekki með bílpróf.
Helsti kostur:
Ég geri góðar Rice Krispies-kökur.
Helsta afrek:
Að gera íbúðina mína upp.
Mestu vonbrigðin:
Að foreldrar mínir séu dauðlegir.
Hver er draumurinn?
Að fólk flykkist á Gunnlaðarsögu.
Hver er fyndnastur/fyndnust?
Æsa vinkona.
Hvað fer mest í taugarnar á
þér?
Þegar frelsi og einstaklings-
hyggja er notað sem afsökun
fyrir grimmd og afskiptaleysi.
Hvað er mikilvægast?
Kærleikurinn.
HIN HLIÐIN MARÍANNA CLARA LÚTHERSDÓTTIR LEIKKONA
Fallegast í Pakistan
25.02.77
Þórólfur Árnason, forstjóri Skýrr
og fyrrverandi borgarstjóri, sást á
dögunum geysast um götur
Reykjavíkur á reiðhjóli á leið til
vinnu. Þórólfur segir það þó ekki
vera regluna. „Það kemur fyrir að
ég hjóli til vinnu en veðráttan
ræður oft úrslitum,“ segir hann.
„Það getur verið erfitt að búa sig
að heiman þannig að maður sé rétt
klæddur fyrir bæði veðrið og þær
hefðir sem gilda um klæðnað á
fundarsetum,“ bætir Þórólfur við
og segist hafa vanmetið veðrið
síðastliðinn miðvikudag. „Ég var
held ég svolítið kómískur á leið-
inni heim. Hjólandi í frakka í roki
og rigningu,“ segir hann kíminn,
en Þórólfur og kona hans fjárfestu
í dönskum götureiðhjólum í vor.
„Á þeim getur maður setið upp-
réttur og horft í kringum sig,“
segir Þórólfur, „það er mun
skemmtilegra að hjóla á þeim en á
fjallahjólum.“
Aðspurður hvort hann hjóli í
umhverfisverndarskyni segir Þór-
ólfur reiðhjólið vera góða tilbreyt-
ingu við einkabílinn og finnst að
Íslendingar mættu gera meira af
því að hjóla. „Það er umhverfis-
vænt, skemmtilegt og léttir á
umferðinni,“ segir hann. „Þegar
ég var borgarstjóri gekk ég líka
oft til vinnu,“ segir Þórólfur.
Samkvæmt Þórólfi eru kostir
hjólreiða enn fleiri. „Um daginn
var maður að leita að mér í vinn-
unni. Hann sá að bílastæðið mitt
var autt og dró þá ályktun að ég
væri ekki við,“ segir Þórólfur.
„Þeir sem vilja fela sig í vinnunni
ættu því að hjóla,“ bætir hann
sposkur við. - sun
Hjólið góð tilbreyting
ÞÓRÓLFUR Á DANSKA GÖTUREIÐHJÓL-
INU Þórólfi finnst mun skemmtilegra að
hjóla uppréttur en á fjallahjóli.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FRÉTTIR AF FÓLKI
Stórvinirnir Stefán Hilmarsson og
Eyjólfur Kristjánsson senda frá
sér plötu saman í næsta mánuði,
þá fyrstu sem þeir gera
saman þrátt fyrir áralangt
samstarf við tónleika-
hald. Platan ber heitið
Nokkrar notalegar
ábreiður og eitt
laganna verður hið
þekkta Nína, í nýrri
útgáfu. Eftir helgina
ætla Stebbi og Eyfi að
skella sér í ljósmynda-
stúdíó þar sem teknar
verða myndir fyrir kápu
plötunnar. Þeir hafa ákveðið að
þema myndanna verði frá áttunda
áratugnum en til þess að það gangi
upp vantar félagana ýmsa muni frá
áttunda áratugnum. Meðal þess
sem Stebba og Eyfa vantar eru
bútasaumsteppi, myndir
og veggspjöld af þekktu
fólki, steríógræjur sem
ekki þurfa að virka,
svartur skífusími og
gamalt sjónvarp með
kúptum skjá. Þeir
sem eiga muni á borð
við þessa, eða aðra
frá áttunda áratugn-
um, eru beðnir að
hafa samband í síma
896-1961. Verandi þeir
höfðingjar sem Stebbi
og Eyfi eru fá allir sem
leggja til muni eintak
af nýju plötunni gefins,
áritað ef munirnir eru
sérstaklega flottir.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn
Michel Gondry tjáir sig um fyrrum
samstarfskonu sína, Björk Guð-
mundsdóttir, í viðtali sem birtist á
vef The Seattle Times. Gondry var
að kynna nýjustu mynd sína, The
Science of Sleep, þegar leikstjórinn
var spurður út í þann tíma þegar
hann gerði tónlistarmyndbönd fyrir
listamenn á borð við söngkonuna
íslensku. „Björk átti heilan helling
af brjáluðum vinum sem virtust
ótrúlega „ekta”,” segir Gondry
við blaðið. „Mér fannst á þeim
tímapunkti að vinir mínir
væru hálf glataðir,”
bætir hann við.
„En svo fékk ég
sjálfstraust og sá
að vinir mínir voru
miklu betri því
þessir einstakl-
ingar sem fólk les
um í fjölmiðlum
eru ekkert eins
merkilegir og
þeir líta út.”
Ein umdeildasta hljómsveit lands-
ins er án nokkurs vafa poppdreng-
irnir í Dr. Mister & Mister Hand-
some en þeir hafa notið töluverðra
vinsælda hér á landi. Eitthvað
virðist frægðin hafa stigið þeim til
höfuðs því samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins var nýlega haldin
krísufundur hjá Senu og dóttur-
fyrirtæki þess, Cod music, sem
gefur sveitina út. Heimildir blaðsins
herma að þeir félagar hafi birst í
einni verslun Skífunnar nýverið og
gert háværar athugasemdir við það
hvernig diskinum væri stillt upp í
búðinni. Ungur starfsmaður lét þá
félaga ekki vaða yfir sig og kom til
einhverra stympinga
þarna á milli, án
nokkurra
meiðsla
þó, en
ljóst má
vera að
málið
gæti dreg-
ið einhvern
dilk á eftir sér.
- fgg
... fær Ívar Guðmundsson, sem
sér til þess að megrun þurfi ekki
að vera bragðlaus pína og býður
lax í hvert mál.
Skoski leikarinn Rory McCann
kom til Íslands í byrjun septemb-
er ásamt landa sínum, stallbróður
og góðvini Gerard Butler til þess
að vera viðstaddur frumsýning-
una á Bjólfskviðu. Gerard leikur
sjálfan Bjólf en Rory leikur Breka
vopnabróður hans. Butler er löngu
farinn af landi brott en Rory hefur
ákveðið að setjast hér að.
„Ég hef verið rótlaus síðustu
ár. Hef unnið mikið í útlöndum og
á milli starfa hef ég bara þvælst
um þannig að ég hef í raun verið
heimilislaus,“ segir Rory, sem er
að festa sér leiguíbúð í Reykja-
vík.
„Ég kann svo vel við mig hérna
og finnst fólkið alveg frábært
þannig að ég frestaði fluginu mínu
heim dag eftir dag og endaði bara
með því að ákveða að búa hérna,“
segir Rory, sem hefur gist hjá
vinum og kunningjum í Reykjavík
síðustu vikur. „Ég er búinn að vera
á svolitlum þvælingi en er að koma
mér upp eigin heimili.“
Rory segist hafa kolfallið fyrir
Íslandi þegar hann lék í Bjólfs-
kviðu og íslenskt veður í sínum
versta ham gerði hann síður en
svo afhuga landinu. „Ég hef gaman
að veðrinu hérna og þegar mest
gekk á og tökum var frestað vegna
veðurs og okkur ráðlagt að halda
okkur inni þá dreif ég mig út og
spilaði jafnvel golf í óveðrinu.“
Rory hefur auk Bjólfskviðu til
dæmis leikið í Alexander eftir Oli-
ver Stone og sjónvarpsþáttunum
State of Play og Hálandahöfðingj-
anum sem báðir hafa verið sýndir
í sjónvarpi hérna. Hann gerir lítið
úr því að það skerði atvinnumögu-
leika sína að búa á Íslandi. „Ef
eitthvað kemur upp þá skýst ég
bara yfir. Þar fyrir utan er það
álíka mikið mál að koma sér frá
Reykjavík til London og frá skosku
hálöndunum. Ferðalögin til og frá
Íslandi munu samt auðvitað kosta
eitthvað en það verður bara að
hafa það. Ég er orðinn þreyttur á
Glasgow og hef aldrei verið sér-
staklega hrifinn af London. Hér
líður mér vel og hér vil ég vera.“
Rory segist vera með ýmis
verkefni í sjónmáli en enn sem
komið er sé ekkert fast í hendi og
þangað til hann fær eitthvað bita-
stætt að gera ætlar hann að njóta
lífsins í Reykjavík. „Það er frá-
bært að vera hérna og það er gott
að vera á lausu í Reykjavík en ég
er fyrst að fá að kynnast því
núna.“
Rory segir það vissulega hafa
komið flatt upp á vini sína og ætt-
ingja heima að hann skyldi ákveða
það fyrirvaralaust að setjast að á
Íslandi. „Þau velta auðvitað mikið
fyrir sér hvað sé eiginlega í gangi
hérna og ég veit að sumir hrista
hausinn en flestir vilja koma
hingað og hafa haft áhuga á því
lengi.“
thorarinn@frettabladid.is
RORY MCCANN: FINNST YNDISLEGT AÐ VERA Á LAUSU Í REYKJAVÍK
Féll fyrir Íslandi og ætlar
ekki aftur til Skotlands
RORY MCCANN Segir margt líkt með Íslandi og heimalandinu Skotlandi. „Ég kann
ofboðslega vel við mig úti á landi og hálendið heillar. Ísland hefur það umfram
Skotland hvað mig varðar að hér er allt nýtt og framandi. Ég er mikið fyrir fjallgöngur
og klettaklifur þannig að það er nóg fyrir mig að gera hérna.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Nóatúni 4
Sími 520 3000
��������� , WM 12E460SN
Ný vél með íslensku stjórnborði, 1200
snúninga, tekur 6 kg. Fjöldi þvottakerfa,
auðveld í notkun.
�������� , WT 44E100SK
Með íslensku stjórnborði, tekur 6 kg.
Barkalaus. Fjöldi þurrkunarkerfa.
Tækifærisverð
����������������
Tækifærisverð
����������������
Skoðið
öll tilboðin á
www.sminor.is
Verið ávallt
velkomin
í heimsókn
������
����������
����������og���
�������� með íslenskummerkingum
A
T
A
R
N
A
/
S
T
ÍN
A
M
A
J
A
/
F
ÍT