Fréttablaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 4
4 29. september 2006 FÖSTUDAGUR GENGIÐ 28.09.2006 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 122,6182 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 69,81 70,15 131,22 131,86 88,75 89,25 11,895 11,965 10,787 10,851 9,577 9,633 0,5931 0,5965 103,23 103,85 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR ���������������������������������������������������������������������� ������������ ������������� ������������ �������������� ����������� ���������������������������������������������������������������� ���� ����� ����� �� Kosningar Sambíumenn gengu til forseta- og þingkosninga í gær. Kosningabaráttan hefur verið afar hörð, því ekki eru allir á einu máli um tilraunir Levy Mwan- awasa forseta til að auka erlend umsvif Sambíu og draga úr glæp- um. Sambíumenn eru 11,5 milljónir talsins. SAMBÍA HELLISHEIÐARVIRKJUN Um eitt tonn af baneitraðri saltpéturssýru lak úr lögn í stöðvarhúsi Hellisheið- arvirkjunar í fyrrinótt. Slökkvilið var kallað út um klukkan þrjú og var að störfum við hreinsun þar til um miðjan dag í gær. Tveir vaktmenn við virkjunina kölluðu út slökkvilið. Eiturefnakafarar dældu inn kalki til að gera saltpéturssýruna óvirka. Forráðamenn Orkuveit- unnar funduðu með tæknimönn- um Mitsubishi sem framleiðir vélar virkjunarinnar. Talsmenn Orkuveitunnar segja ekkert af efninu hafa komist út í náttúruna og tjónið óverulegt. -kdk Hellisheiðarvirkjun: Tonn af saltpét- urssýru lak ���������������������������������� ������������� �������� ���� �������� �� ��������� ������ ����� ��������� ��������������� ������ �������� �������� ������� ���� ������� �� ���������������� ������������ ���������������� ���������������� ���������������� ����������� ����������� ������������� ����������� ����������� ��������������� ��������������� ��������������� ��������������� ��������������� ���������� ����� ������� ��������������� ������� ��� ������������� ���������������� �� �� ��������� � �������� ��� ���������� ��������������������� ��������������������� � �� ����������� ���� ������������� ������� ���� � � �������������� ����������������� � � ���������� ����������� �������������������� ��� ������ ����� ������������������ ��� � �� ����������� ����������������� ��������������� ��� ���� ��������������� � ���������� ���������������� ������������� ������� ����� �� ������������� �������������������� �� ������ �� ���������� ������� �� ��� � � �� � � � � � � �� �� � �� � �� � �� � � �� �� � �� �� � � � �� � �� � � �� � ATVINNUMÁL Hátt í tíu tæknimönn- um við ratsjárstöðvarnar á Bola- fjalli og á Stokksnesi verður sagt upp störfum. Uppsagnirnar eru hluti af hagræðingaraðgerðum sem Bandaríkjaher lagði fyrir Ratsjárstofnun á síðasta ári, þar sem þeir vildu reka þessar stöðv- ar með fjareftirliti og -stýringu frá Miðnesheiði. Ólafur Örn Haraldsson, forstjóri stofnunarinnar, segir að einhver hluti þeirra sem sagt verði upp fái væntanlega vinnu hjá ratsjárstöð- inni þar. „Það lá alveg ljóst fyrir að til seinni lotunnar vegna þessara aðgerða myndi koma og var reikn- að með því að hún yrði á haust- mánuðum 2007. Við erum núna að segja okkar starfsfólki að til þess- arar lotu komi fyrr en við ætluð- um.“ Ólafi þótti mjög miður að geta ekki tilkynnt um uppsagnirnar í eigin persónu þar sem veður haml- aði því að hann næði á allar stöðv- arnar. „Starfsfólk á ekki að frétta svona lagað í fjölmiðlum.“ Að því er Ólafur segir eru ekki uppi áform um frekari uppsagnir í þessari hagræðingarlotu en hann geti ekki sagt fyrir um framtíðina frekar en aðrir. „Bandaríkjamenn hafa sagt að þeir ætli að reka þetta til 15. ágúst og þá tekur eitthvað annað við. Ég þekki ekki framtíðina frekar en aðrir.“ - þsj Um tug tæknimanna hjá Ratsjárstofnun Íslands verður sagt upp störfum: Um tug tæknimanna sagt upp RATSJÁRSTÖÐIN Á STOKKNESI Á meðal þeirra sem fengu uppsagnar- bréf eru tæknimenn á Stokksnesi. WASHINGTON, AP Stirt er á milli þeirra Hamids Karzai, forseta Afganistans, og Pervez Mus- harraf, forseta Pakistans, en þeir snæddu kvöldverð í Hvíta húsinu á fimmtudaginn með George W. Bush Bandaríkjaforseta, sem segist vera náinn vinur þeirra beggja. „Þessir tveir menn eru persónulegir vinir mínir,“ sagði Bush. „Þeir eru sterkir leiðtogar sem hafa skilning á þeim heimi sem við lifum í. Þeir gera sér grein fyrir því að öfl hófsemdar eiga í vök að verjast vegna öfgamanna og rót- tæklinga.“ Bæði Karzai og Musharraf hafa staðið þétt að baki Bush í baráttu gegn hryðjuverkamönn- um í löndunum tveimur, en hins vegar hafa þeir á síðustu mánuðum sakað hvor annan harkalega um linkind í þeirri sömu baráttu, ekki síst hvað varðar leitina að Osama bin Laden, sem báðir segja að sé í felum í landi hins. Bush hefur greinilega þótt tími kominn til að hreinsa andrúmsloftið á milli þeirra. Að loknum kvöldverðinum, sem þau Dick Cheney varaforseti og Condoleezza Rice utanríkisráð- herra sátu einnig, virtust þeir Karzai og Mus- harraf fremur vandræðalegir og tókust ekki í hendur, þótt þeir hafi báðir tekið vinsamlega í höndina á Bush. Í sjónvarpsviðtali, sem sýnt var í Pakistan, sagði Musharraf að andrúmsloftið á fundi þeirra hafi verið gott: „Það var ákveðið að við þyrftum að hafa sameiginlega stefnu. Við verð- um að berjast gegn hryðjuverkum. Við verðum að sigrast á þeim í sameiningu.“ Musharraf hefur komið víða við á ferð sinni um Bandaríkin á síðustu dögum. Meðal annars kom hann fram í sjónvarpsþætti þar sem hann kynnti minningabók sína, sem kom út núna í vikunni. Þar tók hann óspart undir grín sem þáttastjórnandinn gerði að Bush forseta. Í gær hélt Musharraf síðan til Bretlands þar sem hann átti fund með Tony Blair forsætis- ráðherra. Þar í landi vakti þó mesta athygli leki úr skýrslu frá breska hernum þar sem segir að réttast væri að leggja leyniþjónustuna í Pakist- an niður, þar sem hún hafi veitt bæði talibönum og al Kaída óbeinan stuðning. Musharraf tók illa í þær tillögur, sagðist vera „tvö hundruð prósent“ á móti þeim. gudsteinn@frettabladid.is Hitti Karzai og Musharraf Forsetar Afganistans og Pakistans hittust yfir kvöldverði í Washington á miðvikudaginn þar sem Bush Bandaríkjaforseti reyndi að fá þá til að láta af gagnkvæmri tortryggni. Musharraf hitti Tony Blair í gær. STRÍÐSGLÆPIR Momcilio Krajisnik, fyrrverandi þingforseti Bosníu- Serba, hlaut á miðvikudag 27 ára fangelsisdóm fyrir stríðsglæpi, þar á meðal morð, útrýmingar- herferð og ofsóknir á hendur Bosníu-múslimum og Króötum í Bosníustríðinu, sem geisaði á árunum 1992 til 1995. Krajisnik var þó sýknaður af alvarlegasta ákæruliðnum, sem varðaði þjóðarmorð. Dóminn kvaddi upp Alphons Orie, dómari við stríðsglæpadómstól Samein- uðu þjóðanna í Haag. - gb Fyrrum leiðtogi Bosníu-Serba: Dæmdur fyrir stríðsglæpi MOMCILIO KRAJISNIK Hlýddi á dóms- uppkvaðningu á miðvikudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Öryggismúrar rísa Yfirvöld í Sádi-Arabíu stefna á að reisa níu hundruð kílómetra langan vegg við landamæri Íraks, til að hindra að ófriðurinn þar breiðist yfir landamær- in. SÁDI-ARABÍA Það var ákveðið að við þyrftum að hafa sameiginlega stefnu. Við verð- um að berjast gegn hryðjuverkum. PERVEZ MUSHARRAF FORSETI PAKISTANS ÞRÍR FORSETAR Bush heilsaði þeim báðum með virktum, en stirt var á milli Musharrafs og Karzais. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.